Ása Sigríður Þórisdóttir 1. maí 2020

Spjaldtölvur frá Krabba­meins­félaginu draga úr einangrun sjúklinga og auðvelda samskipti

  • Kristjana Guðrún Guðbergsdóttir hjúkrunardeildarstjóri blóð- og krabbameinslækningadeild Landspítalans.

Krabbameinsfélagið hefur fært blóð- og krabba­meins­lækningadeild Landspítalans spjaldtölvur að gjöf sem nýtast munu sjúklingum til að eiga samskipti við fjölskyldu og vini, njóta fræðslu og fróðleiks og fylgjast betur með daglegu lífi utan spítalans.

„Heimsóknarbann á heilbrigðisstofnanir vegna Covid-19 er mjög íþyngjandi fyrir sjúklinga og aðstandendur þeirra” segir Sigrún Lillie Magnúsdóttir, forstöðukona Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins. Ráðgjafarþjónustan hefur á að skipa öflugum hópi fagfólks sem sinnir ráðgjöf við krabbameinsgreinda og aðstandendur þeirra með margvíslegum hætti.

„Í ljósi aðstæðna síðustu vikna höfum við fyrst og fremst getað aðstoða fólk í gegnum síma og í þeim fjölmörgu samtölum sem við höfum átt við okkar skjólstæðinga kemur ítrekað fram að þessi óhjákvæmilega skerðing á hefðbundnum samskiptum er fólki þungbær”, segir Sigrún.

Ráðgjafarþjónusta Krabbameinsfélagsins hefur brugðist við með margvíslegum hætti og til að mynda hefur miðlun á stuðningsefni verið margfölduð á síðustu vikum og má þar nefna fjölbreyttan fróðleik um næringu, hvíld, hreyfingu, svefn, slökun og svo mætti lengi telja. Þetta efni hefur fengið mikil og jákvæð viðbrögð.

„Það er auðvitað ekki nóg að bæta í miðlunina eins og við höfum gert heldur þarf efnið einnig að ná til þeirra sem helst þurfa á því að halda og því var rökrétt framhald hjá okkur að færa spítalanum þessar spjaldtölvur sem nýtast munu sjúklingum til að lesa og hlusta á uppbyggjandi efni en ekki síst til þess að geta átt í eins góðum samskiptum við sína nánustu eins og mögulegt er miðað við aðstæður”.

Hér er að finna frekari upplýsingar um ráð til aðstandenda sem ekki geta heimsótt ástvini á sjúkrastofnanir.

Krabb-spjaldtolvugjof011Sigrún Lillie Magnúsdóttir, forstöðukona Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins afhendir Kristjönu Guðrúnu Guðbergsdóttur hjúkrunardeildarstjóra blóð- og krabbameinslækningadeild Landspítalans gjöfina.


Fleiri nýjar fréttir

_C3A0757_minni

22. jan. 2021 : Lífið er núna - vitundarvakning of fjáröflun Krafts

Kraftur, stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur, verður með vitundarvakningu og fjáröflunarherferð dagana 21. janúar til 4. febrúar. Markmið herferðarinnar er að vekja athygli á hversu marga krabbamein hefur áhrif á, selja húfur til styrktar félaginu og starfsemi þess sem og afla styrkja fyrir félagið.  

Lesa meira

21. jan. 2021 : Mottukeppnin snýr aftur

Mottumars er handan við hornið og í ár ætlar Krabbameinsfélagið að endurvekja Mottukeppnina. Nú söfnum við í góða mottu og kætum maka okkar og vini en söfnum um leið áheitum fyrir góðu málefni. 

Lesa meira

13. jan. 2021 : Breytingum á neðri aldursmörkum fyrir brjóstaskimun frestað

Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að breytingar á neðri mörkum skimunaraldurs fyrir brjóstakrabbameinum verði frestað. Hefja átti boðun í brjóstaskimun um 50 ára aldur, en nú verður horfið aftur til fyrra kerfis, þar sem 40-49 ára konur verða áfram boðaðar. 

Lesa meira

11. jan. 2021 : Fréttatilkynning vegna breytinga á skimunum fyrir krabbameinum

Nýtt fyrirkomulag skimana fyrir brjósta- og leghálskrabbameinum tók gildi 1. janúar 2021. Krabbameinsfélagið leggur áherslu á virkt samtal við konur og alla þjóðina þegar kemur að skimunum. Skimunaraldri fyrir brjóstakrabbamein hefur verið breytt úr 40-69 í 50-74. 

Lesa meira
Áfengi

8. jan. 2021 : Því minna áfengi, því betra

Metsala var á áfengi í Vínbúðum árið 2020. Jafnvel þótt skýringuna megi finna í færri ferðum á veitingastaði eða Fríhöfnina, er rétt að staldra við og minna á að áfengisneysla er áhættuþáttur þegar kemur að krabbameinum. 

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?