Sigriður Sólan Guðlaugsdóttir 19. feb. 2019

Úrræði krabbameinssjúklinga vegna skorts á bílastæðum við LSH

  • Landspítalinn Hraingbraut. Skjáskot af vef spítalans.

Bílastæðamál við Landspítalann hafa verið nokkuð til umræðu að undanförnu og telur Krabbameinsfélagið rétt að benda fólki í krabbameinsmeðferð á réttindi sín til endurgreiðslu ferðakostnaðar.

Einstaklingar sem sækja meðferð vegna krabbameina geta átt rétt á endurgreiðslu frá Sjúkratryggingum vegna ferðakostnaðar með leigubíl. Sjúkratryggingar greiða ¾ hluta kostnaðarins gegn framvísun kvittana hafi umsókn læknis um endurgreiðslu verið samþykkt. Samþykktin byggist á að um sé að ræða ítrekaðar ferðir vegna meðferðar.

Ráðgjafarþjónusta Krabbameinsfélagsins veitir upplýsingar um endurgreiðslu ferðakostnaðar og á bls. 7 í samantekt félagsráðgjafa Ráðgjafarþjónustunnar er að finna nánari upplýsingar. Símanúmer Ráðgjafarþjónustunnar er 800 4040 en einnig er hægt að senda fyrirspurn í tölvupósti á radgjof@krabb.is.

LSH fjölgar bílastæðum

Skortur á bílastæðum er einnig áhyggjuefni á Landspítalanum. Krabbameinsfélagið fékk þær upplýsingar frá spítalanum að á næstunni yrði bætt við um 100 bílastæðum sem ætluð eru sjúklingum og aðstandendum þeirra. Þau stæði verða gjaldskyld enda er það sú leið sem spítalinn hefur til að koma í veg fyrir að aðrir (til dæmis ferðamenn á leið í miðbæinn) nýti stæðin. Á vordögum munu bætast við önnur 100 stæði.

„Fjölgun bílastæða, sem eru ætluð sjúklingum og aðstandendum er skref í rétta átt. Að stæðin séu gjaldskyld fyrir fólk sem ítrekað þarf að sækja meðferð á sjúkrahúsið er hins vegar mál sem félagið mun áfram reyna að beita sér fyrir að fá breytt,“ segir Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins.


Fleiri nýjar fréttir

24. apr. 2024 : Fundarboð: Aðal­fundur Krabba­meins­félagsins

Hér með er boðað til aðalfundar Krabbameinsfélagsins sem fer fram laugardaginn 25. maí kl. 13 í húsnæði félagsins að Skógarhlíð 8, Reykjavík.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Krabba­meins­skráning á Íslandi í 70 ár - Afmælis­málþing

Í tilefni af 70 ára afmæli krabbameinsskráningar á Íslandi býður Krabbameinsfélagið til afmælismálþings.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Með þínum stuðningi getum við gert svo ótal margt!

Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim fjölmörgu sem lögðu félaginu lið í Mottumars, árverkni- og fjáröflunarátaki félagsins, í ár. Við erum hrærð yfir þeirri velvild, samkennd og hlýju sem við fundum svo vel fyrir. Öll starfsemi félagsins er rekin fyrir sjálfsaflafé og því er stuðningur almennings og fyrirtækja forsenda fyrir starfinu.

Lesa meira

12. apr. 2024 : Saga Ómars Einarssonar

Ómar fékk krabbamein í háls, árið 2008, á sama tíma og Geir H. Haarde blessaði Ísland. Hann var geislaður í upphafi og síðar skorinn. Í framhaldinu var honum bent á að hitta Ragnar Davíðsson, formann félagsins Ný rödd, sem er eitt af aðildarfélögum Krabbameinsfélagsins. Ragnar hafi hjálpað sér og öðrum mikið.

Lesa meira

8. apr. 2024 : Frábær þátttaka í Skegg­keppni Mottu­mars 2024

Þátttakendur í Skeggkeppni Krabbameinsfélagsins þetta árið voru 360 talsins og alls söfnuðust rétt rúmlega 7,3 milljónir króna. Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim sem tóku þátt og öllum sem styrktu.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?