Ása Sigríður Þórisdóttir 13. okt. 2022

SÝNUM LIT - Bleiki dagurinn er föstudaginn 14. október

  • Blakdeild Hauka

„Það er búið er vera mikil umferð til okkar í Bleiku búðina af einstaklingum og fyrirtækjum sem eru að gera sig klára fyrir Bleika daginn – ná sér í slaufur, sokka, fánalengjur, blöðrur og servíettur fyrir Bleika kaffið“ segir Ólöf Jakobína verslunarstjóri Bleiku búðar Krabbameinsfélagsins.

Bleiki dagurinn er hápunktur Bleiku slaufunnar árlegs árvekni- og fjáröflunarátaks Krabbameinsfélagsins tileinkað baráttunni gegn krabbameinum hjá konum.

Bleiki dagurinn hefur notið sívaxandi vinsælda undanfarin ár. Á Bleika deginum hvetjum við landsmenn til að SÝNA LIT og umvefja allt í bleikum litum. Bera slaufuna, klæðast bleiku og lýsa skammdegið upp í bleikum ljóma svo allar konur sem greinst hafa með krabbamein finni stuðning okkar og samstöðu.

„Síðasti söludagur Bleiku slaufunnar er 20. október svo við hvetjum þá sem enn eiga eftir að ná sér í slaufu til að drífa í því. Slaufan hefur selst mjög vel svo því miður er ekki hægt að fullyrða að hún sé fáanleg á öllum sölustöðum en víða er eitthvað til. Við þekkjum öll konur sem fengið hafa krabbamein og við hjá Krabbameinsfélaginu heyrum ítrekað af því hve dýrmætt fólki finnst að geta keypt slaufuna og beinlínis sýnt lit með því að bera slaufuna. Fyrir það erum við auðvitað mjög þakklát því starfsemi Krabbameinsfélagsins byggir á söfnunarfé eins og úr Bleiku slaufunni“ segir Halla.

Í tilefni af Bleika deginum verðum við með lengri opnunartíma í Bleiku búðinni í dag fimmtudaginn 13. október til kl.17:00. 

Hjá okkur í Krabbameinsfélaginu verður sannarlega bleik stemmning á morgun og bleikt morgunkaffi. Við hvetjum alla til að gera sér glaðan dag, SÝNA LIT og senda okkur „bleikar“ myndir sem við birtum og miðlum þannig stemningunni sem er í gangi um allt land. Við tökum við myndum í gegnum bleikaslaufan@krabb.is  #Bleikaslaufan


Fleiri nýjar fréttir

5. des. 2023 : Aðstoð við að velja mat sem eykur heilbrigði og vellíðan

Við þurfum hjálp! Ákall til matvælaframleiðenda og sölu- og markaðsaðila matvæla. Mörg fyrirtæki standa sig vel þegar kemur að markaðssetningu á mat og drykkjarvöru. Sum fyrirtæki sem bjóða upp á heilsueflandi mat en einnig mat- og drykkjarvörur sem geta haft neikvæð áhrif á heilsu hlífa til dæmis börnum við markaðssetningu á slíkum vörum.

Lesa meira

4. des. 2023 : Kírópraktorstöðin styrkir Bleiku slaufuna

Kírópraktorstöðin afhenti á dögunum 500.000 krónur til Krabbameinsfélagsins. Upphæðin er afrakstur af einstaklega vel heppnuðu Konukvöldi sem þau stóðu fyrir í tilefni af Bleikum október. Krabbameinsfélagið þakkar kærlega fyrir stuðninginn, sem kemur að góðum notum.

Lesa meira

4. des. 2023 : Ný rannsókn styður við einstaklingssniðna meðferð

Ný íslensk rannsókn sem birtist í dag í npj Breast Cancer og var unnin í samstarfi Krabbameinsfélagsins við meinafræðideild og krabbameinslækningadeild Landspítala, og við Háskóla Íslands. 

Lesa meira

2. des. 2023 : Taktu þátt í skemmtilegum jólaleik

Litríkt, jólalegt og hollt á borðið þitt. Krabbameinsfélagið í samstarfi við Banana og Hagkaup óska eftir jólalegum útfærslum á framsetningu á grænmeti, ávöxtum og berjum til að nýta á jólaborðið eða veislubakkann. Veglegir vinningar í boði.

Lesa meira

1. des. 2023 : Minningarorð um Jón Þorgeir Hallgrímsson

Jón Þorgeir Hallgrímsson, læknir, fyrrverandi formaður Krabbameinsfélags Íslands og Krabbameinsfélags Reykjavíkur lést þann 21. nóvember sl., 92 ára að aldri. Jóns Þorgeirs er minnst hjá Krabbameinsfélaginu með mikilli virðingu og þakklæti. Aðstandendum vottar félagið innilega samúð. 

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?