Ása Sigríður Þórisdóttir 1. maí 2020

Spjaldtölvur frá Krabba­meins­félaginu draga úr einangrun sjúklinga og auðvelda samskipti

  • Kristjana Guðrún Guðbergsdóttir hjúkrunardeildarstjóri blóð- og krabbameinslækningadeild Landspítalans.

Krabbameinsfélagið hefur fært blóð- og krabba­meins­lækningadeild Landspítalans spjaldtölvur að gjöf sem nýtast munu sjúklingum til að eiga samskipti við fjölskyldu og vini, njóta fræðslu og fróðleiks og fylgjast betur með daglegu lífi utan spítalans.

„Heimsóknarbann á heilbrigðisstofnanir vegna Covid-19 er mjög íþyngjandi fyrir sjúklinga og aðstandendur þeirra” segir Sigrún Lillie Magnúsdóttir, forstöðukona Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins. Ráðgjafarþjónustan hefur á að skipa öflugum hópi fagfólks sem sinnir ráðgjöf við krabbameinsgreinda og aðstandendur þeirra með margvíslegum hætti.

„Í ljósi aðstæðna síðustu vikna höfum við fyrst og fremst getað aðstoða fólk í gegnum síma og í þeim fjölmörgu samtölum sem við höfum átt við okkar skjólstæðinga kemur ítrekað fram að þessi óhjákvæmilega skerðing á hefðbundnum samskiptum er fólki þungbær”, segir Sigrún.

Ráðgjafarþjónusta Krabbameinsfélagsins hefur brugðist við með margvíslegum hætti og til að mynda hefur miðlun á stuðningsefni verið margfölduð á síðustu vikum og má þar nefna fjölbreyttan fróðleik um næringu, hvíld, hreyfingu, svefn, slökun og svo mætti lengi telja. Þetta efni hefur fengið mikil og jákvæð viðbrögð.

„Það er auðvitað ekki nóg að bæta í miðlunina eins og við höfum gert heldur þarf efnið einnig að ná til þeirra sem helst þurfa á því að halda og því var rökrétt framhald hjá okkur að færa spítalanum þessar spjaldtölvur sem nýtast munu sjúklingum til að lesa og hlusta á uppbyggjandi efni en ekki síst til þess að geta átt í eins góðum samskiptum við sína nánustu eins og mögulegt er miðað við aðstæður”.

Hér er að finna frekari upplýsingar um ráð til aðstandenda sem ekki geta heimsótt ástvini á sjúkrastofnanir.

Krabb-spjaldtolvugjof011Sigrún Lillie Magnúsdóttir, forstöðukona Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins afhendir Kristjönu Guðrúnu Guðbergsdóttur hjúkrunardeildarstjóra blóð- og krabbameinslækningadeild Landspítalans gjöfina.


Fleiri nýjar fréttir

29. maí 2020 : Evrópska krabba­meins­vikan #5

Alþjóðlegi tóbakslausi dagurinn 31. maí.
Börn og ungmenni eru markhópur tóbaks- og nikótíniðnaðarins

Lesa meira

28. maí 2020 : Evrópska krabba­meins­vikan #4

Lífið eftir krabbamein

Lesa meira

27. maí 2020 : Evrópska krabbameinsvikan #3

Krabbameinsrannsóknir hafa leitt til stórkostlegra framfara í greiningu og meðferð krabbameina. Verkinu er þó hvergi nærri lokið.

Lesa meira

27. maí 2020 : Sumar­happdrætti Krabba­meins­félagsins - stuðningur við marg­þætta starfsemi

Fræðsla um krabbamein og krabbameins­varnir, útgáfa fræðslurita, tóbaksvarnir og stuðningur við krabbameinssjúklinga eru allt þættir í starfsemi félagsins sem byggjast á fjárhagsstuðningi við félagið.

Lesa meira

26. maí 2020 : Evrópska krabbameinsvikan #2

Taktu góðar ákvarðanir fyrir þig og þína! 

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?