Ása Sigríður Þórisdóttir 20. mar. 2020

Við erum áfram til staðar

  • Við erum við símann. Ráðgjafarteymi Krabbameinsfélagsins samansendur af félagsráðgjafa, sálfræðingum, hjúkrunarfræðingum og lækni.

Þrátt fyrir að við höfum þurft að skerða verulega okkar starfsemi í ljósi aðstæðna erum við áfram til staðar við símann og tilbúin að hlusta á það sem liggur þér á hjarta. Sláðu á þráðinn - við erum við símann og tilbúin að liðsinna þér eins og við best getum.

Ráðgjafarþjónusta krabbameinsfélagsins hefur fellt niður alla hefðbundna dagskrá þ.e. námskeið, fyrirlestra og fundi hjá stuðningshópum um óákveðin tíma. Þetta hafa þjónustuskrifstofur félagsins á landsbyggðinni einnig gert eins og mælst er til af almannavörnum og Landslæknisembættinu, til að stemma stigum við Kórónasýkingu sem hefur veruleg áhrif á samfélag okkar þessa dagana.

En þó að hægt sé að gera hlé á ýmsum viðburðum og takmarka á þann hátt úrbreiðslu Kórónaveirunnar fer krabbamein því miður ekki í hlé. Þess vegna er ráðgjafarteymi Krabbameinsfélagsins bæði í höfuðborginni, austurlandi og á Akureyri til taks við símann þegar þörf er á ráðgjöf og stuðningi.

Flest símtöl sem við fáum þessa dagana snúa að kórónaveirunni og koma frá fólki sem greinst hefur með krabbamein, aðstandendum og vinum. Það er ljóst að það ástand sem ríkir í samfélaginu í dag, getur valdið áhyggjum hjá þessum hópi. Mikilvægt er að fólk upplifi sig ekki eitt og viti hvert er hægt að leita eftir upplýsingum og aðstoð

Sláðu á þráðinn - við erum við símann og tilbúin að liðsinna þér eins og við best getum.

  • Við erum við símann alla virka daga kl. 9-16 í síma 800 4040 en einnig er hægt að senda á okkur fyrirspurn á radgjof@krabb.is

Fleiri nýjar fréttir

21. sep. 2020 : Ráðgjafarþjónustan frestar tímabundið opnum tímum og námskeiðum

Til að tryggja öryggi þeirra sem sækja til okkar viðburði og fræðslu höfum við ákveðið að fresta tímabundið föstum viðburðum hjá Ráðgjafarþjónustunni: Jóga Nidra á þriðjudögum, slökun á miðvikudögum og námskeiðinu Einbeiting og minni.

Lesa meira

18. sep. 2020 : Hádegismálþing: Krabbameinsrannsóknir til framfara

Markmiðið er að vekja athygli á mikilvægi krabbameinsrannsókna og þeim miklu framförum sem hafa átt sér stað fyrir tilstilli þeirra. Allur ágóði Bleiku slaufunnar 2020 rennur til krabbameinsrannsókna.

Lesa meira

18. sep. 2020 : Bleiku slaufurnar 2020 eru lentar

Það er ávallt stór dagur þegar Bleiku slaufurnar koma í hús. Sala Bleiku slaufunnar hefst 1. október. Þúsund þakkir TVG-Zimsen.

Lesa meira

17. sep. 2020 : Stóraukin þátttaka í skimunum

Frá árinu 2018 hefur Krabbameinsfélagið unnið markvisst að því að auka þátttöku kvenna í skimun og þær hvattar til þátttöku með ýmsum leiðum sem skilað hafa ótvíræðum árangri.

Lesa meira

17. sep. 2020 : Endurskoðun sýna gengur vel

Endurskoðun 6.000 sýna sem rannsökuð verða vegna alvarlegs atviks sem uppgötvaðist í júlí miðar ágætlega. Allt kapp er lagt á að henni ljúki eins fljótt og mögulegt er.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?