Sigriður Sólan Guðlaugsdóttir 19. feb. 2019

Úrræði krabbameinssjúklinga vegna skorts á bílastæðum við LSH

  • Landspítalinn Hraingbraut. Skjáskot af vef spítalans.

Bílastæðamál við Landspítalann hafa verið nokkuð til umræðu að undanförnu og telur Krabbameinsfélagið rétt að benda fólki í krabbameinsmeðferð á réttindi sín til endurgreiðslu ferðakostnaðar.

Einstaklingar sem sækja meðferð vegna krabbameina geta átt rétt á endurgreiðslu frá Sjúkratryggingum vegna ferðakostnaðar með leigubíl. Sjúkratryggingar greiða ¾ hluta kostnaðarins gegn framvísun kvittana hafi umsókn læknis um endurgreiðslu verið samþykkt. Samþykktin byggist á að um sé að ræða ítrekaðar ferðir vegna meðferðar.

Ráðgjafarþjónusta Krabbameinsfélagsins veitir upplýsingar um endurgreiðslu ferðakostnaðar og á bls. 7 í samantekt félagsráðgjafa Ráðgjafarþjónustunnar er að finna nánari upplýsingar. Símanúmer Ráðgjafarþjónustunnar er 800 4040 en einnig er hægt að senda fyrirspurn í tölvupósti á radgjof@krabb.is.

LSH fjölgar bílastæðum

Skortur á bílastæðum er einnig áhyggjuefni á Landspítalanum. Krabbameinsfélagið fékk þær upplýsingar frá spítalanum að á næstunni yrði bætt við um 100 bílastæðum sem ætluð eru sjúklingum og aðstandendum þeirra. Þau stæði verða gjaldskyld enda er það sú leið sem spítalinn hefur til að koma í veg fyrir að aðrir (til dæmis ferðamenn á leið í miðbæinn) nýti stæðin. Á vordögum munu bætast við önnur 100 stæði.

„Fjölgun bílastæða, sem eru ætluð sjúklingum og aðstandendum er skref í rétta átt. Að stæðin séu gjaldskyld fyrir fólk sem ítrekað þarf að sækja meðferð á sjúkrahúsið er hins vegar mál sem félagið mun áfram reyna að beita sér fyrir að fá breytt,“ segir Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins.


Fleiri nýjar fréttir

9. jún. 2023 : Láttu mig vita ef ég get gert eitthvað fyrir þig

Þegar einhver í kringum okkur greinist með krabbamein er eðlilegt að upplifa óöryggi. þótt flestir vilji leggja sitt af mörkum til að vera til staðar getur óttinn við að segja ekki réttu hlutina eða að vita ekki hvað á að segja leitt til þess að jafnvel verði minna samband við viðkomandi en áður.

Lesa meira

30. maí 2023 : Bylting - hálfur milljarður til krabbameinsrannsókna

Vísindasjóður Krabbameinsfélagsins hefur frá stofnun sjóðsins árið 2015 styrkt 41 krabbameinsrannsókn um samanlagt 384 miljónir króna. Næsta úthlutun úr sjóðnum verður í júní næstkomandi.

Lesa meira

30. maí 2023 : Krabbameinsskimanir – mikið fyrir lítið

Áratugir eru síðan skimanir fyrir legháls- og brjóstakrabbameini voru teknar upp á Íslandi. Þær hafa fyrir löngu sannað gildi sitt þó þær veiti aldrei fullkomna vörn. Konur hér á landi hafa með afgerandi hætti sýnt að þær kunna að meta aðgengi að þeim.

Lesa meira

30. maí 2023 : Á Ís­landi greinast um 1800 manns á hverju ári með krabba­mein

Þeir gætu verið færri. Þó að ekki sé hægt að koma í veg fyrir öll krabbamein sýna rannsóknir að áhættuþættir margra krabbameina tengjast lífsstíl. Með bættri lýðheilsu þjóðar er hægt að fækka verulega ákveðnum krabbameinum.

Lesa meira

28. maí 2023 : Lokað 30. maí í ráðgjafarþjónustu vegna vinnufundar ráðgjafarteymis

Lokaða verður hjá ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins þriðjudaginn 30. maí vegna vinnufundar ráðgjafarteymis. Hægt er að senda fyrirspurnir og erindi á radgjof@krabb.is og er þeim svarað eins fljótt og hægt er.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?