Ása Sigríður Þórisdóttir 21. sep. 2021

Vilt þú taka þátt í baráttunni gegn krabbameinum?

Krabbameinsfélagið leitar að metnaðarfullum starfsmönnum sem hafa brennandi áhuga á að vinna að markmiðum félagsins: að fækka þeim sem greinast með krabbamein, draga úr dauðsföllum af völdum krabbameina og bæta lífsgæði sjúklinga og aðstandenda þeirra.

Krabbameinsfélagið leitar að metnaðarfullum starfsmönnum sem hafa brennandi áhuga á að vinna að markmiðum félagsins: að fækka þeim sem greinast með krabbamein, draga úr dauðsföllum af völdum krabbameina og bæta lífsgæði sjúklinga og aðstandenda þeirra.

Fræðsla og forvarnir:

Rannsóknir sýna að hægt er að koma í veg fyrir fjögur af hverjum tíu krabbameinum. Stóra áskorunin er að hagnýta þekkinguna, þannig að krabbameinum fækki í framtíðinni.

Við leitum að að skapandi, skipulögðum, sjálfstæðum og drífandi eldhuga til starfa að fræðslu og krabbameinsforvörnum. Starfshlutfall er samkomulagsatriði. Starfið er fjölbreytt og felst meðal annars í að miðla upplýsingum með fjölbreyttum hætti efni til ólíkra markhópa, uppfæra efni, fylgjast með nýjungum og vinna með samstarfsaðilum.

Starfið gerir kröfu um mikla færni í að tjá sig í riti og ræðu, þjónustulund, sjálfstæði og frumkvæði í starfi, skipulagshæfileika, færni og lipurð í samskiptum. Umsækjendur skulu vera heilbrigðisstarfsmenn. Viðbótarmenntun sem nýtist í starfi er kostur. Góð íslenskukunnátta er áskilin svo og þekking á ensku og Norðurlandamáli.

Umsóknir, ásamt náms- og starfsferilsskrám og afritum af prófskírteinum og starfsleyfum, skal senda Sigrúnu Elvu Einarsdóttur, teymisstjóra, á netfangið sigrune@krabb.is í síðasta lagi 27. september nk. Sigrún Elva veitir einnig nánari upplýsingar.

Sálfræðiþjónusta:

Krabbameinsfélagið óskar eftir öflugum sál[1]fræðingi í hóp metnaðarfullra sérfræðinga sem sinna ráðgjöf og stuðningi við fólk með krabbamein og aðstandendur þeirra. Unnið er í í þverfaglegu umhverfi þar sem áhersla er lögð á samvinnu og fagleg vinnubrögð. Starfshlutfall er samkomulagsatriði.

Helstu verkefni sálfræðings eru ráðgjöf, fræðsla og stuðningur við einstaklinga og fjölskyldur. Vinnan fer fram með einstaklingsviðtölum, í hópum og með námskeiðum. Ráðgjöf við starfsfólk skóla og annarra stofnana sem vegna krabbameinsgreiningar í nærumhverfi er hluti af starfinu.

Sálfræðingurinn skal hafa starfsleyfi og reynslu af einstaklingsviðtölum, hópastarfi og námskeiðshaldi. Þekking og reynsla á að vinna með einstaklingum með langvarandi veikindi og teymisvinnu er æskileg.

Í starfinu er gerð krafa um skipulagshæfni, sjálfstæð vinnubrögð, frumkvæði, þjónustulund, lausnamiðaða hugsun og góða samskiptafærni. Góð íslenskukunnátta er áskilin svo og þekking á ensku og Norðurlandamáli.

Umsóknir, ásamt náms- og starfsferilsskrám og afritum af prófskírteinum og starfsleyfum, skal senda Þorra Snæbjörnssyni, teymisstjóra, á netfangið thorri@krabb.is í síðasta lagi 27. september nk. Þorri veitir einnig nánari upplýsingar.


4ffd0c51-61b6-43d8-a18f-fa6d3ac565fb


Fleiri nýjar fréttir

24. apr. 2024 : Fundarboð: Aðal­fundur Krabba­meins­félagsins

Hér með er boðað til aðalfundar Krabbameinsfélagsins sem fer fram laugardaginn 25. maí kl. 13 í húsnæði félagsins að Skógarhlíð 8, Reykjavík.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Krabba­meins­skráning á Íslandi í 70 ár - Afmælis­málþing

Í tilefni af 70 ára afmæli krabbameinsskráningar á Íslandi býður Krabbameinsfélagið til afmælismálþings.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Með þínum stuðningi getum við gert svo ótal margt!

Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim fjölmörgu sem lögðu félaginu lið í Mottumars, árverkni- og fjáröflunarátaki félagsins, í ár. Við erum hrærð yfir þeirri velvild, samkennd og hlýju sem við fundum svo vel fyrir. Öll starfsemi félagsins er rekin fyrir sjálfsaflafé og því er stuðningur almennings og fyrirtækja forsenda fyrir starfinu.

Lesa meira

12. apr. 2024 : Saga Ómars Einarssonar

Ómar fékk krabbamein í háls, árið 2008, á sama tíma og Geir H. Haarde blessaði Ísland. Hann var geislaður í upphafi og síðar skorinn. Í framhaldinu var honum bent á að hitta Ragnar Davíðsson, formann félagsins Ný rödd, sem er eitt af aðildarfélögum Krabbameinsfélagsins. Ragnar hafi hjálpað sér og öðrum mikið.

Lesa meira

8. apr. 2024 : Frábær þátttaka í Skegg­keppni Mottu­mars 2024

Þátttakendur í Skeggkeppni Krabbameinsfélagsins þetta árið voru 360 talsins og alls söfnuðust rétt rúmlega 7,3 milljónir króna. Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim sem tóku þátt og öllum sem styrktu.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?