Björn Teitsson 25. jan. 2021

Rannís styður við krabbameinsrannsóknir

  • Sigurdur_yngvi_kristinsson_3
    Sigurður Yngvi Kristinsson, meðlimur Vísindaráðs Krabbameinsfélagsins, hlaut styrk hjá Rannís. (Mynd: Háskóli Íslands).

Tveir vísindamenn sem hafa starfað að krabbameinsrannsóknum hlutu öndvegisstyrki fyrir verkefni sín í nýrri úthlutun Rannsóknarsjóðs Rannís. Vísindamennirnir tengjast Krabbameinsfélaginu sterkum böndum og gleðst félagið innilega fyrir þeirra hönd. 

Um miðjan janúar var tilkynnt um úthlutanir úr Rannsóknarsjóði Rannís fyrir styrkárið 2021. Það er einstaklega gaman að segja frá því að tveir vísindamenn hlutu öndvegisstyrki fyrir verkefni sem snúa að krabbameinsrannsóknum. Ekki nóg með það, heldur eru báðir þessir styrkhafar meðlimir í Vísindaráði Krabbameinsfélagsins. Þetta eru:

Eiríkur Steingrímsson formaður Vísindaráðs félagsins hlaut öndvegisstyrk fyrir verkefnið: Hlutverk MITF í svipgerðarbreytingum sortuæxlisfruma.

Sigurður Yngvi Kristinsson, einnig í Vísindaráði félagsins, hlaut öndvegisstyrk fyrir verkefnið: Greining og inngrip snemma í mallandi mergæxli - skimun og meðferð hjá heilli þjóð.

Því má ennfremur bæta við að rannsókn Sigurðar Yngva byggir á fyrri rannsókn, Blóðskimun til bjargar, en þar skráðu sig rúmlega 80 þúsund Íslendingar til þátttöku í blóðskimun. Rannsóknin fór fram í húsakynnum Krabbameinsfélagsins í Skógarhlíð og er það félaginu mikill heiður að hafa lagt til húsnæði og rannsóknaraðstöðu fyrir verkefnið.

Krabbameinsfélagið óskar styrkhöfum öllum innilega til hamingju. Í ár barst metfjöldi styrkumsókna til Rannís og úthlutuð heildarupphæð hefur aldrei verið hærri, eða 1,3 milljarðar króna til nýrra verkefna. Alls bárust 402 gildar umsóknir og voru 82 þeirra styrktar. Þar á meðal voru níu öndvegisstyrkir. 


Fleiri nýjar fréttir

Karlakor

5. mar. 2021 : Fyrsti karlakórinn skráður í Mottumars og fyrsti skokkhópurinn!

Mottukeppnin er í fullum gangi en hún snýr nú aftur eftir fimm ára hlé. Yfir 300 keppendur eru skráðir og þar á meðal eru skemmtilegir hópar. Þar má til dæmis finna Karlakór Hveragerðis og Skokkhóp Vals. 

Lesa meira
MM21_Sokkar_hvitt

2. mar. 2021 : Tafir á Mottumarssokkunum

Vegna Covid-heimsfaraldursins verða nokkrar tafir á afgreiðslu Mottumarssokkana, sem hafa notið svo mikilla og góðra vinsælda undanfarin ár. Vonandi verður þó ekki langt að bíða, sokkarnir eru á leiðinni. 

Lesa meira
SOS_4643

26. feb. 2021 : Mottumars er farinn af stað!

Þótt febrúar sé enn í andarslitunum var Mottumars settur með formlegum hætti í dag. Fulltrúar Landhelgisgæslunnar og Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins þáðu þá skeggsnyrtingu frá Herramönnum. 

Lesa meira
Thorskflok-i-pistuskel

25. feb. 2021 : Mataræði skiptir máli - uppskrift að dýrindis þorskrétti og eftirrétti í kaupbæti

Sigríður Gunnarsdóttir er höfundur fjölda matreiðslubóka og þekktur matgæðingur. Hún er búsett í Antony, í úthverfi Parísar, og leggur ávallt áherslu á hollan og bragðgóðan mat úr úrvalshráefnum. 

Lesa meira

25. feb. 2021 : Sameiginleg yfirlýsing Heilsugæslunnar og Landspítala vegna skimunarverkefnis

Heilsugæslan og Landspítali eru samstíga við yfirfærslu skimunarverkefnis, segir í sameiginlegri yfirlýsingu. Krabbameinsfélagið ítrekar óskir sínar um velfarnað í því mikilvæga verkefni og hvetur konur til þátttöku. 

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?