Anna Margrét Björnsdóttir 13. nóv. 2023 : Öflugt starf aðildarfélaga Krabbameinsfélagsins í Bleikum október

Hjá 27 aðildarfélögum Krabbameinsfélagsins hringinn í kringum landið er rekið öflugt og blómlegt félagsstarf í þágu einstaklinga sem greinst hafa með krabbamein og aðstandenda þeirra. Í Bleikum október er mikið um að vera hjá félögunum og víða staðið fyrir stórum viðburðum sem hafa fyrir löngu fest sig í sessi sem árlegir og ómissandi.

Ása Sigríður Þórisdóttir 9. nóv. 2023 : Framför: Málþing Bláa trefilsins 9. nóvember

Málþing þar sem m.a. verður rætt um hlutverk stuðningsfélaga fyrir karla með blöðruhálskirtilskrabbamein og áhrif batasamfélaga á endurheimt lífsgæða þeirra eftir meðferð við krabbameini í blöðruhálsi? Streymi í boði.

Ása Sigríður Þórisdóttir 7. nóv. 2023 : Börnin á Brekkuborg láta gott af sér leiða

Í vikunni sem leið lögðu starfsmenn Krabbameinsfélagsins í skemmtilega ferð á leikskólann Brekkuborg í Grafarvogi þar sem afar vel var tekið á móti þeim. Tilefnið var að taka við 55.040 króna styrk sem börnin höfðu safnað í Bleikum október.

Ása Sigríður Þórisdóttir 7. nóv. 2023 : Við viljum að lifendur búi við góð lífsgæði

Þegar krabbameinsmeðferðum lýkur gera sjúklingar og aðstandendur oft ráð fyrir að heilsan verði aftur eins og hún var áður en krabbameinið greindist. Það er þó ekki raunin hjá öllum. Margir búa við einhvers konar langvinnar eða síðbúnar aukaverkanir af völdum krabbameina eða krabbameinsmeðferða sem geta haft mikil áhrif á lífsgæði og líðan fólks. 

Ása Sigríður Þórisdóttir 3. nóv. 2023 : Hagkaup styrkir Bleiku slaufuna um 2 milljónir

Þjóðin hef­ur lagst á eitt í söfn­un­ar­átaki Krabba­meins­fé­lags­ins í ár og í lok október af­hentu for­svars­menn Hag­kaups ávís­un upp á tvær millj­ón­ir króna sem söfnuðust til styrkar Bleiku slaufunni í versl­un­um fyr­ir­tæk­is.

Ása Sigríður Þórisdóttir 3. nóv. 2023 : 2,2 milljónir frá Orkunni til Bleiku slaufunnar

Saman söfnuðu, Orkan og viðskiptavinir 2,2 milljónum króna handa Bleiku slaufunni. Söfnunin fór þannig fram að viðskiptavinir með skráðan Orkulykil í styrktarhópi Bleiku slaufunnar gáfu 1 krónu af sínum afslætti allan ársins hring og tvær krónur í október. Orkan jafnaði síðan upphæðina sem viðskiptavinir söfnuðu. Auk þess runnu 5 krónur af öllum seldum lítrum á Bleika daginn til átaksins.

Anna Margrét Björnsdóttir 2. nóv. 2023 : Nýtt Fréttabréf Krabbameinsfélagsins

Við hjá Krabbameinsfélaginu erum alltaf að leita nýrra leiða til að koma fróðleik og fréttum á framfæri. Nýjasta viðbótin í flóruna er Fréttabréf Krabbameinsfélagsins, sem hóf göngu sína í haust.

Ása Sigríður Þórisdóttir 31. okt. 2023 : Markvissar leiðir til að auka þátttöku í brjóstaskimun

Í dag er leghálsskimun nánast ókeypis, kostar 500 krónur á heilsugæslunni en konur þurfa enn að borga 5.610 krónur fyrir brjóstaskimun (lækkar eftir því sem greiðsla fyrir aðra heilbrigðisþjónustu er meiri). Úr þessu er afar brýnt að bæta, sérstaklega til að efnaminni konur hafi möguleika á að nýta sér boð í skimun.

Anna Margrét Björnsdóttir 30. okt. 2023 : Saga Katarzynu

Katarzyna Leszczyńska greindist árið 2022 með krabbamein í eggjastokkum sem var búið að dreifa sér til annarra líffæra. Fyrst leið henni eins og best væri að takast á við veikindin ein og óstudd, en eftir aðgerðina leitaði hún til Krabbameinsfélagsins eftir aðstoð og segist eilíflega þakklát fyrir allt fólkið sem vinnur þar.

Anna Margrét Björnsdóttir 23. okt. 2023 : Saga Önnu Maríu

Anna María E. Guðmundsdóttir greindist með ristilkrabbamein vorið 2021. Það gerðist allt mjög hratt í kjölfarið og upplifði hún eins og henni væri kippt fullhraustri út úr samfélaginu. Hún segir samstöðu veita kærleik á þeim tíma sem mest þörf er á honum og upplifði að ættingjar og vinir umvefðu hana og sýndu henni samstöðu í gegnum ferlið. 

Anna Margrét Björnsdóttir 23. okt. 2023 : Þekkja línuna á milli lífs og leiðinda og vilja koma í veg fyrir hið síðarnefnda

Reynir G. Brynjarsson hefur vanið komur sínar í húsnæði Krabbameinsfélagsins undanfarnar vikur. Erindið er að fylla á birgðir af bleikum varningi sem hann hefur að eigin frumkvæði tekið í umboðssölu fyrir Krabbameinsfélagið. Okkur lék forvitni á að vita hver kveikjan að verkefninu væri og fengum hann til að segja okkur aðeins frá því.

Ása Sigríður Þórisdóttir 20. okt. 2023 : Bleiki dagurinn er í dag

Við heyrum það á hverjum einasta degi hjá félaginu. Hvað þessi bleiki stuðningur skiptir miklu máli fyrir allar þær konur sem eru að glíma við krabbamein í dag, eða hafa háð þá glímu, fjölskyldur þeirra og fjölskyldur þeirra sem hafa misst sínar konur úr krabbameinum. Það skiptir máli að þið vitið að þið eruð að gera eitthvað sem skiptir máli.

Síða 2 af 10

Fleiri nýjar fréttir

5. des. 2023 : Takk sjálfboðaliðar!

Í dag er alþjóðlegur dagur sjálfboðaliða og Krabbameinsfélagið vill nýta tækifærið og þakka öllum þeim fjölmörgu sjálfboðaliðum sem leggja sitt af mörkum í þágu félagsins. Í tilefni dagsins fengum við nokkra sjálfboðaliða til að segja okkur frá því hvers vegna þau velja að leggja baráttunni gegn krabbameinum lið.

Lesa meira

5. des. 2023 : Aðstoð við að velja mat sem eykur heilbrigði og vellíðan

Við þurfum hjálp! Ákall til matvælaframleiðenda og sölu- og markaðsaðila matvæla. Mörg fyrirtæki standa sig vel þegar kemur að markaðssetningu á mat og drykkjarvöru. Sum fyrirtæki sem bjóða upp á heilsueflandi mat en einnig mat- og drykkjarvörur sem geta haft neikvæð áhrif á heilsu hlífa til dæmis börnum við markaðssetningu á slíkum vörum.

Lesa meira

4. des. 2023 : Kírópraktorstöðin styrkir Bleiku slaufuna

Kírópraktorstöðin afhenti á dögunum 500.000 krónur til Krabbameinsfélagsins. Upphæðin er afrakstur af einstaklega vel heppnuðu Konukvöldi sem þau stóðu fyrir í tilefni af Bleikum október. Krabbameinsfélagið þakkar kærlega fyrir stuðninginn, sem kemur að góðum notum.

Lesa meira

4. des. 2023 : Ný rannsókn styður við einstaklingssniðna meðferð

Ný íslensk rannsókn sem birtist í dag í npj Breast Cancer og var unnin í samstarfi Krabbameinsfélagsins við meinafræðideild og krabbameinslækningadeild Landspítala, og við Háskóla Íslands. 

Lesa meira

2. des. 2023 : Taktu þátt í skemmtilegum jólaleik

Litríkt, jólalegt og hollt á borðið þitt. Krabbameinsfélagið í samstarfi við Banana og Hagkaup óska eftir jólalegum útfærslum á framsetningu á grænmeti, ávöxtum og berjum til að nýta á jólaborðið eða veislubakkann. Veglegir vinningar í boði.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?