Sigriður Sólan Guðlaugsdóttir 23. jan. 2020

Mottumarssokkarnir komnir til að vera

Árið 2018 voru í fyrsta sinn kynntir til sögunnar Mottumarssokkar til styrktar Mottumarsátakinu. „Forsetasokkarnir“ eins og þeir voru kallaðir, slógu í gegn.

Árið 2019 vann Anna Pálína Baldursdóttir samkeppni Listaháskóla Íslands og Krabbameinsfélagsins um hönnunina. 

„Það verður því spennandi að sjá hvernig sokkarnir verða í ár, því við fengum til liðs við okkur smekkmennina í Kormáki og Skildi til að sjá um hönnunina,“ segir Kolbrún Silja Ásgeirsdóttir, fjáröflunarstjóri Krabbameinsfélagsins. Mottumars er árlegt átaksverkefni 

Krabbameinsfélagsins sem tileinkað er baráttunni gegn krabbameinum hjá körlum. Meginmarkmið þess er að sinna fræðslu, forvörnum, rannsóknum, ráðgjöf og stuðningi fyrir karlmenn og að hvetja alla karlmenn og fjölskyldur þeirra til að vera meðvitaða um einkenni krabbameina. 

Mottan lifir 

Aðspurð um hvort yfirvaraskeggið, sem var einkenni átaksins um árabil, sé nú horfið í skuggann af sokkunum, segir Kolbrún ekki svo vera. „Við ákváðum hins vegar að hvíla skeggsamkeppnina um tíma, en fögnum engu að síður yfirvaraskeggjum í marsmánuði og hvetjum karlmenn til að sýna stuðning í verki með sokkum og skeggi.“

Greinin birtist í Blaði Krabbameinsfélagsins 2020 .


Fleiri nýjar fréttir

24. apr. 2024 : Fundarboð: Aðal­fundur Krabba­meins­félagsins

Hér með er boðað til aðalfundar Krabbameinsfélagsins sem fer fram laugardaginn 25. maí kl. 13 í húsnæði félagsins að Skógarhlíð 8, Reykjavík.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Krabba­meins­skráning á Íslandi í 70 ár - Afmælis­málþing

Í tilefni af 70 ára afmæli krabbameinsskráningar á Íslandi býður Krabbameinsfélagið til afmælismálþings.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Með þínum stuðningi getum við gert svo ótal margt!

Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim fjölmörgu sem lögðu félaginu lið í Mottumars, árverkni- og fjáröflunarátaki félagsins, í ár. Við erum hrærð yfir þeirri velvild, samkennd og hlýju sem við fundum svo vel fyrir. Öll starfsemi félagsins er rekin fyrir sjálfsaflafé og því er stuðningur almennings og fyrirtækja forsenda fyrir starfinu.

Lesa meira

12. apr. 2024 : Saga Ómars Einarssonar

Ómar fékk krabbamein í háls, árið 2008, á sama tíma og Geir H. Haarde blessaði Ísland. Hann var geislaður í upphafi og síðar skorinn. Í framhaldinu var honum bent á að hitta Ragnar Davíðsson, formann félagsins Ný rödd, sem er eitt af aðildarfélögum Krabbameinsfélagsins. Ragnar hafi hjálpað sér og öðrum mikið.

Lesa meira

8. apr. 2024 : Frábær þátttaka í Skegg­keppni Mottu­mars 2024

Þátttakendur í Skeggkeppni Krabbameinsfélagsins þetta árið voru 360 talsins og alls söfnuðust rétt rúmlega 7,3 milljónir króna. Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim sem tóku þátt og öllum sem styrktu.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?