Björn Teitsson 13. jan. 2021

Breytingum á neðri aldursmörkum fyrir brjóstaskimun frestað

  • Guðrún Birgisdóttir, geislafræðingur, í brjóstamyndatöku á Leitarstöð 2019.

Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að breytingar á neðri mörkum skimunaraldurs fyrir brjóstakrabbameinum verði frestað. Hefja átti boðun í brjóstaskimun um 50 ára aldur, en nú verður horfið aftur til fyrra kerfis, þar sem 40-49 ára konur verða áfram boðaðar. 

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að fresta breytingum á neðri mörkum aldursviðmiða vegna lýðgrundaðra skimana fyrir brjóstakrabbameinum. Samkvæmt breytingunum sem tóku gildi 1. janúar 2021 voru neðri mörk aldursviðmiða færð úr 40 ára aldri í 50 ár. Hefur ráðherra nú frestað þessari breytingu, sem þýðir að konur á aldrinum 40-49 ára koma til með að fá áfram boð í brjóstaskoðun líkt og var samkvæmt fyrra kerfi. Efri mörk aldursviðmiða höfðu verið færð úr 69 árum í 74 ár og verður engin breyting gerð þar á. 

Í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu sem var birt á vef stjórnarráðsins segir að „kynna þurfi betur áformaðar breytingar og fagleg rök að baki þeim.“ Í tilkynningunni kemur einnig fram að Svandís Svavarsdóttir segist hvorki hafa forsendur né ástæður til að draga í efa faglegt mat sérfræðinga skimunarráðs eða embættis landlæknis um aldursviðmið krabbameinsskimana. Skiljanlega veki þó svo miklar breytingar upp spurningar hjá konum sem eiga í hlut. „Það er alveg ljóst af umræðum síðustu daga að þessa breytingu þarf að kynna betur og því hef ég ákveðið að fresta gildistöku þessarar breytingar varðandi skimun krabbameina í brjóstum,“ er haft eftir heilbrigðisráðherra í tilkynningunni. 

Krabbameinsfélagið fagnar þessari ákvörðun heilbrigðisráðherra. Fram kom í tilkynningu frá félaginu þann 11. janúar síðastliðinn að nauðsynlegt væri að rökstyðja betur ástæður slíkra breytinga og kynna fyrir konum á Íslandi. Það hefði sömuleiðis vakið upp spurningar að breytingarnar voru ekki í takti við evrópskar leiðbeiningar um skimunaraldur né heldur tillögur frá fagráði um brjóstakrabbamein. Þar var lagt til að neðri mörk skimunaraldurs væru 45 ár. Þessa ákvörðun þyrfti að rökstyðja. 






Fleiri nýjar fréttir

5. des. 2023 : Aðstoð við að velja mat sem eykur heilbrigði og vellíðan

Við þurfum hjálp! Ákall til matvælaframleiðenda og sölu- og markaðsaðila matvæla. Mörg fyrirtæki standa sig vel þegar kemur að markaðssetningu á mat og drykkjarvöru. Sum fyrirtæki sem bjóða upp á heilsueflandi mat en einnig mat- og drykkjarvörur sem geta haft neikvæð áhrif á heilsu hlífa til dæmis börnum við markaðssetningu á slíkum vörum.

Lesa meira

4. des. 2023 : Kírópraktorstöðin styrkir Bleiku slaufuna

Kírópraktorstöðin afhenti á dögunum 500.000 krónur til Krabbameinsfélagsins. Upphæðin er afrakstur af einstaklega vel heppnuðu Konukvöldi sem þau stóðu fyrir í tilefni af Bleikum október. Krabbameinsfélagið þakkar kærlega fyrir stuðninginn, sem kemur að góðum notum.

Lesa meira

4. des. 2023 : Ný rannsókn styður við einstaklingssniðna meðferð

Ný íslensk rannsókn sem birtist í dag í npj Breast Cancer og var unnin í samstarfi Krabbameinsfélagsins við meinafræðideild og krabbameinslækningadeild Landspítala, og við Háskóla Íslands. 

Lesa meira

2. des. 2023 : Taktu þátt í skemmtilegum jólaleik

Litríkt, jólalegt og hollt á borðið þitt. Krabbameinsfélagið í samstarfi við Banana og Hagkaup óska eftir jólalegum útfærslum á framsetningu á grænmeti, ávöxtum og berjum til að nýta á jólaborðið eða veislubakkann. Veglegir vinningar í boði.

Lesa meira

1. des. 2023 : Minningarorð um Jón Þorgeir Hallgrímsson

Jón Þorgeir Hallgrímsson, læknir, fyrrverandi formaður Krabbameinsfélags Íslands og Krabbameinsfélags Reykjavíkur lést þann 21. nóvember sl., 92 ára að aldri. Jóns Þorgeirs er minnst hjá Krabbameinsfélaginu með mikilli virðingu og þakklæti. Aðstandendum vottar félagið innilega samúð. 

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?