Björn Teitsson 28. jan. 2021

Yfirlýsing vegna fréttar Stöðvar 2 og Vísis

Skimanir skipta máli. Þjónustu við konur þarf að tryggja með þeim hætti að þær treysti heilbrigðiskerfinu. Umræða um skimanir ætti að snúast um ávinning og hvernig hægt er að ná enn betri árangri en hingað til, til dæmis með því að innleiða skimanir hjá öllum kynjum fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi.


Vegna fréttar Fréttastofu Stöðvar 2, sem var einnig birt sem frétt á Vísi , 28. janúar, finnur Krabbameinsfélagið sig knúið til að koma eftirfarandi á framfæri.

Skimun fyrir krabbameinum hjá konum skiptir máli og hefur sannað gildi sitt. Krabbameinsfélagið hafði frumkvæði að því að hefja þær fyrir áratugum síðan og hefur sinnt þeim síðan. Frá árinu 2014 hefur verið í gildi þjónustusamningur milli Sjúkratrygginga Íslands og Krabbameinsfélagsins um þjónustuna. Heilbrigðisráðherra tilkynnti snemma árs 2019 að hún hygðist færa skimanirnar til opinberra stofnana, sem fengu tilkynningu þar að lútandi í júní sl. Krabbameinsfélaginu barst afrit af þeirri tilkynningu og ekki var óskað eftir framlengingu þjónustusamningsins sem rann út 31. desember sl. Leitarstöð félagsins bárust engar leiðbeiningar um hvernig haga skyldi frágangi mála við samningslokin. Leitað var eftir upplýsingum frá heilbrigðisráðuneyti og Sjúkratryggingum um þann frágang og gengið frá í samræmi við það.

Í tölvupósti þann 29. október staðfesti heilbrigðisráðuneytið, „...eftir að hafa rætt við Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og Sjúkratryggingar Íslands þá er niðurstaðan sú að best sé að halda óbreytt áfram og miða við lokadagsetninguna 30. nóvember sem konum verði boðið upp á skimun fyrir krabbameini í leghálsi. Þau sýni sem ekki næst að grein fyrir áramót mun rannsóknarstofan, sem tekur við af rannsóknarstofu KÍ, sjá um að greina.

Fulltrúar Leitarstöðvar höfðu áður gert grein fyrir því í tölvupósti að um áramót mætti gera ráð fyrir að 2000 sýni stæðu eftir órannsökuð.

Engar fyrirspurnir bárust Leitarstöðinni eða félaginu, engin frekari tilmæli voru send eða settar fram óskir.

Krabbameinsfélagið gekk frá leghálssýnum í samræmi við ofangreint og afhenti sýnin á Heilsugæslunni í Hamraborg, skv. fyrirmælum, fyrir áramót.

Nú í lok janúar virðist ljóst að ekki var frágengið um áramót hvaða rannsóknarstofa tæki við þessari mikilvægu þjónustu. Jafnframt liggur fyrir að ekki er unnt að fullrannsaka sýnin. Sömuleiðis liggur fyrir að hluti sýnanna hafi nýlega verið sendur til Danmerkur, á grundvelli skammtímasamnings, til að verða rannsakaður með tækjabúnaði sem þó er til á Landspítala.

Skimanir skipta máli. Þjónustu við konur þarf að tryggja með þeim hætti að þær treysti heilbrigðiskerfinu. Umræða um skimanir ætti að snúast um ávinning og hvernig hægt er að ná enn betri árangri en hingað til, til dæmis með því að innleiða skimanir hjá öllum kynjum fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi.

Ábyrgð á því rofi á þjónustu sem hér um ræðir, ábyrgð á því óöryggi sem skapast hefur hjá konum, rangfærslur og ávirðingar sem fram hafa komið á hendur Leitarstöð Krabbameinsfélagsins er vísað til föðurhúsanna.

Samskiptin sem vitnað er í að ofan má sjá hérFleiri nýjar fréttir

21. sep. 2022 : Rannsókn á krabbameinum í Reykjanesbæ: Eru tengsl við starfsemi varnarliðsins og lífsstíl?

Íbúar á Suðurnesjum hafa lengi haft áhyggjur af mengun í tengslum við herstöðina og að hún geti hafa valdið aukinni tíðni krabbameina. Rannsókn Krabbameinsfélagsins beindist að mengun í vatnsbólum og sýnir að mjög fá krabbamein á tímabilinu 1955 - 2010 skýrast af slíkri mengun. En talsverður fjöldi krabbameina reyndist tengjast lifnaðarháttum og voru slík mein marktækt fleiri en annars staðar á landinu.

Lesa meira

16. sep. 2022 : Tryggðu þér miða á Opnunarviðburð Bleiku slaufunnar

Það styttist mjög í Bleikan október og undirbúningurinn í fullum gangi. Opnunarviðburður Bleiku slaufunnar er kominn í sölu. Bleikaslaufan.is er að gera sig klára til að taka vel á móti ykkur, Bleika slaufan sem í ár er hönnuð af Orrifinn Skartgripir er komin í hús og toppar sig enn á ný og er geggjuð!

Lesa meira

16. sep. 2022 : Bleika slaufan er komin í hús!

Það er óhætt að segja að mikil eftirvænting hafi ríkt í húsnæði Krabbameinsfélagsins í blíðunni í gær þegar við fengum símtal um að Bleika slaufan væri komin til landsins og væri væntanleg í hús kl.15:00. Það er alltaf stór stund þegar við tökum á móti Bleiku slaufunum.

Lesa meira

15. sep. 2022 : Málþing í tilefni Alþjóðadags krabbameinsrannsókna

Krabbameinsfélagið og Samtök um krabbameinsrannsóknir á Íslandi (SKÍ) standa fyrir málþingi tileinkað Vigdísi Finnbogadóttur, verndara Krabbameinsfélagsins, miðvikudaginn 21. september kl. 17:30-20:00 í Veröld – húsi Vigdísar. Léttar veitingar í boði frá kl. 17:00.

Lesa meira

15. sep. 2022 : Meðferðarkjarninn rís - vandi krabbameinsdeildar er óleystur

Krabbameinsfélagið heldur áfram að vekja athygli á þessu mikilvæga málið þangað til það verður leyst! 

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?