Sigriður Sólan Guðlaugsdóttir 4. maí 2019

Aðalfundur 2019

Aðalfundur Krabbameinsfélags Íslands var haldinn í dag, laugardaginn 4. maí 2019, í húsnæði félagsins að Skógarhlíð 8.

Nokkur endurnýjun varð í stjórn félagsins þegar þrír nýir einstaklingar voru kjörnir í stjórnina. Halldóra Björg Sævarsdóttir, framkvæmdastjóri KAON (Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis), var kjörinn meðstjórnandi, og sem varamenn komu inn Hildur Björk Hilmarsdóttir, viðskiptafræðingur og stofnandi Krafts, og Svanhildur Inga Ólafsdóttir, félagsráðgjafi og formaður Krabbameinsfélags Árnesinga. Endurkjörnir voru Valgerður Sigurðardóttir, formaður, Árni Einarsson og Sigríður Zoëga.

Fyrir voru í stjórn Þorsteinn Pálsson, varaformaður, Jón Þorláksson og Kristín Halldórsdóttir.

Í Heiðursráð komu inn tveir nýir meðlimir, Þórunn Rafnar, sem var fyrsti formaður Vísindaráðs KÍ og Sigrún Gunnarsdóttir, fyrrverandi formaður félagsins.

Ársskýrslu félagsins má finna hér og nánari upplýsingar og önnur fylgiskjöl á síðu aðalfundarins. 

Stjórn KÍ 2019

Frá vinstri, Þorsteinn Pálsson, Hildur Björk Hilmarsdóttir, Svanhildur Inga Ólafsdóttir, Kristín Halldórsdóttir, Sigríður Zoëga, Halldóra Björg Sævarsdóttir, Árni Einarsson, Valgerður Sigurðardóttir og Jón Þorláksson.

Í Heiðursráð tóku sæti Þórunn Rafnar og Sigrún Gunnarsdóttir.

 


Fleiri nýjar fréttir

1. júl. 2019 : Framlenging um eitt ár á samningi um leitarstarf

Krabbameinsfélagið hefur fallist á beiðni heilbrigðisráðuneytisins um að halda skimunum fyrir krabbameinum í brjóstum og leghálsi áfram hjá Leitarstöð félagsins, til ársloka 2020. Skrifað var skrifað undir samning við Sjúkratryggingar um framlenginguna á föstudag.

Lesa meira

1. júl. 2019 : Framför gengur í Europa UOMO

Samtökin Framför voru nýverið tekin inn í Europa UOMO, Evrópusamtök fyrir karlmenn sem greinst hafa með krabbamein í blöðruhálskirtli.

Lesa meira
Brjóstaskoðun á Leitarstöð

28. jún. 2019 : Tvöfalt fleiri konur mæta í skimun þegar hún er ókeypis

Fjöldi 23ja ára kvenna sem koma í fyrsta sinn í leghálsskimun og 40 ára kvenna sem koma í brjóstaskimun í fyrsta sinn hefur rúmlega tvöfaldast með nýju tilraunaverkefni Krabbameinsfélagsins sem býður konunum skimunina sér að kostnaðarlausu í ár. 

Lesa meira

28. jún. 2019 : Tengsl milli mikillar líkamsfitu og illvígs krabbameins í blöðruhálskirtli

Ný íslensk rannsókn sem unnin er í samstarfi við Harvard háskóla sýnir fram á tengsl milli mikillar líkamsfitu og illvígs krabbameins í blöðruhálskirtli.

Lesa meira

28. jún. 2019 : Opnunartími og sumarleyfi

Starfsemi Krabbameinsfélagsins verður takmörkuð í júlí og byrjun ágúst vegna sumarleyfa. Upplýsingar um opnunartíma má sjá hér að neðan.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?