Sigurlaug Gissurardóttir 31. okt. 2016

Niðurstöður rannsóknar Krabbameinsskrárinnar um BRCA2 og brjóstakrabbamein birtar í British Journal of Medicine

  • Laufey Tryggvadóttir, framkvæmdarstjóri Krabbameinsskrár
    Laufey Tryggvadóttir, framkvæmdarstjóri Krabbameinsskrár

Nýlega kom út grein í British Journal of Medicine um rannsókn Laufeyjar Tryggvadóttur, klínísks prófessors við Háskóla Íslands og framkvæmdastjóra Krabbameinsskrár Krabbameinsfélagsins og samstarfsaðila um BRCA2 stökkbreytingu. Í rannsókninni sem fjallað er um í greininni er sýnt fram á að æxli kvenna með BRCA2 stökkbreytingu hafi óvænta hegðun miðað við það sem við þekkjum venjulega, þ.e. hormónajákvæðum æxlum fylgja slæmar horfur hjá arfberum, öfugt við það sem við sjáum hjá konum með óskemmt BRCA2 gen. Þetta er mikilvægt að vita þegar meðferð BRCA2 arfbera er ákveðin, en hefur ekki verið þekkt í heiminum fyrr.

Afrakstur rannsóknarinnar hefur verið kynntur í tveimur greinum í viðurkenndum vísindatímaritum. Fyrri greinin birtist árið 2013 en þar sem niðurstöðurnar voru óvæntar var talið æskilegt að fá staðfestingu í stærri hópi BRCA2 arfbera og að teknu tilliti til áhrifa meðferðar. Greinin í British Journal of Medicine er afrakstur mikillar vinnu vísindamanna Krabbameinsskrár Krabbameinsfélagsins og margra góðra samstarfsaðila, undir stjórn Laufeyjar Tryggvadóttur.

Lestu nánar um rannsóknina hér

 


Fleiri nýjar fréttir

20. des. 2019 : Jóladagatal: Kjöt og krabbamein

Sagt er að þegar íslensku jólasveinarnir komi til byggða leiti þeir einna helst í eldhús og búr. Ketkrókur og Bjúgnakrækir næla sér í kjötbita á meðan Stúfur hirðir agnirnar sem hafa brunnið við pönnuna. En eru tengsl milli kjötneyslu og krabbameins?

Lesa meira

16. des. 2019 : Jóladagatal: Gómsætar fiskuppskriftir í aðdraganda jóla

Þar sem kjöt er ómissandi þáttur jólahalds hjá mörgum Íslendingum er upplagt síðustu vikurnar fyrir jól að borða vel af fiski og jurtafæði. Ríkuleg neysla af heilkornavörum, grænmeti, ávöxtum, baunum og linsubaunum dregur úr líkum á krabbameini. Lax í mangó eða pönnusteikt rauðspretta? Fáðu uppskriftirnar!

Lesa meira

13. des. 2019 : Jóladagatal: Hreyfum okkur í desember

Hreyfing minnkar líkur á krabbameini og flestir hafa gott af því að hreyfa sig meira og sitja minna. Þó jólasveinarnir séu miklir matarunnendur þá hreyfa þeir sig líka mikið, milli fjalla, sveita og bæja. Hér eru hugmyndir að hreyfingu sem hægt er að gera heima og í heimabyggð, sóttar í smiðju jólasveinanna.

Lesa meira
Hlaðvarp

12. des. 2019 : Nýtt: Hlaðvarp Krabbameinsfélagsins

Hlaðvarp Krabbameinsfélagsins hefur göngu sína í dag. Þættirnir verða sendir út vikulega og munu fjalla um ýmislegt sem tengist betri heilsu og líðan.

Lesa meira

12. des. 2019 : Jóladagatal: Mjólk og krabbamein

Eins og alþjóð veit eru íslensku jólasveinarnir aldir upp á tröllamjólk og bræðurnir Stekkjastaur, Giljagaur og Skyrgámur sérlega sólgnir í mjólk og mjólkurmat. En hver eru tengsl mjólkurneyslu við krabbamein?

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?