Ása Sigríður Þórisdóttir 30. des. 2021

Styrktu gott málefni og fáðu skattaafslátt í leiðinni

Frá og með 1. nóvember 2021 áttu rétt á skattaafslætti þegar þú styrkir Krabbameinsfélagið. Þetta á við um einstaka styrki eða gjafir og mánaðarlega styrki Velunnara.  Krabbameinsfélagið kemur upplýsingum um styrki til Skattsins, sem kemur skattaafslættinum til skila til þín. 

 Leggðu okkur lið og nýttu þér skattaafsláttinn í leiðinni

Stuðningur þinn er okkur mikilvægur því öll starfsemi Krabbameinsfélagins byggir á stuðningi einstaklinga og fyrirtækja.

Frá 1. nóv. 2021:

Geta fyrirtæki fengið skattaafslátt sem nemur allt að 1,5% af rekstrartekjum á því ári sem framlag eða gjöf er veitt.

  • Dæmi: Fyrirtæki sem styrkir Krabbameinsfélagið um 1 milljón lækkar tekjuskattinn sinn um 200 þúsund krónur. Fyrirtækið greiðir þannig í raun 800 þúsund fyrir 1 milljóna styrk til félagsins.

Geta einstaklingar fengið skattaafslátt ef styrkupphæð er á bilinu frá 10.000 til 350 þúsund króna. Styrkurinn kemur til lækkunar útsvars- og tekjuskattsstofns á almanaksári.

  • Dæmi: Einstaklingur sem greiðir 20 þúsund króna styrk til Krabbameinsfélagsins fær skattafslátt að fjárhæð 7.600 krónur og greiðir þannig í raun 12.400 fyrir 20 þúsund króna styrkt til félagins1.

Hámarksstyrkupphæð hjá hjónum og sambúðarfólki sem kemur til lækkunar útsvars og tekjuskattsstofns er 700 þúsund krónur á ári. Frádráttur hjóna og sambúðarfólks er ekki millifæranlegur og ber því að halda styrkjum hvers einstaklings aðgreindum.

Leggðu okkur lið

Stuðningur þinn er okkur mikilvægur því öll starfsemi Krabbameinsfélagins byggir á framlögum einstaklinga og fyrirtækja. Leggðu okkur lið og taktu þátt í baráttunni gegn krabbameini.

Þú getur gerst Velunnari Krabbameinsfélagsins með því að styðja við baráttuna gegn krabbameini með mánaðarlegu framlagi og styrkja þannig rannsóknir, fræðslu og forvarnir og endurgjaldslausa ráðgjöf og stuðning til krabbameinsgreindra og aðstandenda þeirra. Velunnarar eru ómetanlegt bakland Krabbameinsfélagsins allan ársins hring.

Frádráttur frá skattskyldum tekjum vegna gjafa og framlaga til Krabbameinsfélagsins var heimilaður með breytingu á lögum sem samþykktar voru í apríl síðast liðnum. Breytingin tók gildi 1. nóvember 2021.

1 Útreikningar gera ráð fyrir meðaltekjum en tekjuskattshlutfall er breytilegt.


Fleiri nýjar fréttir

17. maí 2022 : 70 ár fyrir 70 andlit - Bjarni Bjarnason

Bjarni Bjarnason læknir var formaður Krabbameinsfélags Íslands frá 1966 til 1973 en hafði áður verið varaformaður þess síðan 1960. Hann var í stjórn Krabbameinsfélags Reykjavíkur frá 1951 og formaður frá 1960 til 1965. 

Lesa meira

16. maí 2022 : 70 andlit fyrir 70 ár - Guðbjartur Hannesson

Alþjóðlegi krabbameinsdagurinn 4. febrúar 2011 var merkisdagur. Þá tilkynnti Guðbjartur Hannesson, velferðarráðherra á árunum 2011 til 2013, að hann hygðist láta vinna krabbameinsáætlun fyrir Ísland. Ákvörðunina tengdi hann 60 ára afmæli Krabbameinsfélagsins.

Lesa meira

12. maí 2022 : Bjóðum Hörpu velkomna

Við erum stolt af því að bjóða nýjan starfsmann, Hörpu Ásdísi félagsráðgjafa, til starfa í ráðgjafarteymi Krabbameinsfélagsins. Harpa vann hjá Félagsþjónustu Reykjavíkur í 9 ár, áður en hún færði sig yfir á Reykjalund þar sem hún starfaði síðastliðin 22 ár.

Lesa meira

11. maí 2022 : Málþing: Krabba­meins­áætlun - á áætlun?

Málþing Krabbameinsfélags Íslands, laugardaginn 21. maí kl. 10 – 12 í Skógarhlíð 8, Reykjavík. Erindi á málþinginu flytja fulltrúar Krabba­meins­félagsins, Landspítala, heilbrigðis­ráðu­neytisins auk landlæknis.

Lesa meira

11. maí 2022 : 70 andlit í 70 ár - Lára Vigfúsdóttir

Fólk sem vill láta gott af sér leiða eftir sinn dag arfleiðir Krabbameinsfélagið reglulega að eigum sínum eða hluta þeirra. Lára Vigfúsdóttir, innanhússarkitekt frá Vestmannaeyjum er ein þeirra. Hennar erfðagjöf gerði Krabbameinsfélaginu mögulegt að bjóða fyrstu árgöngum sem boðið var í skimun fyrir legháls- og brjóstakrabbameinum á árinu 2020 ókeypis skimun. 

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?