Sigriður Sólan Guðlaugsdóttir 8. feb. 2018

Engin kynjamismunun og fjöldi rannsókna um blöðruhálskirtilskrabbamein

Í frétt á hringbraut.is síðastliðinn mánudag sakar Jóhannes V. Reynisson hjá Bláa naglanum Krabbameinsfélagið ranglega um að vanrækja rannsóknir á blöðruhálskirtilskrabbameini og mismuna kynjunum 

Krabbameinsfélagið sendi leiðréttingu vegna fréttarinnar til ritstjórnar Hringbrautar sem kom ábendingunum á framfæri hér

Í upphaflegu fréttinni segir: „Ekki hefur einni krónu verið varið til skipulagðra rannsókna á karlmönnum vegna blöðruhálskrabbameins af Krabbameinsfélagi Íslands frá stofnun þess 1951 til 2018 eða í 67 ár.“

Þetta er alrangt. Félagið hefur unnið að fjölmörgum rannsóknum um krabbamein í blöðruhálskirtli frá árinu 1992, eða alls 32. Niðurstöður margra þessara rannsókna hafa verið birtar í virtum erlendum læknaritum.

Félagið hafnar ásökunum Jóhannesar um að mismuna kynjunum. 

Starfsemi félagsins, meðal annars Ráðgjafarþjónusta þess, er opin bæði körlum og konum. Krabbameinsskráin rannsakar bæði mein karla og kvenna og fræðsluefni er framleitt fyrir bæði kynin. Einungis starfsemi Leitarstöðvar snýr, eðli sínu samkvæmt, eingöngu að konum þar sem leitað er að krabbameinum í brjóstum og í leghálsi. 

Mikil vinna í gagnaöflun og skráningu um blöðruhálskirtilskrabbamein

Krabbameinsskrá Krabbameinsfélagsins nær til 99% allra krabbameina sem greinast hjá þjóðinni. Hún stendur bæði að sjálfstæðum rannsóknum og tekur þátt í fjölþjóðlegum rannsóknum. Síðustu 20 ár hefur verið sett mikil vinna í að skrá og afla gagna frá þvarfæraskurðlæknum um allt land varðandi blöðruhálskirtilskrabbamein þar sem meðal annars er hægt að sjá á hvaða stigi sjúkdómurinn greinist og hve stórt hlutfall karla með staðbundinn sjúkdóm fer í vaktaða bið í stað skurðaðgerðar.

Krabbameinsskráin stýrði 13 rannsóknum sem sneru að krabbamein í blöðruhálskirtli á árunum 1992-2016. Í samvinnu við norrænar krabbameinsskrár voru gerðar 7 rannsóknir 1996-2017. Í samvinnu við Miðstöð í lýðheilsuvísindum var unnið að 5 rannsóknum um meinið á árunum 2012-2018, í samvinnu við Íslenska erfðagreiningu 3 rannsóknir á árunum 2011-2016 og skráin tók þátt í 4 alþjóðlegum og evrópskum rannsóknum 2009-2016. Sjá lista yfir rannsóknir Krabbameinsskrár um meinið hér

Úthlutun úr Vísindasjóði

Síðastliðið vor úthlutaði Vísindasjóður Krabbameinsfélagsins um 4,4 milljónum króna til rannsókna á gagnvirku ákvörðunartæki sem sérstaklega einblínir á karlmenn með blöðruhálskirtilskrabbamein og aðstoðar þá við að taka erfiðar ákvarðanir varðandi sjúkdóminn. 

Fræðsluefni og stuðningshópar

Þess má einnig geta að félagið hefur staðið fyrir fundum og ráðstefnum um blöðruhálskirtilskrabbamein og gefið út fjölbreytt fræðsluefni og bæklinga. Þar má til dæmis nefna bækling fyrir karla sem nýlega hafa greinst með meinið, sem gefinn var út í janúar 2017 og innan vébanda félagsins eru starfandi 2 stuðningshópar fyrir karla með blöðruhálskirtilskrabbamein og voru raunar þrír um tíma.


Fleiri nýjar fréttir

9. jún. 2023 : Láttu mig vita ef ég get gert eitthvað fyrir þig

Þegar einhver í kringum okkur greinist með krabbamein er eðlilegt að upplifa óöryggi. þótt flestir vilji leggja sitt af mörkum til að vera til staðar getur óttinn við að segja ekki réttu hlutina eða að vita ekki hvað á að segja leitt til þess að jafnvel verði minna samband við viðkomandi en áður.

Lesa meira

30. maí 2023 : Bylting - hálfur milljarður til krabbameinsrannsókna

Vísindasjóður Krabbameinsfélagsins hefur frá stofnun sjóðsins árið 2015 styrkt 41 krabbameinsrannsókn um samanlagt 384 miljónir króna. Næsta úthlutun úr sjóðnum verður í júní næstkomandi.

Lesa meira

30. maí 2023 : Krabbameinsskimanir – mikið fyrir lítið

Áratugir eru síðan skimanir fyrir legháls- og brjóstakrabbameini voru teknar upp á Íslandi. Þær hafa fyrir löngu sannað gildi sitt þó þær veiti aldrei fullkomna vörn. Konur hér á landi hafa með afgerandi hætti sýnt að þær kunna að meta aðgengi að þeim.

Lesa meira

30. maí 2023 : Á Ís­landi greinast um 1800 manns á hverju ári með krabba­mein

Þeir gætu verið færri. Þó að ekki sé hægt að koma í veg fyrir öll krabbamein sýna rannsóknir að áhættuþættir margra krabbameina tengjast lífsstíl. Með bættri lýðheilsu þjóðar er hægt að fækka verulega ákveðnum krabbameinum.

Lesa meira

28. maí 2023 : Lokað 30. maí í ráðgjafarþjónustu vegna vinnufundar ráðgjafarteymis

Lokaða verður hjá ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins þriðjudaginn 30. maí vegna vinnufundar ráðgjafarteymis. Hægt er að senda fyrirspurnir og erindi á radgjof@krabb.is og er þeim svarað eins fljótt og hægt er.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?