Sigriður Sólan Guðlaugsdóttir 23. jan. 2019

Núvitund fyrir ungmenni sem hafa misst ástvin

Krabbameinsfélagið býður nú upp á námskeið í núvitund fyrir aðstandendur á aldrinum 16-22 ára. 

Rannsóknir sýna að núvitundarþjálfun og meðferð hefur jákvæð áhrif á líðan, getur aukið gæði daglegs lífs, bætt heilsufar og dregið úr streitu, kvíða og depurð. Þetta eru algengir kvillar hjá þeim sem missa nákominn ástvin.

„Það er mikið áfall að missa ástvin og erfitt í þeim aðstæðum að hafa stjórn á tilfinningum, sorgin getur verið djúp og vanlíðan mikil. Það hefur gjarnan mikil áhrif á lífið, meðal annars nám, vinnu og vinskap,“ segir Sigrún Lillie Magnúsdóttir, forstöðumaður Ráðgjafarþjónustunnar. 

Námskeiðið byggir á MBCT (Mindfulness-Based Cognitive Therapy) og var gagngert hannað sem fyrirbyggjandi inngrip fyrir fólk með endurtekið eða þrálátt þunglyndi en hefur síðan verið þróað sem úrræði fyrir margvíslega sálræna erfiðleika. 

Í núvitundarþjálfun er tvinnað saman núvitund, aðferðum hugrænnar atferlismeðferðar og sálfræði austrænnar visku. Námskeiðið er tvískipt. Á fyrra námskeiðinu, fjögur skipti, er farið í grunnþjálfun á núvitund, núvitundaræfingar, fræðslu og umræður. Á seinna námskeiðinu er iðkunin dýpkuð og tekist á við sorgarferlið og aðra erfiðleika með aðferðum núvitundar.

Leiðbeinandinn er Edda Margrét Guðmundsdóttir sálfræðingur sem hefur sérhæft sig í núvitundarmiðaðri meðferð.

Mæla með námskeiðinu

„Það getur verið gagnlegt við þessar aðstæður að hitta aðra í svipuðum sporum og sjá að maður er ekki einn. Allir þátttakendur á fyrra námskeiðinu hafa valið að taka seinna námskeiðið líka. Þeir hafa talið það hafa góð áhrif og mæla með námskeiðinu fyrir aðra,“ segir Sigrún.

„Þeim fannst námskeiðið hjálpa með einbeitingu, nám og dagleg verkefni eins og að tala við ókunnuga, halda fyrirlestra og koma sér að verki. Þá fannst þeim gagnlegt að læra að takast á við lífið einn dag í einu, ekki síst á þeim dögum sem voru erfiðir.“

Næsta námskeið hefst 7. febrúar og frekari upplýsingar um skráningu er að finna hér .


Fleiri nýjar fréttir

30. maí 2023 : Bylting - hálfur milljarður til krabbameinsrannsókna

Vísindasjóður Krabbameinsfélagsins hefur frá stofnun sjóðsins árið 2015 styrkt 41 krabbameinsrannsókn um samanlagt 384 miljónir króna. Næsta úthlutun úr sjóðnum verður í júní næstkomandi.

Lesa meira

30. maí 2023 : Krabbameinsskimanir – mikið fyrir lítið

Áratugir eru síðan skimanir fyrir legháls- og brjóstakrabbameini voru teknar upp á Íslandi. Þær hafa fyrir löngu sannað gildi sitt þó þær veiti aldrei fullkomna vörn. Konur hér á landi hafa með afgerandi hætti sýnt að þær kunna að meta aðgengi að þeim.

Lesa meira

30. maí 2023 : Á Ís­landi greinast um 1800 manns á hverju ári með krabba­mein

Þeir gætu verið færri. Þó að ekki sé hægt að koma í veg fyrir öll krabbamein sýna rannsóknir að áhættuþættir margra krabbameina tengjast lífsstíl. Með bættri lýðheilsu þjóðar er hægt að fækka verulega ákveðnum krabbameinum.

Lesa meira

28. maí 2023 : Lokað 30. maí í ráðgjafarþjónustu vegna vinnufundar ráðgjafarteymis

Lokaða verður hjá ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins þriðjudaginn 30. maí vegna vinnufundar ráðgjafarteymis. Hægt er að senda fyrirspurnir og erindi á radgjof@krabb.is og er þeim svarað eins fljótt og hægt er.

Lesa meira

25. maí 2023 : Bjóðum Brakkasamtökin velkomin í hópinn

Á aðalfundi Krabbameinsfélagsins var staðfest ákvörðun stjórnar um aðild Brakkasamtakanna að Krabbameinsfélagi Íslands. Krabbameinsfélagið fagnar ákvörðun aðalfundarins og býður Brakkasamtökin velkomin í hópinn.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?