Sigriður Sólan Guðlaugsdóttir 28. nóv. 2019

Þrír fulltrúar í fagráðum landlæknis um lýðheilsu

  • Fagráð landlæknis
    Jóhanna Eyrún Torfadóttir, Ásgeir R. Helgason og Guðlaug B. Guðjónsdóttir.

Krabbameinsfélagið á þrjá fulltrúa sem sitja í fagráðum á vegum landlæknis. Í ráðunum eiga sæti sérfróðir aðilar og fulltrúar stofnana og félagasamtaka sem eru landlækni til ráðgjafar um ýmis málefni á viðkomandi sviði. Þau sjá meðal annars um að fara yfir umsóknir sem berast til Lýðheilsusjóðs.

Fyrir hönd félagsins sitja fulltrúar í tveimur ráðum. Þau Ásgeir R. Helgason, dósent í sálfræði og sérfræðingur í fræðslu og forvörnum, og Guðlaug B. Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélags höfuðborgarsvæðisins, sitja í fagráði um tóbaksvarnir og Jóhanna Eyrún Torfadóttir, næringa- og lýðheilsufræðingur og sérfræðingur í fræðslu og forvörnum situr í fagráði um lifnaðarhætti. Jóhanna er einnig aðjúnkt við Læknadeild Háskóla Íslands.

„Sum okkar í fagráðunum eru einnig með akademíska stöðu við háskóla, bæði hérlendis og erlendis, sem tryggir faglega og stundum einnig vísindalega nálgun á viðfangsefnið,“ segir Ásgeir, sem starfar líka hjá Háskólanum í Reykjavík og Karólínska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi: „Með þessu móti hefur félagið beinar tengingar inní akademíuna meðal annars á sviði Krabbameinsskrár og fræðslu og forvarna.“

Ásgeir er einnig faglegur umsjónaraðili Reyksímans sem starfræktur í Þingeyjarsýslu á vegum embættis landlæknis og hann og Guðlaug eru einnig tenglar við Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina varðandi framgang tóbaksvarna á Íslandi og mati á því hvort tóbaksvarnarlögum sé framfylgt.

Nánari upplýsingar um fagráð landlæknis er að finna hér.


Fleiri nýjar fréttir

17. jan. 2020 : Miðlun eflist - nýtt blað komið út

Blað Krabbameinsfélagsins er komið út. Í því er að finna viðtöl, fróðleik, fréttir og greinar um fjölbreytt starf félagsins. 

Lesa meira

15. jan. 2020 : Nýjar áherslur - ný ásýnd

Stjórn Krabbameinsfélagsins hefur ákveðið að breyta merki og ásýnd félagsins til að endurspegla fjölbreytta starfsemi þess. 

Lesa meira

8. jan. 2020 : Þetta reddast ekki ... án aðgerða!

Að undanförnu hefur umræða um ástand á Landspítala verið áberandi í fjölmiðlum, sérstaklega ástand á bráðamóttöku spítalans. Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins skrifar.

Lesa meira

27. des. 2019 : Jóla­happ­drætti Krabba­meins­félagsins: Vinnings­tölurnar komnar í loftið – takk fyrir stuðninginn!

Dregið hefur verið Í jólahappdrætti Krabbameinsfélagsins. Happdrættið hefur verið ein veigamesta tekjulind félagsins um áratugaskeið og stuðlað mjög að uppbyggingu þess og þróun.

Lesa meira

21. des. 2019 : AURUM styrkir Bleiku slaufuna með myndarlegu framlagi á 20 ára afmæli fyrirtækisins

Guðbjörg Kristín Ingvarsdóttir, skartgripahönnuður í AURUM Bankastræti, afhenti Krabbameinsfélaginu ríflega 3.000.000 kr. styrk nú á aðventunni.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?