Sóley Jónsdóttir 28. jún. 2017

Viðskiptavinir Arion banka styrkja Krabbameinsfélagið

806 nýir viðskiptavinir Arion banka völdu að úthluta 1.500 krónum til Krabbameinsfélagsins í stað inngöngugjafa.

Katrín Rós Gunnarsdóttir, útibússtjóri Arion banka í Vesturbæ, afhenti í dag Krabbameinsfélagi Íslands styrk að fjárhæð 1.209.000 króna í nafni viðskiptavina bankans. Upphæðin rennur til rekstrar Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins þar sem boðið er upp á fræðslu, upplýsingar, ráðgjöf og stuðning við fólk sem hefur greinst með krabbamein og aðstandendur þeirra.

„Þessi veglegi styrkur frá viðskiptavinum Arion banka mun gagnast vel í að efla enn frekar faglega þjónustu við fólk með krabbamein og aðstandendur þeirra. Í Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins starfa hjúkrunarfræðingar, félagsráðgjafi og sálfræðingur en þjónustan er öllum að kostnaðarlausu“ segir Sigrún Lillie Magnúsdóttir, forstöðumaður Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins sem veitti styrknum viðtöku ásamt Kristjáni Sturlusyni, framkvæmdastjóra félagsins.

Upphæðin safnaðist í kjölfar þess að Arion banki kynnti nýja og einfalda leið fyrir einstaklinga til að koma í viðskipti við bankann. Fyrstu nýju viðskiptavinunum bauðst að velja á milli nokkurra inngöngugjafa eða að úthluta 1.500 krónum til Krabbameinsfélagsins og völdu alls 806 viðskiptavinir að fara þá leið.

„Arion banki hefur um árabil verið stoltur styrktaraðili Krabbameinsfélags Íslands. Það er sannur heiður að fá tækifæri hér í dag til að útvíkka þann stuðning með fjárstuðningi frá viðskiptavinum bankans,“ segir Katrín Rós.


Fleiri nýjar fréttir

15. ágú. 2019 : Aukaskoðun í Vestmannaeyjum 22. og 23. ágúst

Afar dræm þátttaka var í skimun fyrir brjóstakrabbameini í Vestmannaeyjum í vor og kom í ljós að mistök höfðu átt sér stað í póstsendingu boðsbréfa sem ekki bárust öllum konum sem komið var að í skimun.

Lesa meira

12. ágú. 2019 : Opið fyrir umsóknir í vísindasjóð norrænu krabbameinssamtakanna

Vakin er athygli á því að opið er fyrir umsóknir í vísindasjóð NCU (Norrænu krabbameinssamtakanna). Umsóknarfrestur er til og með 2. september næstkomandi.

Lesa meira
Brjóstaskoðun á Leitarstöð

9. ágú. 2019 : Mikil eftirspurn eftir tímum í skimun

Aldrei hafa jafnmargar tímapantanir í skimun beðið starfsfólks Leitarstöðvarinnar að loknum sumarleyfum og nú. Um 800 tölvupóstar biðu afgreiðslu og er nú unnið að því að bæta við tímum til að anna eftirspurn. 

Lesa meira

29. júl. 2019 : Hleypur fyrir pabba og frænda ... af því hún getur það

Berglind Alda Ástþórsdóttir hleypur 10 kílómetra í Reykjavíkurmaraþoninu til styrktar Krabbameinsfélaginu. Berglind hefur sterka tengingu við krabbamein, en faðir hennar hefur síðustu tvö ár glímt við nýrnakrabbamein og 14 ára gamall frændi er með krabbamein í eitlum. 

Lesa meira
Arnar Pétursson og Berglind Alda Ástþórsdóttir

27. júl. 2019 : Þú þarft ekki að vera maraþonhlaupari til að minnka líkur á krabbameini

Krabbameinsfélagið hvetur landsmenn til reglulegrar hreyfingar, því í henni felst góð forvörn gegn krabbameinum. Félagið hvetur hlaupara í Reykjavíkurmaraþoni til dáða með því að gefa bönd með slagorðinu „Ég hleyp af því ég get það.“

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?