Ása Sigríður Þórisdóttir 14. apr. 2022

Með þér, kæri Velunnari þá er svo margt sem okkur tekst að vinna

Um þessar mundir fögnum við því að Velunnurum félagsins fjölgar dag frá degi og hafa þeir aldrei verið fleiri. Mánaðarlegur stuðningur þeirra 19.000 einstaklinga og fyrirtækja sem eru Velunnarar er einfaldlega forsenda góðra verka Krabbameinsfélagsins. Án Velunnara væri starfsemin harla fátækleg því þeir bera uppi starfsemi félagsins allt árið um kring, um allt land.

Við fengum Velunnarana Val Frey Einarsson og Jóhönnu Vigdísi Arnardóttur í lið með okkur og flytja þau hið vinsæla lag bræðranna Jóns Múla og Jónasar “Án þín – með þér” með nýjum texta Velunnurum til heiðurs. Vísindastarf og rannsóknir, ráðgjöf og stuðningur, fræðsla og forvarnir. Allt byggir þetta að mestu á stuðningi Velunnara. Þess vegna segjum við: „Takk, kæri Velunnari. Með þér getum við gert svo ótalmargt.”

https://www.youtube.com/watch?v=nmazJfCcvnE

Án þín, við næðum varla framförum í neinu
algjörlega á hreinu
Án þín, öll þjónusta og þekking fyrir bí, sorrí
Og tækifærin fá, til fræðslu kannski smá
og rannsóknirnar frá, án þín

Með þér, þá er svo margt sem okkur tekst að vinna
aðstandendum sinna,
með þér, við stuðning getum fólki veitt í neyð, um leið
Að flytja fjöll er hægt, þitt framlag mikilvægt
við verðum áfram hér, með þér

  • Jafnframt skorum við á alla sem geta og vilja að gerast Velunnarar strax í dag því allt starf félagsins byggir á söfnunarfé. Ég vil gerast Velunnari.Fleiri nýjar fréttir

23. jan. 2023 : Vilt þú taka þátt í undir­búningi Styrk­leik­anna?

Styrkleikarnir verða haldnir í annað sinn á Selfossi laugardaginn 29. apríl til sunnudagsins 30. apríl. Styrkleikarnir snúast um að styðja við, heiðra eða minnast þeirra sem hafa fengið krabbamein.

Lesa meira

5. jan. 2023 : Laust starf: Viltu hafa áhrif til góðs?

Til að ná enn meiri árangri í starfi félagsins viljum við fjölga í öflugu teymi sérfræðinga okkar og efla kynningar- og fræðslustarf félagsins enn frekar og auglýsum eftir sérfræðingi í miðlun. Við leitum að metnaðarfullum, drífandi og sjálfstæðum einstaklingi sem brennur fyrir að ná árangri í starfi, fólkinu í landinu til heilla.

Lesa meira

5. jan. 2023 : Er ekki langt síðan þú fórst í vísindaferð? Nú er komið að því!

Krabbameinsfélagið býður heilbrigðisstarfsfólki í vísindaferð, fimmtudaginn 12. janúar kl. 16:30 – 18:00 í húsi félagsins í Skógarhlíð 8.  

Lesa meira

3. jan. 2023 : Reyklaust nýtt ár

Innan Krabbameinsfélagsins er áratuga reynsla af stuðningi við fólk sem vill hætta að reykja. Hægt er að bóka ókeypis samtal við sérfræðinga í reykbindindi, bæði á íslensku, pólsku og ensku. 

Lesa meira

3. jan. 2023 : Bláa Lónið styrkir Vísinda­sjóð Krabba­meins­fé­lagsins

Í ár studdi Bláa Lónið Krabbameinsfélagið með þátttöku í átaksverkefnunum Mottumars og Bleiku slaufunni. Líkt og fyrri ár rann hluti af sölu sturtugels Bláa Lónsins í mars og varasalvans í október, til Vísindasjóðs Krabbameinsfélagsins.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?