Ása Sigríður Þórisdóttir 5. okt. 2021

Takk fyrir að VERA TIL

Það er óhætt að segja að mikil stemming hafi ríkt á Bíókvöldi Bleiku slaufunnar sem haldið var í Háskólabíói þann 30. september. Kvöldið markaði upphaf Bleiku slaufunnar í ár. 

Á Bleika Bíókvöldinu var auglýsing átaksins frumsýn, Láru Guðrúnu Jóhönnudóttur, sem segir sína sögu í ár, og Hlín Reykdal, sem hannaði slaufu ársins, þakkað fyrir þeirra ómetanlega framlag. 

Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins, fór stuttlega yfir starfsemina og af hverju árverkni- og fjáröflunarátak eins og Bleika slaufan er svo mikilvægt og skiptir svo miklu máli.

Árlega greinast að meðaltali um 850 konur með krabbamein og 300 konur deyja að meðaltali úr krabbameinum. Í dag eru 9000 konur á lífi sem fengið hafa krabbamein. Við viljum hins vegar og þurfum að ná enn betri árangri. Starfsemi Krabbameinsfélagsins byggir á stuðningi almennings og fyrirtækja í landinu.

Síðan sáu þær Regína Ósk og Stefanía Svavarsdóttir um að koma gestunum í gírinn fyrir myndina Mamma mia með því að taka nokkur ABBA lög.  

Myndirnar frá kvöldinu segja allt um stemminguna sem ríkti. Þökkum ykkur öllum sem komuð og þeim sem stóðu að þessu með okkur kærlega fyrir frábæra kvöldstund.

Untitled00114031

Untitled00115033Untitled00114123

Untitled00103252Untitled00110718Untitled00102282Untitled00098564Untitled00113587Untitled00115618

Krabbameinsfelagid-9

Krabbameinsfelagid-61Krabbameinsfelagid-31

Krabbameinsfelagid-photob3

Krabbameinsfelagid-femarelle1

Krabbameinsfelagid-14

Krabbameinsfelagid-54Krabbameinsfelagid-photob3Krabbameinsfelagid-33

Krabbameinsfelagid-65Krabbameinsfelagid-57Krabbameinsfelagid-45Krabbameinsfelagid-12Krabbameinsfelagid-BPro1Krabbameinsfelagid-18Krabbameinsfelagid-24Krabbameinsfelagid-68Krabbameinsfelagid-BL2Krabbameinsfelagid-3

Krabbameinsfelagid-26Krabbameinsfelagid-13


Fleiri nýjar fréttir

21. okt. 2021 : Fjölsótt málþing skorar á heil­brigðis­yfir­völd að setja brjósta­heilsu í for­gang

Málþing um brjóstakrabbamein fór fram miðvikudaginn 20. október að viðstöddu fjölmenni. Auk þess var fylgst með dagskránni í gegnum streymisveitu Krabbameinsfélagsins á ríflega 100 stöðum um land allt.

Lesa meira

21. okt. 2021 : Tengsl milli mataræðis á unglingsárum og brjóstakrabbameins

Nýverið birtist íslensk vísindagrein í American Journal of Epidemiology um áhrif vaxtarhraða á unglingsárunum á áhættuna að greinast með krabbamein í brjóstum og í blöðruhálskirtli síðar á ævinni.

Lesa meira

15. okt. 2021 : Bleiki dagurinn er í dag

Við finnum fyrir mikilli stemmningu í samfélaginu fyrir deginum og til að mynda hafa fjölmörg fyrirtæki komið við hjá okkur og keypt slaufur, sokka, fánalengjur, blöðrur og servíettur fyrir Bleika kaffið.

Lesa meira

14. okt. 2021 : VERUM TIL - mál­þing um brjósta­krabba­mein

Bleikt málþing um brjóstakrabbamein fer fram miðvikudaginn 20. október kl. 17:00-18:15 á vegum Brjóstaheilla – Samhjálpar kvenna,Krabbameinsfélags höfuðborgarsvæðisins og Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins. 

Lesa meira
Halla Þorvaldsdóttir

14. okt. 2021 : Lífið breytir um lit

Bleikur október er runninn upp. Það er táknrænt að skipta um lit í október, í mánuðinum sem helgaður er krabbameinum hjá konum, því oftar en ekki er það líkast því að lífið skipti um lit þegar fólk greinist með krabbamein.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?