Austfirðir

Krabbameinsfélag Austfjarða var stofnað 21. apríl 1970 og eru félagsmenn um 530 talsins. Þjónustuskrifstofan er að Búðareyri 15 á Reyðarfirði er rekin í samvinnu við Krabbameinsfélag Austurlands og er opin á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 11-13. Vetrarstarf fer fram í Virknimiðstöðinni að Austurvegi 29 á Reyðarfirði. Formaður félagsins er Jóhann Sæberg Helgason og starfsmaður Heiður Hreinsdóttir.

Starfsemi 2018

Dagný Reynisdóttir hefur verið með Raja jóga og hugleiðslu fyrir krabbameinsgreinda og aðstandendur.

Þorri Snæbjörnsson sálfræðingur kom til okkar í mars og var með stuðningsfulltrúanámskeið þáttakendur voru alls 9.

Í september var hvíldar– og slökunarhelgin á Eiðum það var góð aðsókn og helgin tókst mjög vel.

Í október perluðum við með Krafti í samstarfi við heilsueflingarnefnd ALCOA

Í nóvember krýndum við hvunndagshetjurnar okkar.

Í desember var einstaklega vel heppnað aðventukvöld. Við fengum til okkar 2 austfirska rithöfunda að lesa uppúr bókum sínum og kór Reyðarfjarðarkirkju tók nokkur lög.

Við styrkjum skjólstæðinga okkar til dæmis , bílaleigu- og leigubílakostnað og íbúðakostnað í Reykjavík meðan á meðferð stendur.

Við ætlum okkur að gera enn betur á þessu ári í að styðja við okkar skjólstæðinga. Við ætlum til dæmis að bjóða þeim fría sálfræðiaðstoð/fjölskylduráðgjöf í heimabyggð og árskort í sund sem gildir í allar sundlaugar í Fjarðabyggð.

Við erum að útbúa nýjan blöðung til að dreifa á heilsugæslustöðvar og sjúkradeildarinnar á Neskaupsstað með upplýsingum um okkar starfsemi.


Var efnið hjálplegt?