Ása Sigríður Þórisdóttir 13. des. 2023

Metta Sport styrkir Bleiku slaufuna um 1.432.064 kr.

Metta Sport styrkir Bleiku slaufuna um 1.432.064 krónur. Krabbameinsfélagið þakkar Metta Sport og viðskipavinum kærlega fyrir stuðninginn, hann skiptir svo sannarlega máli.

Metta Sport styrkir Bleiku slaufuna um 1.432.064 krónur. Þeir Pétur Kiernan og Samúel Ásberg hafa rekið Metta Sport í tvö og hálft ár. Þeir sjá sjálfir meira og minna um allt sem lýtur að rekstri og hönnun. Þeir hófu reksturinn í Síðumúla en nýverðir fluttu þeir sig um set og eru komnir í miðbæ Reykjavíkur, nánar tiltekið á Barónsstíg 11A. Óhætt er að segja að reksturinn gangi vel og vörulína þeirra höfði vel til ungu kynslóðarinnar.

En hvernig kom það til að þeir félagar ákváðu að taka þátt í Bleiku slaufunni í ár, þegar horft er til þess að þeirra helstu viðskiptavinir, yngri kynslóðin, er ekki sá hópur sem hefur hvað mest verið að kaupa Bleiku slaufuna? ,,Þegar við vorum yngri vorum við ekki mikið að spá heldur í að kaupa Bleiku slaufu-næluna", segja þeir Pétur og Samúel. ,,Þannig að okkur langaði að bjóða upp á aðra leið til að virkja okkar unga viðskiptahóp til góðs. Við ákváðum að setja ákveðnar vörur úr okkar hönnun í bleikan búning í tilefni af Bleiku slaufunni".

,,Við vissum að við erum með yngri markhóp sem tekur ekki endilega þátt í svona átökum og það var ákveðin áskorun, en markmiðið með þessu öllu var að kynna þetta mikilvæga málefni sem Bleika slaufan stendur fyrir og gera það með flíkum sem viðskiptavinum okkar finnst flottar og höfða til þeirra. Þær flíkur sem voru í boði voru framleiddar í takmörkuðu magni og munu ekki koma aftur. Gaman verður að sjá flíkurnar lifa áfram eftir átakið".

Þeir félagar Pétur og Samúel eru mjög þakklátir fyrir móttökurnar og stuðninginn sem viðskiptavinir þeirra sýndu en alls söfnuðust 1.432.064 krónur. Þeir vissu ekki hverju þeir ættu von á, enda að gera þetta í fyrsta skipti, en eru afar þakklátir og sáttir og finnst gaman að viðskiptavinir þeirra hafi brugðist svona vel við. ,,Okkur fannst gaman að gefa þessum yngri hóp tækifæri til að styðja við gott og brýnt málefni".

Krabbameinsfélagið þakkar Metta Sport og viðskipavinum kærlega fyrir stuðninginn, hann skiptir svo sannarlega máli.


Fleiri nýjar fréttir

24. apr. 2024 : Fundarboð: Aðal­fundur Krabba­meins­félagsins

Hér með er boðað til aðalfundar Krabbameinsfélagsins sem fer fram laugardaginn 25. maí kl. 13 í húsnæði félagsins að Skógarhlíð 8, Reykjavík.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Krabba­meins­skráning á Íslandi í 70 ár - Afmælis­málþing

Í tilefni af 70 ára afmæli krabbameinsskráningar á Íslandi býður Krabbameinsfélagið til afmælismálþings.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Með þínum stuðningi getum við gert svo ótal margt!

Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim fjölmörgu sem lögðu félaginu lið í Mottumars, árverkni- og fjáröflunarátaki félagsins, í ár. Við erum hrærð yfir þeirri velvild, samkennd og hlýju sem við fundum svo vel fyrir. Öll starfsemi félagsins er rekin fyrir sjálfsaflafé og því er stuðningur almennings og fyrirtækja forsenda fyrir starfinu.

Lesa meira

12. apr. 2024 : Saga Ómars Einarssonar

Ómar fékk krabbamein í háls, árið 2008, á sama tíma og Geir H. Haarde blessaði Ísland. Hann var geislaður í upphafi og síðar skorinn. Í framhaldinu var honum bent á að hitta Ragnar Davíðsson, formann félagsins Ný rödd, sem er eitt af aðildarfélögum Krabbameinsfélagsins. Ragnar hafi hjálpað sér og öðrum mikið.

Lesa meira

8. apr. 2024 : Frábær þátttaka í Skegg­keppni Mottu­mars 2024

Þátttakendur í Skeggkeppni Krabbameinsfélagsins þetta árið voru 360 talsins og alls söfnuðust rétt rúmlega 7,3 milljónir króna. Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim sem tóku þátt og öllum sem styrktu.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?