Ása Sigríður Þórisdóttir 17. des. 2021

Sala á Sparislaufunni slær öll met

Hlín Reykdal skartgripahönnuður styrkti Bleiku slaufuna um 3,6 milljónir króna. Hlín segir það heiður að hafa fengið að hanna Bleiku slaufuna og þótti henni einstaklega vænt um að fá að leggja sitt af mörkum fyrir þá sem greinast með krabbamein og fjölskyldur þeirra.

Hlín Reykdal hannaði Bleiku slaufuna í ár og er óhætt að segja að nokkur eftirvænting hafi ríkt eftir slaufunni. Sala á slaufunni gekk afar vel og seldust um 32.500 slaufur og 380 sparislaufur, en það eru viðhafnarslaufur sem seldar eru í takmörkuðu upplagi. Salan á sparislaufunni sló reyndar öll met í ár. Hlín gaf alla sína vinnu við hönnun og framleiðslu á slaufunni. Hún afhenti Krabbameinsfélaginu um 3,6 milljónir króna sem söfnuðust með sölu á Sparislaufunni 2021.

„Það var mér sannur heiður að hanna Bleiku slaufuna í ár og þótti mér einstaklega vænt um að fá að leggja mitt af mörkum fyrir þá sem greinast með krabbamein og fjölskyldur þeirra. Ég vil fá að þakka öllum hjá Krabbameinsfélaginu og öllu því frábæra fólki sem kom að herferðinni og gerði þetta að ógleymanlegri upplifun. Sérstakar þakkir fá þær Dóra Dúna ljósmyndari, Ellen Lofts stílisti og þær 19 mögnuðu konur sem sátu fyrir í myndatökunni með Bleiku slaufuna.” segir Hlín Reykdal.

Krabbameinsfélagið þakkar Hlín innilega fyrir samstarfið og stuðninginn. „Samstarfið var einstaklega ánægjulegt og mikill fengur í því að fá hennar sýn á Bleiku slaufuna. Innilegar þakkir fyrir allan stuðninginn og samstarfið, kæra Hlín” sagði Kolbrún S. Ásgeirsdóttir, fjáröflunar- og markaðsstjóri Krabbameinsfélagsins.

Fjölmargir leggja árlega hönd á plóg í Bleiku slaufunni. Framlag Láru Guðrúnar Jóhönnudóttur sem sagði sína sögu í ár var algerlega ómetanlegt. Með sögu sinni sýndi Lára á einstakan hátt hvernig áþekkar sögur geta haft ólíkan endi.  

Allur ágóði Bleiku slaufunnar 2021 rennur til fjölbreyttar starfsemi Krabbameinsfélagins. Fyrir ágóðann getur félagið meðal annars verið til staðar fyrir þá sem greinast með krabbamein og aðstandendur með ráðgjöf og stuðningi, sinnt öflugu fræðslu- og forvarnarstarfi og fjölbreyttu vísindastarfi. „Við erum afar þakklát fyrir þá miklu velvild og stuðning sem almenningur og fyrirtæki sýna félaginu í Bleiku slaufunni. Staðreyndin er að starfsemi félagsins er öll rekin fyrir söfnunarfé, svo þátttaka fólks í Bleiku slaufunni skiptir félagið gríðarlegu máli.“ segir Halla Þorvaldsdóttir framkvæmdastjóri félagsins.

Bleika slaufan var til sölu í um 300 verslunum um land allt en Sparislaufan var seld hjá Krabbameinsfélaginu, hlinreykdal.com, Kiosk Granda, MEBA og í Stefánsbúð p/3.

 


Fleiri nýjar fréttir

30. maí 2023 : Bylting - hálfur milljarður til krabbameinsrannsókna

Vísindasjóður Krabbameinsfélagsins hefur frá stofnun sjóðsins árið 2015 styrkt 41 krabbameinsrannsókn um samanlagt 384 miljónir króna. Næsta úthlutun úr sjóðnum verður í júní næstkomandi.

Lesa meira

30. maí 2023 : Krabbameinsskimanir – mikið fyrir lítið

Áratugir eru síðan skimanir fyrir legháls- og brjóstakrabbameini voru teknar upp á Íslandi. Þær hafa fyrir löngu sannað gildi sitt þó þær veiti aldrei fullkomna vörn. Konur hér á landi hafa með afgerandi hætti sýnt að þær kunna að meta aðgengi að þeim.

Lesa meira

30. maí 2023 : Á Ís­landi greinast um 1800 manns á hverju ári með krabba­mein

Þeir gætu verið færri. Þó að ekki sé hægt að koma í veg fyrir öll krabbamein sýna rannsóknir að áhættuþættir margra krabbameina tengjast lífsstíl. Með bættri lýðheilsu þjóðar er hægt að fækka verulega ákveðnum krabbameinum.

Lesa meira

28. maí 2023 : Lokað 30. maí í ráðgjafarþjónustu vegna vinnufundar ráðgjafarteymis

Lokaða verður hjá ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins þriðjudaginn 30. maí vegna vinnufundar ráðgjafarteymis. Hægt er að senda fyrirspurnir og erindi á radgjof@krabb.is og er þeim svarað eins fljótt og hægt er.

Lesa meira

25. maí 2023 : Bjóðum Brakkasamtökin velkomin í hópinn

Á aðalfundi Krabbameinsfélagsins var staðfest ákvörðun stjórnar um aðild Brakkasamtakanna að Krabbameinsfélagi Íslands. Krabbameinsfélagið fagnar ákvörðun aðalfundarins og býður Brakkasamtökin velkomin í hópinn.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?