Sigriður Sólan Guðlaugsdóttir 4. maí 2019

Aðalfundur 2019

Aðalfundur Krabbameinsfélags Íslands var haldinn í dag, laugardaginn 4. maí 2019, í húsnæði félagsins að Skógarhlíð 8.

Nokkur endurnýjun varð í stjórn félagsins þegar þrír nýir einstaklingar voru kjörnir í stjórnina. Halldóra Björg Sævarsdóttir, framkvæmdastjóri KAON (Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis), var kjörinn meðstjórnandi, og sem varamenn komu inn Hildur Björk Hilmarsdóttir, viðskiptafræðingur og stofnandi Krafts, og Svanhildur Inga Ólafsdóttir, félagsráðgjafi og formaður Krabbameinsfélags Árnesinga. Endurkjörnir voru Valgerður Sigurðardóttir, formaður, Árni Einarsson og Sigríður Zoëga.

Fyrir voru í stjórn Þorsteinn Pálsson, varaformaður, Jón Þorláksson og Kristín Halldórsdóttir.

Í Heiðursráð komu inn tveir nýir meðlimir, Þórunn Rafnar, sem var fyrsti formaður Vísindaráðs KÍ og Sigrún Gunnarsdóttir, fyrrverandi formaður félagsins.

Ársskýrslu félagsins má finna hér og nánari upplýsingar og önnur fylgiskjöl á síðu aðalfundarins. 

Stjórn KÍ 2019

Frá vinstri, Þorsteinn Pálsson, Hildur Björk Hilmarsdóttir, Svanhildur Inga Ólafsdóttir, Kristín Halldórsdóttir, Sigríður Zoëga, Halldóra Björg Sævarsdóttir, Árni Einarsson, Valgerður Sigurðardóttir og Jón Þorláksson.

Í Heiðursráð tóku sæti Þórunn Rafnar og Sigrún Gunnarsdóttir.

 


Fleiri nýjar fréttir

6. sep. 2019 : Kynningarátak um erfðagjafir

Krabbameinsfélagið hefur tekið höndum saman við sex góðgerðarfélög til að vekja athygli almennings á erfðagjöfum. Yfirskrift átaksins er „Gefðu framtíðinni forskot.“

Lesa meira

4. sep. 2019 : Nú komum við saman: Opið hús á Velunnaradaginn 10. september

Þriðjudaginn 10. september verður opið hús fyrir Velunnara Krabbameinsfélagsins, en það eru þeir sem kjósa að styðja við baráttuna gegn krabbameini með mánaðarlegu framlagi. Þannig gera þeir félaginu kleift að efla stöðugt rannsóknir, fræðslu, forvarnir, ráðgjöf og stuðning í þágu þeirra sem greinst hafa með krabbamein og aðstandenda þeirra.

Lesa meira

4. sep. 2019 : Göngum, hjólum eða hlaupum í skólann!

Krabbameinsfélagið tekur fagnandi hinu árlegu átaki ,,Göngum í skólann“, enda er markmið þess að hvetja börn til aukinnar hreyfingar auk þess að fræða þau, foreldra og starfsfólk skóla um ávinninginn sem felst í reglulegri hreyfingu og stuðla almennt að heilbrigðum lífsstíl fyrir alla fjölskylduna. 

Lesa meira

30. ágú. 2019 : Sterk tengsl milli notkunar tíðahvarfahormóna og brjóstakrabbameins

Í dag birtust í vísindaritinu Lancet niðurstöður stórrar fjölþjóðlegar rannsóknar um tengsl milli notkunar tíðarhvarfahormóna og brjóstakrabbameins. Rannsókninni er stýrt af hópi við Oxford háskóla og í henni er meðal annars stuðst við gögn frá Krabbameinsfélaginu.

Lesa meira

26. ágú. 2019 : Snorri Ingimarsson fyrrverandi forstjóri Krabbameinsfélagsins er látinn

Snorri starfaði bæði sem krabbameinslæknir og geðlæknir og var fyrsti forstjóri Krabbameinsfélags Íslands. Hann gengdi því starfi frá árinu 1984 til 1988. Hann lést í Reykjavík þann 14. ágúst síðastliðinn, 71 árs að aldri. 

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?