Sigriður Sólan Guðlaugsdóttir 28. nóv. 2019

Þrír fulltrúar í fagráðum landlæknis um lýðheilsu

  • Fagráð landlæknis
    Jóhanna Eyrún Torfadóttir, Ásgeir R. Helgason og Guðlaug B. Guðjónsdóttir.

Krabbameinsfélagið á þrjá fulltrúa sem sitja í fagráðum á vegum landlæknis. Í ráðunum eiga sæti sérfróðir aðilar og fulltrúar stofnana og félagasamtaka sem eru landlækni til ráðgjafar um ýmis málefni á viðkomandi sviði. Þau sjá meðal annars um að fara yfir umsóknir sem berast til Lýðheilsusjóðs.

Fyrir hönd félagsins sitja fulltrúar í tveimur ráðum. Þau Ásgeir R. Helgason, dósent í sálfræði og sérfræðingur í fræðslu og forvörnum, og Guðlaug B. Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélags höfuðborgarsvæðisins, sitja í fagráði um tóbaksvarnir og Jóhanna Eyrún Torfadóttir, næringa- og lýðheilsufræðingur og sérfræðingur í fræðslu og forvörnum situr í fagráði um lifnaðarhætti. Jóhanna er einnig aðjúnkt við Læknadeild Háskóla Íslands.

„Sum okkar í fagráðunum eru einnig með akademíska stöðu við háskóla, bæði hérlendis og erlendis, sem tryggir faglega og stundum einnig vísindalega nálgun á viðfangsefnið,“ segir Ásgeir, sem starfar líka hjá Háskólanum í Reykjavík og Karólínska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi: „Með þessu móti hefur félagið beinar tengingar inní akademíuna meðal annars á sviði Krabbameinsskrár og fræðslu og forvarna.“

Ásgeir er einnig faglegur umsjónaraðili Reyksímans sem starfræktur í Þingeyjarsýslu á vegum embættis landlæknis og hann og Guðlaug eru einnig tenglar við Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina varðandi framgang tóbaksvarna á Íslandi og mati á því hvort tóbaksvarnarlögum sé framfylgt.

Nánari upplýsingar um fagráð landlæknis er að finna hér.


Fleiri nýjar fréttir

27. sep. 2023 : Bleika slaufan 2023

Gullsmiðirnir Lovísa Halldórsdóttir (by lovisa) og Unnur Eir Björnsdóttir (EIR) eru hönnunarteymið á bak við Bleiku slaufuna í ár. Það er óhætt að segja að þeim hafi tekist ætlunarverk sitt, en slaufan í ár er sú bleikasta sem við höfum séð lengi

Lesa meira

26. sep. 2023 : "Mikilvægt að segja líka frá því sem gengur vel"

Styttri legutími, skjótari bati, lægri dánartíðni og betri lifun. Ný aðferðafræði við skurðaðgerðir við lungnakrabbameini var tekin upp nærri því á einni nóttu og hefur gefið reglulega góða raun í baráttunni gegn lungnakrabbameini. Tómas Guðbjartsson skurðlæknir og Viktor Ásbjörnsson læknanemi segja hér frá byltingarkenndri þróun í skurðaðgerðum við lungnakrabbameini og mikilvægi rannsókna og stuðnings við þær fyrir framþróun í málaflokkinum. 

Lesa meira

26. sep. 2023 : Takk fyrir komuna

Nýafstaðið málþing í tilefni af alþjóðadegi krabbameinsrannsókna vakti greinilega forvitni margra, því húsfyllir var í Skógarhlíðinni auk þess sem fjölmargir fylgdust með í streymi. Krabbameinsfélagið vill koma á framfæri kærum þökkum til allra sem tóku þátt.

Lesa meira
Elísa Dögg Björnsdóttir frá TVG-Zimsen, Árni Reynir Alfredsson, forstöðumaður markaðsmála og  fjáröflunar hjá Krabbameinsfélaginu og Magnús Ingi Guðmundsson frá IDÉ House of brands, sem sér um framlei

25. sep. 2023 : Nú er það bleikt!

Að baki átaki eins og Bleiku slaufunni búa fjölmörg handtök og undirbúningur hefst mörgum mánuðum áður en afurðin berst landsmönnum í hendur og hjörtu. Það er því alltaf stór stund þegar við fáum sjálfa slaufuna í hús og niðurtalningin fyrir upphaf átaksins hefst formlega.

Lesa meira

12. sep. 2023 : Bleika slaufan 2023: Komdu að leika

Krabbameinsfélagið leitar að fólki til að hjálpa okkur að búa til auglýsinguna fyrir Bleiku Slaufuna 2023. Auglýsingin er með stærra sniði í ár og þurfum við því aðstoð sem allra flestra.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?