Sigurlaug Gissurardóttir 31. okt. 2016

Niðurstöður rannsóknar Krabbameinsskrárinnar um BRCA2 og brjóstakrabbamein birtar í British Journal of Medicine

  • Laufey Tryggvadóttir, framkvæmdarstjóri Krabbameinsskrár
    Laufey Tryggvadóttir, framkvæmdarstjóri Krabbameinsskrár

Nýlega kom út grein í British Journal of Medicine um rannsókn Laufeyjar Tryggvadóttur, klínísks prófessors við Háskóla Íslands og framkvæmdastjóra Krabbameinsskrár Krabbameinsfélagsins og samstarfsaðila um BRCA2 stökkbreytingu. Í rannsókninni sem fjallað er um í greininni er sýnt fram á að æxli kvenna með BRCA2 stökkbreytingu hafi óvænta hegðun miðað við það sem við þekkjum venjulega, þ.e. hormónajákvæðum æxlum fylgja slæmar horfur hjá arfberum, öfugt við það sem við sjáum hjá konum með óskemmt BRCA2 gen. Þetta er mikilvægt að vita þegar meðferð BRCA2 arfbera er ákveðin, en hefur ekki verið þekkt í heiminum fyrr.

Afrakstur rannsóknarinnar hefur verið kynntur í tveimur greinum í viðurkenndum vísindatímaritum. Fyrri greinin birtist árið 2013 en þar sem niðurstöðurnar voru óvæntar var talið æskilegt að fá staðfestingu í stærri hópi BRCA2 arfbera og að teknu tilliti til áhrifa meðferðar. Greinin í British Journal of Medicine er afrakstur mikillar vinnu vísindamanna Krabbameinsskrár Krabbameinsfélagsins og margra góðra samstarfsaðila, undir stjórn Laufeyjar Tryggvadóttur.

Lestu nánar um rannsóknina hér

 


Fleiri nýjar fréttir

21. feb. 2020 : Umhugað um heilsu og heilbrigði starfsfólks síns

HS Veitur hvetja starfsfólk sitt til þátttöku í Karlahlaupi Krabbameinsfélagsins og greiða þátttökugjald starfsmanna.

Lesa meira

18. feb. 2020 : Niðurstöður skimana nú birtar rafrænt á island.is

Frá og með deginum í dag, 18. febrúar 2020, mun Leitarstöð Krabbameinsfélagsins birta allar rannsóknarniðurstöður skimana í persónulegu pósthólfi kvenna á island.is. 

Lesa meira

17. feb. 2020 : Forseti Íslands verður „héri“ í Karlahlaupinu

Sunnudaginn 1. mars verður Karlahlaup Krabbameinsfélagsins haldið í fyrsta sinn. Hlaupið er frá Hörpu að Laugarnestanga og til baka, alls 5 kílómetra. 

Lesa meira

12. feb. 2020 : Ný og betri útgáfa af NORDCAN

NORDCAN er samnorrænn gagnagrunnur sem nær yfir 70 ára tímabil og býður upp á greiningarmöguleika og tölfræði á upplýsingum á yfir 60 flokkum krabbameina á Norðurlöndunum.

Lesa meira

11. feb. 2020 : Upp með sokkana og í Karlahlaupið

Við skorum á þig að taka þátt í Karlahlaupi Krabbameinsfélagsins í Mottumars. Saman tökum við 5000 skref í rétta átt. Hér eru praktískar upplýsingar um hlaupið og undirbúning. 

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?