Sigriður Sólan Guðlaugsdóttir 4. maí 2019

Aðalfundur 2019

Aðalfundur Krabbameinsfélags Íslands var haldinn í dag, laugardaginn 4. maí 2019, í húsnæði félagsins að Skógarhlíð 8.

Nokkur endurnýjun varð í stjórn félagsins þegar þrír nýir einstaklingar voru kjörnir í stjórnina. Halldóra Björg Sævarsdóttir, framkvæmdastjóri KAON (Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis), var kjörinn meðstjórnandi, og sem varamenn komu inn Hildur Björk Hilmarsdóttir, viðskiptafræðingur og stofnandi Krafts, og Svanhildur Inga Ólafsdóttir, félagsráðgjafi og formaður Krabbameinsfélags Árnesinga. Endurkjörnir voru Valgerður Sigurðardóttir, formaður, Árni Einarsson og Sigríður Zoëga.

Fyrir voru í stjórn Þorsteinn Pálsson, varaformaður, Jón Þorláksson og Kristín Halldórsdóttir.

Í Heiðursráð komu inn tveir nýir meðlimir, Þórunn Rafnar, sem var fyrsti formaður Vísindaráðs KÍ og Sigrún Gunnarsdóttir, fyrrverandi formaður félagsins.

Ársskýrslu félagsins má finna hér og nánari upplýsingar og önnur fylgiskjöl á síðu aðalfundarins. 

Stjórn KÍ 2019

Frá vinstri, Þorsteinn Pálsson, Hildur Björk Hilmarsdóttir, Svanhildur Inga Ólafsdóttir, Kristín Halldórsdóttir, Sigríður Zoëga, Halldóra Björg Sævarsdóttir, Árni Einarsson, Valgerður Sigurðardóttir og Jón Þorláksson.

Í Heiðursráð tóku sæti Þórunn Rafnar og Sigrún Gunnarsdóttir.

 


Fleiri nýjar fréttir

29. maí 2020 : Evrópska krabba­meins­vikan #5

Alþjóðlegi tóbakslausi dagurinn 31. maí.
Börn og ungmenni eru markhópur tóbaks- og nikótíniðnaðarins

Lesa meira

28. maí 2020 : Evrópska krabba­meins­vikan #4

Lífið eftir krabbamein

Lesa meira

27. maí 2020 : Evrópska krabbameinsvikan #3

Krabbameinsrannsóknir hafa leitt til stórkostlegra framfara í greiningu og meðferð krabbameina. Verkinu er þó hvergi nærri lokið.

Lesa meira

27. maí 2020 : Sumar­happdrætti Krabba­meins­félagsins - stuðningur við marg­þætta starfsemi

Fræðsla um krabbamein og krabbameins­varnir, útgáfa fræðslurita, tóbaksvarnir og stuðningur við krabbameinssjúklinga eru allt þættir í starfsemi félagsins sem byggjast á fjárhagsstuðningi við félagið.

Lesa meira

26. maí 2020 : Evrópska krabbameinsvikan #2

Taktu góðar ákvarðanir fyrir þig og þína! 

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?