Administrator 3. apr. 2017

Sextíu skráðu sig í "Hættu nú alveg" á vegum Mottumars

Hvorki meira né minna en 60 manns skráðu sig til leiks í keppninni “Hættu nú alveg” sem Krabbameinsfélagið og Reyksíminn stóðu fyrir í tilefni af Mottumars. Keppendur munu næstu vikurnar fá aðstoð sérmenntaðra hjúkrunarfræðinga við að hætta að nota tóbak. Þeir sem ennþá verða tóbakslausir eftir 5 vikur geta unnið veglega vinninga frá flugfélaginu Wow, Hótel Rangá, Þyrluþjónustunni Helo og Olís. Einnig tóku 6000 manns sjálfspróf á vef Mottumars.

Mottumars er árlegt átaksverkefni Krabbameinsfélagsins tileinkað baráttunni gegn krabbameinum hjá körlum og vill félagið þakka landsmönnum öllum frábærar viðtökur. Markmið átaksins í ár er að auka þekkingu á skaðsemi tóbaksnotkunar og hvetja þá karla sem nota tóbak til þess að hætta. 

Árlega greinast að meðaltali um 140 karlar með krabbamein sem rekja má til tóbaksnotkunar og um 90 látast. Þrátt fyrir góðan árangur í tóbaksforvörnum eru enn 14% karla sem reykja, 9% reykja daglega og 5% sjaldnar en daglega. Tíðni munntóbaksnotkunar fer vaxandi, sérstaklega meðal ungra karla en 24% karla á aldrinum 18-24 ára nota munntóbak daglega. Auk þess hafa rafsígarettur skotið rótum í skólum þar sem tóbaksnotkun var áður hverfandi. 

Rúmlega fjórðungur barna í 10. bekk grunnskóla hafa prófað rafsígarettur og helmingur ungmenna í framhaldsskólum á meðan einungis 5% fullorðinna hafa notað rafsígarettur. 

Dagskrá Mottumars var fjölbreytt að vanda; mottudagurinn var haldinn hátíðlegur 10. mars þar sem fjöldi vinnustaða skartaði mottum og gerðu sér glaðan dag. Tóbaksvarnarþing var haldið 14. mars þar sem fræðimenn fjölluðu um skattlagningu á tóbak, skaðleysi eða skaðsemi rafsígaretta og kostnað þjóðfélagsins af sígarettureykingum. 

Krabbameinsfélagið hefur framleitt og dreift fræðslumyndböndum um sígarettur, munntóbak og rafsígarettur auk fræðslu á vefnum Mottumars. Fræðsluefninu verður dreift sérstaklega til skóla og heilbrigðisstofnana um land allt á næstu viku. Einnig hefur verið framleiddur límmiði fyrir fyrirtæki og stofnanir til að afmarka tóbakslaus svæði sem allir geta nálgast endurgjaldslaust hjá Krabbameinsfélaginu.

Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, SFS eru aðalstyrktaraðili Mottumars og hafa að leiðarljósi að efla fræðslu og forvarnir og hvetja til heilbrigðra lífshátta meðal starfsmanna fyrirtækja samtakanna.Hægt er að styðja við forvarnar- og fræðslustarf Krabbameinsfélagsins með því að greiða valkröfu í heimabanka eða gerast velunnari með mánaðarlegu framlagi. Á vefsíðunni mottumars.is eru upplýsingar um átakið og einnig er þar margvíslegt fræðsluefni um karla og krabbamein. Ráðgjafarþjónusta Krabbameinsfélagsins veitir ráðgjöf í síma 800 4040 alla virka daga. 


Fleiri nýjar fréttir

5. des. 2023 : Takk sjálfboðaliðar!

Í dag er alþjóðlegur dagur sjálfboðaliða og Krabbameinsfélagið vill nýta tækifærið og þakka öllum þeim fjölmörgu sjálfboðaliðum sem leggja sitt af mörkum í þágu félagsins. Í tilefni dagsins fengum við nokkra sjálfboðaliða til að segja okkur frá því hvers vegna þau velja að leggja baráttunni gegn krabbameinum lið.

Lesa meira

5. des. 2023 : Aðstoð við að velja mat sem eykur heilbrigði og vellíðan

Við þurfum hjálp! Ákall til matvælaframleiðenda og sölu- og markaðsaðila matvæla. Mörg fyrirtæki standa sig vel þegar kemur að markaðssetningu á mat og drykkjarvöru. Sum fyrirtæki sem bjóða upp á heilsueflandi mat en einnig mat- og drykkjarvörur sem geta haft neikvæð áhrif á heilsu hlífa til dæmis börnum við markaðssetningu á slíkum vörum.

Lesa meira

4. des. 2023 : Taktu þátt í skemmtilegum jólaleik

Litríkt, jólalegt og hollt á borðið þitt. Krabbameinsfélagið í samstarfi við Banana og Hagkaup óska eftir jólalegum útfærslum á framsetningu á grænmeti, ávöxtum og berjum til að nýta á jólaborðið eða veislubakkann. Veglegir vinningar í boði.

Lesa meira

4. des. 2023 : Kírópraktorstöðin styrkir Bleiku slaufuna

Kírópraktorstöðin afhenti á dögunum 500.000 krónur til Krabbameinsfélagsins. Upphæðin er afrakstur af einstaklega vel heppnuðu Konukvöldi sem þau stóðu fyrir í tilefni af Bleikum október. Krabbameinsfélagið þakkar kærlega fyrir stuðninginn, sem kemur að góðum notum.

Lesa meira

4. des. 2023 : Ný rannsókn styður við einstaklingssniðna meðferð

Ný íslensk rannsókn sem birtist í dag í npj Breast Cancer og var unnin í samstarfi Krabbameinsfélagsins við meinafræðideild og krabbameinslækningadeild Landspítala, og við Háskóla Íslands. 

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?