Sóley Jónsdóttir 28. jún. 2017

Viðskiptavinir Arion banka styrkja Krabbameinsfélagið

806 nýir viðskiptavinir Arion banka völdu að úthluta 1.500 krónum til Krabbameinsfélagsins í stað inngöngugjafa.

Katrín Rós Gunnarsdóttir, útibússtjóri Arion banka í Vesturbæ, afhenti í dag Krabbameinsfélagi Íslands styrk að fjárhæð 1.209.000 króna í nafni viðskiptavina bankans. Upphæðin rennur til rekstrar Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins þar sem boðið er upp á fræðslu, upplýsingar, ráðgjöf og stuðning við fólk sem hefur greinst með krabbamein og aðstandendur þeirra.

„Þessi veglegi styrkur frá viðskiptavinum Arion banka mun gagnast vel í að efla enn frekar faglega þjónustu við fólk með krabbamein og aðstandendur þeirra. Í Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins starfa hjúkrunarfræðingar, félagsráðgjafi og sálfræðingur en þjónustan er öllum að kostnaðarlausu“ segir Sigrún Lillie Magnúsdóttir, forstöðumaður Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins sem veitti styrknum viðtöku ásamt Kristjáni Sturlusyni, framkvæmdastjóra félagsins.

Upphæðin safnaðist í kjölfar þess að Arion banki kynnti nýja og einfalda leið fyrir einstaklinga til að koma í viðskipti við bankann. Fyrstu nýju viðskiptavinunum bauðst að velja á milli nokkurra inngöngugjafa eða að úthluta 1.500 krónum til Krabbameinsfélagsins og völdu alls 806 viðskiptavinir að fara þá leið.

„Arion banki hefur um árabil verið stoltur styrktaraðili Krabbameinsfélags Íslands. Það er sannur heiður að fá tækifæri hér í dag til að útvíkka þann stuðning með fjárstuðningi frá viðskiptavinum bankans,“ segir Katrín Rós.


Fleiri nýjar fréttir

5. des. 2019 : Hvernig nennirðu þessu?

Í dag er alþjóðadagur sjálfboðaliða og Árni Einarsson formaður Krabbameinsfélags höfuðborgarsvæðisins skrifar:

Lesa meira

4. des. 2019 : Stuðningur við fagaðila sem vinna með börn eftir foreldramissi

Krabbameinsfélagið undirbýr nú opnun fræðslu- stuðnings- og handleiðslumiðstöðvar sem ætluð er fagaðilum sem vinna í nærumhverfi barna sem misst hafa foreldri. Samkvæmt gögnum frá Hagstofu Íslands má gera ráð fyrir að um 100 börn missi foreldri ár hvert.

Lesa meira

4. des. 2019 : Ljósabekkjanotkun helst óbreytt milli ára

Árlegri könnun á notkun ljósabekkja á Íslandi er nýlega lokið. Könnunin er framkvæmd af Gallup fyrir hönd samstarfshóps Geislavarna, Embættis Landlæknis, húðlækna og Krabbameinsfélagsins.

Lesa meira

2. des. 2019 : Rautt eða hvítt?

Aðventan er sá tími árs þegar margir leggja áherslu á að halda í ýmis konar hefðir, yfirleitt í hópi vina eða fjölskyldu. Hefðirnar eru af ýmsum toga svo sem jólahlaðborð og jólatónleikar svo eitthvað sé nefnt og oft er vín haft um hönd.

Lesa meira

29. nóv. 2019 : Býður hjúkrunarfræðingum í Bláa Lónið

Bergljót Inga Kvaran, yfirhjúkrunarfræðingur á Heilsugæslunni Höfða, var dregin út í vinkonuleik Krabbameinsfélagsins og Bleiku slaufunnar í ár og hlaut í verðlaun dekur fyrir 6 á Retreat Spa í Bláa Lóninu og óvissuferð á Lava Restaurant. Bergljót kom og sótti vinninginn í Skógarhlíðina í dag.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?