Undirskriftasöfnun Áskorun í tilefni af alþjóðlega krabbameins­deginum 4. feb. 2018
eldflaugbóla

Áskorun í tilefni af Alþjóðlega krabbameinsdeginum 2018

Við undirrituð styðjum áskorun Krabbameinsfélags Íslands á yfirvöld um að þau beiti sér fyrir forvörnum gegn krabbameinum sem felast meðal annars í hvatningu um heilbrigða lífshætti. Mikilvægt er að yfirvöld sýni frumkvæði og stuðli þannig að því að færri greinist með krabbamein, samfélaginu öllu til hagsbóta.

Lífstílsbreytingar á síðustu árum og áratugum hafa orðið til þess að fleiri eiga á hættu að greinast með krabbamein. Reykingar, óhollt mataræði og kyrrseta eru meðal helstu áhættuþátta. 

Áskorunin er eftirfarandi: 

Krabbameinsfélagið skorar á sveitarstjórnarfólk að gefa lýðheilsu meira vægi og efla forvarnir gegn krabbameinum með því að: 

  • banna reykingar á opinberum svæðum sveitarfélaga
  • hvetja til betri nýtingar útisvæða sem ætluð eru til hreyfingar og útivistar 
  • hvetja til frekari hreyfingar hjá grunnskólabörnum með því að gefa hreyfingu meira vægi í skólastarfi 
  • bjóða upp á hollan mat í leik- og grunnskólum
  • auðvelda einstaklingum sem búa við þröngan efnahag að stunda fjölbreytta hreyfingu

Krabbameinsfélagið skorar einnig á þingheim og ríkisstjórn að beita sér fyrir bættri lýðheilsu meðal annars með því að: 

  • halda áfram þeirri vinnu sem hafin var við krabbameinsáætlun og ljúka henni hið fyrsta
  • hefja skimun fyrir ristilkrabbameini
  • banna reykingar á almannafæri
  • koma á skýrri stefnu og aðgerðaáætlun í tóbaksvörnum og setja lög um rafrettur
  • tryggja að áfengisauglýsingar verði áfram bannaðar og koma í veg fyrir duldar áfengisauglýsingar