Björn Teitsson 13. jan. 2021

Breytingum á neðri aldursmörkum fyrir brjóstaskimun frestað

  • Guðrún Birgisdóttir, geislafræðingur, í brjóstamyndatöku á Leitarstöð 2019.

Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að breytingar á neðri mörkum skimunaraldurs fyrir brjóstakrabbameinum verði frestað. Hefja átti boðun í brjóstaskimun um 50 ára aldur, en nú verður horfið aftur til fyrra kerfis, þar sem 40-49 ára konur verða áfram boðaðar. 

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að fresta breytingum á neðri mörkum aldursviðmiða vegna lýðgrundaðra skimana fyrir brjóstakrabbameinum. Samkvæmt breytingunum sem tóku gildi 1. janúar 2021 voru neðri mörk aldursviðmiða færð úr 40 ára aldri í 50 ár. Hefur ráðherra nú frestað þessari breytingu, sem þýðir að konur á aldrinum 40-49 ára koma til með að fá áfram boð í brjóstaskoðun líkt og var samkvæmt fyrra kerfi. Efri mörk aldursviðmiða höfðu verið færð úr 69 árum í 74 ár og verður engin breyting gerð þar á. 

Í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu sem var birt á vef stjórnarráðsins segir að „kynna þurfi betur áformaðar breytingar og fagleg rök að baki þeim.“ Í tilkynningunni kemur einnig fram að Svandís Svavarsdóttir segist hvorki hafa forsendur né ástæður til að draga í efa faglegt mat sérfræðinga skimunarráðs eða embættis landlæknis um aldursviðmið krabbameinsskimana. Skiljanlega veki þó svo miklar breytingar upp spurningar hjá konum sem eiga í hlut. „Það er alveg ljóst af umræðum síðustu daga að þessa breytingu þarf að kynna betur og því hef ég ákveðið að fresta gildistöku þessarar breytingar varðandi skimun krabbameina í brjóstum,“ er haft eftir heilbrigðisráðherra í tilkynningunni. 

Krabbameinsfélagið fagnar þessari ákvörðun heilbrigðisráðherra. Fram kom í tilkynningu frá félaginu þann 11. janúar síðastliðinn að nauðsynlegt væri að rökstyðja betur ástæður slíkra breytinga og kynna fyrir konum á Íslandi. Það hefði sömuleiðis vakið upp spurningar að breytingarnar voru ekki í takti við evrópskar leiðbeiningar um skimunaraldur né heldur tillögur frá fagráði um brjóstakrabbamein. Þar var lagt til að neðri mörk skimunaraldurs væru 45 ár. Þessa ákvörðun þyrfti að rökstyðja. 






Fleiri nýjar fréttir

24. apr. 2024 : Fundarboð: Aðal­fundur Krabba­meins­félagsins

Hér með er boðað til aðalfundar Krabbameinsfélagsins sem fer fram laugardaginn 25. maí kl. 13 í húsnæði félagsins að Skógarhlíð 8, Reykjavík.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Krabba­meins­skráning á Íslandi í 70 ár - Afmælis­málþing

Í tilefni af 70 ára afmæli krabbameinsskráningar á Íslandi býður Krabbameinsfélagið til afmælismálþings.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Með þínum stuðningi getum við gert svo ótal margt!

Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim fjölmörgu sem lögðu félaginu lið í Mottumars, árverkni- og fjáröflunarátaki félagsins, í ár. Við erum hrærð yfir þeirri velvild, samkennd og hlýju sem við fundum svo vel fyrir. Öll starfsemi félagsins er rekin fyrir sjálfsaflafé og því er stuðningur almennings og fyrirtækja forsenda fyrir starfinu.

Lesa meira

12. apr. 2024 : Saga Ómars Einarssonar

Ómar fékk krabbamein í háls, árið 2008, á sama tíma og Geir H. Haarde blessaði Ísland. Hann var geislaður í upphafi og síðar skorinn. Í framhaldinu var honum bent á að hitta Ragnar Davíðsson, formann félagsins Ný rödd, sem er eitt af aðildarfélögum Krabbameinsfélagsins. Ragnar hafi hjálpað sér og öðrum mikið.

Lesa meira

8. apr. 2024 : Frábær þátttaka í Skegg­keppni Mottu­mars 2024

Þátttakendur í Skeggkeppni Krabbameinsfélagsins þetta árið voru 360 talsins og alls söfnuðust rétt rúmlega 7,3 milljónir króna. Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim sem tóku þátt og öllum sem styrktu.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?