Björn Teitsson 28. jan. 2021

Yfirlýsing vegna fréttar Stöðvar 2 og Vísis

Skimanir skipta máli. Þjónustu við konur þarf að tryggja með þeim hætti að þær treysti heilbrigðiskerfinu. Umræða um skimanir ætti að snúast um ávinning og hvernig hægt er að ná enn betri árangri en hingað til, til dæmis með því að innleiða skimanir hjá öllum kynjum fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi.


Vegna fréttar Fréttastofu Stöðvar 2, sem var einnig birt sem frétt á Vísi , 28. janúar, finnur Krabbameinsfélagið sig knúið til að koma eftirfarandi á framfæri.

Skimun fyrir krabbameinum hjá konum skiptir máli og hefur sannað gildi sitt. Krabbameinsfélagið hafði frumkvæði að því að hefja þær fyrir áratugum síðan og hefur sinnt þeim síðan. Frá árinu 2014 hefur verið í gildi þjónustusamningur milli Sjúkratrygginga Íslands og Krabbameinsfélagsins um þjónustuna. Heilbrigðisráðherra tilkynnti snemma árs 2019 að hún hygðist færa skimanirnar til opinberra stofnana, sem fengu tilkynningu þar að lútandi í júní sl. Krabbameinsfélaginu barst afrit af þeirri tilkynningu og ekki var óskað eftir framlengingu þjónustusamningsins sem rann út 31. desember sl. Leitarstöð félagsins bárust engar leiðbeiningar um hvernig haga skyldi frágangi mála við samningslokin. Leitað var eftir upplýsingum frá heilbrigðisráðuneyti og Sjúkratryggingum um þann frágang og gengið frá í samræmi við það.

Í tölvupósti þann 29. október staðfesti heilbrigðisráðuneytið, „...eftir að hafa rætt við Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og Sjúkratryggingar Íslands þá er niðurstaðan sú að best sé að halda óbreytt áfram og miða við lokadagsetninguna 30. nóvember sem konum verði boðið upp á skimun fyrir krabbameini í leghálsi. Þau sýni sem ekki næst að grein fyrir áramót mun rannsóknarstofan, sem tekur við af rannsóknarstofu KÍ, sjá um að greina.

Fulltrúar Leitarstöðvar höfðu áður gert grein fyrir því í tölvupósti að um áramót mætti gera ráð fyrir að 2000 sýni stæðu eftir órannsökuð.

Engar fyrirspurnir bárust Leitarstöðinni eða félaginu, engin frekari tilmæli voru send eða settar fram óskir.

Krabbameinsfélagið gekk frá leghálssýnum í samræmi við ofangreint og afhenti sýnin á Heilsugæslunni í Hamraborg, skv. fyrirmælum, fyrir áramót.

Nú í lok janúar virðist ljóst að ekki var frágengið um áramót hvaða rannsóknarstofa tæki við þessari mikilvægu þjónustu. Jafnframt liggur fyrir að ekki er unnt að fullrannsaka sýnin. Sömuleiðis liggur fyrir að hluti sýnanna hafi nýlega verið sendur til Danmerkur, á grundvelli skammtímasamnings, til að verða rannsakaður með tækjabúnaði sem þó er til á Landspítala.

Skimanir skipta máli. Þjónustu við konur þarf að tryggja með þeim hætti að þær treysti heilbrigðiskerfinu. Umræða um skimanir ætti að snúast um ávinning og hvernig hægt er að ná enn betri árangri en hingað til, til dæmis með því að innleiða skimanir hjá öllum kynjum fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi.

Ábyrgð á því rofi á þjónustu sem hér um ræðir, ábyrgð á því óöryggi sem skapast hefur hjá konum, rangfærslur og ávirðingar sem fram hafa komið á hendur Leitarstöð Krabbameinsfélagsins er vísað til föðurhúsanna.

Samskiptin sem vitnað er í að ofan má sjá hérFleiri nýjar fréttir

17. maí 2022 : 70 ár fyrir 70 andlit - Bjarni Bjarnason

Bjarni Bjarnason læknir var formaður Krabbameinsfélags Íslands frá 1966 til 1973 en hafði áður verið varaformaður þess síðan 1960. Hann var í stjórn Krabbameinsfélags Reykjavíkur frá 1951 og formaður frá 1960 til 1965. 

Lesa meira

16. maí 2022 : 70 andlit fyrir 70 ár - Guðbjartur Hannesson

Alþjóðlegi krabbameinsdagurinn 4. febrúar 2011 var merkisdagur. Þá tilkynnti Guðbjartur Hannesson, velferðarráðherra á árunum 2011 til 2013, að hann hygðist láta vinna krabbameinsáætlun fyrir Ísland. Ákvörðunina tengdi hann 60 ára afmæli Krabbameinsfélagsins.

Lesa meira

12. maí 2022 : Bjóðum Hörpu velkomna

Við erum stolt af því að bjóða nýjan starfsmann, Hörpu Ásdísi félagsráðgjafa, til starfa í ráðgjafarteymi Krabbameinsfélagsins. Harpa vann hjá Félagsþjónustu Reykjavíkur í 9 ár, áður en hún færði sig yfir á Reykjalund þar sem hún starfaði síðastliðin 22 ár.

Lesa meira

11. maí 2022 : Málþing: Krabba­meins­áætlun - á áætlun?

Málþing Krabbameinsfélags Íslands, laugardaginn 21. maí kl. 10 – 12 í Skógarhlíð 8, Reykjavík. Erindi á málþinginu flytja fulltrúar Krabba­meins­félagsins, Landspítala, heilbrigðis­ráðu­neytisins auk landlæknis.

Lesa meira

11. maí 2022 : 70 andlit í 70 ár - Lára Vigfúsdóttir

Fólk sem vill láta gott af sér leiða eftir sinn dag arfleiðir Krabbameinsfélagið reglulega að eigum sínum eða hluta þeirra. Lára Vigfúsdóttir, innanhússarkitekt frá Vestmannaeyjum er ein þeirra. Hennar erfðagjöf gerði Krabbameinsfélaginu mögulegt að bjóða fyrstu árgöngum sem boðið var í skimun fyrir legháls- og brjóstakrabbameinum á árinu 2020 ókeypis skimun. 

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?