Sigriður Sólan Guðlaugsdóttir 8. feb. 2018

Engin kynjamismunun og fjöldi rannsókna um blöðruhálskirtilskrabbamein

Í frétt á hringbraut.is síðastliðinn mánudag sakar Jóhannes V. Reynisson hjá Bláa naglanum Krabbameinsfélagið ranglega um að vanrækja rannsóknir á blöðruhálskirtilskrabbameini og mismuna kynjunum 

Krabbameinsfélagið sendi leiðréttingu vegna fréttarinnar til ritstjórnar Hringbrautar sem kom ábendingunum á framfæri hér

Í upphaflegu fréttinni segir: „Ekki hefur einni krónu verið varið til skipulagðra rannsókna á karlmönnum vegna blöðruhálskrabbameins af Krabbameinsfélagi Íslands frá stofnun þess 1951 til 2018 eða í 67 ár.“

Þetta er alrangt. Félagið hefur unnið að fjölmörgum rannsóknum um krabbamein í blöðruhálskirtli frá árinu 1992, eða alls 32. Niðurstöður margra þessara rannsókna hafa verið birtar í virtum erlendum læknaritum.

Félagið hafnar ásökunum Jóhannesar um að mismuna kynjunum. 

Starfsemi félagsins, meðal annars Ráðgjafarþjónusta þess, er opin bæði körlum og konum. Krabbameinsskráin rannsakar bæði mein karla og kvenna og fræðsluefni er framleitt fyrir bæði kynin. Einungis starfsemi Leitarstöðvar snýr, eðli sínu samkvæmt, eingöngu að konum þar sem leitað er að krabbameinum í brjóstum og í leghálsi. 

Mikil vinna í gagnaöflun og skráningu um blöðruhálskirtilskrabbamein

Krabbameinsskrá Krabbameinsfélagsins nær til 99% allra krabbameina sem greinast hjá þjóðinni. Hún stendur bæði að sjálfstæðum rannsóknum og tekur þátt í fjölþjóðlegum rannsóknum. Síðustu 20 ár hefur verið sett mikil vinna í að skrá og afla gagna frá þvarfæraskurðlæknum um allt land varðandi blöðruhálskirtilskrabbamein þar sem meðal annars er hægt að sjá á hvaða stigi sjúkdómurinn greinist og hve stórt hlutfall karla með staðbundinn sjúkdóm fer í vaktaða bið í stað skurðaðgerðar.

Krabbameinsskráin stýrði 13 rannsóknum sem sneru að krabbamein í blöðruhálskirtli á árunum 1992-2016. Í samvinnu við norrænar krabbameinsskrár voru gerðar 7 rannsóknir 1996-2017. Í samvinnu við Miðstöð í lýðheilsuvísindum var unnið að 5 rannsóknum um meinið á árunum 2012-2018, í samvinnu við Íslenska erfðagreiningu 3 rannsóknir á árunum 2011-2016 og skráin tók þátt í 4 alþjóðlegum og evrópskum rannsóknum 2009-2016. Sjá lista yfir rannsóknir Krabbameinsskrár um meinið hér

Úthlutun úr Vísindasjóði

Síðastliðið vor úthlutaði Vísindasjóður Krabbameinsfélagsins um 4,4 milljónum króna til rannsókna á gagnvirku ákvörðunartæki sem sérstaklega einblínir á karlmenn með blöðruhálskirtilskrabbamein og aðstoðar þá við að taka erfiðar ákvarðanir varðandi sjúkdóminn. 

Fræðsluefni og stuðningshópar

Þess má einnig geta að félagið hefur staðið fyrir fundum og ráðstefnum um blöðruhálskirtilskrabbamein og gefið út fjölbreytt fræðsluefni og bæklinga. Þar má til dæmis nefna bækling fyrir karla sem nýlega hafa greinst með meinið, sem gefinn var út í janúar 2017 og innan vébanda félagsins eru starfandi 2 stuðningshópar fyrir karla með blöðruhálskirtilskrabbamein og voru raunar þrír um tíma.


Fleiri nýjar fréttir

15. ágú. 2019 : Aukaskoðun í Vestmannaeyjum 22. og 23. ágúst

Afar dræm þátttaka var í skimun fyrir brjóstakrabbameini í Vestmannaeyjum í vor og kom í ljós að mistök höfðu átt sér stað í póstsendingu boðsbréfa sem ekki bárust öllum konum sem komið var að í skimun.

Lesa meira

12. ágú. 2019 : Opið fyrir umsóknir í vísindasjóð norrænu krabbameinssamtakanna

Vakin er athygli á því að opið er fyrir umsóknir í vísindasjóð NCU (Norrænu krabbameinssamtakanna). Umsóknarfrestur er til og með 2. september næstkomandi.

Lesa meira
Brjóstaskoðun á Leitarstöð

9. ágú. 2019 : Mikil eftirspurn eftir tímum í skimun

Aldrei hafa jafnmargar tímapantanir í skimun beðið starfsfólks Leitarstöðvarinnar að loknum sumarleyfum og nú. Um 800 tölvupóstar biðu afgreiðslu og er nú unnið að því að bæta við tímum til að anna eftirspurn. 

Lesa meira

29. júl. 2019 : Hleypur fyrir pabba og frænda ... af því hún getur það

Berglind Alda Ástþórsdóttir hleypur 10 kílómetra í Reykjavíkurmaraþoninu til styrktar Krabbameinsfélaginu. Berglind hefur sterka tengingu við krabbamein, en faðir hennar hefur síðustu tvö ár glímt við nýrnakrabbamein og 14 ára gamall frændi er með krabbamein í eitlum. 

Lesa meira
Arnar Pétursson og Berglind Alda Ástþórsdóttir

27. júl. 2019 : Þú þarft ekki að vera maraþonhlaupari til að minnka líkur á krabbameini

Krabbameinsfélagið hvetur landsmenn til reglulegrar hreyfingar, því í henni felst góð forvörn gegn krabbameinum. Félagið hvetur hlaupara í Reykjavíkurmaraþoni til dáða með því að gefa bönd með slagorðinu „Ég hleyp af því ég get það.“

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?