Sóley Jónsdóttir 28. jún. 2017

Viðskiptavinir Arion banka styrkja Krabbameinsfélagið

806 nýir viðskiptavinir Arion banka völdu að úthluta 1.500 krónum til Krabbameinsfélagsins í stað inngöngugjafa.

Katrín Rós Gunnarsdóttir, útibússtjóri Arion banka í Vesturbæ, afhenti í dag Krabbameinsfélagi Íslands styrk að fjárhæð 1.209.000 króna í nafni viðskiptavina bankans. Upphæðin rennur til rekstrar Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins þar sem boðið er upp á fræðslu, upplýsingar, ráðgjöf og stuðning við fólk sem hefur greinst með krabbamein og aðstandendur þeirra.

„Þessi veglegi styrkur frá viðskiptavinum Arion banka mun gagnast vel í að efla enn frekar faglega þjónustu við fólk með krabbamein og aðstandendur þeirra. Í Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins starfa hjúkrunarfræðingar, félagsráðgjafi og sálfræðingur en þjónustan er öllum að kostnaðarlausu“ segir Sigrún Lillie Magnúsdóttir, forstöðumaður Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins sem veitti styrknum viðtöku ásamt Kristjáni Sturlusyni, framkvæmdastjóra félagsins.

Upphæðin safnaðist í kjölfar þess að Arion banki kynnti nýja og einfalda leið fyrir einstaklinga til að koma í viðskipti við bankann. Fyrstu nýju viðskiptavinunum bauðst að velja á milli nokkurra inngöngugjafa eða að úthluta 1.500 krónum til Krabbameinsfélagsins og völdu alls 806 viðskiptavinir að fara þá leið.

„Arion banki hefur um árabil verið stoltur styrktaraðili Krabbameinsfélags Íslands. Það er sannur heiður að fá tækifæri hér í dag til að útvíkka þann stuðning með fjárstuðningi frá viðskiptavinum bankans,“ segir Katrín Rós.


Fleiri nýjar fréttir

2. júl. 2020 : Tólf velunnarar segja af hverju þeir styrkja Krabbameinsfélagið

Velunnarar vilja leggja sitt af mörkum í baráttunni við krabbamein.


Lesa meira

19. jún. 2020 : Sumar­happ­drætti Krabba­meins­félagsins - útdráttur

Dregið var í Sumarhappdrætti Krabbameinsfélagsins þann 17. júní. Félagið þakkar frábærar viðtökur og er þakklátt þeim fjölmörgu sem leggja starfinu lið með því að taka þátt.

Lesa meira
Krabbameinsfélagið ásamt aðildarfélögum á Austurlandi, Fljótsdalshéraði og Heilbrigðisstofnun Austurlands skrifuðu undir samning um aukna þjónustu á Austurlandi 18.06,2020.

18. jún. 2020 : Tímamót í þjónustu á Austurlandi

Í morgun undirritaði Krabbameinsfélagið ásamt aðildarfélögum á Austurlandi, Fljótsdalshéraði og Heilbrigðisstofnun Austurlands samstarfssamning sem felur í sér aukna þjónustu við þá sem greinst hafa með krabbamein og fjölskyldur þeirra.

Lesa meira

14. jún. 2020 : Sumar­happ­drætti Krabba­meins­félagsins: Við drögum 17. júní - átt þú miða?

Vinningar eru 266 talsins að verðmæti um 46,8 milljónir króna. Peugeot bifreið að verðmæti 6,6 milljónir króna gæti orðið þín! 

Lesa meira

12. jún. 2020 : Viðtökur við Áttavitanum fram úr björtustu vonum

Boðsbréf sem send voru út í vikunni til markhóps í rannsókn Krabbameins­félagsins, Áttavitans, sem fjallar um reynslu fólks af greiningu og meðferð krabbameins, hafa fengið góð viðbrögð og mikill fjöldi nú þegar skráð sig í rannsóknina.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?