Guðmundur Pálsson 29. jan. 2020

Vilt þú taka þátt í baráttunni gegn krabba­meinum?

Krabbameinsfélagið leitar að metnaðarfullum starfsmönnum sem hafa brennandi áhuga á að vinna að markmiðum félagsins.

Krabbameinsfélagið leitar að metnaðarfullum starfsmönnum sem hafa brennandi áhuga á að vinna að markmiðum Krabbameinsfélags Íslands: að fækka þeim sem greinast með krabbamein, draga úr dauðs­föllum af völdum krabba­meina og bæta lífsgæði sjúklinga og aðstandenda þeirra. Krabbameinsfélaginu er ekkert óviðkomandi sem tengist krabbameinum.

Skoða auglýsingu.

Ráðgjafarþjónusta

Hjá Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélags­ins er boðið upp á fræðslu og ráðgjöf fyrir fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur þess. Markmið þjónustunnar er að aðstoða fólk við að finna leiðir til að takast á við þær áskoranir sem greining krabbameins hefur í för með sér, í mjög víðum skilningi. Hjá Ráðgjafarþjónustunni starfa hjúkrunarfræðingar, sálfræðingar og félagsráðgjafi. Þjónusta er í boði í Reykjavík, á Akureyri og á Selfossi.

Til starfa hjá Ráðgjafarþjónustunni hið fyrsta leitum við að: heilbrigðisstarfsmanni í 50-100% starf.

Starfið felur í sér ráðgjöf, fræðslu og stuðning jafnt til einstaklinga og hópa. Símaráðgjöf er hluti af daglegu starfi. Unnið er í þverfaglegu teymi þar sem allir taka virk­an þátt í þróun og uppbyggingu þjónustunnar. Starfið er fjölbreytt og gerir kröfur um góða samskiptafærni og þjónustulund, faglegan metnað og reynslu í að tjá sig í ræðu og riti. Gott vald á ensku og þekking á Norðurlandamáli er kostur.Leitað er að kraftmiklum einstaklingi sem sýnir frumkvæði og getur unnið sjálfstætt. Reynsla af þjónustu við fólk með krabbamein er mikill kostur.

Í nýtt starf á Austurlandi / Austfjörðum leitum við að: heilbrigðisstarfsmanni í 80-100% starf.

Um er að ræða nýtt starf við ráðgjöf og stuðning, fræðslu og forvarnir gegn krabbameinum sem unnið verður í nánu samstarfi við nærsamfélagið, Krabbameinsfélögin á svæðinu og starfsmenn Krabbameinsfélags­ins í Reykjavík. Um er að ræða mjög spenn­andi starf sem býður upp á mikil tækifæri. Í starf­inu er gerð mjög rík krafa um frumkvæði og sjálfstæði í starfi, góða samskiptafærni, mikinn sveigjanleika, þjónustulund, faglegan metnað og reynslu í að tjá sig í ræðu og riti. Gott vald á ensku og þekking á Norðurlanda­máli er kostur. Reynsla af þjónustu við fólk með krabbamein er mikill kostur. Starfið er tilraunaverkefni til eins árs með möguleika á framlengingu ef vel gengur.

Umsóknir um bæði störfin, ásamt náms- og starfsferilskrá og starfsleyfum, skal senda Sigrúnu Lillie Magnúsdóttur forstöðukonu Ráðgjafarþjónustunnar, á netfangið sigrunli@krabb.is , í síðasta lagi 9. febrúar næstkomandi. Sigrún veitir einnig nánari upplýsingar.

Auglýsingin birtist í Morgunblaðinu og Fréttablaðinu laugardaginn 25. janúar sl.

 


Fleiri nýjar fréttir

7. apr. 2020 : Takk hjúkrunarfræðingar og ljósmæður

Á alþjóðaheilbrigðisdaginn þakkar Krabbameinsfélagið hjúkrunarfræðingum og ljósmæðrum fyrir þeirra mikilvæga framlag í baráttunni gegn krabbameinum. 

Lesa meira

6. apr. 2020 : Blóðskimun til bjargar

Krabbameinsfélagið telur rannsóknir af þessu tagi skipta mjög miklu máli. Ef hægt er að greina forstig krabbameina eða meinin á byrjunarstigi aukast líkur á að koma megi í veg fyrir þau eða lækna þau.

Lesa meira

31. mar. 2020 : Stórt framfaraskref í þjónustu við krabbameinssjúklinga á Landspítala í skugga Covid-19

Á dag- og göngudeild blóð- og krabbameinslækninga verður boðið upp á símaráðgjöf í framhaldi af hefðbundnum opnunartíma, fyrir þá sjúklinga sem eru í krabbameinslyfjameðferð á Landspítala og þurfa ráðgjöf.

Lesa meira
Halla Þorvaldsdóttir

28. mar. 2020 : Mottumars snýst um karla og krabbamein

Verum ávallt vakandi fyrir einkennum krabbameina eins og segir í Mottumarslaginu í ár ættu karlmenn að „tékka á sér“ og vera vakandi fyrir ýmsum breytingum á líkama sínum sem geta verið vísbendingar um krabbamein.

Lesa meira

26. mar. 2020 : Heimildarmyndin: Lífið er núna

Rúv sýndi þann 26. mars heimildarmyndina Lífið er núna sem framleidd var í tilefni þess að Kraftur fagnaði 20 ára afmæli á árinu 2019.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?