Ása Sigríður Þórisdóttir 30. des. 2021

Styrktu gott málefni og fáðu skattaafslátt í leiðinni

Frá og með 1. nóvember 2021 áttu rétt á skattaafslætti þegar þú styrkir Krabbameinsfélagið. Þetta á við um einstaka styrki eða gjafir og mánaðarlega styrki Velunnara.  Krabbameinsfélagið kemur upplýsingum um styrki til Skattsins, sem kemur skattaafslættinum til skila til þín. 

 Leggðu okkur lið og nýttu þér skattaafsláttinn í leiðinni

Stuðningur þinn er okkur mikilvægur því öll starfsemi Krabbameinsfélagins byggir á stuðningi einstaklinga og fyrirtækja.

Frá 1. nóv. 2021:

Geta fyrirtæki fengið skattaafslátt sem nemur allt að 1,5% af rekstrartekjum á því ári sem framlag eða gjöf er veitt.

  • Dæmi: Fyrirtæki sem styrkir Krabbameinsfélagið um 1 milljón lækkar tekjuskattinn sinn um 200 þúsund krónur. Fyrirtækið greiðir þannig í raun 800 þúsund fyrir 1 milljóna styrk til félagsins.

Geta einstaklingar fengið skattaafslátt ef styrkupphæð er á bilinu frá 10.000 til 350 þúsund króna. Styrkurinn kemur til lækkunar útsvars- og tekjuskattsstofns á almanaksári.

  • Dæmi: Einstaklingur sem greiðir 20 þúsund króna styrk til Krabbameinsfélagsins fær skattafslátt að fjárhæð 7.600 krónur og greiðir þannig í raun 12.400 fyrir 20 þúsund króna styrkt til félagins1.

Hámarksstyrkupphæð hjá hjónum og sambúðarfólki sem kemur til lækkunar útsvars og tekjuskattsstofns er 700 þúsund krónur á ári. Frádráttur hjóna og sambúðarfólks er ekki millifæranlegur og ber því að halda styrkjum hvers einstaklings aðgreindum.

Leggðu okkur lið

Stuðningur þinn er okkur mikilvægur því öll starfsemi Krabbameinsfélagins byggir á framlögum einstaklinga og fyrirtækja. Leggðu okkur lið og taktu þátt í baráttunni gegn krabbameini.

Þú getur gerst Velunnari Krabbameinsfélagsins með því að styðja við baráttuna gegn krabbameini með mánaðarlegu framlagi og styrkja þannig rannsóknir, fræðslu og forvarnir og endurgjaldslausa ráðgjöf og stuðning til krabbameinsgreindra og aðstandenda þeirra. Velunnarar eru ómetanlegt bakland Krabbameinsfélagsins allan ársins hring.

Frádráttur frá skattskyldum tekjum vegna gjafa og framlaga til Krabbameinsfélagsins var heimilaður með breytingu á lögum sem samþykktar voru í apríl síðast liðnum. Breytingin tók gildi 1. nóvember 2021.

1 Útreikningar gera ráð fyrir meðaltekjum en tekjuskattshlutfall er breytilegt.


Fleiri nýjar fréttir

30. maí 2023 : Bylting - hálfur milljarður til krabbameinsrannsókna

Vísindasjóður Krabbameinsfélagsins hefur frá stofnun sjóðsins árið 2015 styrkt 41 krabbameinsrannsókn um samanlagt 384 miljónir króna. Næsta úthlutun úr sjóðnum verður í júní næstkomandi.

Lesa meira

30. maí 2023 : Krabbameinsskimanir – mikið fyrir lítið

Áratugir eru síðan skimanir fyrir legháls- og brjóstakrabbameini voru teknar upp á Íslandi. Þær hafa fyrir löngu sannað gildi sitt þó þær veiti aldrei fullkomna vörn. Konur hér á landi hafa með afgerandi hætti sýnt að þær kunna að meta aðgengi að þeim.

Lesa meira

30. maí 2023 : Á Ís­landi greinast um 1800 manns á hverju ári með krabba­mein

Þeir gætu verið færri. Þó að ekki sé hægt að koma í veg fyrir öll krabbamein sýna rannsóknir að áhættuþættir margra krabbameina tengjast lífsstíl. Með bættri lýðheilsu þjóðar er hægt að fækka verulega ákveðnum krabbameinum.

Lesa meira

28. maí 2023 : Lokað 30. maí í ráðgjafarþjónustu vegna vinnufundar ráðgjafarteymis

Lokaða verður hjá ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins þriðjudaginn 30. maí vegna vinnufundar ráðgjafarteymis. Hægt er að senda fyrirspurnir og erindi á radgjof@krabb.is og er þeim svarað eins fljótt og hægt er.

Lesa meira

25. maí 2023 : Bjóðum Brakkasamtökin velkomin í hópinn

Á aðalfundi Krabbameinsfélagsins var staðfest ákvörðun stjórnar um aðild Brakkasamtakanna að Krabbameinsfélagi Íslands. Krabbameinsfélagið fagnar ákvörðun aðalfundarins og býður Brakkasamtökin velkomin í hópinn.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?