Ása Sigríður Þórisdóttir 6. apr. 2022

Sigurvegarar í Mottukeppninni krýndir

  • Fegursta mottan 2022 Jón Baldur Bogason

Glæsimenni með falleg yfirvaraskegg komu í húsakynni Krabbameinsfélagsins á dögunum og tóku við verðlaunum fyrir góðan árangur í Mottukeppninni.

Mottukeppnin var hluti árveknisátaks Krabbameinsfélagsins, Mottumars, þar sem þátttakendur söfnuðu yfirvaraskeggi, eða mottu, og áheitum, til stuðnings starfi í þágu krabbameinsgreindra og aðstandenda þeirra.

Alls söfnuðust 8.522.194 krónur í Mottukeppni Mottumars 2022 og var þátttakan afar góð en hátt í tvö hundruð karlar tóku þátt. Krabbameinsfélagið vill skila innilegum þakkarkveðjum til allra sem tóku þátt og söfnuðu fyrir mikilvægu rannsóknarstarfi, fyrir stuðningi við krabbameinsgreinda og aðstandendur, fyrir forvörnum og fræðslu.

Krabbameinsfélagið þakkar fyrirtækjunum sem lögðu til vinninga innilega fyrir þeirra framlag.

Einstaklingskeppni - úrslit

1. Helgi Rúnar Bragason - safnaði 1.389.000 kr.
Helgi Rúnar fékk að launum miða fyrir tvo í Flyover Iceland og Shake and Pizza gjafabréf í keilu og 2x pizza. Auk gjafapoka frá Krabbameinsfélaginu með Mottumars sokkum, vatnsflösku frá Retap, súkkulaði (sk)eggi, skeggvöru frá Percy Nobleman, Mottumars andlitsgrímu og nælu.

2. Söfnun Binna, Brynjar Ögmundsson - safnaði 1.225.500 kr. 
Brynjar fékk gjafapoka frá Krabbameinsfélaginu með Mottumars sokkum, vatnsflösku frá Retap, súkkulaði (sk)eggi, skeggvöru frá Percy Nobleman, Mottumars andlitsgrímu og nælu.

3. Hrafnkell Freyr Ágústsson - safnaði 505.000 kr.
Hrafnkell fékk gjafapoka frá Krabbameinsfélaginu með Mottumars sokkum, vatnsflösku frá Retap, súkkulaði (sk)eggi, skeggvöru frá Percy Nobleman, Mottumars andlitsgrímu og nælu.

Liðakeppni - úrslit

1. Góðgerðarklúbbur Round Table - safnaði 1.659.600 kr.
Liðið skipa: Viðar Valgeirsson, Helgi Rúnar Bragason, Rafn Sigurðsson, Arnór Ragnarsson, Þórmundur Helgason, Hannes Rafn Hauksson og Kristinn J. Lund.

Góðgerðarklúbburinn fékk að launum frá Shake and Pizza gjafabréf í keilu fyrir allan hópinn með pizzu og shake fyrir alla. Gjafapoka frá Krabbameinsfélaginu með Mottumars sokkum, vatnsflösku frá Retap, súkkulaði (sk)eggi, skeggvöru frá Percy Nobleman, Mottumars andlitsgrímu og nælu.

2. Minningarsjóður Baldvins Rúnarssonar – safnaði 826.550 kr.
Liðið skipa: Hrafnkell Freyr Ágústsson, Ingólfur Árnason, Egill Örn Gunnarsson, Birgir Viktor Hannesson, Sölvi Andrason, Róbert Ingi Tómasson og Guðmundur Oddur Eiríksson.

Liðið fékk gjafapoka frá Krabbameinsfélaginu með Mottumars sokkum, vatnsflösku frá Retap, súkkulaði (sk)eggi, skeggvöru frá Percy Nobleman, Mottumars andlitsgrímu og nælu.

3. Regnbogalitir Málarar - safnaði 605.000 kr.
Liðið skipa: Hrólfur Ingi S Eggertsson, Hreiðar Hreiðarsson, Bjarki Ernis Óðinsson og Kristinn Magnússon.

Liðið fékk gjafapoka frá Krabbameinsfélaginu með Mottumars sokkum, vatnsflösku frá Retap, súkkulaði (sk)eggi, skeggvöru frá Percy Nobleman, Mottumars andlitsgrímu og nælu.

Fegursta mottan - úrslit

Rakarastofan Herramenn í Kópavogi sá síðan um að velja „fegurstu mottuna“, það yfirvaraskegg sem skaraði fram úr á fagurfræðilegan hátt.

Jón Baldur Bogason bar sigur úr bítum og uppskar titilinn „fegursta mottan“. Jón Baldur hefur ferðast víða um heim og tekið þátt í fjölmörgum mottukeppnum við góðan árangur. 

IMG_0590

IMG_0515IMG_0595

IMG_0606IMG_0547IMG_0554IMG_0541IMG_0507





Fleiri nýjar fréttir

26. sep. 2023 : "Mikilvægt að segja líka frá því sem gengur vel"

Styttri legutími, skjótari bati, lægri dánartíðni og betri lifun. Ný aðferðafræði við skurðaðgerðir við lungnakrabbameini var tekin upp nærri því á einni nóttu og hefur gefið reglulega góða raun í baráttunni gegn lungnakrabbameini. Tómas Guðbjartsson skurðlæknir og Viktor Ásbjörnsson læknanemi segja hér frá byltingarkenndri þróun í skurðaðgerðum við lungnakrabbameini og mikilvægi rannsókna og stuðnings við þær fyrir framþróun í málaflokkinum. 

Lesa meira

26. sep. 2023 : Takk fyrir komuna

Nýafstaðið málþing í tilefni af alþjóðadegi krabbameinsrannsókna vakti greinilega forvitni margra, því húsfyllir var í Skógarhlíðinni auk þess sem fjölmargir fylgdust með í streymi. Krabbameinsfélagið vill koma á framfæri kærum þökkum til allra sem tóku þátt.

Lesa meira
Elísa Dögg Björnsdóttir frá TVG-Zimsen, Árni Reynir Alfredsson, forstöðumaður markaðsmála og  fjáröflunar hjá Krabbameinsfélaginu og Magnús Ingi Guðmundsson frá IDÉ House of brands, sem sér um framlei

25. sep. 2023 : Nú er það bleikt!

Að baki átaki eins og Bleiku slaufunni búa fjölmörg handtök og undirbúningur hefst mörgum mánuðum áður en afurðin berst landsmönnum í hendur og hjörtu. Það er því alltaf stór stund þegar við fáum sjálfa slaufuna í hús og niðurtalningin fyrir upphaf átaksins hefst formlega.

Lesa meira

12. sep. 2023 : Bleika slaufan 2023: Komdu að leika

Krabbameinsfélagið leitar að fólki til að hjálpa okkur að búa til auglýsinguna fyrir Bleiku Slaufuna 2023. Auglýsingin er með stærra sniði í ár og þurfum við því aðstoð sem allra flestra.

Lesa meira

7. sep. 2023 : Tryggðu þér miða

Nú styttist í Bleiku slaufuna árlegt fjáröflunar- og árvekniátak Krabbameinsfélagsins, tileinkað baráttunni gegn krabbameinum hjá konum. Tryggðu þér miða á opnunarviðburðinn sem verður í Þjóðleikhúsinu 28. september.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?