Anna Margrét Björnsdóttir 2. nóv. 2023

Nýtt Fréttabréf Krabbameinsfélagsins

Við hjá Krabbameinsfélaginu erum alltaf að leita nýrra leiða til að koma fróðleik og fréttum á framfæri. Nýjasta viðbótin í flóruna er Fréttabréf Krabbameinsfélagsins, sem hóf göngu sína í haust.

Fréttabréf Krabbameinsfélagsins kemur út á þriggja vikna fresti og er sent á alla þá sem eru skráðir á póstlista Krabbameinsfélagsins. Að auki má nálgast efnið á heimasíðu félagsins, en til þæginda höfum við tekið saman hlekkina hér að neðan.

Fréttabréf Krabbameinsfélagsins nr. 4/2023

Vegna framfara í greiningu og meðferð krabbameina fjölgar hratt í hópi þeirra sem eru á lífi og hafa greinst með krabbamein. Í lok árs 2000 taldi hópurinn 7.500 manns, í lok árs 2021 voru þau um 17.000 og gert er ráð fyrir að árið 2035 verðu þau að lágmarki 24.300. Langstærstur hluti hópsins, um 50-60% samkvæmt erlendum rannsóknum, mun þurfa að takast á við langvinnar aukaverkanir eða síðbúnar afleiðingar af krabbameini og meðferð þess. Um leið og við kveðjum bleikasta mánuð ársins og þökkum kærlega fyrir móttökurnar, langar okkur til að beina athyglinni að veruleika þessara einstaklinga. 

Hér má skrá sig á póstlista sem er sérstaklega helgaður efni um síðbúnar og langvinnar aukaverkanir. Póstlistinn verður nýttur til þess að miðla upplýsingum um fræðslu, námskeið, úrræði, viðburði og öðrum fróðleik.


Fleiri nýjar fréttir

1. mar. 2024 : Við erum að kalla þig út, kall!

Við fögnum framförum í greiningu og meðferð en best er auðvitað ef hægt er að koma í veg fyrir krabbamein. Vísindin vísa okkur leiðina og rannsóknir sýna að 30 til 40% krabbameina tengjast lífsstíl. Það þýðir að ýmsar lífsvenjur, t.d. tóbaksnotkun, áfengisneysla, hreyfingarleysi, mataræði og fleiri þættir geta haft áhrif á líkurnar á ákveðnum tegundum krabbameina.

Lesa meira

29. feb. 2024 : Köllum kalla þessa lands út!

Mottumars, árlegt árvekni- og fjáröflunarátak tileinkað krabbameinum hjá körlum hefst í dag. Kallaútkall er yfirskrift átaksins í ár þar sem lögð er áhersla á forvarnargildi hreyfingar. Regluleg hreyfing dregur úr hættunni á krabbameinum, en allt of margir karlmenn hreyfa sig ekki nóg til að njóta þessara verndandi áhrifa. Það þarf ekki nema örfáar mínútur af hreyfingu á dag til að ná fram jákvæðum áhrifum.

Lesa meira

28. feb. 2024 : Upp með sokkana og í Mottumarshlaupið 2024

Komdu með í fyrsta Mottumarshlaup Krabbameinsfélagsins sem haldið verður á hlaupársdeginum 29. febrúar. Við lofum stuði og stemmningu um leið og við hreyfum okkur til stuðnings góðum málstað!

Lesa meira

27. feb. 2024 : Sjöunda árið í röð fær forsetinn fyrsta parið

Forseta Íslands, hr. Guðna Th. Jóhannessyni hefur frá árinu 2018 verið afhent fyrsta parið af Mottumarssokkunum sem seldir eru til styrktar Krabbameinsfélaginu í Mottumars, árlegu árvekni- og fjáröflunarátaki sem tileinkað er krabbameinum hjá körlum. Forsetinn hefur sýnt verkefninu ómetanlegan stuðning í gegnum árin.

Lesa meira

27. feb. 2024 : Mottumarssokkarnir hannaðir af AS WE GROW

Það eru þær Gréta Hlöðversdóttir, Snæfríð Þorsteins og Kamilla Henriau sem eru hugmyndasmiðirnir og hönnuðirnir á bakvið sokkana sem eru einstaklega fallegir. 

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?