Ása Sigríður Þórisdóttir 18. mar. 2024

Saga Ágústs Kristjáns Stefánssonar

Ágúst er fjallamaður í hjarta sínu og stundar ísklifur, klettaklifur og fjallaskíði ef það er á jaðrinum þá er hann þar. Hann segir þessa nýju útgáfu af sér ekki hafa orðið almennilega til fyrr en hann veiktist og náði heilsu á ný. Þá hafi lífið tekið við.

Ágúst greindist með sáraristilbólgur sem leiddu til krabbameins. Hann þurfti að gangast undir stóra aðgerð þar sem m.a. ristillinn var fjarlægður og hann fékk stóma. Hann segir verðmætt að hafa hitta aðila sem hafa lent í því sama og sjá að þetta eru bara venjulegir einstaklingar sem lifa góðu lífi, og stóminn stoppar þá ekkert.

https://youtu.be/UCfmTMRWQZE

Á fundi hjá Stómasamtökunum bauðst honum að sigla með seglskipi milli Noregs og Danmerkur. Það fannst honum vera risastórt verkefni sem hann hélt að hann gæti ekki farið í, en fór samt og sannfærðist þá að þetta yrði ekkert mál.

Hreyfing er mjög stór partur af lífi Ágústar. Hann er til að mynda nýbúinn að taka upp nýjan ávana, gerir æfingar í 10 mínútur um leið og hann vaknar og segir það svínvirka og svara lágmarks hreyfiþörf sinni ásamt því að koma blóðflæðinu af stað og hjartslættinum upp. 


Fleiri nýjar fréttir

Sol-og-solarvarnir-frettabref-1-

17. maí 2024 : Fréttabréf maí mánaðar

Sólin er umræðuefni fréttabréfs maí mánaðar. Við tökum fyrir sólarvarnir og hve miklu máli þær skipta fyrir alla, þó sérstaklega börnin. Þá ræðum við húðkrabbamein sem og ráð fyrir þau sem eru með krabbamein í sumarfríinu.

Lesa meira

16. maí 2024 : Styrkir til gæða­verkefna og vísinda­rannsókna í heil­brigðis­þjónustu

Auglýst er eftir umsóknum um styrki í Minningarsjóð um hjónin Bergþóru Magnúsdóttur og Jakob Júlíus Bjarnason.

Lesa meira

8. maí 2024 : Málþing: Stöðluð greiningar- og meðferðarferli, allt frá því að grunur vaknar um krabbamein

Myndi innleiðing slíkra ferla hér á landi hjálpa til við að takast á við þær áskoranir sem fylgja krabbameinum í framtíðinni? 

Lesa meira

7. maí 2024 : „Kíkjugataaðgerð“ við lungnakrabbameini styttir legutíma um helming

Vísindasjóður Krabbameinsfélags Íslands styrkti rannsóknina. Árangur blaðnámsaðgerða með aðstoð brjóstholssjár við lungnakrabbameini. Niðurstöðurnar sýna að á ekki stærra sjúkrahúsi en Landspítala er hægt er að taka upp tæknilega flókna skurðaðgerð án þess að slegið sé af kröfum um öryggi. Þannig lifðu allir sjúklingarnir aðgerðina af en færri fylgikvillar og minni verkir styttu legutíma um helming. 

Lesa meira

24. apr. 2024 : Fundarboð: Aðal­fundur Krabba­meins­félagsins

Hér með er boðað til aðalfundar Krabbameinsfélagsins sem fer fram laugardaginn 25. maí kl. 13 í húsnæði félagsins að Skógarhlíð 8, Reykjavík.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?