Björn Teitsson 14. des. 2020

Nýr forseti Evrópsku krabbameinssamtakanna

  • Medeiros

Dr. Rui Medeiros hefur tekið við af Sakari Karjalainen og Elizabeth Hjorth var einróma kosin sem varaformaður. 

Aðalfundur Evrópsku krabbameinssamtakanna (ECL) fór fram um miðjan nóvember með talsvert öðruvísi sniði en í venjulegu árferði. Var þar kosinn nýr forseti samtakanna en undanfarin fimm ár hafa samtökin verið undir forystu Dr. Sakari Karjalainen frá Finnlandi. Nýr forseti er Dr. Rui Medeiros, prófessor í meinafræðum og sameindameinafræðum við Meinafræðistofnun Porto (IPO Porto). Elizabeth Hjorth, frá Krabbameinsfélagið Danmerkur, var kosinn varaforseti en hún hefur verið í stjórn Evrópsku krabbameinssamtakanna um fimm ára skeið. Rui Medeiros var þakklátur fyrir kosninguna, samkvæmt tilkynningu frá samtökunum. „Ég þakka traustið sem krabbameinsfélög um alla Evrópu hafa sýnt mér.“ Markmið Medeiros verða að halda áfram vísindastarfi, forvörnum og fræðslu með það að markmiði að draga úr nýgengi krabbameina og bæta lífsgæði þeirra sem greinast með krabbamein. 


Fleiri nýjar fréttir

9. jún. 2023 : Láttu mig vita ef ég get gert eitthvað fyrir þig

Þegar einhver í kringum okkur greinist með krabbamein er eðlilegt að upplifa óöryggi. þótt flestir vilji leggja sitt af mörkum til að vera til staðar getur óttinn við að segja ekki réttu hlutina eða að vita ekki hvað á að segja leitt til þess að jafnvel verði minna samband við viðkomandi en áður.

Lesa meira

30. maí 2023 : Bylting - hálfur milljarður til krabbameinsrannsókna

Vísindasjóður Krabbameinsfélagsins hefur frá stofnun sjóðsins árið 2015 styrkt 41 krabbameinsrannsókn um samanlagt 384 miljónir króna. Næsta úthlutun úr sjóðnum verður í júní næstkomandi.

Lesa meira

30. maí 2023 : Krabbameinsskimanir – mikið fyrir lítið

Áratugir eru síðan skimanir fyrir legháls- og brjóstakrabbameini voru teknar upp á Íslandi. Þær hafa fyrir löngu sannað gildi sitt þó þær veiti aldrei fullkomna vörn. Konur hér á landi hafa með afgerandi hætti sýnt að þær kunna að meta aðgengi að þeim.

Lesa meira

30. maí 2023 : Á Ís­landi greinast um 1800 manns á hverju ári með krabba­mein

Þeir gætu verið færri. Þó að ekki sé hægt að koma í veg fyrir öll krabbamein sýna rannsóknir að áhættuþættir margra krabbameina tengjast lífsstíl. Með bættri lýðheilsu þjóðar er hægt að fækka verulega ákveðnum krabbameinum.

Lesa meira

28. maí 2023 : Lokað 30. maí í ráðgjafarþjónustu vegna vinnufundar ráðgjafarteymis

Lokaða verður hjá ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins þriðjudaginn 30. maí vegna vinnufundar ráðgjafarteymis. Hægt er að senda fyrirspurnir og erindi á radgjof@krabb.is og er þeim svarað eins fljótt og hægt er.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?