Björn Teitsson 25. jan. 2021

Rannís styður við krabbameinsrannsóknir

  • Sigurdur_yngvi_kristinsson_3
    Sigurður Yngvi Kristinsson, meðlimur Vísindaráðs Krabbameinsfélagsins, hlaut styrk hjá Rannís. (Mynd: Háskóli Íslands).

Tveir vísindamenn sem hafa starfað að krabbameinsrannsóknum hlutu öndvegisstyrki fyrir verkefni sín í nýrri úthlutun Rannsóknarsjóðs Rannís. Vísindamennirnir tengjast Krabbameinsfélaginu sterkum böndum og gleðst félagið innilega fyrir þeirra hönd. 

Um miðjan janúar var tilkynnt um úthlutanir úr Rannsóknarsjóði Rannís fyrir styrkárið 2021. Það er einstaklega gaman að segja frá því að tveir vísindamenn hlutu öndvegisstyrki fyrir verkefni sem snúa að krabbameinsrannsóknum. Ekki nóg með það, heldur eru báðir þessir styrkhafar meðlimir í Vísindaráði Krabbameinsfélagsins. Þetta eru:

Eiríkur Steingrímsson formaður Vísindaráðs félagsins hlaut öndvegisstyrk fyrir verkefnið: Hlutverk MITF í svipgerðarbreytingum sortuæxlisfruma.

Sigurður Yngvi Kristinsson, einnig í Vísindaráði félagsins, hlaut öndvegisstyrk fyrir verkefnið: Greining og inngrip snemma í mallandi mergæxli - skimun og meðferð hjá heilli þjóð.

Því má ennfremur bæta við að rannsókn Sigurðar Yngva byggir á fyrri rannsókn, Blóðskimun til bjargar, en þar skráðu sig rúmlega 80 þúsund Íslendingar til þátttöku í blóðskimun. Rannsóknin fór fram í húsakynnum Krabbameinsfélagsins í Skógarhlíð og er það félaginu mikill heiður að hafa lagt til húsnæði og rannsóknaraðstöðu fyrir verkefnið.

Krabbameinsfélagið óskar styrkhöfum öllum innilega til hamingju. Í ár barst metfjöldi styrkumsókna til Rannís og úthlutuð heildarupphæð hefur aldrei verið hærri, eða 1,3 milljarðar króna til nýrra verkefna. Alls bárust 402 gildar umsóknir og voru 82 þeirra styrktar. Þar á meðal voru níu öndvegisstyrkir. 


Fleiri nýjar fréttir

24. apr. 2024 : Fundarboð: Aðal­fundur Krabba­meins­félagsins

Hér með er boðað til aðalfundar Krabbameinsfélagsins sem fer fram laugardaginn 25. maí kl. 13 í húsnæði félagsins að Skógarhlíð 8, Reykjavík.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Krabba­meins­skráning á Íslandi í 70 ár - Afmælis­málþing

Í tilefni af 70 ára afmæli krabbameinsskráningar á Íslandi býður Krabbameinsfélagið til afmælismálþings.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Með þínum stuðningi getum við gert svo ótal margt!

Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim fjölmörgu sem lögðu félaginu lið í Mottumars, árverkni- og fjáröflunarátaki félagsins, í ár. Við erum hrærð yfir þeirri velvild, samkennd og hlýju sem við fundum svo vel fyrir. Öll starfsemi félagsins er rekin fyrir sjálfsaflafé og því er stuðningur almennings og fyrirtækja forsenda fyrir starfinu.

Lesa meira

12. apr. 2024 : Saga Ómars Einarssonar

Ómar fékk krabbamein í háls, árið 2008, á sama tíma og Geir H. Haarde blessaði Ísland. Hann var geislaður í upphafi og síðar skorinn. Í framhaldinu var honum bent á að hitta Ragnar Davíðsson, formann félagsins Ný rödd, sem er eitt af aðildarfélögum Krabbameinsfélagsins. Ragnar hafi hjálpað sér og öðrum mikið.

Lesa meira

8. apr. 2024 : Frábær þátttaka í Skegg­keppni Mottu­mars 2024

Þátttakendur í Skeggkeppni Krabbameinsfélagsins þetta árið voru 360 talsins og alls söfnuðust rétt rúmlega 7,3 milljónir króna. Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim sem tóku þátt og öllum sem styrktu.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?