Ása Sigríður Þórisdóttir 5. jan. 2023

Laust starf: Viltu hafa áhrif til góðs?

Til að ná enn meiri árangri í starfi félagsins viljum við fjölga í öflugu teymi sérfræðinga okkar og efla kynningar- og fræðslustarf félagsins enn frekar og auglýsum eftir sérfræðingi í miðlun. Við leitum að metnaðarfullum, drífandi og sjálfstæðum einstaklingi sem brennur fyrir að ná árangri í starfi, fólkinu í landinu til heilla.

Markmið Krabbameinsfélagsins eru að fækka þeim sem veikjast af krabbameinum, fjölga þeim sem lifa krabbamein af og bæta lífsgæði þeirra og aðstandenda.

Starfsmaðurinn verður hluti af markaðsdeild félagsins en vinnur líka í nánu samstarfi við fjölbreyttan og metnaðarfullan hóp sérfræðinga félagsins í öðrum deildum.

Helstu verkefni og ábyrgð:

 • Vinnsla frétta og annars upplýsinga-, fræðslu og kynningarefnis fyrir fjölbreytta miðla.
 • Ýmis tilfallandi verkefni tengd viðburðum, átaksverkefnum félagsins (Mottumars og Bleiku slaufunni) og öðru starfi félagsins.
 • Þátttaka í herferðum félagsins.
 • Umsjón með rafrænum fréttabréfum.
 • Samskipti við fjölmiðla.
 • Vinna tengd samfélagsmiðlum og heimasíðu.


Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Reynsla af blaða- og fréttamennsku.
 • Háskólamenntun sem nýtist í starfi.
 • Afburða vald á íslenskri tungu og góð tungumálaþekking.
 • Góð tölvufærni og áhugi á að tileinka sér nýja tækni.
 • Sjálfstæði, frumkvæði og geta til að vinna hratt og vel.
 • Góð samskipta- og samstarfshæfni.

 

Umsóknir, ásamt náms- og starfsferilsskrám og afritum af prófskírteinum og starfsleyfum, skal senda Árna Reyni Alfredssyni, forstöðumanni fjáröflunar og markaðsmála, á netfangið arni@krabb.is í síðasta lagi 16. janúar nk. Árni Reynir veitir einnig nánari upplýsingar. 

Krabbameinsfélagið sinnir öflugu forvarna-, fræðslu- og vísindastarfi auk þess að veita krabbameinsgreindum og fjölskyldum þeirra ókeypis ráðgjöf og stuðning sálfræðinga, hjúkrunarfræðinga og félagsráðgjafa.

Krabbameinsfélagið nýtur ekki opinberra styrkja heldur er rekið fyrir sjálfsaflafé frá almenningi og fyrirtækjum. Þar skiptir mestu framlag Velunnara félagsins og árverkni- og fjáröflunarátökin Bleika slaufan og Mottumars.

Aðildarfélög Krabbameinsfélagsins eru 26, þar af eru 20 svæðafélög og 6 stuðningsfélög.

Krabbameinum fylgja ótal áskoranir og vinnur félagið stöðugt að nýjum leiðum til að mæta þeim.


Fleiri nýjar fréttir

23. jan. 2023 : Vilt þú taka þátt í undir­búningi Styrk­leik­anna?

Styrkleikarnir verða haldnir í annað sinn á Selfossi laugardaginn 29. apríl til sunnudagsins 30. apríl. Styrkleikarnir snúast um að styðja við, heiðra eða minnast þeirra sem hafa fengið krabbamein.

Lesa meira

5. jan. 2023 : Er ekki langt síðan þú fórst í vísindaferð? Nú er komið að því!

Krabbameinsfélagið býður heilbrigðisstarfsfólki í vísindaferð, fimmtudaginn 12. janúar kl. 16:30 – 18:00 í húsi félagsins í Skógarhlíð 8.  

Lesa meira

3. jan. 2023 : Reyklaust nýtt ár

Innan Krabbameinsfélagsins er áratuga reynsla af stuðningi við fólk sem vill hætta að reykja. Hægt er að bóka ókeypis samtal við sérfræðinga í reykbindindi, bæði á íslensku, pólsku og ensku. 

Lesa meira

3. jan. 2023 : Bláa Lónið styrkir Vísinda­sjóð Krabba­meins­fé­lagsins

Í ár studdi Bláa Lónið Krabbameinsfélagið með þátttöku í átaksverkefnunum Mottumars og Bleiku slaufunni. Líkt og fyrri ár rann hluti af sölu sturtugels Bláa Lónsins í mars og varasalvans í október, til Vísindasjóðs Krabbameinsfélagsins.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?