Ása Sigríður Þórisdóttir 25. mar. 2024

Saga Sigurgeirs Líndal Ingólfssonar

Sigurgeir segir að fræðslan og kynningin í kringum Mottumars sé þýðingarmikil og hafi ýtt við honum þegar einkenni gerðu vart við sig og gert það að verkum að hann fór til læknis. Einkennin voru ekki ólík þvagfærasýkingu en það var einmitt svarið sem hann fékk fyrst þegar hann leitaði sér hjálpar.

 Þegar hann síðan greindist með blöðruhálskrabbamein var meinið stórt, á vondum stað og óljóst hvort að geislameðferð myndi duga til því þetta uppgötvaðist á elleftu stundu.

Hann hafði verið með hjartaóreglu sem var búið að reyna að laga án árangurs. Við krabbameinsgreininguna fóru alls konar spurningarnar og ef að sækja á hann, hvað ef hjartað þyldi ekki það álagið sem fylgir krabbameinsmeðferðinni? Það varð því ofan á að hann fór í geisla, vegna hjartans, sem tókust mjög vel og í dag er hann laus við krabbameinið og með hjartað í lagi.

,,Blöðruhálsinn og blöðruhálskrabbamein er dauðans alvara, þetta er eitthvað sem við þurfum að passa upp á og fylgjast með. Ég hvet menn að vera vakandi“

https://www.youtube.com/watch?v=Fq60SxvBbVw

Ef hann ætti að gefa ráð þeim sem væri að greinast í dag myndi hann hvetja viðkomandi til að halda áfram að lifa lífinu, safna minningum, ferðast og taka myndir. Hann segir okkur hætta til á meðan að þetta stendur yfir og við erum á vondum stað í veikindunum, að horfa og einblína bara á það versta.

,,Okkur hættir til að einblína á það neikvæða í þessu öllu saman. En að eiga myndir og minningar, geta yljað sig við þær og sagt að það var nú heill hellingur sem ég gerði þrátt fyrir allt, er mikilvægt“.


Fleiri nýjar fréttir

16. apr. 2024 : Krabba­meins­skráning á Íslandi í 70 ár - Afmælis­málþing

Í tilefni af 70 ára afmæli krabbameinsskráningar á Íslandi býður Krabbameinsfélagið til afmælismálþings.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Með þínum stuðningi getum við gert svo ótal margt!

Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim fjölmörgu sem lögðu félaginu lið í Mottumars, árverkni- og fjáröflunarátaki félagsins, í ár. Við erum hrærð yfir þeirri velvild, samkennd og hlýju sem við fundum svo vel fyrir. Öll starfsemi félagsins er rekin fyrir sjálfsaflafé og því er stuðningur almennings og fyrirtækja forsenda fyrir starfinu.

Lesa meira

12. apr. 2024 : Saga Ómars Einarssonar

Ómar fékk krabbamein í háls, árið 2008, á sama tíma og Geir H. Haarde blessaði Ísland. Hann var geislaður í upphafi og síðar skorinn. Í framhaldinu var honum bent á að hitta Ragnar Davíðsson, formann félagsins Ný rödd, sem er eitt af aðildarfélögum Krabbameinsfélagsins. Ragnar hafi hjálpað sér og öðrum mikið.

Lesa meira

8. apr. 2024 : Frábær þátttaka í Skegg­keppni Mottu­mars 2024

Þátttakendur í Skeggkeppni Krabbameinsfélagsins þetta árið voru 360 talsins og alls söfnuðust rétt rúmlega 7,3 milljónir króna. Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim sem tóku þátt og öllum sem styrktu.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?