Sigriður Sólan Guðlaugsdóttir 4. maí 2019

Aðalfundur 2019

Aðalfundur Krabbameinsfélags Íslands var haldinn í dag, laugardaginn 4. maí 2019, í húsnæði félagsins að Skógarhlíð 8.

Nokkur endurnýjun varð í stjórn félagsins þegar þrír nýir einstaklingar voru kjörnir í stjórnina. Halldóra Björg Sævarsdóttir, framkvæmdastjóri KAON (Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis), var kjörinn meðstjórnandi, og sem varamenn komu inn Hildur Björk Hilmarsdóttir, viðskiptafræðingur og stofnandi Krafts, og Svanhildur Inga Ólafsdóttir, félagsráðgjafi og formaður Krabbameinsfélags Árnesinga. Endurkjörnir voru Valgerður Sigurðardóttir, formaður, Árni Einarsson og Sigríður Zoëga.

Fyrir voru í stjórn Þorsteinn Pálsson, varaformaður, Jón Þorláksson og Kristín Halldórsdóttir.

Í Heiðursráð komu inn tveir nýir meðlimir, Þórunn Rafnar, sem var fyrsti formaður Vísindaráðs KÍ og Sigrún Gunnarsdóttir, fyrrverandi formaður félagsins.

Ársskýrslu félagsins má finna hér og nánari upplýsingar og önnur fylgiskjöl á síðu aðalfundarins. 

Stjórn KÍ 2019

Frá vinstri, Þorsteinn Pálsson, Hildur Björk Hilmarsdóttir, Svanhildur Inga Ólafsdóttir, Kristín Halldórsdóttir, Sigríður Zoëga, Halldóra Björg Sævarsdóttir, Árni Einarsson, Valgerður Sigurðardóttir og Jón Þorláksson.

Í Heiðursráð tóku sæti Þórunn Rafnar og Sigrún Gunnarsdóttir.

 


Fleiri nýjar fréttir

17. maí 2019 : Öflug vinnu­stofa um endur­hæfingu krabba­meins­greindra

Fimmtudaginn 16. maí fór fram vinnustofa um endurhæfingu þeirra sem greinst hafa með krabbamein. Vinnustofan var samstarfsverkefni endurhæfingarteymis Landspítala, Heilsustofnunar í Hveragerði, Krabbameinsfélags Íslands, Krafts, Ljóssins og Reykjalundar.

Lesa meira

16. maí 2019 : Opið hús Brakka­sam­tak­anna sunnu­daginn 19. maí

Brakkasamtökin standa fyrir opnu húsi þann 19. maí næstkomandi. Þar munu samtökin opna nýja heimasíðu fyrir arfbera og fjölskyldur þeirra og stuðla að umræðum um stöðu mála varðandi BRCA og arfgeng krabbamein á Íslandi. 

Lesa meira

15. maí 2019 : Dagur krabba­meins­hjúkrunar­fræð­inga

Þann 18.maí halda samtök evrópskra krabbameinshjúkrunarfræðinga (EONS) upp á dag krabbameinshjúkrunarfræðinga í Evrópu. 

Lesa meira

14. maí 2019 : Mistök í póstsendingu skýra dræma þátttöku í skimun

Eftir frétt sem birt var í gær um dræma þátttöku kvenna í brjóstamyndatöku í Vestmannaeyjum kom í ljós að mistök áttu sér stað í póstsendingu boðsbréfa. 

Lesa meira

13. maí 2019 : NCU auglýsir styrki til rannsókna

Norrænu krabbameinssamtökin kalla eftir umsóknum um stefnumótandi verkefni tengd tóbaki og félagslegu ójafnrétti.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?