Ása Sigríður Þórisdóttir 13. nóv. 2023

Þráinn og Freyja fá heiðursslaufu Krabbameinsfélagsins Sigurvonar

Þráinn Ágúst Arnaldsson og Freyja Óskarsdóttir fengu heiðursslaufu vestfirska Krabbameinsfélagsins Sigurvonar í bleikum október í þakklætisskyni fyrir frábært framtak þeirra í þágu félagsins.

Þráinn og liðsfélagar hans í handboltadeild Harðar framleiddu bleika styrktartreyju í þágu Sigurvonar og Bleiku slaufunnar og seldu í október í fyrra. Þá léku liðið einnig í bleikum treyjum í Olís-deild karla þann mánuð til að vekja athygli á félaginu og áverkniátakinu. Hugmynd að þessu verkefni kom vegna tengingar þeirra vina, Þráins og Stefáns, við fjölskyldumeðlimi sem höfðu greinst með krabbamein. Móðir Þráins greindist með brjóstakrabbamein rétt fyrir Covid-19, eða í janúar 2020, en er í dag laus við krabbameinið.

Freyja stofnaði Hlaupahóp Öllu í minningu systur sinnar Aðalbjargar Óskarsdóttur sem lést í mars eftir stutta baráttu við ristilkrabbamein. Hópurinn safnaði áheitum í þágu Sigurvonar í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka og söfnuðu tæplega 3,5 milljónum króna sem rennur beint til þeirra sem Sigurvon styður í krabbameinsbaráttunni en félagið veitir styrki til að reyna að jafna þann búsetumun sem hlýst af því að þurfa að sækja krabbameinsmeðferð utan heimabyggðar.

Sigurvon hefur ávallt notið góðs af hlýhug og velvilja Vestfirðinga og í ár þótti ómögulegt að velja á milli þessara tveggja frábæru einstaklinga sem hafa stutt svo dyggilega við félagið. Ákvað stjórnin því að veita tvær heiðursslaufur til að reyna sýna hversu þakklát og meir hún er yfir stuðningnum.

  • Nánari upplýsingar um starfsemi félagsins og heiðursslaufurnar tvær má finna ávefsíðu Sigurvonar.
  • Krabbameinsfélagið Sigurvon er eitt af 27 aðildarfélögum Krabbameinsfélagsins.

Fleiri nýjar fréttir

5. des. 2023 : Takk sjálfboðaliðar!

Í dag er alþjóðlegur dagur sjálfboðaliða og Krabbameinsfélagið vill nýta tækifærið og þakka öllum þeim fjölmörgu sjálfboðaliðum sem leggja sitt af mörkum í þágu félagsins. Í tilefni dagsins fengum við nokkra sjálfboðaliða til að segja okkur frá því hvers vegna þau velja að leggja baráttunni gegn krabbameinum lið.

Lesa meira

5. des. 2023 : Aðstoð við að velja mat sem eykur heilbrigði og vellíðan

Við þurfum hjálp! Ákall til matvælaframleiðenda og sölu- og markaðsaðila matvæla. Mörg fyrirtæki standa sig vel þegar kemur að markaðssetningu á mat og drykkjarvöru. Sum fyrirtæki sem bjóða upp á heilsueflandi mat en einnig mat- og drykkjarvörur sem geta haft neikvæð áhrif á heilsu hlífa til dæmis börnum við markaðssetningu á slíkum vörum.

Lesa meira

4. des. 2023 : Kírópraktorstöðin styrkir Bleiku slaufuna

Kírópraktorstöðin afhenti á dögunum 500.000 krónur til Krabbameinsfélagsins. Upphæðin er afrakstur af einstaklega vel heppnuðu Konukvöldi sem þau stóðu fyrir í tilefni af Bleikum október. Krabbameinsfélagið þakkar kærlega fyrir stuðninginn, sem kemur að góðum notum.

Lesa meira

4. des. 2023 : Ný rannsókn styður við einstaklingssniðna meðferð

Ný íslensk rannsókn sem birtist í dag í npj Breast Cancer og var unnin í samstarfi Krabbameinsfélagsins við meinafræðideild og krabbameinslækningadeild Landspítala, og við Háskóla Íslands. 

Lesa meira

2. des. 2023 : Taktu þátt í skemmtilegum jólaleik

Litríkt, jólalegt og hollt á borðið þitt. Krabbameinsfélagið í samstarfi við Banana og Hagkaup óska eftir jólalegum útfærslum á framsetningu á grænmeti, ávöxtum og berjum til að nýta á jólaborðið eða veislubakkann. Veglegir vinningar í boði.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?