Sigurlaug Gissurardóttir 31. okt. 2016

Niðurstöður rannsóknar Krabbameinsskrárinnar um BRCA2 og brjóstakrabbamein birtar í British Journal of Medicine

  • Laufey Tryggvadóttir, framkvæmdarstjóri Krabbameinsskrár
    Laufey Tryggvadóttir, framkvæmdarstjóri Krabbameinsskrár

Nýlega kom út grein í British Journal of Medicine um rannsókn Laufeyjar Tryggvadóttur, klínísks prófessors við Háskóla Íslands og framkvæmdastjóra Krabbameinsskrár Krabbameinsfélagsins og samstarfsaðila um BRCA2 stökkbreytingu. Í rannsókninni sem fjallað er um í greininni er sýnt fram á að æxli kvenna með BRCA2 stökkbreytingu hafi óvænta hegðun miðað við það sem við þekkjum venjulega, þ.e. hormónajákvæðum æxlum fylgja slæmar horfur hjá arfberum, öfugt við það sem við sjáum hjá konum með óskemmt BRCA2 gen. Þetta er mikilvægt að vita þegar meðferð BRCA2 arfbera er ákveðin, en hefur ekki verið þekkt í heiminum fyrr.

Afrakstur rannsóknarinnar hefur verið kynntur í tveimur greinum í viðurkenndum vísindatímaritum. Fyrri greinin birtist árið 2013 en þar sem niðurstöðurnar voru óvæntar var talið æskilegt að fá staðfestingu í stærri hópi BRCA2 arfbera og að teknu tilliti til áhrifa meðferðar. Greinin í British Journal of Medicine er afrakstur mikillar vinnu vísindamanna Krabbameinsskrár Krabbameinsfélagsins og margra góðra samstarfsaðila, undir stjórn Laufeyjar Tryggvadóttur.

Lestu nánar um rannsóknina hér

 


Fleiri nýjar fréttir

30. maí 2023 : Bylting - hálfur milljarður til krabbameinsrannsókna

Vísindasjóður Krabbameinsfélagsins hefur frá stofnun sjóðsins árið 2015 styrkt 41 krabbameinsrannsókn um samanlagt 384 miljónir króna. Næsta úthlutun úr sjóðnum verður í júní næstkomandi.

Lesa meira

30. maí 2023 : Krabbameinsskimanir – mikið fyrir lítið

Áratugir eru síðan skimanir fyrir legháls- og brjóstakrabbameini voru teknar upp á Íslandi. Þær hafa fyrir löngu sannað gildi sitt þó þær veiti aldrei fullkomna vörn. Konur hér á landi hafa með afgerandi hætti sýnt að þær kunna að meta aðgengi að þeim.

Lesa meira

30. maí 2023 : Á Ís­landi greinast um 1800 manns á hverju ári með krabba­mein

Þeir gætu verið færri. Þó að ekki sé hægt að koma í veg fyrir öll krabbamein sýna rannsóknir að áhættuþættir margra krabbameina tengjast lífsstíl. Með bættri lýðheilsu þjóðar er hægt að fækka verulega ákveðnum krabbameinum.

Lesa meira

28. maí 2023 : Lokað 30. maí í ráðgjafarþjónustu vegna vinnufundar ráðgjafarteymis

Lokaða verður hjá ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins þriðjudaginn 30. maí vegna vinnufundar ráðgjafarteymis. Hægt er að senda fyrirspurnir og erindi á radgjof@krabb.is og er þeim svarað eins fljótt og hægt er.

Lesa meira

25. maí 2023 : Bjóðum Brakkasamtökin velkomin í hópinn

Á aðalfundi Krabbameinsfélagsins var staðfest ákvörðun stjórnar um aðild Brakkasamtakanna að Krabbameinsfélagi Íslands. Krabbameinsfélagið fagnar ákvörðun aðalfundarins og býður Brakkasamtökin velkomin í hópinn.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?