Sigurlaug Gissurardóttir 31. okt. 2016

Niðurstöður rannsóknar Krabbameinsskrárinnar um BRCA2 og brjóstakrabbamein birtar í British Journal of Medicine

  • Laufey Tryggvadóttir, framkvæmdarstjóri Krabbameinsskrár
    Laufey Tryggvadóttir, framkvæmdarstjóri Krabbameinsskrár

Nýlega kom út grein í British Journal of Medicine um rannsókn Laufeyjar Tryggvadóttur, klínísks prófessors við Háskóla Íslands og framkvæmdastjóra Krabbameinsskrár Krabbameinsfélagsins og samstarfsaðila um BRCA2 stökkbreytingu. Í rannsókninni sem fjallað er um í greininni er sýnt fram á að æxli kvenna með BRCA2 stökkbreytingu hafi óvænta hegðun miðað við það sem við þekkjum venjulega, þ.e. hormónajákvæðum æxlum fylgja slæmar horfur hjá arfberum, öfugt við það sem við sjáum hjá konum með óskemmt BRCA2 gen. Þetta er mikilvægt að vita þegar meðferð BRCA2 arfbera er ákveðin, en hefur ekki verið þekkt í heiminum fyrr.

Afrakstur rannsóknarinnar hefur verið kynntur í tveimur greinum í viðurkenndum vísindatímaritum. Fyrri greinin birtist árið 2013 en þar sem niðurstöðurnar voru óvæntar var talið æskilegt að fá staðfestingu í stærri hópi BRCA2 arfbera og að teknu tilliti til áhrifa meðferðar. Greinin í British Journal of Medicine er afrakstur mikillar vinnu vísindamanna Krabbameinsskrár Krabbameinsfélagsins og margra góðra samstarfsaðila, undir stjórn Laufeyjar Tryggvadóttur.

Lestu nánar um rannsóknina hér

 


Fleiri nýjar fréttir

5. des. 2023 : Takk sjálfboðaliðar!

Í dag er alþjóðlegur dagur sjálfboðaliða og Krabbameinsfélagið vill nýta tækifærið og þakka öllum þeim fjölmörgu sjálfboðaliðum sem leggja sitt af mörkum í þágu félagsins. Í tilefni dagsins fengum við nokkra sjálfboðaliða til að segja okkur frá því hvers vegna þau velja að leggja baráttunni gegn krabbameinum lið.

Lesa meira

5. des. 2023 : Aðstoð við að velja mat sem eykur heilbrigði og vellíðan

Við þurfum hjálp! Ákall til matvælaframleiðenda og sölu- og markaðsaðila matvæla. Mörg fyrirtæki standa sig vel þegar kemur að markaðssetningu á mat og drykkjarvöru. Sum fyrirtæki sem bjóða upp á heilsueflandi mat en einnig mat- og drykkjarvörur sem geta haft neikvæð áhrif á heilsu hlífa til dæmis börnum við markaðssetningu á slíkum vörum.

Lesa meira

4. des. 2023 : Kírópraktorstöðin styrkir Bleiku slaufuna

Kírópraktorstöðin afhenti á dögunum 500.000 krónur til Krabbameinsfélagsins. Upphæðin er afrakstur af einstaklega vel heppnuðu Konukvöldi sem þau stóðu fyrir í tilefni af Bleikum október. Krabbameinsfélagið þakkar kærlega fyrir stuðninginn, sem kemur að góðum notum.

Lesa meira

4. des. 2023 : Ný rannsókn styður við einstaklingssniðna meðferð

Ný íslensk rannsókn sem birtist í dag í npj Breast Cancer og var unnin í samstarfi Krabbameinsfélagsins við meinafræðideild og krabbameinslækningadeild Landspítala, og við Háskóla Íslands. 

Lesa meira

2. des. 2023 : Taktu þátt í skemmtilegum jólaleik

Litríkt, jólalegt og hollt á borðið þitt. Krabbameinsfélagið í samstarfi við Banana og Hagkaup óska eftir jólalegum útfærslum á framsetningu á grænmeti, ávöxtum og berjum til að nýta á jólaborðið eða veislubakkann. Veglegir vinningar í boði.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?