Ása Sigríður Þórisdóttir 1. maí 2020

Spjaldtölvur frá Krabba­meins­félaginu draga úr einangrun sjúklinga og auðvelda samskipti

  • Kristjana Guðrún Guðbergsdóttir hjúkrunardeildarstjóri blóð- og krabbameinslækningadeild Landspítalans.

Krabbameinsfélagið hefur fært blóð- og krabba­meins­lækningadeild Landspítalans spjaldtölvur að gjöf sem nýtast munu sjúklingum til að eiga samskipti við fjölskyldu og vini, njóta fræðslu og fróðleiks og fylgjast betur með daglegu lífi utan spítalans.

„Heimsóknarbann á heilbrigðisstofnanir vegna Covid-19 er mjög íþyngjandi fyrir sjúklinga og aðstandendur þeirra” segir Sigrún Lillie Magnúsdóttir, forstöðukona Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins. Ráðgjafarþjónustan hefur á að skipa öflugum hópi fagfólks sem sinnir ráðgjöf við krabbameinsgreinda og aðstandendur þeirra með margvíslegum hætti.

„Í ljósi aðstæðna síðustu vikna höfum við fyrst og fremst getað aðstoða fólk í gegnum síma og í þeim fjölmörgu samtölum sem við höfum átt við okkar skjólstæðinga kemur ítrekað fram að þessi óhjákvæmilega skerðing á hefðbundnum samskiptum er fólki þungbær”, segir Sigrún.

Ráðgjafarþjónusta Krabbameinsfélagsins hefur brugðist við með margvíslegum hætti og til að mynda hefur miðlun á stuðningsefni verið margfölduð á síðustu vikum og má þar nefna fjölbreyttan fróðleik um næringu, hvíld, hreyfingu, svefn, slökun og svo mætti lengi telja. Þetta efni hefur fengið mikil og jákvæð viðbrögð.

„Það er auðvitað ekki nóg að bæta í miðlunina eins og við höfum gert heldur þarf efnið einnig að ná til þeirra sem helst þurfa á því að halda og því var rökrétt framhald hjá okkur að færa spítalanum þessar spjaldtölvur sem nýtast munu sjúklingum til að lesa og hlusta á uppbyggjandi efni en ekki síst til þess að geta átt í eins góðum samskiptum við sína nánustu eins og mögulegt er miðað við aðstæður”.

Hér er að finna frekari upplýsingar um ráð til aðstandenda sem ekki geta heimsótt ástvini á sjúkrastofnanir.

Krabb-spjaldtolvugjof011Sigrún Lillie Magnúsdóttir, forstöðukona Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins afhendir Kristjönu Guðrúnu Guðbergsdóttur hjúkrunardeildarstjóra blóð- og krabbameinslækningadeild Landspítalans gjöfina.


Fleiri nýjar fréttir

Halla Þorvaldsdóttir

15. jan. 2022 : Dýrkeypt heimsóknabann

Þær aðstæður sem skapast af heimsóknarbanni gera fólki ókleift að vera saman í erfiðum aðstæðum og eru í raun óboðlegar og ómannúðlegar. Það getur haft víðtæk áhrif til lengri tíma litið bæði fyrir sjúklinga, aðstandendur og starfsfólk. Leita verður allra leiða til lausna meðan staðan er þessi og þar ríður á að fólk standi saman, sjúklingar, aðstandendur og heilbrigðisstarfsfólk, gefist ekki upp gagnvart verkefninu heldur takist á við aðstæðurnar með þrautseigju en ekki síður útsjónarsemi að leiðarljósi. 

Lesa meira

14. jan. 2022 : Bláa Lónið styrkir Vísindasjóð Krabbameinsfélagsins um 3 milljónir

„Það er okkur sönn ánægja að geta veitt fjárstuðning sem þennan, enda er, hér eftir sem hingað til, afar mikilvægt að efla og styrkja íslenskar rannsóknir á krabbameinum og er Vísindasjóður Krabbameinsfélagsins vel til þess fallinn að halda utan um þær,“ segir Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa Lónsins.

Lesa meira

10. jan. 2022 : Doktorsvörn - Keratinocyte krabbamein á Íslandi: Faraldsfræði og lyfjanotkun

Þann 20. desember sl. varði Jónas Aðalsteinn Aðalsteinsson doktorsritgerð sína í læknavísindum við Læknadeild Háskóla Íslands. Verkefnið byggði á gögnum Krabbameinsskrár. Unnið í samstarfi við Rannsókna- og Skráningarsetur Krabbameins­félagsins og var forstöðumaður setursins annar tveggja leiðbeinenda.

Lesa meira

5. jan. 2022 : Fundur með heilbrigðisráðherra um nýja dagdeild

Í morgun átti Krabbameinsfélagið góðan fund með nýjum heilbrigðisráðherra Willum Þór Þórssyni og starfsmönnum ráðuneytisins. Á fundinum var farið stuttlega yfir starfsemi félagsins en meginefni fundarins var alvarlega staða á dagdeild blóð- og krabbameinslækninga á Landspítala en aðstaða deildarinnar er óboðleg, fyrir sjúklinga, aðstandendur og starfsfólk. 

Lesa meira

5. jan. 2022 : Tölfræði um krabbamein uppfærð til ársins 2020

Á heimasíðu Rannsókna- og skráningarseturs Krabbameinsfélags Íslands (RSKÍ) má finna ýmsa tölfræði um krabbamein, undir Rannsóknir og skráning. Nýgengi, dánartíðni og lifun eru birt sem meðaltal 5 ára til að jafna út tilviljunarsveiflum sem eru algengar í hinu fámenna íslenska þýði. Þessi tölfræði er uppfærð árlega. Nýgengi og dánartíðni eru aldursstöðluð með norrænum aldursstaðli.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?