Ása Sigríður Þórisdóttir 17. apr. 2023

Skeggjaður árangur

Þátttakendur í Skeggkeppni Krabbameinsfélagsins þetta árið voru 270 talsins og alls söfnuðust rétt rúmlega 13,8 milljónir króna. Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim sem tóku þátt og öllum sem styrktu.

Skeggkeppnin er fastur liður í Mottumars, árlegu árvekni- og fjáröflunarátaki Krabbameinsfélagsins. Þátttakendur eru hvattir til að skarta mottu og safna áheitum frá vinum, vandamönnum og þjóðinni allri. Söfnunarfé rennur óskipt til Krabbameinsfélagsins og nýtist m.a. til að veita endurgjaldslausa ráðgjöf og stuðning til krabbameinsgreindra og aðstandenda þeirra, til íslenskra rannsókna á krabbameinum og til ýmis konar fræðslu og forvarna.

Í fyrra var þátttakan afar góð, en þá voru þátttakendur hátt í 200 talsins og söfnuðust 8.522.194 krónur. Það er því óhætt að segja að við séum í skýjunum með árangur keppninnar í ár, en alls söfnuðu 270 þátttakendur 13.816.520 krónum. Það er svo sannarlega upphæð sem munar um.

Sigurvegarar í hverjum flokki fyrir sig voru leystir út með verðlaunum, auk þess sem verðlaun voru veitt fyrir fegurstu mottuna. Krabbameinsfélagið kemur á framfæri hjartans þökkum til þeirra fyrirtækja sem lögðu til vinninga og auðvitað til allra þeirra sem tóku þátt og styrktu.

Í sameiningu vinnum við að þeim markmiðum að draga úr fjölda krabbameinstilvika, fækka dauðsföllum af völdum krabbameina og bæta lífsgæði þeirra sem greinast með krabbbamein og aðstandenda þeirra.

KRA_15890_Skeggkeppni_Takk_3Einstaklingskeppni – úrslit

Sigurvegari: Helgi Rúnar Bragason, með 2.210.001 krónu.

Helgi Rúnar hefur náð eftirtektarverðum árangri í Skeggkeppni Mottumars undanfarin tvö ár, en í heildina hefur hann safnað rúmlega 3,5 milljónum króna. Helgi Rúnar veitti góðfúslegt leyfi fyrir viðtali sem má nálgast hér, þar sem hann talaði um krabbameinsgreininguna, Round Table félagsskapinn og mikilvægi þess að gefa af sér. Helgi Rúnar var leystur út með ferð í Skógarböðin á Akureyri og ævintýraveislu á Rub23 .

2. sæti: Hr. Pringles, með 1.664.001 krónu.

3. sæti: Baldur Gunnarsson, með 955.000 krónur.

4. sæti: Sigurkarl, með 750.000 krónur.

5. sæti: Valdimar Kjartansson, með 453.000 krónur.

Liðakeppni – úrslit

Sigurvegari: Góðgerðarsjóður Round Table, með 2.818.002 krónur.


https://www.youtube.com/watch?v=dpozmxzn0_w

KRA_15890_Skeggkeppni_Takk_4

Round Table er alþjóðlegur félagsskapur ungra manna á aldrinum 20-45 ára. Tilgangur samtakanna er að vera stuðnings- og félagsnet fyrir karlmenn en einnig að láta gott af sér leiða. Á landsvísu hefur hreyfingin m.a. verið dyggur stuðningsaðili Mottumars undanfarin ár. Liðsmenn Round Table voru leystir út með hópferð í pílu og pizzu á Bullseye á Snorrabraut.

2. sæti: Byko timbursala, með 1.113.000 krónur.

3. sæti: Sjúkraflutningar HSU, með 448.000 krónur.

4. sæti: Mottumass, með 355.333 krónur.

5. sæti: Verzlunarmottur, með 331.001 krónur.


KRA_15890_Skeggkeppni_Takk_2

Fegursta mottan

Jón Baldur Bogason hefur verið árlegur þátttakandi nánast frá upphafi Skeggkeppni  Mottumars og tekur þátt í minningu bróður síns. Hann skartar mottu sem hefur unnið til verðlauna á heimsvísu og hlýtur í annað sinn viðurkenningu fyrir fegurstu mottuna. Hér má nálgast viðtal þar sem Jón Baldur segir m.a. frá skeggrækt sem áhugamáli og fyrsta Íslandsmeistaramótinu í skeggvexti. Jón Baldur var leystur út með skeggvörum úr vefverslun Krabbameinsfélagsins.



Hvernig er söfnunarfé varið?

Fjárhagslegur stuðningur almennings og fyrirtækja er grundvöllur þess að Krabbameinsfélagið geti starfað, því starfsemin byggir á sjálfsaflafé. Stuðningur einstaklinga og fyrirtækja við átakið er ómetanlegur og í sameiningu vinnum við að enn betri árangri varðandi það að draga úr fjölda krabbameinstilvika, fækka dauðsföllum af völdum krabbameina og að bæta lífsgæði þeirra sem greinast með krabbamein og aðstandenda þeirra.

Þitt framlag styður við:

  • Endurgjaldslausa ráðgjöf hjúkrunarfræðinga, sálfræðinga og félagsráðgjafa og  stuðning við þá sem greinast með krabbamein og aðstandendur þeirra.
  • Íslenskar rannsóknir á krabbameinum sem snúa meðal annars að orsökum krabbameina, forvörnum, meðferð og lífsgæðum sjúklinga.
  • Ýmis konar forvarnafræðslu, námskeið og starfsemi sem miðar m.a. að því að draga úr líkum á krabbameinum og bæta lífsgæði hjá þeim sem greinast með krabbamein.
  • Afnot af íbúðum fyrir sjúklinga og aðstandendur, hagsmunagæslu og liðsinni á 8 þjónustuskrifstofum um land allt.

Kynntu þér starfsemi Krabbameinsfélagsins nánar á www.krabb.is .



Fleiri nýjar fréttir

24. apr. 2024 : Fundarboð: Aðal­fundur Krabba­meins­félagsins

Hér með er boðað til aðalfundar Krabbameinsfélagsins sem fer fram laugardaginn 25. maí kl. 13 í húsnæði félagsins að Skógarhlíð 8, Reykjavík.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Krabba­meins­skráning á Íslandi í 70 ár - Afmælis­málþing

Í tilefni af 70 ára afmæli krabbameinsskráningar á Íslandi býður Krabbameinsfélagið til afmælismálþings.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Með þínum stuðningi getum við gert svo ótal margt!

Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim fjölmörgu sem lögðu félaginu lið í Mottumars, árverkni- og fjáröflunarátaki félagsins, í ár. Við erum hrærð yfir þeirri velvild, samkennd og hlýju sem við fundum svo vel fyrir. Öll starfsemi félagsins er rekin fyrir sjálfsaflafé og því er stuðningur almennings og fyrirtækja forsenda fyrir starfinu.

Lesa meira

12. apr. 2024 : Saga Ómars Einarssonar

Ómar fékk krabbamein í háls, árið 2008, á sama tíma og Geir H. Haarde blessaði Ísland. Hann var geislaður í upphafi og síðar skorinn. Í framhaldinu var honum bent á að hitta Ragnar Davíðsson, formann félagsins Ný rödd, sem er eitt af aðildarfélögum Krabbameinsfélagsins. Ragnar hafi hjálpað sér og öðrum mikið.

Lesa meira

8. apr. 2024 : Frábær þátttaka í Skegg­keppni Mottu­mars 2024

Þátttakendur í Skeggkeppni Krabbameinsfélagsins þetta árið voru 360 talsins og alls söfnuðust rétt rúmlega 7,3 milljónir króna. Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim sem tóku þátt og öllum sem styrktu.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?