Sigriður Sólan Guðlaugsdóttir 6. mar. 2018

Mottumarssokkar koma til landsins á morgun

Sending með Mottumarssokkum sem koma áttu til landsins um miðja síðustu viku er enn ekki komin til landsins. 

Síðasti áfangastaður sokkanna var Dublin á Írlandi, en afar slæm veðurskilyrði þar í síðustu viku urðu til þess að frakthluta flugvallarins var lokað og sokkarnir urðu innlyksa. Í kjölfarið skapaðist ringulreið á vellinum þar sem frakt hlóðst upp en verið er að greiða úr þeim málum í dag.

Nú hefur verið staðfest að sendingin komi til landsins á morgun, miðvikudag, og verða sokkar þá sendir án tafar í verslanir um allt land og afgreiddir til viðskiptavina sem hafa pantað á netinu.  

„Við þökkum þolinmæði viðskiptavina okkar og sýndan stuðning, og vonum að þessi töf komi ekki að sök,“ segir Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins; „Yfirleitt eru það veður á Íslandi sem orsaka tafir, en ekki öfugt." 


Fleiri nýjar fréttir

24. apr. 2024 : Fundarboð: Aðal­fundur Krabba­meins­félagsins

Hér með er boðað til aðalfundar Krabbameinsfélagsins sem fer fram laugardaginn 25. maí kl. 13 í húsnæði félagsins að Skógarhlíð 8, Reykjavík.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Krabba­meins­skráning á Íslandi í 70 ár - Afmælis­málþing

Í tilefni af 70 ára afmæli krabbameinsskráningar á Íslandi býður Krabbameinsfélagið til afmælismálþings.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Með þínum stuðningi getum við gert svo ótal margt!

Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim fjölmörgu sem lögðu félaginu lið í Mottumars, árverkni- og fjáröflunarátaki félagsins, í ár. Við erum hrærð yfir þeirri velvild, samkennd og hlýju sem við fundum svo vel fyrir. Öll starfsemi félagsins er rekin fyrir sjálfsaflafé og því er stuðningur almennings og fyrirtækja forsenda fyrir starfinu.

Lesa meira

12. apr. 2024 : Saga Ómars Einarssonar

Ómar fékk krabbamein í háls, árið 2008, á sama tíma og Geir H. Haarde blessaði Ísland. Hann var geislaður í upphafi og síðar skorinn. Í framhaldinu var honum bent á að hitta Ragnar Davíðsson, formann félagsins Ný rödd, sem er eitt af aðildarfélögum Krabbameinsfélagsins. Ragnar hafi hjálpað sér og öðrum mikið.

Lesa meira

8. apr. 2024 : Frábær þátttaka í Skegg­keppni Mottu­mars 2024

Þátttakendur í Skeggkeppni Krabbameinsfélagsins þetta árið voru 360 talsins og alls söfnuðust rétt rúmlega 7,3 milljónir króna. Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim sem tóku þátt og öllum sem styrktu.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?