Sigriður Sólan Guðlaugsdóttir 23. jan. 2019

Núvitund fyrir ungmenni sem hafa misst ástvin

Krabbameinsfélagið býður nú upp á námskeið í núvitund fyrir aðstandendur á aldrinum 16-22 ára. 

Rannsóknir sýna að núvitundarþjálfun og meðferð hefur jákvæð áhrif á líðan, getur aukið gæði daglegs lífs, bætt heilsufar og dregið úr streitu, kvíða og depurð. Þetta eru algengir kvillar hjá þeim sem missa nákominn ástvin.

„Það er mikið áfall að missa ástvin og erfitt í þeim aðstæðum að hafa stjórn á tilfinningum, sorgin getur verið djúp og vanlíðan mikil. Það hefur gjarnan mikil áhrif á lífið, meðal annars nám, vinnu og vinskap,“ segir Sigrún Lillie Magnúsdóttir, forstöðumaður Ráðgjafarþjónustunnar. 

Námskeiðið byggir á MBCT (Mindfulness-Based Cognitive Therapy) og var gagngert hannað sem fyrirbyggjandi inngrip fyrir fólk með endurtekið eða þrálátt þunglyndi en hefur síðan verið þróað sem úrræði fyrir margvíslega sálræna erfiðleika. 

Í núvitundarþjálfun er tvinnað saman núvitund, aðferðum hugrænnar atferlismeðferðar og sálfræði austrænnar visku. Námskeiðið er tvískipt. Á fyrra námskeiðinu, fjögur skipti, er farið í grunnþjálfun á núvitund, núvitundaræfingar, fræðslu og umræður. Á seinna námskeiðinu er iðkunin dýpkuð og tekist á við sorgarferlið og aðra erfiðleika með aðferðum núvitundar.

Leiðbeinandinn er Edda Margrét Guðmundsdóttir sálfræðingur sem hefur sérhæft sig í núvitundarmiðaðri meðferð.

Mæla með námskeiðinu

„Það getur verið gagnlegt við þessar aðstæður að hitta aðra í svipuðum sporum og sjá að maður er ekki einn. Allir þátttakendur á fyrra námskeiðinu hafa valið að taka seinna námskeiðið líka. Þeir hafa talið það hafa góð áhrif og mæla með námskeiðinu fyrir aðra,“ segir Sigrún.

„Þeim fannst námskeiðið hjálpa með einbeitingu, nám og dagleg verkefni eins og að tala við ókunnuga, halda fyrirlestra og koma sér að verki. Þá fannst þeim gagnlegt að læra að takast á við lífið einn dag í einu, ekki síst á þeim dögum sem voru erfiðir.“

Næsta námskeið hefst 7. febrúar og frekari upplýsingar um skráningu er að finna hér .


Fleiri nýjar fréttir

24. apr. 2024 : Fundarboð: Aðal­fundur Krabba­meins­félagsins

Hér með er boðað til aðalfundar Krabbameinsfélagsins sem fer fram laugardaginn 25. maí kl. 13 í húsnæði félagsins að Skógarhlíð 8, Reykjavík.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Krabba­meins­skráning á Íslandi í 70 ár - Afmælis­málþing

Í tilefni af 70 ára afmæli krabbameinsskráningar á Íslandi býður Krabbameinsfélagið til afmælismálþings.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Með þínum stuðningi getum við gert svo ótal margt!

Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim fjölmörgu sem lögðu félaginu lið í Mottumars, árverkni- og fjáröflunarátaki félagsins, í ár. Við erum hrærð yfir þeirri velvild, samkennd og hlýju sem við fundum svo vel fyrir. Öll starfsemi félagsins er rekin fyrir sjálfsaflafé og því er stuðningur almennings og fyrirtækja forsenda fyrir starfinu.

Lesa meira

12. apr. 2024 : Saga Ómars Einarssonar

Ómar fékk krabbamein í háls, árið 2008, á sama tíma og Geir H. Haarde blessaði Ísland. Hann var geislaður í upphafi og síðar skorinn. Í framhaldinu var honum bent á að hitta Ragnar Davíðsson, formann félagsins Ný rödd, sem er eitt af aðildarfélögum Krabbameinsfélagsins. Ragnar hafi hjálpað sér og öðrum mikið.

Lesa meira

8. apr. 2024 : Frábær þátttaka í Skegg­keppni Mottu­mars 2024

Þátttakendur í Skeggkeppni Krabbameinsfélagsins þetta árið voru 360 talsins og alls söfnuðust rétt rúmlega 7,3 milljónir króna. Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim sem tóku þátt og öllum sem styrktu.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?