Ása Sigríður Þórisdóttir 14. apr. 2022

Með þér, kæri Velunnari þá er svo margt sem okkur tekst að vinna

Um þessar mundir fögnum við því að Velunnurum félagsins fjölgar dag frá degi og hafa þeir aldrei verið fleiri. Mánaðarlegur stuðningur þeirra 19.000 einstaklinga og fyrirtækja sem eru Velunnarar er einfaldlega forsenda góðra verka Krabbameinsfélagsins. Án Velunnara væri starfsemin harla fátækleg því þeir bera uppi starfsemi félagsins allt árið um kring, um allt land.

Við fengum Velunnarana Val Frey Einarsson og Jóhönnu Vigdísi Arnardóttur í lið með okkur og flytja þau hið vinsæla lag bræðranna Jóns Múla og Jónasar “Án þín – með þér” með nýjum texta Velunnurum til heiðurs. Vísindastarf og rannsóknir, ráðgjöf og stuðningur, fræðsla og forvarnir. Allt byggir þetta að mestu á stuðningi Velunnara. Þess vegna segjum við: „Takk, kæri Velunnari. Með þér getum við gert svo ótalmargt.”

https://www.youtube.com/watch?v=nmazJfCcvnE

Án þín, við næðum varla framförum í neinu
algjörlega á hreinu
Án þín, öll þjónusta og þekking fyrir bí, sorrí
Og tækifærin fá, til fræðslu kannski smá
og rannsóknirnar frá, án þín

Með þér, þá er svo margt sem okkur tekst að vinna
aðstandendum sinna,
með þér, við stuðning getum fólki veitt í neyð, um leið
Að flytja fjöll er hægt, þitt framlag mikilvægt
við verðum áfram hér, með þér

  • Jafnframt skorum við á alla sem geta og vilja að gerast Velunnarar strax í dag því allt starf félagsins byggir á söfnunarfé. Ég vil gerast Velunnari.Fleiri nýjar fréttir

20. sep. 2023 : Beint streymi: Málþing í tilefni alþjóða­dags krabba­meins­rannsókna

„Varðar mig eitthvað um krabba­meins­rann­sóknir? Já, því vísindin eru leiðin fram á við”. Þannig hljómar titill málþings sem Krabba­meins­félagið býður til í tilefni alþjóða­dags krabba­meins­rann­sókna fimmtu­daginn 21. september kl. 16:30 í húsnæði félagsins að Skógarhlíð 8.

Lesa meira

12. sep. 2023 : Bleika slaufan 2023: Komdu að leika

Krabbameinsfélagið leitar að fólki til að hjálpa okkur að búa til auglýsinguna fyrir Bleiku Slaufuna 2023. Auglýsingin er með stærra sniði í ár og þurfum við því aðstoð sem allra flestra.

Lesa meira

7. sep. 2023 : Tryggðu þér miða

Nú styttist í Bleiku slaufuna árlegt fjáröflunar- og árvekniátak Krabbameinsfélagsins, tileinkað baráttunni gegn krabbameinum hjá konum. Tryggðu þér miða á opnunarviðburðinn sem verður í Þjóðleikhúsinu 28. september.

Lesa meira

5. sep. 2023 : „Ef ég held röddinni þá læt ég reyna á þetta“

Ljóðskáldið og rithöfundurinn Anton Helgi Jónsson stóð fyrir einstökum viðburði á Menningarnótt og safnaði um leið áheitum til styrktar Krabbameinsfélaginu. Viðburðurinn fékk heitið Ljóðamaraþon og gekk út á ljóðalestur undir berum himni í jafn langan tíma og sem nemur heimsmeti í maraþonhlaupi, eða í rúma tvo klukkutíma. Anton Helgi segir hér frá krabbameininu sem uppgötvaðist fyrir tilviljun, kirkjuskáldum og kráarskáldum og öðruvísi maraþonundirbúningi.

Lesa meira

5. sep. 2023 : Upplýsingafundur fyrir samstarfsaðila Bleiku slaufunnar

Vill þitt fyrirtæki vera samstarfsaðili Bleiku slaufunnar? Komdu á upplýsingafund sem haldinn verður í húsnæði Krabbameinsfélagsins 8. september nk. 

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?