Ása Sigríður Þórisdóttir 21. feb. 2023

Vill þitt fyrirtæki vera samstarfsaðili Mottumars?

Nú styttist í Mottumars árlegt árvekni- og fjáröflunarátak Krabbameinsfélagsins í marsmánuði sem tileinkað er baráttunni gegn krabbameinum hjá körlum - Vill þitt fyrirtæki vera samstarfsaðili Mottumars? 

„Á Íslandi greinast um 892 karlar á hverju ári með krabbamein. Árlega látast um 317 karlar úr krabbameinum. Í árslok 2021 voru 7630 karlar sem greinst hafa með krabbamein á lífi.”

Allt starf Krabbameinsfélagsins byggir á söfnunarfé. Í gegnum árin hefur félagið átt í afar farsælu samstarfi við fjölda fyrirtækja sem hafa viljað leggja sitt af mörkum í baráttunni gegn krabbameinum. Sá stuðningur og velvild hefur skipt sköpum fyrir starfsemi félagsins sem öll lýtur að því að fækka þeim sem greinast af krabbameinum, fjölga þeim sem lifa af og bæta lífsgæði þeirra sem greinast og aðstandenda þeirra.

Hvernig geta fyrirtæki tekið þátt? Ýmsar útfærslur eru mögulegar fyrir fyrirtæki sem vilja vera samstarfsaðilar:

Selja vöru eða þjónustu og styrkja átakið um ákveðna upphæð eða prósentu af söluverði. (Sjá fjölbreyttar útfærslur hjá samstarfsaðilum Bleiku slaufunnar 2022).

  • Gefa hluta af veltu dags eða tímabils til átaksins. 
  • Gefa fasta upphæð fyrir hverja afgreiðslu eða skráningu. 
  • Halda Mottumarsboð eða viðburð og safna fé. 

# Skráðu þig sem samstarfsaðila hér.


Fyrirtæki fá skattaafslátt vegna styrkja

Já, það er rétt. Fyrirtæki sem styrkja Krabbameinsfélagið geta dregið þá upphæð frá rekstrartekjum, um allt að 1,5% og þannig lækkað skattstofn á því ári sem framlag eða gjöf er veitt. Sjá nánar hér.

Sýnileiki samstarfsaðila á miðlum Krabbameinsfélagsins

Samstarfsaðila er getið á Mottumars.is undir Vinir Mottumars. Þar kemur fram í hverju samstarfið felst. Unnið er að uppfærslu á Mottumarsvefsíðunni og munu framsetningum á upplýsingum um samstarfsaðila verða svipuð og á síðu Bleikuslaufunnar, sem sjá má hér. Jafnframt er vakin athygli á Vinum Mottumars á samfélagsmiðlum félagsins og í rafrænum póstútsendingum (á hátt í 70 þúsund viðtakendur).


Fleiri nýjar fréttir

24. apr. 2024 : Fundarboð: Aðal­fundur Krabba­meins­félagsins

Hér með er boðað til aðalfundar Krabbameinsfélagsins sem fer fram laugardaginn 25. maí kl. 13 í húsnæði félagsins að Skógarhlíð 8, Reykjavík.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Krabba­meins­skráning á Íslandi í 70 ár - Afmælis­málþing

Í tilefni af 70 ára afmæli krabbameinsskráningar á Íslandi býður Krabbameinsfélagið til afmælismálþings.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Með þínum stuðningi getum við gert svo ótal margt!

Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim fjölmörgu sem lögðu félaginu lið í Mottumars, árverkni- og fjáröflunarátaki félagsins, í ár. Við erum hrærð yfir þeirri velvild, samkennd og hlýju sem við fundum svo vel fyrir. Öll starfsemi félagsins er rekin fyrir sjálfsaflafé og því er stuðningur almennings og fyrirtækja forsenda fyrir starfinu.

Lesa meira

12. apr. 2024 : Saga Ómars Einarssonar

Ómar fékk krabbamein í háls, árið 2008, á sama tíma og Geir H. Haarde blessaði Ísland. Hann var geislaður í upphafi og síðar skorinn. Í framhaldinu var honum bent á að hitta Ragnar Davíðsson, formann félagsins Ný rödd, sem er eitt af aðildarfélögum Krabbameinsfélagsins. Ragnar hafi hjálpað sér og öðrum mikið.

Lesa meira

8. apr. 2024 : Frábær þátttaka í Skegg­keppni Mottu­mars 2024

Þátttakendur í Skeggkeppni Krabbameinsfélagsins þetta árið voru 360 talsins og alls söfnuðust rétt rúmlega 7,3 milljónir króna. Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim sem tóku þátt og öllum sem styrktu.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?