Sigurlaug Gissurardóttir 31. okt. 2016

Niðurstöður rannsóknar Krabbameinsskrárinnar um BRCA2 og brjóstakrabbamein birtar í British Journal of Medicine

  • Laufey Tryggvadóttir, framkvæmdarstjóri Krabbameinsskrár
    Laufey Tryggvadóttir, framkvæmdarstjóri Krabbameinsskrár

Nýlega kom út grein í British Journal of Medicine um rannsókn Laufeyjar Tryggvadóttur, klínísks prófessors við Háskóla Íslands og framkvæmdastjóra Krabbameinsskrár Krabbameinsfélagsins og samstarfsaðila um BRCA2 stökkbreytingu. Í rannsókninni sem fjallað er um í greininni er sýnt fram á að æxli kvenna með BRCA2 stökkbreytingu hafi óvænta hegðun miðað við það sem við þekkjum venjulega, þ.e. hormónajákvæðum æxlum fylgja slæmar horfur hjá arfberum, öfugt við það sem við sjáum hjá konum með óskemmt BRCA2 gen. Þetta er mikilvægt að vita þegar meðferð BRCA2 arfbera er ákveðin, en hefur ekki verið þekkt í heiminum fyrr.

Afrakstur rannsóknarinnar hefur verið kynntur í tveimur greinum í viðurkenndum vísindatímaritum. Fyrri greinin birtist árið 2013 en þar sem niðurstöðurnar voru óvæntar var talið æskilegt að fá staðfestingu í stærri hópi BRCA2 arfbera og að teknu tilliti til áhrifa meðferðar. Greinin í British Journal of Medicine er afrakstur mikillar vinnu vísindamanna Krabbameinsskrár Krabbameinsfélagsins og margra góðra samstarfsaðila, undir stjórn Laufeyjar Tryggvadóttur.

Lestu nánar um rannsóknina hér

 


Fleiri nýjar fréttir

24. apr. 2024 : Fundarboð: Aðal­fundur Krabba­meins­félagsins

Hér með er boðað til aðalfundar Krabbameinsfélagsins sem fer fram laugardaginn 25. maí kl. 13 í húsnæði félagsins að Skógarhlíð 8, Reykjavík.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Krabba­meins­skráning á Íslandi í 70 ár - Afmælis­málþing

Í tilefni af 70 ára afmæli krabbameinsskráningar á Íslandi býður Krabbameinsfélagið til afmælismálþings.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Með þínum stuðningi getum við gert svo ótal margt!

Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim fjölmörgu sem lögðu félaginu lið í Mottumars, árverkni- og fjáröflunarátaki félagsins, í ár. Við erum hrærð yfir þeirri velvild, samkennd og hlýju sem við fundum svo vel fyrir. Öll starfsemi félagsins er rekin fyrir sjálfsaflafé og því er stuðningur almennings og fyrirtækja forsenda fyrir starfinu.

Lesa meira

12. apr. 2024 : Saga Ómars Einarssonar

Ómar fékk krabbamein í háls, árið 2008, á sama tíma og Geir H. Haarde blessaði Ísland. Hann var geislaður í upphafi og síðar skorinn. Í framhaldinu var honum bent á að hitta Ragnar Davíðsson, formann félagsins Ný rödd, sem er eitt af aðildarfélögum Krabbameinsfélagsins. Ragnar hafi hjálpað sér og öðrum mikið.

Lesa meira

8. apr. 2024 : Frábær þátttaka í Skegg­keppni Mottu­mars 2024

Þátttakendur í Skeggkeppni Krabbameinsfélagsins þetta árið voru 360 talsins og alls söfnuðust rétt rúmlega 7,3 milljónir króna. Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim sem tóku þátt og öllum sem styrktu.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?