Ása Sigríður Þórisdóttir 5. jan. 2023

Laust starf: Viltu hafa áhrif til góðs?

Til að ná enn meiri árangri í starfi félagsins viljum við fjölga í öflugu teymi sérfræðinga okkar og efla kynningar- og fræðslustarf félagsins enn frekar og auglýsum eftir sérfræðingi í miðlun. Við leitum að metnaðarfullum, drífandi og sjálfstæðum einstaklingi sem brennur fyrir að ná árangri í starfi, fólkinu í landinu til heilla.

Markmið Krabbameinsfélagsins eru að fækka þeim sem veikjast af krabbameinum, fjölga þeim sem lifa krabbamein af og bæta lífsgæði þeirra og aðstandenda.

Starfsmaðurinn verður hluti af markaðsdeild félagsins en vinnur líka í nánu samstarfi við fjölbreyttan og metnaðarfullan hóp sérfræðinga félagsins í öðrum deildum.

Helstu verkefni og ábyrgð:

 • Vinnsla frétta og annars upplýsinga-, fræðslu og kynningarefnis fyrir fjölbreytta miðla.
 • Ýmis tilfallandi verkefni tengd viðburðum, átaksverkefnum félagsins (Mottumars og Bleiku slaufunni) og öðru starfi félagsins.
 • Þátttaka í herferðum félagsins.
 • Umsjón með rafrænum fréttabréfum.
 • Samskipti við fjölmiðla.
 • Vinna tengd samfélagsmiðlum og heimasíðu.


Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Reynsla af blaða- og fréttamennsku.
 • Háskólamenntun sem nýtist í starfi.
 • Afburða vald á íslenskri tungu og góð tungumálaþekking.
 • Góð tölvufærni og áhugi á að tileinka sér nýja tækni.
 • Sjálfstæði, frumkvæði og geta til að vinna hratt og vel.
 • Góð samskipta- og samstarfshæfni.

 

Umsóknir, ásamt náms- og starfsferilsskrám og afritum af prófskírteinum og starfsleyfum, skal senda Árna Reyni Alfredssyni, forstöðumanni fjáröflunar og markaðsmála, á netfangið arni@krabb.is í síðasta lagi 16. janúar nk. Árni Reynir veitir einnig nánari upplýsingar. 

Krabbameinsfélagið sinnir öflugu forvarna-, fræðslu- og vísindastarfi auk þess að veita krabbameinsgreindum og fjölskyldum þeirra ókeypis ráðgjöf og stuðning sálfræðinga, hjúkrunarfræðinga og félagsráðgjafa.

Krabbameinsfélagið nýtur ekki opinberra styrkja heldur er rekið fyrir sjálfsaflafé frá almenningi og fyrirtækjum. Þar skiptir mestu framlag Velunnara félagsins og árverkni- og fjáröflunarátökin Bleika slaufan og Mottumars.

Aðildarfélög Krabbameinsfélagsins eru 26, þar af eru 20 svæðafélög og 6 stuðningsfélög.

Krabbameinum fylgja ótal áskoranir og vinnur félagið stöðugt að nýjum leiðum til að mæta þeim.


Fleiri nýjar fréttir

5. des. 2023 : Takk sjálfboðaliðar!

Í dag er alþjóðlegur dagur sjálfboðaliða og Krabbameinsfélagið vill nýta tækifærið og þakka öllum þeim fjölmörgu sjálfboðaliðum sem leggja sitt af mörkum í þágu félagsins. Í tilefni dagsins fengum við nokkra sjálfboðaliða til að segja okkur frá því hvers vegna þau velja að leggja baráttunni gegn krabbameinum lið.

Lesa meira

5. des. 2023 : Aðstoð við að velja mat sem eykur heilbrigði og vellíðan

Við þurfum hjálp! Ákall til matvælaframleiðenda og sölu- og markaðsaðila matvæla. Mörg fyrirtæki standa sig vel þegar kemur að markaðssetningu á mat og drykkjarvöru. Sum fyrirtæki sem bjóða upp á heilsueflandi mat en einnig mat- og drykkjarvörur sem geta haft neikvæð áhrif á heilsu hlífa til dæmis börnum við markaðssetningu á slíkum vörum.

Lesa meira

4. des. 2023 : Kírópraktorstöðin styrkir Bleiku slaufuna

Kírópraktorstöðin afhenti á dögunum 500.000 krónur til Krabbameinsfélagsins. Upphæðin er afrakstur af einstaklega vel heppnuðu Konukvöldi sem þau stóðu fyrir í tilefni af Bleikum október. Krabbameinsfélagið þakkar kærlega fyrir stuðninginn, sem kemur að góðum notum.

Lesa meira

4. des. 2023 : Ný rannsókn styður við einstaklingssniðna meðferð

Ný íslensk rannsókn sem birtist í dag í npj Breast Cancer og var unnin í samstarfi Krabbameinsfélagsins við meinafræðideild og krabbameinslækningadeild Landspítala, og við Háskóla Íslands. 

Lesa meira

2. des. 2023 : Taktu þátt í skemmtilegum jólaleik

Litríkt, jólalegt og hollt á borðið þitt. Krabbameinsfélagið í samstarfi við Banana og Hagkaup óska eftir jólalegum útfærslum á framsetningu á grænmeti, ávöxtum og berjum til að nýta á jólaborðið eða veislubakkann. Veglegir vinningar í boði.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?