Ása Sigríður Þórisdóttir 28. nóv. 2023 : Dýrmætt að vita að maður stendur ekki einn í þessu

Flestir sem hafa upplifað það að missa einhvern náinn sér eru líklega sammála um að sorgin er erfið og þungbær. Sorg barna er sérstaklega vandmeðfarin og það getur skipt máli fyrir úrvinnslu þeirra að fá réttan stuðning frá nærsamfélaginu. Hannes missti eiginkonu sína úr krabbameini árið 2022, en þau áttu tvær dætur saman. Hann segir hér frá sorgarúrvinnslunni og helstu úrræðum sem þau feðgin hafa nýtt sér, en þar á meðal er stuðningur Krabbameinsfélagsins við börn sem missa foreldri.

Anna Margrét Björnsdóttir 28. nóv. 2023 : „Mig langaði til að taka þessa byrði og bera hana sjálf“

Rakel Ósk Þórhallsdóttir, eigandi vefverslunarinnar Central Iceland, hefur undanfarin þrjú ár stutt dyggilega við Bleiku slaufuna, en í heildina telur framlag hennar 7.385.000 kr. Rakel segir hér frá drifkraftinum á bak við verkefnið, en hún hefur persónulega tengingu við málstaðinn.

Guðmundur Pálsson 22. nóv. 2023 : Jóla­happ­drætti: Stuðn­ingur við marg­þætta starf­semi

Dregið verður 24. desember í jólahappdrætti Krabba­meins­félagsins.  Vinningar eru 284 talsins að verðmæti rúmar 55 milljónir króna.

Ása Sigríður Þórisdóttir 13. nóv. 2023 : Þráinn og Freyja fá heiðursslaufu Krabbameinsfélagsins Sigurvonar

Þráinn Ágúst Arnaldsson og Freyja Óskarsdóttir fengu heiðursslaufu vestfirska Krabbameinsfélagsins Sigurvonar í bleikum október í þakklætisskyni fyrir frábært framtak þeirra í þágu félagsins.

Ása Sigríður Þórisdóttir 13. nóv. 2023 : Mikilvægar upplýsingar fyrir Grindvíkinga sem eru í krabbameinsmeðferð

Íbúðir Krabbameinsfélagsins á Rauðarárstíg eru lausar til afnota fyrir þá sem eru í krabbameinsmeðferð. Fyrir frekari upplýsingar hafið samband við signy@krabb.is eða í síma 800 4040.

Anna Margrét Björnsdóttir 13. nóv. 2023 : Öflugt starf aðildarfélaga Krabbameinsfélagsins í Bleikum október

Hjá 27 aðildarfélögum Krabbameinsfélagsins hringinn í kringum landið er rekið öflugt og blómlegt félagsstarf í þágu einstaklinga sem greinst hafa með krabbamein og aðstandenda þeirra. Í Bleikum október er mikið um að vera hjá félögunum og víða staðið fyrir stórum viðburðum sem hafa fyrir löngu fest sig í sessi sem árlegir og ómissandi.

Ása Sigríður Þórisdóttir 9. nóv. 2023 : Framför: Málþing Bláa trefilsins 9. nóvember

Málþing þar sem m.a. verður rætt um hlutverk stuðningsfélaga fyrir karla með blöðruhálskirtilskrabbamein og áhrif batasamfélaga á endurheimt lífsgæða þeirra eftir meðferð við krabbameini í blöðruhálsi? Streymi í boði.

Ása Sigríður Þórisdóttir 7. nóv. 2023 : Börnin á Brekkuborg láta gott af sér leiða

Í vikunni sem leið lögðu starfsmenn Krabbameinsfélagsins í skemmtilega ferð á leikskólann Brekkuborg í Grafarvogi þar sem afar vel var tekið á móti þeim. Tilefnið var að taka við 55.040 króna styrk sem börnin höfðu safnað í Bleikum október.

Ása Sigríður Þórisdóttir 7. nóv. 2023 : Við viljum að lifendur búi við góð lífsgæði

Þegar krabbameinsmeðferðum lýkur gera sjúklingar og aðstandendur oft ráð fyrir að heilsan verði aftur eins og hún var áður en krabbameinið greindist. Það er þó ekki raunin hjá öllum. Margir búa við einhvers konar langvinnar eða síðbúnar aukaverkanir af völdum krabbameina eða krabbameinsmeðferða sem geta haft mikil áhrif á lífsgæði og líðan fólks. 

Ása Sigríður Þórisdóttir 3. nóv. 2023 : Hagkaup styrkir Bleiku slaufuna um 2 milljónir

Þjóðin hef­ur lagst á eitt í söfn­un­ar­átaki Krabba­meins­fé­lags­ins í ár og í lok október af­hentu for­svars­menn Hag­kaups ávís­un upp á tvær millj­ón­ir króna sem söfnuðust til styrkar Bleiku slaufunni í versl­un­um fyr­ir­tæk­is.

Ása Sigríður Þórisdóttir 3. nóv. 2023 : 2,2 milljónir frá Orkunni til Bleiku slaufunnar

Saman söfnuðu, Orkan og viðskiptavinir 2,2 milljónum króna handa Bleiku slaufunni. Söfnunin fór þannig fram að viðskiptavinir með skráðan Orkulykil í styrktarhópi Bleiku slaufunnar gáfu 1 krónu af sínum afslætti allan ársins hring og tvær krónur í október. Orkan jafnaði síðan upphæðina sem viðskiptavinir söfnuðu. Auk þess runnu 5 krónur af öllum seldum lítrum á Bleika daginn til átaksins.

Anna Margrét Björnsdóttir 2. nóv. 2023 : Nýtt Fréttabréf Krabbameinsfélagsins

Við hjá Krabbameinsfélaginu erum alltaf að leita nýrra leiða til að koma fróðleik og fréttum á framfæri. Nýjasta viðbótin í flóruna er Fréttabréf Krabbameinsfélagsins, sem hóf göngu sína í haust.

Síða 2 af 10

Fleiri nýjar fréttir

24. apr. 2024 : Fundarboð: Aðal­fundur Krabba­meins­félagsins

Hér með er boðað til aðalfundar Krabbameinsfélagsins sem fer fram laugardaginn 25. maí kl. 13 í húsnæði félagsins að Skógarhlíð 8, Reykjavík.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Krabba­meins­skráning á Íslandi í 70 ár - Afmælis­málþing

Í tilefni af 70 ára afmæli krabbameinsskráningar á Íslandi býður Krabbameinsfélagið til afmælismálþings.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Með þínum stuðningi getum við gert svo ótal margt!

Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim fjölmörgu sem lögðu félaginu lið í Mottumars, árverkni- og fjáröflunarátaki félagsins, í ár. Við erum hrærð yfir þeirri velvild, samkennd og hlýju sem við fundum svo vel fyrir. Öll starfsemi félagsins er rekin fyrir sjálfsaflafé og því er stuðningur almennings og fyrirtækja forsenda fyrir starfinu.

Lesa meira

12. apr. 2024 : Saga Ómars Einarssonar

Ómar fékk krabbamein í háls, árið 2008, á sama tíma og Geir H. Haarde blessaði Ísland. Hann var geislaður í upphafi og síðar skorinn. Í framhaldinu var honum bent á að hitta Ragnar Davíðsson, formann félagsins Ný rödd, sem er eitt af aðildarfélögum Krabbameinsfélagsins. Ragnar hafi hjálpað sér og öðrum mikið.

Lesa meira

8. apr. 2024 : Frábær þátttaka í Skegg­keppni Mottu­mars 2024

Þátttakendur í Skeggkeppni Krabbameinsfélagsins þetta árið voru 360 talsins og alls söfnuðust rétt rúmlega 7,3 milljónir króna. Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim sem tóku þátt og öllum sem styrktu.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?