Kolbrún Silja Ásgeirsdóttir 8. jún. 2017

Norrænu krabbameinssamtökin auglýsa eftir umsóknum um styrki til krabbameinsrannsókna

Umsóknarfrestur er til kl. 13:00 þann 1. september 2017

Norrænu krabbameinssamtökin (NCU) auglýsa eftir umsóknum um styrki til krabbameinsrannsókna.

Rannsókninar skulu byggja á samstarfi vísindamanna norrænu landanna og hafa það að markmiði að:

  •  Auka þekkingu og skilning á krabbameinum
  • Auka skilvirkni forvarna
  • Efla árangur í krabbameinsmeðferðum og endurhæfingu
  • Auka virkni í beitingu krabbameinsmeðferða í norrænu löndunum
     

Umsóknum skal skilað fyrir kl. 13:00 þann 1. september 2017. 

Nánari upplýsingar um umsóknir eru á vef Norrænu krabbameinssamtakanna (NCU) www.ncu.nu

Krabbameinsfélag Íslands hefur verið meðlimur í Samtökum norrænna krabbameinsfélaga, Nordic Cancer Union (NCU) í yfir 60 ár. Samtökin leggja áherslu á að styðja vísindarannsóknir á krabbameinum og nema árlegir styrkir um 750.000 Evrur.


Fleiri nýjar fréttir

2. júl. 2020 : Tólf velunnarar segja af hverju þeir styrkja Krabbameinsfélagið

Velunnarar vilja leggja sitt af mörkum í baráttunni við krabbamein.


Lesa meira

19. jún. 2020 : Sumar­happ­drætti Krabba­meins­félagsins - útdráttur

Dregið var í Sumarhappdrætti Krabbameinsfélagsins þann 17. júní. Félagið þakkar frábærar viðtökur og er þakklátt þeim fjölmörgu sem leggja starfinu lið með því að taka þátt.

Lesa meira
Krabbameinsfélagið ásamt aðildarfélögum á Austurlandi, Fljótsdalshéraði og Heilbrigðisstofnun Austurlands skrifuðu undir samning um aukna þjónustu á Austurlandi 18.06,2020.

18. jún. 2020 : Tímamót í þjónustu á Austurlandi

Í morgun undirritaði Krabbameinsfélagið ásamt aðildarfélögum á Austurlandi, Fljótsdalshéraði og Heilbrigðisstofnun Austurlands samstarfssamning sem felur í sér aukna þjónustu við þá sem greinst hafa með krabbamein og fjölskyldur þeirra.

Lesa meira

14. jún. 2020 : Sumar­happ­drætti Krabba­meins­félagsins: Við drögum 17. júní - átt þú miða?

Vinningar eru 266 talsins að verðmæti um 46,8 milljónir króna. Peugeot bifreið að verðmæti 6,6 milljónir króna gæti orðið þín! 

Lesa meira

12. jún. 2020 : Viðtökur við Áttavitanum fram úr björtustu vonum

Boðsbréf sem send voru út í vikunni til markhóps í rannsókn Krabbameins­félagsins, Áttavitans, sem fjallar um reynslu fólks af greiningu og meðferð krabbameins, hafa fengið góð viðbrögð og mikill fjöldi nú þegar skráð sig í rannsóknina.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?