Björn Teitsson 14. des. 2020

Nýr forseti Evrópsku krabbameinssamtakanna

  • Medeiros

Dr. Rui Medeiros hefur tekið við af Sakari Karjalainen og Elizabeth Hjorth var einróma kosin sem varaformaður. 

Aðalfundur Evrópsku krabbameinssamtakanna (ECL) fór fram um miðjan nóvember með talsvert öðruvísi sniði en í venjulegu árferði. Var þar kosinn nýr forseti samtakanna en undanfarin fimm ár hafa samtökin verið undir forystu Dr. Sakari Karjalainen frá Finnlandi. Nýr forseti er Dr. Rui Medeiros, prófessor í meinafræðum og sameindameinafræðum við Meinafræðistofnun Porto (IPO Porto). Elizabeth Hjorth, frá Krabbameinsfélagið Danmerkur, var kosinn varaforseti en hún hefur verið í stjórn Evrópsku krabbameinssamtakanna um fimm ára skeið. Rui Medeiros var þakklátur fyrir kosninguna, samkvæmt tilkynningu frá samtökunum. „Ég þakka traustið sem krabbameinsfélög um alla Evrópu hafa sýnt mér.“ Markmið Medeiros verða að halda áfram vísindastarfi, forvörnum og fræðslu með það að markmiði að draga úr nýgengi krabbameina og bæta lífsgæði þeirra sem greinast með krabbamein. 


Fleiri nýjar fréttir

16. feb. 2024 : Veruleg ánægja með námskeiðið og hefur fólk ekki látið misgott veður stöðva sig

Göngurnar eru leiddar af leiðsögumönnum frá Ferðafélaginu sem jafnframt fræða um ýmislegt áhugavert sem tengist þeim slóðum sem gengið er um. Rúmlega fjörutíu þátttakendur á námskeiðinu sem mun standa alveg fram í júní.

Lesa meira
2023-j

12. feb. 2024 : Kastað til bata: Konum boðið til veiðiferðar

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í verkefnið „Kastað til bata“ sem er endurhæfingarverkefni á vegum Brjóstaheilla - Samhjálpar kvenna, Krabbameinsfélagsins og styrktaraðila, þar sem konum er boðið til veiðiferðar.

Lesa meira

10. feb. 2024 : Fulltrúar Krabbameinsfélagsins á faraldsfæti

Um þessar mundir stendur Krabbameinsfélagið fyrir átaksverkefni sem miðar að því að fjölga í þeim góða hópi Velunnara sem styðja þétt við bakið á félaginu með mánaðarlegum framlögum. Við erum á ferðinni í Hafnarfirði og Mosfellsbæ.

Lesa meira

9. feb. 2024 : Endurskoðaðar ráðleggingar embættis landlæknis um hreyfingu

Embætti landlæknis kynnti endurskoðaðar ráðleggingar um hreyfingu ásamt því að setja lífshlaupið 2024 af stað í samstarfi við Íþrótta- og ólympíusambandi Íslands.

Lesa meira

7. feb. 2024 : Styrkir til Krabbameinsrannsókna

Vísindasjóður Krabbameinsfélagsins óskar eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum. Umsóknarfrestur rennur út á miðnætti 4. mars. Markmið sjóðsins er að efla rannsóknir á orsökum krabbameina, forvörnum, meðferð og lífsgæðum sjúklinga. 45 rannsóknarverkefni af fjölbreyttum toga hafa fengið styrki úr sjóðnum frá árinu 2017.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?