Ása Sigríður Þórisdóttir 30. sep. 2020

Saman vinnum við að framförum. Styðjum krabbameinsrannsóknir

Í dag, fimmtudaginn 1. október, hefst Bleika slaufan árvekni- og fjáröflunarátak Krabbameinsfélags Íslands. Allur ágóði Bleiku slaufunnar í ár rennur til krabbameinsrannsókna.

Í dag, fimmtudaginn 1. október, hefst Bleika slaufan árvekni- og fjáröflunarátak Krabbameinsfélags Íslands. Allur ágóði Bleiku slaufunnar í ár rennur til krabbameinsrannsókna.

Lögð er áhersla á að krabbameinsrannsóknir séu forsenda framfara. Sá mikli árangur sem sannarlega hefur náðst er ekki síst þeim að þakka. Dánartíðni kvenna af völdum krabbameina hefur lækkað um 35% á síðustu 50 árum og lífslíkur kvenna hafa nær tvöfaldast.

Krabbameinsfélagið hefur frá upphafi lagt ríka áherslu á rannsóknir. Krabbameinsskrá Krabbameinsfélagsins sérhæfir sig í skráningu, tölfræði og rannsóknum á faraldsfræði krabbameina. Nýlegt verkefni er gæðaskráning krabbameina í samstarfi við Landspítala og Sjúkrahúsið á Akureyri. Í ár hleypti félagið af stokkunum Áttavitanum, rannsókn á reynslu fólks sem hefur greinst með krabbamein. Auk þess hefur Vísindasjóður Krabbameinsfélagsins á síðustu fjórum árum styrkt 30 íslenskar krabbameinsrannsóknir um 227 milljónir króna.

Félagið vill stuðla að auknum framförum í baráttunni gegn krabbameinum með öflugu vísindastarfi, fræðslu og forvörnum, ráðgjöf og stuðningi. Fækka þeim sem fá krabbamein, fjölga þeim sem lifa og bæta lífsgæði þeirra.

Hönnun slaufunar

Bleika slaufan í ár er líkt og í fyrra ekki næla heldur hálsmen. Hönnuður slaufunnar er Guðbjörg Ingvarsdóttir, skartgripahönnuður í Aurum.

„Bleika slaufan í ár er umvafin laufum sem tákna persónulegan þroska og bleiki liturinn vísar til kærleika og mikilvægi þess að líta inn á við,“ segir Guðbjörg.

Bleika slaufan kostar 2.900 krónur og má nálgast hér fyrir neðan, á bleikaslaufan.is og hjá fjölmörgum söluaðilum um land allt . Að vanda verða sparislaufur Bleiku slaufunnar til sölu í takmörkuðu upplagi.

Kaupa Bleiku slaufuna:

Framfarir fyrir tilstuðlan krabbameinsrannsókna

„Á hverju ári greinast 800 konur með krabbamein og við missum 300 konur úr sjúkdómunum. Því miður eru þetta allt of margar konur. Lífslíkur kvenna hafa þó tvöfaldast á síðustu 50 árum. Það er mjög stór sigur. Þessi góði árangur hefur fyrst og fremst náðst vegna rannsókna sem knýja þessar framfarir fram. Í ár söfnum við því sérstaklega fyrir krabbameinsrannsóknum,“ segir Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins.

Bleika slaufan kostar 2.900 krónur og er seld á bleikaslaufan.is og hjá fjölmörgum verslunum um land allt. Að vanda verður hátíðarslaufa Bleiku slaufunnar til sölu í takmörkuðu upplagi.

Vinkonuklúbbur Bleiku slaufunnar

Vinkonuklúbbur Bleiku slaufunnar hefur fengið frábærar viðtökur frá því honum var ýtt úr vör árið 2018 og við viljum auðvitað fá allar konur til að vera með og gerast vinkona. Vinkonurnar fá tölvupóst nokkrum sinnum á ári með fróðleik og hvatningu í tengslum við heilsueflingu, þátttöku í skimun og annað sem dregur úr líkum á krabbameinum. Við hvetjum allar konur til að kynna sér málið og skrá sig í Vinkonuklúbbinn.

 

 


Fleiri nýjar fréttir

28. nóv. 2023 : Taktu þátt í skemmtilegum jólaleik

Litríkt, jólalegt og hollt á borðið þitt. Krabbameinsfélagið í samstarfi við Banana og Hagkaup óska eftir jólalegum útfærslum á framsetningu á grænmeti, ávöxtum og berjum til að nýta á jólaborðið eða veislubakkann. Veglegir vinningar í boði.

Lesa meira
Ljósmynd: Thule Photos

28. nóv. 2023 : Dýrmætt að vita að maður stendur ekki einn í þessu

Flestir sem hafa upplifað það að missa einhvern náinn sér eru líklega sammála um að sorgin er erfið og þungbær. Sorg barna er sérstaklega vandmeðfarin og það getur skipt máli fyrir úrvinnslu þeirra að fá réttan stuðning frá nærsamfélaginu. Hannes missti eiginkonu sína úr krabbameini árið 2022, en þau áttu tvær dætur saman. Hann segir hér frá sorgarúrvinnslunni og helstu úrræðum sem þau feðgin hafa nýtt sér, en þar á meðal er stuðningur Krabbameinsfélagsins við börn sem missa foreldri.

Lesa meira

28. nóv. 2023 : „Mig langaði til að taka þessa byrði og bera hana sjálf“

Rakel Ósk Þórhallsdóttir, eigandi vefverslunarinnar Central Iceland, hefur undanfarin þrjú ár stutt dyggilega við Bleiku slaufuna, en í heildina telur framlag hennar 7.385.000 kr. Rakel segir hér frá drifkraftinum á bak við verkefnið, en hún hefur persónulega tengingu við málstaðinn.

Lesa meira

23. nóv. 2023 : Fulltrúar Krabbameinsfélagsins á faraldsfæti

Um þessar mundir stendur Krabbameinsfélagið fyrir átaksverkefni sem miðar að því að fjölga í þeim góða hópi Velunnara sem styðja þétt við bakið á félaginu með mánaðarlegum framlögum. Í nóvember heimsækjum við Selfoss.

Lesa meira

22. nóv. 2023 : Jóla­happ­drætti: Stuðn­ingur við marg­þætta starf­semi

Dregið verður 24. desember í jólahappdrætti Krabba­meins­félagsins.  Vinningar eru 284 talsins að verðmæti rúmar 55 milljónir króna.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?