Björn Teitsson 14. des. 2020

Nýr forseti Evrópsku krabbameinssamtakanna

  • Medeiros

Dr. Rui Medeiros hefur tekið við af Sakari Karjalainen og Elizabeth Hjorth var einróma kosin sem varaformaður. 

Aðalfundur Evrópsku krabbameinssamtakanna (ECL) fór fram um miðjan nóvember með talsvert öðruvísi sniði en í venjulegu árferði. Var þar kosinn nýr forseti samtakanna en undanfarin fimm ár hafa samtökin verið undir forystu Dr. Sakari Karjalainen frá Finnlandi. Nýr forseti er Dr. Rui Medeiros, prófessor í meinafræðum og sameindameinafræðum við Meinafræðistofnun Porto (IPO Porto). Elizabeth Hjorth, frá Krabbameinsfélagið Danmerkur, var kosinn varaforseti en hún hefur verið í stjórn Evrópsku krabbameinssamtakanna um fimm ára skeið. Rui Medeiros var þakklátur fyrir kosninguna, samkvæmt tilkynningu frá samtökunum. „Ég þakka traustið sem krabbameinsfélög um alla Evrópu hafa sýnt mér.“ Markmið Medeiros verða að halda áfram vísindastarfi, forvörnum og fræðslu með það að markmiði að draga úr nýgengi krabbameina og bæta lífsgæði þeirra sem greinast með krabbamein. 


Fleiri nýjar fréttir

17. maí 2022 : 70 ár fyrir 70 andlit - Bjarni Bjarnason

Bjarni Bjarnason læknir var formaður Krabbameinsfélags Íslands frá 1966 til 1973 en hafði áður verið varaformaður þess síðan 1960. Hann var í stjórn Krabbameinsfélags Reykjavíkur frá 1951 og formaður frá 1960 til 1965. 

Lesa meira

16. maí 2022 : 70 andlit fyrir 70 ár - Guðbjartur Hannesson

Alþjóðlegi krabbameinsdagurinn 4. febrúar 2011 var merkisdagur. Þá tilkynnti Guðbjartur Hannesson, velferðarráðherra á árunum 2011 til 2013, að hann hygðist láta vinna krabbameinsáætlun fyrir Ísland. Ákvörðunina tengdi hann 60 ára afmæli Krabbameinsfélagsins.

Lesa meira

12. maí 2022 : Bjóðum Hörpu velkomna

Við erum stolt af því að bjóða nýjan starfsmann, Hörpu Ásdísi félagsráðgjafa, til starfa í ráðgjafarteymi Krabbameinsfélagsins. Harpa vann hjá Félagsþjónustu Reykjavíkur í 9 ár, áður en hún færði sig yfir á Reykjalund þar sem hún starfaði síðastliðin 22 ár.

Lesa meira

11. maí 2022 : Málþing: Krabba­meins­áætlun - á áætlun?

Málþing Krabbameinsfélags Íslands, laugardaginn 21. maí kl. 10 – 12 í Skógarhlíð 8, Reykjavík. Erindi á málþinginu flytja fulltrúar Krabba­meins­félagsins, Landspítala, heilbrigðis­ráðu­neytisins auk landlæknis.

Lesa meira

11. maí 2022 : 70 andlit í 70 ár - Lára Vigfúsdóttir

Fólk sem vill láta gott af sér leiða eftir sinn dag arfleiðir Krabbameinsfélagið reglulega að eigum sínum eða hluta þeirra. Lára Vigfúsdóttir, innanhússarkitekt frá Vestmannaeyjum er ein þeirra. Hennar erfðagjöf gerði Krabbameinsfélaginu mögulegt að bjóða fyrstu árgöngum sem boðið var í skimun fyrir legháls- og brjóstakrabbameinum á árinu 2020 ókeypis skimun. 

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?