Ása Sigríður Þórisdóttir 20. mar. 2020

Við erum áfram til staðar

  • Við erum við símann. Ráðgjafarteymi Krabbameinsfélagsins samansendur af félagsráðgjafa, sálfræðingum, hjúkrunarfræðingum og lækni.

Þrátt fyrir að við höfum þurft að skerða verulega okkar starfsemi í ljósi aðstæðna erum við áfram til staðar við símann og tilbúin að hlusta á það sem liggur þér á hjarta. Sláðu á þráðinn - við erum við símann og tilbúin að liðsinna þér eins og við best getum.

Ráðgjafarþjónusta krabbameinsfélagsins hefur fellt niður alla hefðbundna dagskrá þ.e. námskeið, fyrirlestra og fundi hjá stuðningshópum um óákveðin tíma. Þetta hafa þjónustuskrifstofur félagsins á landsbyggðinni einnig gert eins og mælst er til af almannavörnum og Landslæknisembættinu, til að stemma stigum við Kórónasýkingu sem hefur veruleg áhrif á samfélag okkar þessa dagana.

En þó að hægt sé að gera hlé á ýmsum viðburðum og takmarka á þann hátt úrbreiðslu Kórónaveirunnar fer krabbamein því miður ekki í hlé. Þess vegna er ráðgjafarteymi Krabbameinsfélagsins bæði í höfuðborginni, austurlandi og á Akureyri til taks við símann þegar þörf er á ráðgjöf og stuðningi.

Flest símtöl sem við fáum þessa dagana snúa að kórónaveirunni og koma frá fólki sem greinst hefur með krabbamein, aðstandendum og vinum. Það er ljóst að það ástand sem ríkir í samfélaginu í dag, getur valdið áhyggjum hjá þessum hópi. Mikilvægt er að fólk upplifi sig ekki eitt og viti hvert er hægt að leita eftir upplýsingum og aðstoð

Sláðu á þráðinn - við erum við símann og tilbúin að liðsinna þér eins og við best getum.

  • Við erum við símann alla virka daga kl. 9-16 í síma 800 4040 en einnig er hægt að senda á okkur fyrirspurn á radgjof@krabb.is

Fleiri nýjar fréttir

29. maí 2020 : Evrópska krabba­meins­vikan #5

Alþjóðlegi tóbakslausi dagurinn 31. maí.
Börn og ungmenni eru markhópur tóbaks- og nikótíniðnaðarins

Lesa meira

28. maí 2020 : Evrópska krabba­meins­vikan #4

Lífið eftir krabbamein

Lesa meira

27. maí 2020 : Evrópska krabbameinsvikan #3

Krabbameinsrannsóknir hafa leitt til stórkostlegra framfara í greiningu og meðferð krabbameina. Verkinu er þó hvergi nærri lokið.

Lesa meira

27. maí 2020 : Sumar­happdrætti Krabba­meins­félagsins - stuðningur við marg­þætta starfsemi

Fræðsla um krabbamein og krabbameins­varnir, útgáfa fræðslurita, tóbaksvarnir og stuðningur við krabbameinssjúklinga eru allt þættir í starfsemi félagsins sem byggjast á fjárhagsstuðningi við félagið.

Lesa meira

26. maí 2020 : Evrópska krabbameinsvikan #2

Taktu góðar ákvarðanir fyrir þig og þína! 

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?