Sigriður Sólan Guðlaugsdóttir 29. okt. 2018

Áskorun send á heilbrigðisráðherra

Málþing um brjóstakrabbamein var haldið á dögunum þar sem skorað var á heilbrigðisráðherra að endurvekja vinnu við krabbameinsáætlun þegar í stað.

Málþing um brjóstakrabbamein frá skimun til endurhæfingar var haldið þriðjudaginn 16. október síðastliðinn undir yfirskriftinni: Doktor Google og Google Maps.

Málþingið var vel sótt, en að því stóðu Brjóstaheill – Samhjálp kvenna, Krabbameinsfélag höfuðborgarsvæðisins og Ráðgjafarþjónusta Krabbameinfélagsins.

Krabbameinsáætlun og mikilvægi hennar var eitt þess sem nefnt var og vísað í nýútkomna grein í Lancet um krabbameinsáætlanir þar sem fram kom að árið 2012 var Ísland í hópi fimm Evrópulanda, án krabbameinsáætlana. Hin löndin voru Austurríki, Búlgaría, Lúxemburg og Slóvakía.

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin gaf út leiðbeiningar árið 2002 um gerð krabbameinsáætlana, sem í stuttu máli eru áætlanir þjóðar eða ríkis um það hvernig vinna á að því að fækka nýgreiningum, draga úr dánartíðni vegna krabbameina og bæta lífsgæði einstaklinga með krabbamein.

Krabbameinsáætlanir hafa sannað gildi sitt í nágrannalöndum okkar.

Velferðarráðuneytið gaf út tillögur að krabbameinsáætlun til ársins 2020 í maí 2017 en af þeim hefur ekki spurst frekar síðan.

Málþingið skorar á heilbrigðisráðherra að endurvekja vinnu við krabbameinsáætlun með hagsmunaaðilum þegar í stað, með það að markmiði að ljúka vinnunni sem fyrst.

Hér má skrifa undir áskorun félagsins til yfirvalda um að gefa lýðheilsu meira vægi og efla forvarnir gegn krabbameinum og að beita sér fyrir bættri lýðheilsu meðal almennings.

 


Fleiri nýjar fréttir

24. apr. 2024 : Fundarboð: Aðal­fundur Krabba­meins­félagsins

Hér með er boðað til aðalfundar Krabbameinsfélagsins sem fer fram laugardaginn 25. maí kl. 13 í húsnæði félagsins að Skógarhlíð 8, Reykjavík.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Krabba­meins­skráning á Íslandi í 70 ár - Afmælis­málþing

Í tilefni af 70 ára afmæli krabbameinsskráningar á Íslandi býður Krabbameinsfélagið til afmælismálþings.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Með þínum stuðningi getum við gert svo ótal margt!

Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim fjölmörgu sem lögðu félaginu lið í Mottumars, árverkni- og fjáröflunarátaki félagsins, í ár. Við erum hrærð yfir þeirri velvild, samkennd og hlýju sem við fundum svo vel fyrir. Öll starfsemi félagsins er rekin fyrir sjálfsaflafé og því er stuðningur almennings og fyrirtækja forsenda fyrir starfinu.

Lesa meira

12. apr. 2024 : Saga Ómars Einarssonar

Ómar fékk krabbamein í háls, árið 2008, á sama tíma og Geir H. Haarde blessaði Ísland. Hann var geislaður í upphafi og síðar skorinn. Í framhaldinu var honum bent á að hitta Ragnar Davíðsson, formann félagsins Ný rödd, sem er eitt af aðildarfélögum Krabbameinsfélagsins. Ragnar hafi hjálpað sér og öðrum mikið.

Lesa meira

8. apr. 2024 : Frábær þátttaka í Skegg­keppni Mottu­mars 2024

Þátttakendur í Skeggkeppni Krabbameinsfélagsins þetta árið voru 360 talsins og alls söfnuðust rétt rúmlega 7,3 milljónir króna. Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim sem tóku þátt og öllum sem styrktu.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?