Ása Sigríður Þórisdóttir 7. jún. 2021

Samstarfssamningur milli Krabbameinsfélags Austfjarða og Fjarðabyggðar

  • Það voru þau Hrefna Eyþórsdóttir, formaður Krabbameinsfélags Austfjarða, og Jón Björn Hákonarson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar, sem skrifuðu undir samninginn .

Samningurinn er til þriggja ára og felur í sér samstarf og vinnu við lífstílstengdar forvarnir og fræðslu í Fjarðabyggð.

Forvarnir eru mikilvægur þáttur í lífi hvers manns þar sem það bætir lífsgæði, minnkar líkur á og seinkar lífstílstengdum sjúkdómum. Eins og tölurnar eru í dag á Íslandi fær 1 af hverjum 3 krabbamein einhvern tímann á lífsleiðinni. Með því að stunda heilbrigðan lífsstíl er hægt að koma í veg fyrir 4 af hverjum 10 krabbameinum og því til mikils að vinna. 

Með þessum samningi greiðir Fjarðabyggð Krabbameinsfélagi Austfjarða 500.000 kr. á ári til næstu þriggja ára, 2021-2023 og á móti kemur Krabbameinsfélag Austfjarða að fastri árlegri forvarnarfræðslu á starfsmannadegi Fjarðabyggðar. Þá mun félagið koma með hugmynd af fræðsludagskrá fyrir starfsmenn sveitarfélagsins í upphafi árs til að byggja á miðlun efnis til þeirra meðal annars inn á starfsmannavef Fjarðabyggðar, workplace.
Félagið kemur einnig að fræðslu á starfsdegi í skólastofnunum Fjarðabyggðar varðandi forvarnir sem og fræðslu í tengslum við börn sem aðstandendur þeirra sem greinast með krabbamein.

Félagið kemur að og tekur þátt í einhverjum viðburðum og fræðslu í Heilsueflandi samfélagi sem Fjarðabyggð er. Þá verður félagið í samskiptum við Fjölskyldusvið Fjarðabyggðar varðandi þá þjónustu sem er í boði á hvorum stað til að getað boðið íbúum og skjólstæðingum okkar upp á alla þá þjónustu sem er í boði og að þjónustuaðilar séu að tala saman og viti hverjir af öðrum.

Einnig getur Fjarðabyggð leitað til félagsins og bent sínu starfsfólki á ráðgjöf og aðstoð hjá félaginu vegna krabbameinsveikinda.

Þess utan sendir félagið fræðsluefni í tengslum við Mottumars og Bleikan október til Fjarðabyggðar sem getur þá áframsendir það á sitt starfsfólk.


Fleiri nýjar fréttir

24. apr. 2024 : Fundarboð: Aðal­fundur Krabba­meins­félagsins

Hér með er boðað til aðalfundar Krabbameinsfélagsins sem fer fram laugardaginn 25. maí kl. 13 í húsnæði félagsins að Skógarhlíð 8, Reykjavík.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Krabba­meins­skráning á Íslandi í 70 ár - Afmælis­málþing

Í tilefni af 70 ára afmæli krabbameinsskráningar á Íslandi býður Krabbameinsfélagið til afmælismálþings.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Með þínum stuðningi getum við gert svo ótal margt!

Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim fjölmörgu sem lögðu félaginu lið í Mottumars, árverkni- og fjáröflunarátaki félagsins, í ár. Við erum hrærð yfir þeirri velvild, samkennd og hlýju sem við fundum svo vel fyrir. Öll starfsemi félagsins er rekin fyrir sjálfsaflafé og því er stuðningur almennings og fyrirtækja forsenda fyrir starfinu.

Lesa meira

12. apr. 2024 : Saga Ómars Einarssonar

Ómar fékk krabbamein í háls, árið 2008, á sama tíma og Geir H. Haarde blessaði Ísland. Hann var geislaður í upphafi og síðar skorinn. Í framhaldinu var honum bent á að hitta Ragnar Davíðsson, formann félagsins Ný rödd, sem er eitt af aðildarfélögum Krabbameinsfélagsins. Ragnar hafi hjálpað sér og öðrum mikið.

Lesa meira

8. apr. 2024 : Frábær þátttaka í Skegg­keppni Mottu­mars 2024

Þátttakendur í Skeggkeppni Krabbameinsfélagsins þetta árið voru 360 talsins og alls söfnuðust rétt rúmlega 7,3 milljónir króna. Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim sem tóku þátt og öllum sem styrktu.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?