Ása Sigríður Þórisdóttir 30. sep. 2020

Saman vinnum við að framförum. Styðjum krabbameinsrannsóknir

Í dag, fimmtudaginn 1. október, hefst Bleika slaufan árvekni- og fjáröflunarátak Krabbameinsfélags Íslands. Allur ágóði Bleiku slaufunnar í ár rennur til krabbameinsrannsókna.

Í dag, fimmtudaginn 1. október, hefst Bleika slaufan árvekni- og fjáröflunarátak Krabbameinsfélags Íslands. Allur ágóði Bleiku slaufunnar í ár rennur til krabbameinsrannsókna.

Lögð er áhersla á að krabbameinsrannsóknir séu forsenda framfara. Sá mikli árangur sem sannarlega hefur náðst er ekki síst þeim að þakka. Dánartíðni kvenna af völdum krabbameina hefur lækkað um 35% á síðustu 50 árum og lífslíkur kvenna hafa nær tvöfaldast.

Krabbameinsfélagið hefur frá upphafi lagt ríka áherslu á rannsóknir. Krabbameinsskrá Krabbameinsfélagsins sérhæfir sig í skráningu, tölfræði og rannsóknum á faraldsfræði krabbameina. Nýlegt verkefni er gæðaskráning krabbameina í samstarfi við Landspítala og Sjúkrahúsið á Akureyri. Í ár hleypti félagið af stokkunum Áttavitanum, rannsókn á reynslu fólks sem hefur greinst með krabbamein. Auk þess hefur Vísindasjóður Krabbameinsfélagsins á síðustu fjórum árum styrkt 30 íslenskar krabbameinsrannsóknir um 227 milljónir króna.

Félagið vill stuðla að auknum framförum í baráttunni gegn krabbameinum með öflugu vísindastarfi, fræðslu og forvörnum, ráðgjöf og stuðningi. Fækka þeim sem fá krabbamein, fjölga þeim sem lifa og bæta lífsgæði þeirra.

Hönnun slaufunar

Bleika slaufan í ár er líkt og í fyrra ekki næla heldur hálsmen. Hönnuður slaufunnar er Guðbjörg Ingvarsdóttir, skartgripahönnuður í Aurum.

„Bleika slaufan í ár er umvafin laufum sem tákna persónulegan þroska og bleiki liturinn vísar til kærleika og mikilvægi þess að líta inn á við,“ segir Guðbjörg.

Bleika slaufan kostar 2.900 krónur og má nálgast hér fyrir neðan, á bleikaslaufan.is og hjá fjölmörgum söluaðilum um land allt . Að vanda verða sparislaufur Bleiku slaufunnar til sölu í takmörkuðu upplagi.

Kaupa Bleiku slaufuna:

Framfarir fyrir tilstuðlan krabbameinsrannsókna

„Á hverju ári greinast 800 konur með krabbamein og við missum 300 konur úr sjúkdómunum. Því miður eru þetta allt of margar konur. Lífslíkur kvenna hafa þó tvöfaldast á síðustu 50 árum. Það er mjög stór sigur. Þessi góði árangur hefur fyrst og fremst náðst vegna rannsókna sem knýja þessar framfarir fram. Í ár söfnum við því sérstaklega fyrir krabbameinsrannsóknum,“ segir Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins.

Bleika slaufan kostar 2.900 krónur og er seld á bleikaslaufan.is og hjá fjölmörgum verslunum um land allt. Að vanda verður hátíðarslaufa Bleiku slaufunnar til sölu í takmörkuðu upplagi.

Vinkonuklúbbur Bleiku slaufunnar

Vinkonuklúbbur Bleiku slaufunnar hefur fengið frábærar viðtökur frá því honum var ýtt úr vör árið 2018 og við viljum auðvitað fá allar konur til að vera með og gerast vinkona. Vinkonurnar fá tölvupóst nokkrum sinnum á ári með fróðleik og hvatningu í tengslum við heilsueflingu, þátttöku í skimun og annað sem dregur úr líkum á krabbameinum. Við hvetjum allar konur til að kynna sér málið og skrá sig í Vinkonuklúbbinn.

 

 


Fleiri nýjar fréttir

30. maí 2023 : Bylting - hálfur milljarður til krabbameinsrannsókna

Vísindasjóður Krabbameinsfélagsins hefur frá stofnun sjóðsins árið 2015 styrkt 41 krabbameinsrannsókn um samanlagt 384 miljónir króna. Næsta úthlutun úr sjóðnum verður í júní næstkomandi.

Lesa meira

30. maí 2023 : Krabbameinsskimanir – mikið fyrir lítið

Áratugir eru síðan skimanir fyrir legháls- og brjóstakrabbameini voru teknar upp á Íslandi. Þær hafa fyrir löngu sannað gildi sitt þó þær veiti aldrei fullkomna vörn. Konur hér á landi hafa með afgerandi hætti sýnt að þær kunna að meta aðgengi að þeim.

Lesa meira

30. maí 2023 : Á Ís­landi greinast um 1800 manns á hverju ári með krabba­mein

Þeir gætu verið færri. Þó að ekki sé hægt að koma í veg fyrir öll krabbamein sýna rannsóknir að áhættuþættir margra krabbameina tengjast lífsstíl. Með bættri lýðheilsu þjóðar er hægt að fækka verulega ákveðnum krabbameinum.

Lesa meira

28. maí 2023 : Lokað 30. maí í ráðgjafarþjónustu vegna vinnufundar ráðgjafarteymis

Lokaða verður hjá ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins þriðjudaginn 30. maí vegna vinnufundar ráðgjafarteymis. Hægt er að senda fyrirspurnir og erindi á radgjof@krabb.is og er þeim svarað eins fljótt og hægt er.

Lesa meira

25. maí 2023 : Bjóðum Brakkasamtökin velkomin í hópinn

Á aðalfundi Krabbameinsfélagsins var staðfest ákvörðun stjórnar um aðild Brakkasamtakanna að Krabbameinsfélagi Íslands. Krabbameinsfélagið fagnar ákvörðun aðalfundarins og býður Brakkasamtökin velkomin í hópinn.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?