Sigríður Zoëga og Nanna Friðriksdóttir 14. nóv. 2016

Rannsóknir í krabbameinshjúkrun. Við getum-ég get.

  • Sigríður Zoëga. Sérfræðingur í hjúkrun sjúklinga með verki á Landspítala og lektor við Hjúkrunarfræðideild HÍ
    Sigríður Zoëga. Sérfræðingur í hjúkrun sjúklinga með verki á Landspítala og lektor við Hjúkrunarfræðideild HÍ
  • Nanna Friðriksdóttir. Sérfræðingur í hjúkrun sjúklinga með krabbamein, klínískur lektor Lyflækningasvið LSH. Aðjunkt, Hjúkrunarfræðideild HÍ
    Nanna Friðriksdóttir. Sérfræðingur í hjúkrun sjúklinga með krabbamein, klínískur lektor Lyflækningasvið LSH. Aðjunkt, Hjúkrunarfræðideild HÍ

Alþjóðlegur dagur gegn krabbameini er haldinn árlega 4. febrúar.  Alþjóðasamtökin gegn krabbameini (UICC)  skora nú á þjóðir heims að taka þátt í að vekja athygli á baráttunni gegn krabbameini undir slagorðunum VIÐ GETUM - ÉG GET. Fagdeild krabbameinshjúkrunarfræðinga á Íslandi fagnar í ár 20 ára afmæli sínu og ritar í tilefni þess, í samvinnu við Krabbameinsfélag Íslands, röð greina undir heitinu VIÐ GETUM - ÉG GET. 

Árlega greinast um 1.500 einstaklingar með krabbamein á Íslandi og um 70% þeirra mega búast við að vera á lífi 5 árum eftir greiningu.  Nú eru tæp 4% þjóðarinnar, eða rúmlega 13 þúsund manns, á lífi  sem hafa fengið krabbamein. Gert er ráð fyrir að í kringum árið 2030 muni um 2.000 manns greinast árlega hér á landi, fyrst og fremst vegna hækkandi aldurs og fjölgunar íbúa. Þá mun þeim einnig fjölga sem lifa lengur eftir greiningu krabbameins vegna framfara í forvörnum, greiningu og  meðferð. Þessi sístækkandi hópur kallar á öflugt heilbrigðisskerfi með vel menntuðu heilbrigðisstarfsfólki sem er í stakk búið til þess mæta þörfum samfélagsins. Fólk þarf að hafa greiðan aðgang að öflugum forvörnum, greiningu, meðferð og endurhæfingu á öllum stigum sjúkdómsins, og langtíma eftirliti. Öflugt rannsóknarstarf leggur grunninn að frekari þróun og bættri meðferð og þjónustu við sjúklinga og fjölskyldur þeirra.

Þjónusta við krabbameinssjúklinga byggir á aðkomu og samvinnu margra fagstétta, en á heimsvísu eru hjúkrunarfræðingar stærsti hópur heilbrigðisstarfsmanna. Hlutverk krabbameinshjúkrunarfræðinga er að veita árangursríka og örugga hjúkrun sem er byggð á heildrænni sýn og faglegum vinnubrögðum. Krabbameinshjúkrun miðar að því að mæta þörfum og væntingum sjúklings og aðstandenda á öllum þjónustustigum, sinna kennslu, þjálfun og ráðgjöf, og vinna að rannsóknum og notkun á vísindalegri þekkingu í klínísku starfi.

Nútíma heilbrigðisþjónusta grundvallast á bestu fyrirliggjandi þekkingu hverju sinni. Stöðugt þarf að spyrja hvort þjónustan sé veitt á forsendum sjúklings og aðstandenda hans, sé árangursrík og skapi virði fyrir sjúklinginn og samfélagið í heild. Markmið rannsókna í krabbameinshjúkrun eru að: 

  • Efla forvarnir gegn krabbameini
  • Bæta lífsgæði og líðan krabbameinssjúklinga og aðstandenda þeirra
  • Bæta þjónustu við sjúklinga og aðstandendur
  • Stuðla að aukinni þekkingu og faglegri þróun krabbmeinshjúkrunarfræðinga
  • Hagnýta vísindalega þekkingu til að efla starfshætti krabbameinshjúkrunarfræðinga

 

Viðfangsefni rannsókna íslenskra krabbameinshjúkrunarfræðinga eru fjölbreytt. Á undanförnum árum hafa rannsóknir þeirra meðal annars fjallað um lífsgæði, líðan og þarfir sjúklinga og aðstandenda þeirra. Einnig hafa verið gerðar rannsóknir á einkennum og aukaverkunum sjúkdómsins og meðferð. Niðurstöður þessara rannsókna hafa verið nýttar til að þróa og bæta þjónustu við sjúklinga og aðstandendur á mismunandi þjónustustigum.

Til að stuðla að auknum rannsóknum er mikilvægt að þróa enn frekar nám í krabbameinshjúkrun en jafnframt er þörf á auknu fjárframlagi til rannsókna. Efla þarf samstarf ólíkra fagstétta um rannsóknir þar sem áhersla er á að mæta þörfum samfélagsins, sjúklinga og aðstandenda á sem víðtækastan hátt. Til að tryggja að verið sé að mæta þörfum sjúklinga og aðstandenda er mikilvægt er að þeir hafi beina aðkomu að rannsóknarferlinu, allt frá rannsóknarhugmynd að nýtingu niðurstaðna.

ÉG GET sem einstaklingur stutt við og tekið þátt í krabbameinsrannsóknum.

VIÐ GETUM sem samfélag lagt áherslu á að krabbameinsrannsóknir sé stundaðar og niðurstöður þeirra nýttar til að efla forvarnir og bæta meðferð og þjónustu. 

 

Höfundar:
Sigríður Zoëga. Sérfræðingur í hjúkrun sjúklinga með verki á Landspítala og lektor við Hjúkrunarfræðideild HÍ.

Nanna Friðriksdóttir. Sérfræðingur í hjúkrun sjúklinga með krabbamein, klínískur lektor Lyflækningasvið LSH. Aðjunkt, Hjúkrunarfræðideild HÍ.


Fleiri nýjar fréttir

5. des. 2023 : Takk sjálfboðaliðar!

Í dag er alþjóðlegur dagur sjálfboðaliða og Krabbameinsfélagið vill nýta tækifærið og þakka öllum þeim fjölmörgu sjálfboðaliðum sem leggja sitt af mörkum í þágu félagsins. Í tilefni dagsins fengum við nokkra sjálfboðaliða til að segja okkur frá því hvers vegna þau velja að leggja baráttunni gegn krabbameinum lið.

Lesa meira

5. des. 2023 : Aðstoð við að velja mat sem eykur heilbrigði og vellíðan

Við þurfum hjálp! Ákall til matvælaframleiðenda og sölu- og markaðsaðila matvæla. Mörg fyrirtæki standa sig vel þegar kemur að markaðssetningu á mat og drykkjarvöru. Sum fyrirtæki sem bjóða upp á heilsueflandi mat en einnig mat- og drykkjarvörur sem geta haft neikvæð áhrif á heilsu hlífa til dæmis börnum við markaðssetningu á slíkum vörum.

Lesa meira

4. des. 2023 : Taktu þátt í skemmtilegum jólaleik

Litríkt, jólalegt og hollt á borðið þitt. Krabbameinsfélagið í samstarfi við Banana og Hagkaup óska eftir jólalegum útfærslum á framsetningu á grænmeti, ávöxtum og berjum til að nýta á jólaborðið eða veislubakkann. Veglegir vinningar í boði.

Lesa meira

4. des. 2023 : Kírópraktorstöðin styrkir Bleiku slaufuna

Kírópraktorstöðin afhenti á dögunum 500.000 krónur til Krabbameinsfélagsins. Upphæðin er afrakstur af einstaklega vel heppnuðu Konukvöldi sem þau stóðu fyrir í tilefni af Bleikum október. Krabbameinsfélagið þakkar kærlega fyrir stuðninginn, sem kemur að góðum notum.

Lesa meira

4. des. 2023 : Ný rannsókn styður við einstaklingssniðna meðferð

Ný íslensk rannsókn sem birtist í dag í npj Breast Cancer og var unnin í samstarfi Krabbameinsfélagsins við meinafræðideild og krabbameinslækningadeild Landspítala, og við Háskóla Íslands. 

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?