Austfirðir

Krabbameinsfélag Austfjarða var stofnað 21. apríl 1970 og eru félagsmenn um 530 talsins. Þjónustuskrifstofan er að Búðareyri 15 á Reyðarfirði og er opin á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 12-14. Formaður félagsins er Jóhann Sæberg Helgason.

Helstu verkefni félagsins eru að styrkja skjólstæðinga okkar með bilaleigu- og leigubílakostnað og íbúðakostnað meðan á meðferð stendur. Við bjóðum upp á sálfræðiþjónustu í gegnum félagið og fjölskylduráðgjafa. Einnig geta krabbameinsgreindir bæði í meðferð og í bata fengið árskort í sund sem gildir í allar sundlaugar Fjarðabyggðar, sem er liður í líkamlegri endurhæfingu. 

Starfsemi 2018

Dagný Reynisdóttir hefur verið með Raja jóga og hugleiðslu fyrir krabbameinsgreinda og aðstandendur.

Þorri Snæbjörnsson sálfræðingur kom til okkar í mars og var með stuðningsfulltrúanámskeið þáttakendur voru alls 9.

Í september var hvíldar– og slökunarhelgin á Eiðum það var góð aðsókn og helgin tókst mjög vel.

Í október perluðum við með Krafti í samstarfi við heilsueflingarnefnd ALCOA

Í nóvember krýndum við hvunndagshetjurnar okkar.

Í desember var einstaklega vel heppnað aðventukvöld. Við fengum til okkar 2 austfirska rithöfunda að lesa uppúr bókum sínum og kór Reyðarfjarðarkirkju tók nokkur lög.

Við erum að útbúa nýjan blöðung til að dreifa á heilsugæslustöðvar og sjúkradeildarinnar á Neskaupsstað með upplýsingum um okkar starfsemi.


Var efnið hjálplegt?