Ása Sigríður Þórisdóttir 7. feb. 2024

Styrkir til Krabbameinsrannsókna

Vísindasjóður Krabbameinsfélagsins óskar eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum. Umsóknarfrestur rennur út á miðnætti 4. mars. Markmið sjóðsins er að efla rannsóknir á orsökum krabbameina, forvörnum, meðferð og lífsgæðum sjúklinga. 45 rannsóknarverkefni af fjölbreyttum toga hafa fengið styrki úr sjóðnum frá árinu 2017.

Vísindasjóður Krabbameinsfélagsins er fjármagnaður með styrkjum frá almenningi og fyrirtækjum í landinu. Með þeim styrkjum hefur með sameinuðu átaki tekist að efla stöðu krabbameinsrannsókna hér á landi.

Á þessu ári er stefnt að því að 30% úthlutunar fari til klínískra rannsókna. Sérstaklega er hvatt til umsókna vegna rannsókna á krabbameinum hjá börnum þar sem sjóður Kristínar Björnsdóttur sem ætlaður er þeim sérstaklega, var hluti af stofnfé Vísindasjóðsins. 

Rynkeby-sjóður SKB

Á árunum 2017 - 2021 styrkti Team Rynkeby Ísland Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna (SKB) um 80 milljónir króna sem skyldu renna til rannsókna á krabbameinum hjá börnum. Í ár verður úthlutað rannsóknarstyrkjum úr Rynkeby-sjóði SKB samhliða úthlutun úr Vísindasjóði Krabbameinsfélagsins.

Farið verður með þær umsóknir á sama hátt og aðrar umsóknir í Vísindasjóð Krabbameinsfélagsins, eftir því sem við á, þannig að faglegar kröfur Vísindasjóðs Krabbameinsfélagsins gilda. Úr sjóðnum er einungis hægt að sækja um styrki til rannsókna sem tengjast krabbameinum hjá börnum. Sótt skal um þennan styrk á sérstöku eyðublaði. Sækja má um í báða sjóði vegna sömu rannsóknar.

KRA_DBL_4x25_Styrkir-Visindasjodur_29januar2024

 


Fleiri nýjar fréttir

1. mar. 2024 : Við erum að kalla þig út, kall!

Við fögnum framförum í greiningu og meðferð en best er auðvitað ef hægt er að koma í veg fyrir krabbamein. Vísindin vísa okkur leiðina og rannsóknir sýna að 30 til 40% krabbameina tengjast lífsstíl. Það þýðir að ýmsar lífsvenjur, t.d. tóbaksnotkun, áfengisneysla, hreyfingarleysi, mataræði og fleiri þættir geta haft áhrif á líkurnar á ákveðnum tegundum krabbameina.

Lesa meira

29. feb. 2024 : Köllum kalla þessa lands út!

Mottumars, árlegt árvekni- og fjáröflunarátak tileinkað krabbameinum hjá körlum hefst í dag. Kallaútkall er yfirskrift átaksins í ár þar sem lögð er áhersla á forvarnargildi hreyfingar. Regluleg hreyfing dregur úr hættunni á krabbameinum, en allt of margir karlmenn hreyfa sig ekki nóg til að njóta þessara verndandi áhrifa. Það þarf ekki nema örfáar mínútur af hreyfingu á dag til að ná fram jákvæðum áhrifum.

Lesa meira

28. feb. 2024 : Upp með sokkana og í Mottumarshlaupið 2024

Komdu með í fyrsta Mottumarshlaup Krabbameinsfélagsins sem haldið verður á hlaupársdeginum 29. febrúar. Við lofum stuði og stemmningu um leið og við hreyfum okkur til stuðnings góðum málstað!

Lesa meira

27. feb. 2024 : Sjöunda árið í röð fær forsetinn fyrsta parið

Forseta Íslands, hr. Guðna Th. Jóhannessyni hefur frá árinu 2018 verið afhent fyrsta parið af Mottumarssokkunum sem seldir eru til styrktar Krabbameinsfélaginu í Mottumars, árlegu árvekni- og fjáröflunarátaki sem tileinkað er krabbameinum hjá körlum. Forsetinn hefur sýnt verkefninu ómetanlegan stuðning í gegnum árin.

Lesa meira

27. feb. 2024 : Mottumarssokkarnir hannaðir af AS WE GROW

Það eru þær Gréta Hlöðversdóttir, Snæfríð Þorsteins og Kamilla Henriau sem eru hugmyndasmiðirnir og hönnuðirnir á bakvið sokkana sem eru einstaklega fallegir. 

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?