Ása Sigríður Þórisdóttir 21. feb. 2023

Vill þitt fyrirtæki vera samstarfsaðili Mottumars?

Nú styttist í Mottumars árlegt árvekni- og fjáröflunarátak Krabbameinsfélagsins í marsmánuði sem tileinkað er baráttunni gegn krabbameinum hjá körlum - Vill þitt fyrirtæki vera samstarfsaðili Mottumars? 

„Á Íslandi greinast um 892 karlar á hverju ári með krabbamein. Árlega látast um 317 karlar úr krabbameinum. Í árslok 2021 voru 7630 karlar sem greinst hafa með krabbamein á lífi.”

Allt starf Krabbameinsfélagsins byggir á söfnunarfé. Í gegnum árin hefur félagið átt í afar farsælu samstarfi við fjölda fyrirtækja sem hafa viljað leggja sitt af mörkum í baráttunni gegn krabbameinum. Sá stuðningur og velvild hefur skipt sköpum fyrir starfsemi félagsins sem öll lýtur að því að fækka þeim sem greinast af krabbameinum, fjölga þeim sem lifa af og bæta lífsgæði þeirra sem greinast og aðstandenda þeirra.

Hvernig geta fyrirtæki tekið þátt? Ýmsar útfærslur eru mögulegar fyrir fyrirtæki sem vilja vera samstarfsaðilar:

Selja vöru eða þjónustu og styrkja átakið um ákveðna upphæð eða prósentu af söluverði. (Sjá fjölbreyttar útfærslur hjá samstarfsaðilum Bleiku slaufunnar 2022).

  • Gefa hluta af veltu dags eða tímabils til átaksins. 
  • Gefa fasta upphæð fyrir hverja afgreiðslu eða skráningu. 
  • Halda Mottumarsboð eða viðburð og safna fé. 

# Skráðu þig sem samstarfsaðila hér.


Fyrirtæki fá skattaafslátt vegna styrkja

Já, það er rétt. Fyrirtæki sem styrkja Krabbameinsfélagið geta dregið þá upphæð frá rekstrartekjum, um allt að 1,5% og þannig lækkað skattstofn á því ári sem framlag eða gjöf er veitt. Sjá nánar hér.

Sýnileiki samstarfsaðila á miðlum Krabbameinsfélagsins

Samstarfsaðila er getið á Mottumars.is undir Vinir Mottumars. Þar kemur fram í hverju samstarfið felst. Unnið er að uppfærslu á Mottumarsvefsíðunni og munu framsetningum á upplýsingum um samstarfsaðila verða svipuð og á síðu Bleikuslaufunnar, sem sjá má hér. Jafnframt er vakin athygli á Vinum Mottumars á samfélagsmiðlum félagsins og í rafrænum póstútsendingum (á hátt í 70 þúsund viðtakendur).


Fleiri nýjar fréttir

5. des. 2023 : Takk sjálfboðaliðar!

Í dag er alþjóðlegur dagur sjálfboðaliða og Krabbameinsfélagið vill nýta tækifærið og þakka öllum þeim fjölmörgu sjálfboðaliðum sem leggja sitt af mörkum í þágu félagsins. Í tilefni dagsins fengum við nokkra sjálfboðaliða til að segja okkur frá því hvers vegna þau velja að leggja baráttunni gegn krabbameinum lið.

Lesa meira

5. des. 2023 : Aðstoð við að velja mat sem eykur heilbrigði og vellíðan

Við þurfum hjálp! Ákall til matvælaframleiðenda og sölu- og markaðsaðila matvæla. Mörg fyrirtæki standa sig vel þegar kemur að markaðssetningu á mat og drykkjarvöru. Sum fyrirtæki sem bjóða upp á heilsueflandi mat en einnig mat- og drykkjarvörur sem geta haft neikvæð áhrif á heilsu hlífa til dæmis börnum við markaðssetningu á slíkum vörum.

Lesa meira

4. des. 2023 : Kírópraktorstöðin styrkir Bleiku slaufuna

Kírópraktorstöðin afhenti á dögunum 500.000 krónur til Krabbameinsfélagsins. Upphæðin er afrakstur af einstaklega vel heppnuðu Konukvöldi sem þau stóðu fyrir í tilefni af Bleikum október. Krabbameinsfélagið þakkar kærlega fyrir stuðninginn, sem kemur að góðum notum.

Lesa meira

4. des. 2023 : Ný rannsókn styður við einstaklingssniðna meðferð

Ný íslensk rannsókn sem birtist í dag í npj Breast Cancer og var unnin í samstarfi Krabbameinsfélagsins við meinafræðideild og krabbameinslækningadeild Landspítala, og við Háskóla Íslands. 

Lesa meira

2. des. 2023 : Taktu þátt í skemmtilegum jólaleik

Litríkt, jólalegt og hollt á borðið þitt. Krabbameinsfélagið í samstarfi við Banana og Hagkaup óska eftir jólalegum útfærslum á framsetningu á grænmeti, ávöxtum og berjum til að nýta á jólaborðið eða veislubakkann. Veglegir vinningar í boði.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?