Ása Sigríður Þórisdóttir 5. okt. 2021

Takk fyrir að VERA TIL

Það er óhætt að segja að mikil stemming hafi ríkt á Bíókvöldi Bleiku slaufunnar sem haldið var í Háskólabíói þann 30. september. Kvöldið markaði upphaf Bleiku slaufunnar í ár. 

Á Bleika Bíókvöldinu var auglýsing átaksins frumsýn, Láru Guðrúnu Jóhönnudóttur, sem segir sína sögu í ár, og Hlín Reykdal, sem hannaði slaufu ársins, þakkað fyrir þeirra ómetanlega framlag. 

Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins, fór stuttlega yfir starfsemina og af hverju árverkni- og fjáröflunarátak eins og Bleika slaufan er svo mikilvægt og skiptir svo miklu máli.

Árlega greinast að meðaltali um 850 konur með krabbamein og 300 konur deyja að meðaltali úr krabbameinum. Í dag eru 9000 konur á lífi sem fengið hafa krabbamein. Við viljum hins vegar og þurfum að ná enn betri árangri. Starfsemi Krabbameinsfélagsins byggir á stuðningi almennings og fyrirtækja í landinu.

Síðan sáu þær Regína Ósk og Stefanía Svavarsdóttir um að koma gestunum í gírinn fyrir myndina Mamma mia með því að taka nokkur ABBA lög.  

Myndirnar frá kvöldinu segja allt um stemminguna sem ríkti. Þökkum ykkur öllum sem komuð og þeim sem stóðu að þessu með okkur kærlega fyrir frábæra kvöldstund.

Untitled00114031

Untitled00115033Untitled00114123

Untitled00103252Untitled00110718Untitled00102282Untitled00098564Untitled00113587Untitled00115618

Krabbameinsfelagid-9

Krabbameinsfelagid-61Krabbameinsfelagid-31

Krabbameinsfelagid-photob3

Krabbameinsfelagid-femarelle1

Krabbameinsfelagid-14

Krabbameinsfelagid-54Krabbameinsfelagid-photob3Krabbameinsfelagid-33

Krabbameinsfelagid-65Krabbameinsfelagid-57Krabbameinsfelagid-45Krabbameinsfelagid-12Krabbameinsfelagid-BPro1Krabbameinsfelagid-18Krabbameinsfelagid-24Krabbameinsfelagid-68Krabbameinsfelagid-BL2Krabbameinsfelagid-3

Krabbameinsfelagid-26Krabbameinsfelagid-13


Fleiri nýjar fréttir

24. apr. 2024 : Fundarboð: Aðal­fundur Krabba­meins­félagsins

Hér með er boðað til aðalfundar Krabbameinsfélagsins sem fer fram laugardaginn 25. maí kl. 13 í húsnæði félagsins að Skógarhlíð 8, Reykjavík.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Krabba­meins­skráning á Íslandi í 70 ár - Afmælis­málþing

Í tilefni af 70 ára afmæli krabbameinsskráningar á Íslandi býður Krabbameinsfélagið til afmælismálþings.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Með þínum stuðningi getum við gert svo ótal margt!

Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim fjölmörgu sem lögðu félaginu lið í Mottumars, árverkni- og fjáröflunarátaki félagsins, í ár. Við erum hrærð yfir þeirri velvild, samkennd og hlýju sem við fundum svo vel fyrir. Öll starfsemi félagsins er rekin fyrir sjálfsaflafé og því er stuðningur almennings og fyrirtækja forsenda fyrir starfinu.

Lesa meira

12. apr. 2024 : Saga Ómars Einarssonar

Ómar fékk krabbamein í háls, árið 2008, á sama tíma og Geir H. Haarde blessaði Ísland. Hann var geislaður í upphafi og síðar skorinn. Í framhaldinu var honum bent á að hitta Ragnar Davíðsson, formann félagsins Ný rödd, sem er eitt af aðildarfélögum Krabbameinsfélagsins. Ragnar hafi hjálpað sér og öðrum mikið.

Lesa meira

8. apr. 2024 : Frábær þátttaka í Skegg­keppni Mottu­mars 2024

Þátttakendur í Skeggkeppni Krabbameinsfélagsins þetta árið voru 360 talsins og alls söfnuðust rétt rúmlega 7,3 milljónir króna. Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim sem tóku þátt og öllum sem styrktu.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?