Björn Teitsson 25. jan. 2021

Rannís styður við krabbameinsrannsóknir

  • Sigurdur_yngvi_kristinsson_3
    Sigurður Yngvi Kristinsson, meðlimur Vísindaráðs Krabbameinsfélagsins, hlaut styrk hjá Rannís. (Mynd: Háskóli Íslands).

Tveir vísindamenn sem hafa starfað að krabbameinsrannsóknum hlutu öndvegisstyrki fyrir verkefni sín í nýrri úthlutun Rannsóknarsjóðs Rannís. Vísindamennirnir tengjast Krabbameinsfélaginu sterkum böndum og gleðst félagið innilega fyrir þeirra hönd. 

Um miðjan janúar var tilkynnt um úthlutanir úr Rannsóknarsjóði Rannís fyrir styrkárið 2021. Það er einstaklega gaman að segja frá því að tveir vísindamenn hlutu öndvegisstyrki fyrir verkefni sem snúa að krabbameinsrannsóknum. Ekki nóg með það, heldur eru báðir þessir styrkhafar meðlimir í Vísindaráði Krabbameinsfélagsins. Þetta eru:

Eiríkur Steingrímsson formaður Vísindaráðs félagsins hlaut öndvegisstyrk fyrir verkefnið: Hlutverk MITF í svipgerðarbreytingum sortuæxlisfruma.

Sigurður Yngvi Kristinsson, einnig í Vísindaráði félagsins, hlaut öndvegisstyrk fyrir verkefnið: Greining og inngrip snemma í mallandi mergæxli - skimun og meðferð hjá heilli þjóð.

Því má ennfremur bæta við að rannsókn Sigurðar Yngva byggir á fyrri rannsókn, Blóðskimun til bjargar, en þar skráðu sig rúmlega 80 þúsund Íslendingar til þátttöku í blóðskimun. Rannsóknin fór fram í húsakynnum Krabbameinsfélagsins í Skógarhlíð og er það félaginu mikill heiður að hafa lagt til húsnæði og rannsóknaraðstöðu fyrir verkefnið.

Krabbameinsfélagið óskar styrkhöfum öllum innilega til hamingju. Í ár barst metfjöldi styrkumsókna til Rannís og úthlutuð heildarupphæð hefur aldrei verið hærri, eða 1,3 milljarðar króna til nýrra verkefna. Alls bárust 402 gildar umsóknir og voru 82 þeirra styrktar. Þar á meðal voru níu öndvegisstyrkir. 


Fleiri nýjar fréttir

5. des. 2023 : Aðstoð við að velja mat sem eykur heilbrigði og vellíðan

Við þurfum hjálp! Ákall til matvælaframleiðenda og sölu- og markaðsaðila matvæla. Mörg fyrirtæki standa sig vel þegar kemur að markaðssetningu á mat og drykkjarvöru. Sum fyrirtæki sem bjóða upp á heilsueflandi mat en einnig mat- og drykkjarvörur sem geta haft neikvæð áhrif á heilsu hlífa til dæmis börnum við markaðssetningu á slíkum vörum.

Lesa meira

4. des. 2023 : Kírópraktorstöðin styrkir Bleiku slaufuna

Kírópraktorstöðin afhenti á dögunum 500.000 krónur til Krabbameinsfélagsins. Upphæðin er afrakstur af einstaklega vel heppnuðu Konukvöldi sem þau stóðu fyrir í tilefni af Bleikum október. Krabbameinsfélagið þakkar kærlega fyrir stuðninginn, sem kemur að góðum notum.

Lesa meira

4. des. 2023 : Ný rannsókn styður við einstaklingssniðna meðferð

Ný íslensk rannsókn sem birtist í dag í npj Breast Cancer og var unnin í samstarfi Krabbameinsfélagsins við meinafræðideild og krabbameinslækningadeild Landspítala, og við Háskóla Íslands. 

Lesa meira

2. des. 2023 : Taktu þátt í skemmtilegum jólaleik

Litríkt, jólalegt og hollt á borðið þitt. Krabbameinsfélagið í samstarfi við Banana og Hagkaup óska eftir jólalegum útfærslum á framsetningu á grænmeti, ávöxtum og berjum til að nýta á jólaborðið eða veislubakkann. Veglegir vinningar í boði.

Lesa meira

1. des. 2023 : Minningarorð um Jón Þorgeir Hallgrímsson

Jón Þorgeir Hallgrímsson, læknir, fyrrverandi formaður Krabbameinsfélags Íslands og Krabbameinsfélags Reykjavíkur lést þann 21. nóvember sl., 92 ára að aldri. Jóns Þorgeirs er minnst hjá Krabbameinsfélaginu með mikilli virðingu og þakklæti. Aðstandendum vottar félagið innilega samúð. 

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?