Sigriður Sólan Guðlaugsdóttir 2. sep. 2020

Vinnu við endurskoðun sýna flýtt

Unnið er eftir viðbragðsáætlun Krabbameinsfélagsins vegna mistaka við skoðun leghálssýna eftir að í ljós kom að kona sem fékk ranga niðurstöðu úr skimun árið 2018 greindist með krabbamein. 

Verið er að flýta skoðun þeirra 6.000 sýna í úrtakinu sem um ræðir. Endurskoðun hefur hingað til leitt í ljós að í 2% tilfella var ástæða til að kalla konur inn til frekari skoðunar. Bætt hefur verið tímabundið í starfsmannahópinn til að flýta enn frekar vinnu við endurskoðun sýnanna.

Í fréttum Stöðvar 2 og RÚV í kvöld kom fram að tvær konur til viðbótar hefðu haft samband við lögmann þar sem þær telja sig einnig hafa orðið fyrir sams konar mistökum. Félagið hefur óskað eftir frekari upplýsingum um þetta frá lögmanni kvennanna.

„Við erum að setja alla krafta okkar í að komast til botns í þessu máli. Þarna urðu alvarleg mistök sem við erum að bregðast við eftir bestu getu og við munum gera það sem þarf,“ segir Ágúst Ingi Ágústsson, yfirlæknir Leitarstöðvarinnar. Ágúst verður í viðtali í Kastljósi RÚV annað kvöld þar sem hann mun fara ítarlegar yfir málið.

Fjöldi kvenna hefur haft samband við Krabbameinsfélagið síðustu daga. Málið hefur skiljanlega vakið upp ótta meðal margra kvenna um hvort mistök kunni að hafa átt sér stað við greiningu í þeirra tilviki. Ekki er talin ástæða til að allar konur sem komið hafa í skimun að undanförnu þurfi að óttast slíkt. Þær konur sem þarf að skoða aftur eru kallaðar jafn óðum í frekari skoðun sé minnsti grunur um frumubreytingar. Ekki hefur komið upp grunur um jafn alvarlegt tilvik og það sem fjallað hefur verið um í fjölmiðlum.

Krabbameinsfélagið harmar þetta hörmulega mál sem nú er til rannsóknar hjá Embætti landlæknis og þær alvarlegu afleiðingar sem það hefur þegar haft. 


Fleiri nýjar fréttir

24. apr. 2024 : Fundarboð: Aðal­fundur Krabba­meins­félagsins

Hér með er boðað til aðalfundar Krabbameinsfélagsins sem fer fram laugardaginn 25. maí kl. 13 í húsnæði félagsins að Skógarhlíð 8, Reykjavík.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Krabba­meins­skráning á Íslandi í 70 ár - Afmælis­málþing

Í tilefni af 70 ára afmæli krabbameinsskráningar á Íslandi býður Krabbameinsfélagið til afmælismálþings.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Með þínum stuðningi getum við gert svo ótal margt!

Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim fjölmörgu sem lögðu félaginu lið í Mottumars, árverkni- og fjáröflunarátaki félagsins, í ár. Við erum hrærð yfir þeirri velvild, samkennd og hlýju sem við fundum svo vel fyrir. Öll starfsemi félagsins er rekin fyrir sjálfsaflafé og því er stuðningur almennings og fyrirtækja forsenda fyrir starfinu.

Lesa meira

12. apr. 2024 : Saga Ómars Einarssonar

Ómar fékk krabbamein í háls, árið 2008, á sama tíma og Geir H. Haarde blessaði Ísland. Hann var geislaður í upphafi og síðar skorinn. Í framhaldinu var honum bent á að hitta Ragnar Davíðsson, formann félagsins Ný rödd, sem er eitt af aðildarfélögum Krabbameinsfélagsins. Ragnar hafi hjálpað sér og öðrum mikið.

Lesa meira

8. apr. 2024 : Frábær þátttaka í Skegg­keppni Mottu­mars 2024

Þátttakendur í Skeggkeppni Krabbameinsfélagsins þetta árið voru 360 talsins og alls söfnuðust rétt rúmlega 7,3 milljónir króna. Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim sem tóku þátt og öllum sem styrktu.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?