Ása Sigríður Þórisdóttir 21. sep. 2021

Vilt þú taka þátt í baráttunni gegn krabbameinum?

Krabbameinsfélagið leitar að metnaðarfullum starfsmönnum sem hafa brennandi áhuga á að vinna að markmiðum félagsins: að fækka þeim sem greinast með krabbamein, draga úr dauðsföllum af völdum krabbameina og bæta lífsgæði sjúklinga og aðstandenda þeirra.

Krabbameinsfélagið leitar að metnaðarfullum starfsmönnum sem hafa brennandi áhuga á að vinna að markmiðum félagsins: að fækka þeim sem greinast með krabbamein, draga úr dauðsföllum af völdum krabbameina og bæta lífsgæði sjúklinga og aðstandenda þeirra.

Fræðsla og forvarnir:

Rannsóknir sýna að hægt er að koma í veg fyrir fjögur af hverjum tíu krabbameinum. Stóra áskorunin er að hagnýta þekkinguna, þannig að krabbameinum fækki í framtíðinni.

Við leitum að að skapandi, skipulögðum, sjálfstæðum og drífandi eldhuga til starfa að fræðslu og krabbameinsforvörnum. Starfshlutfall er samkomulagsatriði. Starfið er fjölbreytt og felst meðal annars í að miðla upplýsingum með fjölbreyttum hætti efni til ólíkra markhópa, uppfæra efni, fylgjast með nýjungum og vinna með samstarfsaðilum.

Starfið gerir kröfu um mikla færni í að tjá sig í riti og ræðu, þjónustulund, sjálfstæði og frumkvæði í starfi, skipulagshæfileika, færni og lipurð í samskiptum. Umsækjendur skulu vera heilbrigðisstarfsmenn. Viðbótarmenntun sem nýtist í starfi er kostur. Góð íslenskukunnátta er áskilin svo og þekking á ensku og Norðurlandamáli.

Umsóknir, ásamt náms- og starfsferilsskrám og afritum af prófskírteinum og starfsleyfum, skal senda Sigrúnu Elvu Einarsdóttur, teymisstjóra, á netfangið sigrune@krabb.is í síðasta lagi 27. september nk. Sigrún Elva veitir einnig nánari upplýsingar.

Sálfræðiþjónusta:

Krabbameinsfélagið óskar eftir öflugum sál[1]fræðingi í hóp metnaðarfullra sérfræðinga sem sinna ráðgjöf og stuðningi við fólk með krabbamein og aðstandendur þeirra. Unnið er í í þverfaglegu umhverfi þar sem áhersla er lögð á samvinnu og fagleg vinnubrögð. Starfshlutfall er samkomulagsatriði.

Helstu verkefni sálfræðings eru ráðgjöf, fræðsla og stuðningur við einstaklinga og fjölskyldur. Vinnan fer fram með einstaklingsviðtölum, í hópum og með námskeiðum. Ráðgjöf við starfsfólk skóla og annarra stofnana sem vegna krabbameinsgreiningar í nærumhverfi er hluti af starfinu.

Sálfræðingurinn skal hafa starfsleyfi og reynslu af einstaklingsviðtölum, hópastarfi og námskeiðshaldi. Þekking og reynsla á að vinna með einstaklingum með langvarandi veikindi og teymisvinnu er æskileg.

Í starfinu er gerð krafa um skipulagshæfni, sjálfstæð vinnubrögð, frumkvæði, þjónustulund, lausnamiðaða hugsun og góða samskiptafærni. Góð íslenskukunnátta er áskilin svo og þekking á ensku og Norðurlandamáli.

Umsóknir, ásamt náms- og starfsferilsskrám og afritum af prófskírteinum og starfsleyfum, skal senda Þorra Snæbjörnssyni, teymisstjóra, á netfangið thorri@krabb.is í síðasta lagi 27. september nk. Þorri veitir einnig nánari upplýsingar.


4ffd0c51-61b6-43d8-a18f-fa6d3ac565fb


Fleiri nýjar fréttir

21. okt. 2021 : Fjölsótt málþing skorar á heil­brigðis­yfir­völd að setja brjósta­heilsu í for­gang

Málþing um brjóstakrabbamein fór fram miðvikudaginn 20. október að viðstöddu fjölmenni. Auk þess var fylgst með dagskránni í gegnum streymisveitu Krabbameinsfélagsins á ríflega 100 stöðum um land allt.

Lesa meira

21. okt. 2021 : Tengsl milli mataræðis á unglingsárum og brjóstakrabbameins

Nýverið birtist íslensk vísindagrein í American Journal of Epidemiology um áhrif vaxtarhraða á unglingsárunum á áhættuna að greinast með krabbamein í brjóstum og í blöðruhálskirtli síðar á ævinni.

Lesa meira

15. okt. 2021 : Bleiki dagurinn er í dag

Við finnum fyrir mikilli stemmningu í samfélaginu fyrir deginum og til að mynda hafa fjölmörg fyrirtæki komið við hjá okkur og keypt slaufur, sokka, fánalengjur, blöðrur og servíettur fyrir Bleika kaffið.

Lesa meira

14. okt. 2021 : VERUM TIL - mál­þing um brjósta­krabba­mein

Bleikt málþing um brjóstakrabbamein fer fram miðvikudaginn 20. október kl. 17:00-18:15 á vegum Brjóstaheilla – Samhjálpar kvenna,Krabbameinsfélags höfuðborgarsvæðisins og Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins. 

Lesa meira
Halla Þorvaldsdóttir

14. okt. 2021 : Lífið breytir um lit

Bleikur október er runninn upp. Það er táknrænt að skipta um lit í október, í mánuðinum sem helgaður er krabbameinum hjá konum, því oftar en ekki er það líkast því að lífið skipti um lit þegar fólk greinist með krabbamein.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?