Kolbrún Silja Ásgeirsdóttir 8. jún. 2017

Norrænu krabbameinssamtökin auglýsa eftir umsóknum um styrki til krabbameinsrannsókna

Umsóknarfrestur er til kl. 13:00 þann 1. september 2017

Norrænu krabbameinssamtökin (NCU) auglýsa eftir umsóknum um styrki til krabbameinsrannsókna.

Rannsókninar skulu byggja á samstarfi vísindamanna norrænu landanna og hafa það að markmiði að:

  •  Auka þekkingu og skilning á krabbameinum
  • Auka skilvirkni forvarna
  • Efla árangur í krabbameinsmeðferðum og endurhæfingu
  • Auka virkni í beitingu krabbameinsmeðferða í norrænu löndunum
     

Umsóknum skal skilað fyrir kl. 13:00 þann 1. september 2017. 

Nánari upplýsingar um umsóknir eru á vef Norrænu krabbameinssamtakanna (NCU) www.ncu.nu

Krabbameinsfélag Íslands hefur verið meðlimur í Samtökum norrænna krabbameinsfélaga, Nordic Cancer Union (NCU) í yfir 60 ár. Samtökin leggja áherslu á að styðja vísindarannsóknir á krabbameinum og nema árlegir styrkir um 750.000 Evrur.


Fleiri nýjar fréttir

15. ágú. 2019 : Aukaskoðun í Vestmannaeyjum 22. og 23. ágúst

Afar dræm þátttaka var í skimun fyrir brjóstakrabbameini í Vestmannaeyjum í vor og kom í ljós að mistök höfðu átt sér stað í póstsendingu boðsbréfa sem ekki bárust öllum konum sem komið var að í skimun.

Lesa meira

12. ágú. 2019 : Opið fyrir umsóknir í vísindasjóð norrænu krabbameinssamtakanna

Vakin er athygli á því að opið er fyrir umsóknir í vísindasjóð NCU (Norrænu krabbameinssamtakanna). Umsóknarfrestur er til og með 2. september næstkomandi.

Lesa meira
Brjóstaskoðun á Leitarstöð

9. ágú. 2019 : Mikil eftirspurn eftir tímum í skimun

Aldrei hafa jafnmargar tímapantanir í skimun beðið starfsfólks Leitarstöðvarinnar að loknum sumarleyfum og nú. Um 800 tölvupóstar biðu afgreiðslu og er nú unnið að því að bæta við tímum til að anna eftirspurn. 

Lesa meira

29. júl. 2019 : Hleypur fyrir pabba og frænda ... af því hún getur það

Berglind Alda Ástþórsdóttir hleypur 10 kílómetra í Reykjavíkurmaraþoninu til styrktar Krabbameinsfélaginu. Berglind hefur sterka tengingu við krabbamein, en faðir hennar hefur síðustu tvö ár glímt við nýrnakrabbamein og 14 ára gamall frændi er með krabbamein í eitlum. 

Lesa meira
Arnar Pétursson og Berglind Alda Ástþórsdóttir

27. júl. 2019 : Þú þarft ekki að vera maraþonhlaupari til að minnka líkur á krabbameini

Krabbameinsfélagið hvetur landsmenn til reglulegrar hreyfingar, því í henni felst góð forvörn gegn krabbameinum. Félagið hvetur hlaupara í Reykjavíkurmaraþoni til dáða með því að gefa bönd með slagorðinu „Ég hleyp af því ég get það.“

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?