Guðmundur Pálsson 10. feb. 2023

Styrkir til krabba­meins­rannsókna

Vísindasjóður Krabbameinsfélagsins óskar eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum. Umsóknarfrestur rennur út á miðnætti sunnudaginn 12. mars.

Vísindasjóður Krabbameinsfélagsins
Markmið Vísindasjóðs Krabbameinsfélagsins er að efla rannsóknir á orsökum  krabbameina, forvörnum, meðferð og lífsgæðum sjúklinga. 41 rannsóknarverkefni af fjölbreyttum toga hefur fengið styrk úr sjóðnum frá árinu 2017.

Á þessu ári er stefnt að því að a.m.k. 30% úthlutunar fari til klínískra rannsókna. Sérstaklega er hvatt til umsókna vegna rannsókna á krabbameinum hjá börnum þar sem sjóður Kristínar Björnsdóttur, sem ætlaður er slíkum rannsóknum, var hluti af stofnfé Vísindasjóðsins.

Rynkebysjóður Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna
Á árunum 2017 - 2021 styrkti Team Rynkeby Ísland Styrktarfélag krabbameinssjúkra
barna um 80 milljónir króna sem skyldu renna til rannsókna á krabbameinum hjá börnum. Í ár verður í fyrsta sinn úthlutað rannsóknarstyrkjum úr sjóðnum samhliða úthlutun úr Vísindasjóði Krabbameinsfélagsins.

Farið verður með umsóknir í Rynkebysjóðinn á sama hátt og umsóknir í Vísindasjóð Krabbameinsfélagsins, eftir því sem við á, þannig að faglegar kröfur Vísindasjóðs Krabbameinsfélagsins gilda. Úr sjóðnum er einungis hægt að sækja um styrki til rannsókna sem tengjast krabbameinum hjá börnum.

Frekari upplýsingar um umsóknir í báða sjóði

  • Hámarksupphæð styrks úr hvorum sjóði er 10.000.000 kr.
  • Sama verkefni getur fengið styrk að hámarki í þrjú ár
  • Umsóknarfrestur rennur út á miðnætti sunnudaginn 12. mars
  • Umsóknareyðublöð, úthlutunarreglur og aðrar upplýsingar er að finna hér.

KRA_DBL_4x25_Styrkir-Visindasjodur_09022023_1676036385257


Fleiri nýjar fréttir

5. des. 2023 : Aðstoð við að velja mat sem eykur heilbrigði og vellíðan

Við þurfum hjálp! Ákall til matvælaframleiðenda og sölu- og markaðsaðila matvæla. Mörg fyrirtæki standa sig vel þegar kemur að markaðssetningu á mat og drykkjarvöru. Sum fyrirtæki sem bjóða upp á heilsueflandi mat en einnig mat- og drykkjarvörur sem geta haft neikvæð áhrif á heilsu hlífa til dæmis börnum við markaðssetningu á slíkum vörum.

Lesa meira

4. des. 2023 : Kírópraktorstöðin styrkir Bleiku slaufuna

Kírópraktorstöðin afhenti á dögunum 500.000 krónur til Krabbameinsfélagsins. Upphæðin er afrakstur af einstaklega vel heppnuðu Konukvöldi sem þau stóðu fyrir í tilefni af Bleikum október. Krabbameinsfélagið þakkar kærlega fyrir stuðninginn, sem kemur að góðum notum.

Lesa meira

4. des. 2023 : Ný rannsókn styður við einstaklingssniðna meðferð

Ný íslensk rannsókn sem birtist í dag í npj Breast Cancer og var unnin í samstarfi Krabbameinsfélagsins við meinafræðideild og krabbameinslækningadeild Landspítala, og við Háskóla Íslands. 

Lesa meira

2. des. 2023 : Taktu þátt í skemmtilegum jólaleik

Litríkt, jólalegt og hollt á borðið þitt. Krabbameinsfélagið í samstarfi við Banana og Hagkaup óska eftir jólalegum útfærslum á framsetningu á grænmeti, ávöxtum og berjum til að nýta á jólaborðið eða veislubakkann. Veglegir vinningar í boði.

Lesa meira

1. des. 2023 : Minningarorð um Jón Þorgeir Hallgrímsson

Jón Þorgeir Hallgrímsson, læknir, fyrrverandi formaður Krabbameinsfélags Íslands og Krabbameinsfélags Reykjavíkur lést þann 21. nóvember sl., 92 ára að aldri. Jóns Þorgeirs er minnst hjá Krabbameinsfélaginu með mikilli virðingu og þakklæti. Aðstandendum vottar félagið innilega samúð. 

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?