Björn Teitsson 14. des. 2020

Nýr forseti Evrópsku krabbameinssamtakanna

  • Medeiros

Dr. Rui Medeiros hefur tekið við af Sakari Karjalainen og Elizabeth Hjorth var einróma kosin sem varaformaður. 

Aðalfundur Evrópsku krabbameinssamtakanna (ECL) fór fram um miðjan nóvember með talsvert öðruvísi sniði en í venjulegu árferði. Var þar kosinn nýr forseti samtakanna en undanfarin fimm ár hafa samtökin verið undir forystu Dr. Sakari Karjalainen frá Finnlandi. Nýr forseti er Dr. Rui Medeiros, prófessor í meinafræðum og sameindameinafræðum við Meinafræðistofnun Porto (IPO Porto). Elizabeth Hjorth, frá Krabbameinsfélagið Danmerkur, var kosinn varaforseti en hún hefur verið í stjórn Evrópsku krabbameinssamtakanna um fimm ára skeið. Rui Medeiros var þakklátur fyrir kosninguna, samkvæmt tilkynningu frá samtökunum. „Ég þakka traustið sem krabbameinsfélög um alla Evrópu hafa sýnt mér.“ Markmið Medeiros verða að halda áfram vísindastarfi, forvörnum og fræðslu með það að markmiði að draga úr nýgengi krabbameina og bæta lífsgæði þeirra sem greinast með krabbamein. 


Fleiri nýjar fréttir

23. jan. 2023 : Vilt þú taka þátt í undir­búningi Styrk­leik­anna?

Styrkleikarnir verða haldnir í annað sinn á Selfossi laugardaginn 29. apríl til sunnudagsins 30. apríl. Styrkleikarnir snúast um að styðja við, heiðra eða minnast þeirra sem hafa fengið krabbamein.

Lesa meira

5. jan. 2023 : Laust starf: Viltu hafa áhrif til góðs?

Til að ná enn meiri árangri í starfi félagsins viljum við fjölga í öflugu teymi sérfræðinga okkar og efla kynningar- og fræðslustarf félagsins enn frekar og auglýsum eftir sérfræðingi í miðlun. Við leitum að metnaðarfullum, drífandi og sjálfstæðum einstaklingi sem brennur fyrir að ná árangri í starfi, fólkinu í landinu til heilla.

Lesa meira

5. jan. 2023 : Er ekki langt síðan þú fórst í vísindaferð? Nú er komið að því!

Krabbameinsfélagið býður heilbrigðisstarfsfólki í vísindaferð, fimmtudaginn 12. janúar kl. 16:30 – 18:00 í húsi félagsins í Skógarhlíð 8.  

Lesa meira

3. jan. 2023 : Reyklaust nýtt ár

Innan Krabbameinsfélagsins er áratuga reynsla af stuðningi við fólk sem vill hætta að reykja. Hægt er að bóka ókeypis samtal við sérfræðinga í reykbindindi, bæði á íslensku, pólsku og ensku. 

Lesa meira

3. jan. 2023 : Bláa Lónið styrkir Vísinda­sjóð Krabba­meins­fé­lagsins

Í ár studdi Bláa Lónið Krabbameinsfélagið með þátttöku í átaksverkefnunum Mottumars og Bleiku slaufunni. Líkt og fyrri ár rann hluti af sölu sturtugels Bláa Lónsins í mars og varasalvans í október, til Vísindasjóðs Krabbameinsfélagsins.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?