Sigriður Sólan Guðlaugsdóttir 21. nóv. 2017

Ráðgjafarþjónustan fagnar tíu ára afmæli

Samstarfsfólk og velunnarar Ráðgjafarþjónustunnar fylltu húsnæði þjónustunnar í gær þegar blásið var til veislu í tilefni af því að tíu ár eru liðin frá því starfsemin hóf göngu sína með núverandi sniði.

Ljúfir tónar Ómars og Óskars Guðjónssona hljómuðu á meðan gestir gæddu sér á veitingum og spjölluðu og Ari Eldjárn flutti gamanmál við góðar undirtektir gesta. Við þetta tækifæri frumsýndi kynningardeildin myndband sem hún framleiddi um afmælisbarnið þar sem fjöldi manns sagði frá tengingu sinni við þjónustuna og var gerður góður rómur að myndbandinu. 

Ráðgjafarþjónustan þakkar öllum þeim sem sýndu hlýhug bæði með því að koma og senda kveðju í tilefni dagsins.



 


Fleiri nýjar fréttir

9. jún. 2023 : Láttu mig vita ef ég get gert eitthvað fyrir þig

Þegar einhver í kringum okkur greinist með krabbamein er eðlilegt að upplifa óöryggi. þótt flestir vilji leggja sitt af mörkum til að vera til staðar getur óttinn við að segja ekki réttu hlutina eða að vita ekki hvað á að segja leitt til þess að jafnvel verði minna samband við viðkomandi en áður.

Lesa meira

30. maí 2023 : Bylting - hálfur milljarður til krabbameinsrannsókna

Vísindasjóður Krabbameinsfélagsins hefur frá stofnun sjóðsins árið 2015 styrkt 41 krabbameinsrannsókn um samanlagt 384 miljónir króna. Næsta úthlutun úr sjóðnum verður í júní næstkomandi.

Lesa meira

30. maí 2023 : Krabbameinsskimanir – mikið fyrir lítið

Áratugir eru síðan skimanir fyrir legháls- og brjóstakrabbameini voru teknar upp á Íslandi. Þær hafa fyrir löngu sannað gildi sitt þó þær veiti aldrei fullkomna vörn. Konur hér á landi hafa með afgerandi hætti sýnt að þær kunna að meta aðgengi að þeim.

Lesa meira

30. maí 2023 : Á Ís­landi greinast um 1800 manns á hverju ári með krabba­mein

Þeir gætu verið færri. Þó að ekki sé hægt að koma í veg fyrir öll krabbamein sýna rannsóknir að áhættuþættir margra krabbameina tengjast lífsstíl. Með bættri lýðheilsu þjóðar er hægt að fækka verulega ákveðnum krabbameinum.

Lesa meira

28. maí 2023 : Lokað 30. maí í ráðgjafarþjónustu vegna vinnufundar ráðgjafarteymis

Lokaða verður hjá ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins þriðjudaginn 30. maí vegna vinnufundar ráðgjafarteymis. Hægt er að senda fyrirspurnir og erindi á radgjof@krabb.is og er þeim svarað eins fljótt og hægt er.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?