Guðmundur Pálsson 29. jan. 2020

Vilt þú taka þátt í baráttunni gegn krabba­meinum?

Krabbameinsfélagið leitar að metnaðarfullum starfsmönnum sem hafa brennandi áhuga á að vinna að markmiðum félagsins.

Krabbameinsfélagið leitar að metnaðarfullum starfsmönnum sem hafa brennandi áhuga á að vinna að markmiðum Krabbameinsfélags Íslands: að fækka þeim sem greinast með krabbamein, draga úr dauðs­föllum af völdum krabba­meina og bæta lífsgæði sjúklinga og aðstandenda þeirra. Krabbameinsfélaginu er ekkert óviðkomandi sem tengist krabbameinum.

Skoða auglýsingu.

Ráðgjafarþjónusta

Hjá Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélags­ins er boðið upp á fræðslu og ráðgjöf fyrir fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur þess. Markmið þjónustunnar er að aðstoða fólk við að finna leiðir til að takast á við þær áskoranir sem greining krabbameins hefur í för með sér, í mjög víðum skilningi. Hjá Ráðgjafarþjónustunni starfa hjúkrunarfræðingar, sálfræðingar og félagsráðgjafi. Þjónusta er í boði í Reykjavík, á Akureyri og á Selfossi.

Til starfa hjá Ráðgjafarþjónustunni hið fyrsta leitum við að: heilbrigðisstarfsmanni í 50-100% starf.

Starfið felur í sér ráðgjöf, fræðslu og stuðning jafnt til einstaklinga og hópa. Símaráðgjöf er hluti af daglegu starfi. Unnið er í þverfaglegu teymi þar sem allir taka virk­an þátt í þróun og uppbyggingu þjónustunnar. Starfið er fjölbreytt og gerir kröfur um góða samskiptafærni og þjónustulund, faglegan metnað og reynslu í að tjá sig í ræðu og riti. Gott vald á ensku og þekking á Norðurlandamáli er kostur.Leitað er að kraftmiklum einstaklingi sem sýnir frumkvæði og getur unnið sjálfstætt. Reynsla af þjónustu við fólk með krabbamein er mikill kostur.

Í nýtt starf á Austurlandi / Austfjörðum leitum við að: heilbrigðisstarfsmanni í 80-100% starf.

Um er að ræða nýtt starf við ráðgjöf og stuðning, fræðslu og forvarnir gegn krabbameinum sem unnið verður í nánu samstarfi við nærsamfélagið, Krabbameinsfélögin á svæðinu og starfsmenn Krabbameinsfélags­ins í Reykjavík. Um er að ræða mjög spenn­andi starf sem býður upp á mikil tækifæri. Í starf­inu er gerð mjög rík krafa um frumkvæði og sjálfstæði í starfi, góða samskiptafærni, mikinn sveigjanleika, þjónustulund, faglegan metnað og reynslu í að tjá sig í ræðu og riti. Gott vald á ensku og þekking á Norðurlanda­máli er kostur. Reynsla af þjónustu við fólk með krabbamein er mikill kostur. Starfið er tilraunaverkefni til eins árs með möguleika á framlengingu ef vel gengur.

Umsóknir um bæði störfin, ásamt náms- og starfsferilskrá og starfsleyfum, skal senda Sigrúnu Lillie Magnúsdóttur forstöðukonu Ráðgjafarþjónustunnar, á netfangið sigrunli@krabb.is , í síðasta lagi 9. febrúar næstkomandi. Sigrún veitir einnig nánari upplýsingar.

Auglýsingin birtist í Morgunblaðinu og Fréttablaðinu laugardaginn 25. janúar sl.

 


Fleiri nýjar fréttir

24. apr. 2024 : Fundarboð: Aðal­fundur Krabba­meins­félagsins

Hér með er boðað til aðalfundar Krabbameinsfélagsins sem fer fram laugardaginn 25. maí kl. 13 í húsnæði félagsins að Skógarhlíð 8, Reykjavík.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Krabba­meins­skráning á Íslandi í 70 ár - Afmælis­málþing

Í tilefni af 70 ára afmæli krabbameinsskráningar á Íslandi býður Krabbameinsfélagið til afmælismálþings.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Með þínum stuðningi getum við gert svo ótal margt!

Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim fjölmörgu sem lögðu félaginu lið í Mottumars, árverkni- og fjáröflunarátaki félagsins, í ár. Við erum hrærð yfir þeirri velvild, samkennd og hlýju sem við fundum svo vel fyrir. Öll starfsemi félagsins er rekin fyrir sjálfsaflafé og því er stuðningur almennings og fyrirtækja forsenda fyrir starfinu.

Lesa meira

12. apr. 2024 : Saga Ómars Einarssonar

Ómar fékk krabbamein í háls, árið 2008, á sama tíma og Geir H. Haarde blessaði Ísland. Hann var geislaður í upphafi og síðar skorinn. Í framhaldinu var honum bent á að hitta Ragnar Davíðsson, formann félagsins Ný rödd, sem er eitt af aðildarfélögum Krabbameinsfélagsins. Ragnar hafi hjálpað sér og öðrum mikið.

Lesa meira

8. apr. 2024 : Frábær þátttaka í Skegg­keppni Mottu­mars 2024

Þátttakendur í Skeggkeppni Krabbameinsfélagsins þetta árið voru 360 talsins og alls söfnuðust rétt rúmlega 7,3 milljónir króna. Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim sem tóku þátt og öllum sem styrktu.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?