Sigriður Sólan Guðlaugsdóttir 28. nóv. 2019

Þrír fulltrúar í fagráðum landlæknis um lýðheilsu

  • Fagráð landlæknis
    Jóhanna Eyrún Torfadóttir, Ásgeir R. Helgason og Guðlaug B. Guðjónsdóttir.

Krabbameinsfélagið á þrjá fulltrúa sem sitja í fagráðum á vegum landlæknis. Í ráðunum eiga sæti sérfróðir aðilar og fulltrúar stofnana og félagasamtaka sem eru landlækni til ráðgjafar um ýmis málefni á viðkomandi sviði. Þau sjá meðal annars um að fara yfir umsóknir sem berast til Lýðheilsusjóðs.

Fyrir hönd félagsins sitja fulltrúar í tveimur ráðum. Þau Ásgeir R. Helgason, dósent í sálfræði og sérfræðingur í fræðslu og forvörnum, og Guðlaug B. Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélags höfuðborgarsvæðisins, sitja í fagráði um tóbaksvarnir og Jóhanna Eyrún Torfadóttir, næringa- og lýðheilsufræðingur og sérfræðingur í fræðslu og forvörnum situr í fagráði um lifnaðarhætti. Jóhanna er einnig aðjúnkt við Læknadeild Háskóla Íslands.

„Sum okkar í fagráðunum eru einnig með akademíska stöðu við háskóla, bæði hérlendis og erlendis, sem tryggir faglega og stundum einnig vísindalega nálgun á viðfangsefnið,“ segir Ásgeir, sem starfar líka hjá Háskólanum í Reykjavík og Karólínska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi: „Með þessu móti hefur félagið beinar tengingar inní akademíuna meðal annars á sviði Krabbameinsskrár og fræðslu og forvarna.“

Ásgeir er einnig faglegur umsjónaraðili Reyksímans sem starfræktur í Þingeyjarsýslu á vegum embættis landlæknis og hann og Guðlaug eru einnig tenglar við Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina varðandi framgang tóbaksvarna á Íslandi og mati á því hvort tóbaksvarnarlögum sé framfylgt.

Nánari upplýsingar um fagráð landlæknis er að finna hér.


Fleiri nýjar fréttir

18. des. 2019 : Jóladagatal Krabbameinsfélagsins: Svefn og krabbamein

Gera má ráð fyrir að lítill svefnfriður hafi verið á heimilum landsmanna í nótt þegar Hurðaskellir kom til byggða. Um fjórðungur fullorðinna Íslendinga og 75% ungmenna sofa of lítið. En eru einhver tengsl milli svefnleysis og krabbameins? Í jóladagatali Krabbameinsfélagsins eru venjur íslensku jólasveinanna skoðaðar með nýstárlegum hætti.

Lesa meira

10. des. 2019 : Starfsemi yfir jólin

Hefðbundin starfsemi verður yfir jólahátíðina hjá Leitarstöð Krabbameinsfélagsins, Ráðgjafarþjónustu og á skrifstofum félagsins.

Lesa meira
Óveður

10. des. 2019 : Starfsemi riðlast vegna veðurs

Leitarstöð Krabbameinsfélagsins lokar í dag kl 14:15 vegna veðurs og starfsemi Ráðgjafarþjónustunnar fellur niður eftir hádegi.

Lesa meira

5. des. 2019 : Hvernig nennirðu þessu?

Í dag er alþjóðadagur sjálfboðaliða og Árni Einarsson formaður Krabbameinsfélags höfuðborgarsvæðisins skrifar:

Lesa meira

4. des. 2019 : Stuðningur við fagaðila sem vinna með börn eftir foreldramissi

Krabbameinsfélagið undirbýr nú opnun fræðslu- stuðnings- og handleiðslumiðstöðvar sem ætluð er fagaðilum sem vinna í nærumhverfi barna sem misst hafa foreldri. Samkvæmt gögnum frá Hagstofu Íslands má gera ráð fyrir að um 100 börn missi foreldri ár hvert.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?