Ása Sigríður Þórisdóttir 6. apr. 2022

Sigurvegarar í Mottukeppninni krýndir

  • Fegursta mottan 2022 Jón Baldur Bogason

Glæsimenni með falleg yfirvaraskegg komu í húsakynni Krabbameinsfélagsins á dögunum og tóku við verðlaunum fyrir góðan árangur í Mottukeppninni.

Mottukeppnin var hluti árveknisátaks Krabbameinsfélagsins, Mottumars, þar sem þátttakendur söfnuðu yfirvaraskeggi, eða mottu, og áheitum, til stuðnings starfi í þágu krabbameinsgreindra og aðstandenda þeirra.

Alls söfnuðust 8.522.194 krónur í Mottukeppni Mottumars 2022 og var þátttakan afar góð en hátt í tvö hundruð karlar tóku þátt. Krabbameinsfélagið vill skila innilegum þakkarkveðjum til allra sem tóku þátt og söfnuðu fyrir mikilvægu rannsóknarstarfi, fyrir stuðningi við krabbameinsgreinda og aðstandendur, fyrir forvörnum og fræðslu.

Krabbameinsfélagið þakkar fyrirtækjunum sem lögðu til vinninga innilega fyrir þeirra framlag.

Einstaklingskeppni - úrslit

1. Helgi Rúnar Bragason - safnaði 1.389.000 kr.
Helgi Rúnar fékk að launum miða fyrir tvo í Flyover Iceland og Shake and Pizza gjafabréf í keilu og 2x pizza. Auk gjafapoka frá Krabbameinsfélaginu með Mottumars sokkum, vatnsflösku frá Retap, súkkulaði (sk)eggi, skeggvöru frá Percy Nobleman, Mottumars andlitsgrímu og nælu.

2. Söfnun Binna, Brynjar Ögmundsson - safnaði 1.225.500 kr. 
Brynjar fékk gjafapoka frá Krabbameinsfélaginu með Mottumars sokkum, vatnsflösku frá Retap, súkkulaði (sk)eggi, skeggvöru frá Percy Nobleman, Mottumars andlitsgrímu og nælu.

3. Hrafnkell Freyr Ágústsson - safnaði 505.000 kr.
Hrafnkell fékk gjafapoka frá Krabbameinsfélaginu með Mottumars sokkum, vatnsflösku frá Retap, súkkulaði (sk)eggi, skeggvöru frá Percy Nobleman, Mottumars andlitsgrímu og nælu.

Liðakeppni - úrslit

1. Góðgerðarklúbbur Round Table - safnaði 1.659.600 kr.
Liðið skipa: Viðar Valgeirsson, Helgi Rúnar Bragason, Rafn Sigurðsson, Arnór Ragnarsson, Þórmundur Helgason, Hannes Rafn Hauksson og Kristinn J. Lund.

Góðgerðarklúbburinn fékk að launum frá Shake and Pizza gjafabréf í keilu fyrir allan hópinn með pizzu og shake fyrir alla. Gjafapoka frá Krabbameinsfélaginu með Mottumars sokkum, vatnsflösku frá Retap, súkkulaði (sk)eggi, skeggvöru frá Percy Nobleman, Mottumars andlitsgrímu og nælu.

2. Minningarsjóður Baldvins Rúnarssonar – safnaði 826.550 kr.
Liðið skipa: Hrafnkell Freyr Ágústsson, Ingólfur Árnason, Egill Örn Gunnarsson, Birgir Viktor Hannesson, Sölvi Andrason, Róbert Ingi Tómasson og Guðmundur Oddur Eiríksson.

Liðið fékk gjafapoka frá Krabbameinsfélaginu með Mottumars sokkum, vatnsflösku frá Retap, súkkulaði (sk)eggi, skeggvöru frá Percy Nobleman, Mottumars andlitsgrímu og nælu.

3. Regnbogalitir Málarar - safnaði 605.000 kr.
Liðið skipa: Hrólfur Ingi S Eggertsson, Hreiðar Hreiðarsson, Bjarki Ernis Óðinsson og Kristinn Magnússon.

Liðið fékk gjafapoka frá Krabbameinsfélaginu með Mottumars sokkum, vatnsflösku frá Retap, súkkulaði (sk)eggi, skeggvöru frá Percy Nobleman, Mottumars andlitsgrímu og nælu.

Fegursta mottan - úrslit

Rakarastofan Herramenn í Kópavogi sá síðan um að velja „fegurstu mottuna“, það yfirvaraskegg sem skaraði fram úr á fagurfræðilegan hátt.

Jón Baldur Bogason bar sigur úr bítum og uppskar titilinn „fegursta mottan“. Jón Baldur hefur ferðast víða um heim og tekið þátt í fjölmörgum mottukeppnum við góðan árangur. 

IMG_0590

IMG_0515IMG_0595

IMG_0606IMG_0547IMG_0554IMG_0541IMG_0507

Fleiri nýjar fréttir

23. jan. 2023 : Vilt þú taka þátt í undir­búningi Styrk­leik­anna?

Styrkleikarnir verða haldnir í annað sinn á Selfossi laugardaginn 29. apríl til sunnudagsins 30. apríl. Styrkleikarnir snúast um að styðja við, heiðra eða minnast þeirra sem hafa fengið krabbamein.

Lesa meira

5. jan. 2023 : Laust starf: Viltu hafa áhrif til góðs?

Til að ná enn meiri árangri í starfi félagsins viljum við fjölga í öflugu teymi sérfræðinga okkar og efla kynningar- og fræðslustarf félagsins enn frekar og auglýsum eftir sérfræðingi í miðlun. Við leitum að metnaðarfullum, drífandi og sjálfstæðum einstaklingi sem brennur fyrir að ná árangri í starfi, fólkinu í landinu til heilla.

Lesa meira

5. jan. 2023 : Er ekki langt síðan þú fórst í vísindaferð? Nú er komið að því!

Krabbameinsfélagið býður heilbrigðisstarfsfólki í vísindaferð, fimmtudaginn 12. janúar kl. 16:30 – 18:00 í húsi félagsins í Skógarhlíð 8.  

Lesa meira

3. jan. 2023 : Reyklaust nýtt ár

Innan Krabbameinsfélagsins er áratuga reynsla af stuðningi við fólk sem vill hætta að reykja. Hægt er að bóka ókeypis samtal við sérfræðinga í reykbindindi, bæði á íslensku, pólsku og ensku. 

Lesa meira

3. jan. 2023 : Bláa Lónið styrkir Vísinda­sjóð Krabba­meins­fé­lagsins

Í ár studdi Bláa Lónið Krabbameinsfélagið með þátttöku í átaksverkefnunum Mottumars og Bleiku slaufunni. Líkt og fyrri ár rann hluti af sölu sturtugels Bláa Lónsins í mars og varasalvans í október, til Vísindasjóðs Krabbameinsfélagsins.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?