Björn Teitsson 28. jan. 2021

Yfirlýsing vegna fréttar Stöðvar 2 og Vísis

Skimanir skipta máli. Þjónustu við konur þarf að tryggja með þeim hætti að þær treysti heilbrigðiskerfinu. Umræða um skimanir ætti að snúast um ávinning og hvernig hægt er að ná enn betri árangri en hingað til, til dæmis með því að innleiða skimanir hjá öllum kynjum fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi.


Vegna fréttar Fréttastofu Stöðvar 2, sem var einnig birt sem frétt á Vísi , 28. janúar, finnur Krabbameinsfélagið sig knúið til að koma eftirfarandi á framfæri.

Skimun fyrir krabbameinum hjá konum skiptir máli og hefur sannað gildi sitt. Krabbameinsfélagið hafði frumkvæði að því að hefja þær fyrir áratugum síðan og hefur sinnt þeim síðan. Frá árinu 2014 hefur verið í gildi þjónustusamningur milli Sjúkratrygginga Íslands og Krabbameinsfélagsins um þjónustuna. Heilbrigðisráðherra tilkynnti snemma árs 2019 að hún hygðist færa skimanirnar til opinberra stofnana, sem fengu tilkynningu þar að lútandi í júní sl. Krabbameinsfélaginu barst afrit af þeirri tilkynningu og ekki var óskað eftir framlengingu þjónustusamningsins sem rann út 31. desember sl. Leitarstöð félagsins bárust engar leiðbeiningar um hvernig haga skyldi frágangi mála við samningslokin. Leitað var eftir upplýsingum frá heilbrigðisráðuneyti og Sjúkratryggingum um þann frágang og gengið frá í samræmi við það.

Í tölvupósti þann 29. október staðfesti heilbrigðisráðuneytið, „...eftir að hafa rætt við Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og Sjúkratryggingar Íslands þá er niðurstaðan sú að best sé að halda óbreytt áfram og miða við lokadagsetninguna 30. nóvember sem konum verði boðið upp á skimun fyrir krabbameini í leghálsi. Þau sýni sem ekki næst að grein fyrir áramót mun rannsóknarstofan, sem tekur við af rannsóknarstofu KÍ, sjá um að greina.

Fulltrúar Leitarstöðvar höfðu áður gert grein fyrir því í tölvupósti að um áramót mætti gera ráð fyrir að 2000 sýni stæðu eftir órannsökuð.

Engar fyrirspurnir bárust Leitarstöðinni eða félaginu, engin frekari tilmæli voru send eða settar fram óskir.

Krabbameinsfélagið gekk frá leghálssýnum í samræmi við ofangreint og afhenti sýnin á Heilsugæslunni í Hamraborg, skv. fyrirmælum, fyrir áramót.

Nú í lok janúar virðist ljóst að ekki var frágengið um áramót hvaða rannsóknarstofa tæki við þessari mikilvægu þjónustu. Jafnframt liggur fyrir að ekki er unnt að fullrannsaka sýnin. Sömuleiðis liggur fyrir að hluti sýnanna hafi nýlega verið sendur til Danmerkur, á grundvelli skammtímasamnings, til að verða rannsakaður með tækjabúnaði sem þó er til á Landspítala.

Skimanir skipta máli. Þjónustu við konur þarf að tryggja með þeim hætti að þær treysti heilbrigðiskerfinu. Umræða um skimanir ætti að snúast um ávinning og hvernig hægt er að ná enn betri árangri en hingað til, til dæmis með því að innleiða skimanir hjá öllum kynjum fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi.

Ábyrgð á því rofi á þjónustu sem hér um ræðir, ábyrgð á því óöryggi sem skapast hefur hjá konum, rangfærslur og ávirðingar sem fram hafa komið á hendur Leitarstöð Krabbameinsfélagsins er vísað til föðurhúsanna.

Samskiptin sem vitnað er í að ofan má sjá hér



Fleiri nýjar fréttir

5. des. 2023 : Aðstoð við að velja mat sem eykur heilbrigði og vellíðan

Við þurfum hjálp! Ákall til matvælaframleiðenda og sölu- og markaðsaðila matvæla. Mörg fyrirtæki standa sig vel þegar kemur að markaðssetningu á mat og drykkjarvöru. Sum fyrirtæki sem bjóða upp á heilsueflandi mat en einnig mat- og drykkjarvörur sem geta haft neikvæð áhrif á heilsu hlífa til dæmis börnum við markaðssetningu á slíkum vörum.

Lesa meira

4. des. 2023 : Kírópraktorstöðin styrkir Bleiku slaufuna

Kírópraktorstöðin afhenti á dögunum 500.000 krónur til Krabbameinsfélagsins. Upphæðin er afrakstur af einstaklega vel heppnuðu Konukvöldi sem þau stóðu fyrir í tilefni af Bleikum október. Krabbameinsfélagið þakkar kærlega fyrir stuðninginn, sem kemur að góðum notum.

Lesa meira

4. des. 2023 : Ný rannsókn styður við einstaklingssniðna meðferð

Ný íslensk rannsókn sem birtist í dag í npj Breast Cancer og var unnin í samstarfi Krabbameinsfélagsins við meinafræðideild og krabbameinslækningadeild Landspítala, og við Háskóla Íslands. 

Lesa meira

2. des. 2023 : Taktu þátt í skemmtilegum jólaleik

Litríkt, jólalegt og hollt á borðið þitt. Krabbameinsfélagið í samstarfi við Banana og Hagkaup óska eftir jólalegum útfærslum á framsetningu á grænmeti, ávöxtum og berjum til að nýta á jólaborðið eða veislubakkann. Veglegir vinningar í boði.

Lesa meira

1. des. 2023 : Minningarorð um Jón Þorgeir Hallgrímsson

Jón Þorgeir Hallgrímsson, læknir, fyrrverandi formaður Krabbameinsfélags Íslands og Krabbameinsfélags Reykjavíkur lést þann 21. nóvember sl., 92 ára að aldri. Jóns Þorgeirs er minnst hjá Krabbameinsfélaginu með mikilli virðingu og þakklæti. Aðstandendum vottar félagið innilega samúð. 

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?