Guðmundur Pálsson 16. maí 2019

Opið hús Brakka­sam­tak­anna sunnu­daginn 19. maí

Brakkasamtökin standa fyrir opnu húsi þann 19. maí næstkomandi. Þar munu samtökin opna nýja heimasíðu fyrir arfbera og fjölskyldur þeirra og stuðla að umræðum um stöðu mála varðandi BRCA og arfgeng krabbamein á Íslandi. 

Fjölbreyttur hópur fólks leggur til efni á heimasíðuna og mun hluti þeirra kynna nýjustu rannsóknir og stöðu í erfðamálum varðandi arfgeng krabbamein á opna húsinu. Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, Kristján Skúli Ásgeirsson brjóstaskurðlæknir, Laufey Tryggvadóttir, framkvæmdarstjóri Krabbameinsskrár og Helene Liette Lauzon, rannsóknar- og vöruþróunarstjóri Primex Iceland eru meðal þeirra sem flytja erindi á opna húsinu.

Þá mun Anna Kristrún Einarsdóttir rekja sögu Brakkafjölskyldu en síðasta ósk móður hennar áður en hún lést úr brjóstakrabbameini var að dóttir hennar fengi úr því skorið hvort þetta gæti verið erfðasjúkdómur. Þetta gekk ekki þrautalaust fyrir sig og tók nokkur ár, en Anna Kristrún var síðan ein af þeim fyrstu til að fá að vita að hún væri BRCA2 arfberi og jafnframt sú yngsta sem leitaðist eftir þeirri vitneskju á þeim tíma.

Í andyri verða kynningarbásar fyrirtækja sem styrkja viðburðinn og þjónusta BRCA arfbera á ýmsan hátt: m.a. Primex Iceland, Eirberg og Stoð.

Aðgangur er ókeypis og öllum opinn!

Boðið verður upp á kaffi og veitingar


Fleiri nýjar fréttir

24. apr. 2024 : Fundarboð: Aðal­fundur Krabba­meins­félagsins

Hér með er boðað til aðalfundar Krabbameinsfélagsins sem fer fram laugardaginn 25. maí kl. 13 í húsnæði félagsins að Skógarhlíð 8, Reykjavík.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Krabba­meins­skráning á Íslandi í 70 ár - Afmælis­málþing

Í tilefni af 70 ára afmæli krabbameinsskráningar á Íslandi býður Krabbameinsfélagið til afmælismálþings.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Með þínum stuðningi getum við gert svo ótal margt!

Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim fjölmörgu sem lögðu félaginu lið í Mottumars, árverkni- og fjáröflunarátaki félagsins, í ár. Við erum hrærð yfir þeirri velvild, samkennd og hlýju sem við fundum svo vel fyrir. Öll starfsemi félagsins er rekin fyrir sjálfsaflafé og því er stuðningur almennings og fyrirtækja forsenda fyrir starfinu.

Lesa meira

12. apr. 2024 : Saga Ómars Einarssonar

Ómar fékk krabbamein í háls, árið 2008, á sama tíma og Geir H. Haarde blessaði Ísland. Hann var geislaður í upphafi og síðar skorinn. Í framhaldinu var honum bent á að hitta Ragnar Davíðsson, formann félagsins Ný rödd, sem er eitt af aðildarfélögum Krabbameinsfélagsins. Ragnar hafi hjálpað sér og öðrum mikið.

Lesa meira

8. apr. 2024 : Frábær þátttaka í Skegg­keppni Mottu­mars 2024

Þátttakendur í Skeggkeppni Krabbameinsfélagsins þetta árið voru 360 talsins og alls söfnuðust rétt rúmlega 7,3 milljónir króna. Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim sem tóku þátt og öllum sem styrktu.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?