Sigriður Sólan Guðlaugsdóttir 28. nóv. 2019

Þrír fulltrúar í fagráðum landlæknis um lýðheilsu

  • Fagráð landlæknis
    Jóhanna Eyrún Torfadóttir, Ásgeir R. Helgason og Guðlaug B. Guðjónsdóttir.

Krabbameinsfélagið á þrjá fulltrúa sem sitja í fagráðum á vegum landlæknis. Í ráðunum eiga sæti sérfróðir aðilar og fulltrúar stofnana og félagasamtaka sem eru landlækni til ráðgjafar um ýmis málefni á viðkomandi sviði. Þau sjá meðal annars um að fara yfir umsóknir sem berast til Lýðheilsusjóðs.

Fyrir hönd félagsins sitja fulltrúar í tveimur ráðum. Þau Ásgeir R. Helgason, dósent í sálfræði og sérfræðingur í fræðslu og forvörnum, og Guðlaug B. Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélags höfuðborgarsvæðisins, sitja í fagráði um tóbaksvarnir og Jóhanna Eyrún Torfadóttir, næringa- og lýðheilsufræðingur og sérfræðingur í fræðslu og forvörnum situr í fagráði um lifnaðarhætti. Jóhanna er einnig aðjúnkt við Læknadeild Háskóla Íslands.

„Sum okkar í fagráðunum eru einnig með akademíska stöðu við háskóla, bæði hérlendis og erlendis, sem tryggir faglega og stundum einnig vísindalega nálgun á viðfangsefnið,“ segir Ásgeir, sem starfar líka hjá Háskólanum í Reykjavík og Karólínska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi: „Með þessu móti hefur félagið beinar tengingar inní akademíuna meðal annars á sviði Krabbameinsskrár og fræðslu og forvarna.“

Ásgeir er einnig faglegur umsjónaraðili Reyksímans sem starfræktur í Þingeyjarsýslu á vegum embættis landlæknis og hann og Guðlaug eru einnig tenglar við Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina varðandi framgang tóbaksvarna á Íslandi og mati á því hvort tóbaksvarnarlögum sé framfylgt.

Nánari upplýsingar um fagráð landlæknis er að finna hér.


Fleiri nýjar fréttir

12. ágú. 2020 : Landspítali á hrós skilið fyrir að tæma biðlista

Krabbameinsfélagið fagnar því að ekki er lengur biðlisti hjá Landspítala eftir klínískum brjóstaskoðunum. Mikilvægt er að tryggja að þessari stöðu verði haldið og biðlistinn myndist ekki aftur.

Lesa meira

4. ágú. 2020 : Reykjavíkur­maraþoni Íslands­banka aflýst

Góðgerðarfélögin munu halda sínum áheitum þó svo að hlaupið fari ekki fram. Leitað er leiða til að halda söfnuninni áfram og verður upplýsingum þar að lútandi komið á framfæri á næstu dögum.

Lesa meira

30. júl. 2020 : Notum andlits­grímur í heimsókn á Leitar­stöðina

Þeim sem heimsækja Leitarstöðina ber að nota andlitsgrímur við skimunina. 

Lesa meira

6. júl. 2020 : Krabbamein fer ekki í frí

Vitundarvakning Krafts sem snýr að því að kynna fólki opnunartíma þjónustuaðila sem sinna krabbameinsgreindum og aðstandendum þar sem starfsemi og þjónusta getur oft verið minni yfir sumartímann.

Lesa meira

6. júl. 2020 : Sumaropnun hjá Ráðgjafarþjónustunni

Breyting á opnunartíma í júlí hjá Ráðgjafarþjónustunni í Reykjavík og á landsbyggðinni: Akureyri, Austurlandi, Selfossi og Suðurnesjum.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?