Sóley Jónsdóttir 28. jún. 2017

Viðskiptavinir Arion banka styrkja Krabbameinsfélagið

806 nýir viðskiptavinir Arion banka völdu að úthluta 1.500 krónum til Krabbameinsfélagsins í stað inngöngugjafa.

Katrín Rós Gunnarsdóttir, útibússtjóri Arion banka í Vesturbæ, afhenti í dag Krabbameinsfélagi Íslands styrk að fjárhæð 1.209.000 króna í nafni viðskiptavina bankans. Upphæðin rennur til rekstrar Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins þar sem boðið er upp á fræðslu, upplýsingar, ráðgjöf og stuðning við fólk sem hefur greinst með krabbamein og aðstandendur þeirra.

„Þessi veglegi styrkur frá viðskiptavinum Arion banka mun gagnast vel í að efla enn frekar faglega þjónustu við fólk með krabbamein og aðstandendur þeirra. Í Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins starfa hjúkrunarfræðingar, félagsráðgjafi og sálfræðingur en þjónustan er öllum að kostnaðarlausu“ segir Sigrún Lillie Magnúsdóttir, forstöðumaður Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins sem veitti styrknum viðtöku ásamt Kristjáni Sturlusyni, framkvæmdastjóra félagsins.

Upphæðin safnaðist í kjölfar þess að Arion banki kynnti nýja og einfalda leið fyrir einstaklinga til að koma í viðskipti við bankann. Fyrstu nýju viðskiptavinunum bauðst að velja á milli nokkurra inngöngugjafa eða að úthluta 1.500 krónum til Krabbameinsfélagsins og völdu alls 806 viðskiptavinir að fara þá leið.

„Arion banki hefur um árabil verið stoltur styrktaraðili Krabbameinsfélags Íslands. Það er sannur heiður að fá tækifæri hér í dag til að útvíkka þann stuðning með fjárstuðningi frá viðskiptavinum bankans,“ segir Katrín Rós.


Fleiri nýjar fréttir

24. apr. 2024 : Fundarboð: Aðal­fundur Krabba­meins­félagsins

Hér með er boðað til aðalfundar Krabbameinsfélagsins sem fer fram laugardaginn 25. maí kl. 13 í húsnæði félagsins að Skógarhlíð 8, Reykjavík.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Krabba­meins­skráning á Íslandi í 70 ár - Afmælis­málþing

Í tilefni af 70 ára afmæli krabbameinsskráningar á Íslandi býður Krabbameinsfélagið til afmælismálþings.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Með þínum stuðningi getum við gert svo ótal margt!

Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim fjölmörgu sem lögðu félaginu lið í Mottumars, árverkni- og fjáröflunarátaki félagsins, í ár. Við erum hrærð yfir þeirri velvild, samkennd og hlýju sem við fundum svo vel fyrir. Öll starfsemi félagsins er rekin fyrir sjálfsaflafé og því er stuðningur almennings og fyrirtækja forsenda fyrir starfinu.

Lesa meira

12. apr. 2024 : Saga Ómars Einarssonar

Ómar fékk krabbamein í háls, árið 2008, á sama tíma og Geir H. Haarde blessaði Ísland. Hann var geislaður í upphafi og síðar skorinn. Í framhaldinu var honum bent á að hitta Ragnar Davíðsson, formann félagsins Ný rödd, sem er eitt af aðildarfélögum Krabbameinsfélagsins. Ragnar hafi hjálpað sér og öðrum mikið.

Lesa meira

8. apr. 2024 : Frábær þátttaka í Skegg­keppni Mottu­mars 2024

Þátttakendur í Skeggkeppni Krabbameinsfélagsins þetta árið voru 360 talsins og alls söfnuðust rétt rúmlega 7,3 milljónir króna. Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim sem tóku þátt og öllum sem styrktu.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?