Ása Sigríður Þórisdóttir 1. maí 2020

Spjaldtölvur frá Krabba­meins­félaginu draga úr einangrun sjúklinga og auðvelda samskipti

  • Kristjana Guðrún Guðbergsdóttir hjúkrunardeildarstjóri blóð- og krabbameinslækningadeild Landspítalans.

Krabbameinsfélagið hefur fært blóð- og krabba­meins­lækningadeild Landspítalans spjaldtölvur að gjöf sem nýtast munu sjúklingum til að eiga samskipti við fjölskyldu og vini, njóta fræðslu og fróðleiks og fylgjast betur með daglegu lífi utan spítalans.

„Heimsóknarbann á heilbrigðisstofnanir vegna Covid-19 er mjög íþyngjandi fyrir sjúklinga og aðstandendur þeirra” segir Sigrún Lillie Magnúsdóttir, forstöðukona Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins. Ráðgjafarþjónustan hefur á að skipa öflugum hópi fagfólks sem sinnir ráðgjöf við krabbameinsgreinda og aðstandendur þeirra með margvíslegum hætti.

„Í ljósi aðstæðna síðustu vikna höfum við fyrst og fremst getað aðstoða fólk í gegnum síma og í þeim fjölmörgu samtölum sem við höfum átt við okkar skjólstæðinga kemur ítrekað fram að þessi óhjákvæmilega skerðing á hefðbundnum samskiptum er fólki þungbær”, segir Sigrún.

Ráðgjafarþjónusta Krabbameinsfélagsins hefur brugðist við með margvíslegum hætti og til að mynda hefur miðlun á stuðningsefni verið margfölduð á síðustu vikum og má þar nefna fjölbreyttan fróðleik um næringu, hvíld, hreyfingu, svefn, slökun og svo mætti lengi telja. Þetta efni hefur fengið mikil og jákvæð viðbrögð.

„Það er auðvitað ekki nóg að bæta í miðlunina eins og við höfum gert heldur þarf efnið einnig að ná til þeirra sem helst þurfa á því að halda og því var rökrétt framhald hjá okkur að færa spítalanum þessar spjaldtölvur sem nýtast munu sjúklingum til að lesa og hlusta á uppbyggjandi efni en ekki síst til þess að geta átt í eins góðum samskiptum við sína nánustu eins og mögulegt er miðað við aðstæður”.

Hér er að finna frekari upplýsingar um ráð til aðstandenda sem ekki geta heimsótt ástvini á sjúkrastofnanir.

Krabb-spjaldtolvugjof011Sigrún Lillie Magnúsdóttir, forstöðukona Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins afhendir Kristjönu Guðrúnu Guðbergsdóttur hjúkrunardeildarstjóra blóð- og krabbameinslækningadeild Landspítalans gjöfina.


Fleiri nýjar fréttir

24. apr. 2024 : Fundarboð: Aðal­fundur Krabba­meins­félagsins

Hér með er boðað til aðalfundar Krabbameinsfélagsins sem fer fram laugardaginn 25. maí kl. 13 í húsnæði félagsins að Skógarhlíð 8, Reykjavík.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Krabba­meins­skráning á Íslandi í 70 ár - Afmælis­málþing

Í tilefni af 70 ára afmæli krabbameinsskráningar á Íslandi býður Krabbameinsfélagið til afmælismálþings.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Með þínum stuðningi getum við gert svo ótal margt!

Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim fjölmörgu sem lögðu félaginu lið í Mottumars, árverkni- og fjáröflunarátaki félagsins, í ár. Við erum hrærð yfir þeirri velvild, samkennd og hlýju sem við fundum svo vel fyrir. Öll starfsemi félagsins er rekin fyrir sjálfsaflafé og því er stuðningur almennings og fyrirtækja forsenda fyrir starfinu.

Lesa meira

12. apr. 2024 : Saga Ómars Einarssonar

Ómar fékk krabbamein í háls, árið 2008, á sama tíma og Geir H. Haarde blessaði Ísland. Hann var geislaður í upphafi og síðar skorinn. Í framhaldinu var honum bent á að hitta Ragnar Davíðsson, formann félagsins Ný rödd, sem er eitt af aðildarfélögum Krabbameinsfélagsins. Ragnar hafi hjálpað sér og öðrum mikið.

Lesa meira

8. apr. 2024 : Frábær þátttaka í Skegg­keppni Mottu­mars 2024

Þátttakendur í Skeggkeppni Krabbameinsfélagsins þetta árið voru 360 talsins og alls söfnuðust rétt rúmlega 7,3 milljónir króna. Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim sem tóku þátt og öllum sem styrktu.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?