Ása Sigríður Þórisdóttir 14. apr. 2022

Með þér, kæri Velunnari þá er svo margt sem okkur tekst að vinna

Um þessar mundir fögnum við því að Velunnurum félagsins fjölgar dag frá degi og hafa þeir aldrei verið fleiri. Mánaðarlegur stuðningur þeirra 19.000 einstaklinga og fyrirtækja sem eru Velunnarar er einfaldlega forsenda góðra verka Krabbameinsfélagsins. Án Velunnara væri starfsemin harla fátækleg því þeir bera uppi starfsemi félagsins allt árið um kring, um allt land.

Við fengum Velunnarana Val Frey Einarsson og Jóhönnu Vigdísi Arnardóttur í lið með okkur og flytja þau hið vinsæla lag bræðranna Jóns Múla og Jónasar “Án þín – með þér” með nýjum texta Velunnurum til heiðurs. Vísindastarf og rannsóknir, ráðgjöf og stuðningur, fræðsla og forvarnir. Allt byggir þetta að mestu á stuðningi Velunnara. Þess vegna segjum við: „Takk, kæri Velunnari. Með þér getum við gert svo ótalmargt.”

https://www.youtube.com/watch?v=nmazJfCcvnE

Án þín, við næðum varla framförum í neinu
algjörlega á hreinu
Án þín, öll þjónusta og þekking fyrir bí, sorrí
Og tækifærin fá, til fræðslu kannski smá
og rannsóknirnar frá, án þín

Með þér, þá er svo margt sem okkur tekst að vinna
aðstandendum sinna,
með þér, við stuðning getum fólki veitt í neyð, um leið
Að flytja fjöll er hægt, þitt framlag mikilvægt
við verðum áfram hér, með þér

  • Jafnframt skorum við á alla sem geta og vilja að gerast Velunnarar strax í dag því allt starf félagsins byggir á söfnunarfé. Ég vil gerast Velunnari.



Fleiri nýjar fréttir

24. apr. 2024 : Fundarboð: Aðal­fundur Krabba­meins­félagsins

Hér með er boðað til aðalfundar Krabbameinsfélagsins sem fer fram laugardaginn 25. maí kl. 13 í húsnæði félagsins að Skógarhlíð 8, Reykjavík.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Krabba­meins­skráning á Íslandi í 70 ár - Afmælis­málþing

Í tilefni af 70 ára afmæli krabbameinsskráningar á Íslandi býður Krabbameinsfélagið til afmælismálþings.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Með þínum stuðningi getum við gert svo ótal margt!

Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim fjölmörgu sem lögðu félaginu lið í Mottumars, árverkni- og fjáröflunarátaki félagsins, í ár. Við erum hrærð yfir þeirri velvild, samkennd og hlýju sem við fundum svo vel fyrir. Öll starfsemi félagsins er rekin fyrir sjálfsaflafé og því er stuðningur almennings og fyrirtækja forsenda fyrir starfinu.

Lesa meira

12. apr. 2024 : Saga Ómars Einarssonar

Ómar fékk krabbamein í háls, árið 2008, á sama tíma og Geir H. Haarde blessaði Ísland. Hann var geislaður í upphafi og síðar skorinn. Í framhaldinu var honum bent á að hitta Ragnar Davíðsson, formann félagsins Ný rödd, sem er eitt af aðildarfélögum Krabbameinsfélagsins. Ragnar hafi hjálpað sér og öðrum mikið.

Lesa meira

8. apr. 2024 : Frábær þátttaka í Skegg­keppni Mottu­mars 2024

Þátttakendur í Skeggkeppni Krabbameinsfélagsins þetta árið voru 360 talsins og alls söfnuðust rétt rúmlega 7,3 milljónir króna. Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim sem tóku þátt og öllum sem styrktu.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?