Ása Sigríður Þórisdóttir 20. feb. 2022

Laust starf: Sérfræðingur á sviði gagnavinnslu við vísindarannsóknir og gæðaskráningu

Við leitum að öflugum liðsfélaga með hjartað á réttum stað, sem vill gera gagn og vinna með úrvalsteymi með mikinn metnað, til árangurs í þágu samfélagsins

Krabbameinsfélagið auglýsir eftir starfskrafti á sviði gagnavinnslu við vísindarannsóknir og gæðaskráningu hjá Rannsókna- og skráningarsetri Krabbameinsfélagsins.

Við leitum að öflugum liðsfélaga með hjartað á réttum stað, sem vill gera gagn og vinna með úrvalsteymi með mikinn metnað, til árangurs í þágu samfélagsins

Helstu verkefni

  • Þátttaka í faraldsfræðilegum vísindarannsóknum og krabbameinsskráningu
  • Gæðaskráning krabbameina

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Háskólagráða, til dæmis í heilbrigðisverkfræði
  • Góð almenn tölvuþekking, reynsla af forritun og gagnavinnslu
  • Áhugi á krabbameinsrannsóknum
  • Sjálfstæð vinnubrögð og frumkvæði
  • Kunnátta í ensku og gjarnan einu Norðurlandamáli
  • Hæfni í mannlegum samskiptum

Nánari upplýsingar fást hjá Laufeyju Tryggvadóttur forstöðumanni Rannsókna- og skráningarseturs Krabbameinsfélags Íslands, laufeyt@krabb.is. Umsóknarfrestur er til og með 5. mars 2022.


Fleiri nýjar fréttir

16. feb. 2024 : Veruleg ánægja með námskeiðið og hefur fólk ekki látið misgott veður stöðva sig

Göngurnar eru leiddar af leiðsögumönnum frá Ferðafélaginu sem jafnframt fræða um ýmislegt áhugavert sem tengist þeim slóðum sem gengið er um. Rúmlega fjörutíu þátttakendur á námskeiðinu sem mun standa alveg fram í júní.

Lesa meira
2023-j

12. feb. 2024 : Kastað til bata: Konum boðið til veiðiferðar

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í verkefnið „Kastað til bata“ sem er endurhæfingarverkefni á vegum Brjóstaheilla - Samhjálpar kvenna, Krabbameinsfélagsins og styrktaraðila, þar sem konum er boðið til veiðiferðar.

Lesa meira

10. feb. 2024 : Fulltrúar Krabbameinsfélagsins á faraldsfæti

Um þessar mundir stendur Krabbameinsfélagið fyrir átaksverkefni sem miðar að því að fjölga í þeim góða hópi Velunnara sem styðja þétt við bakið á félaginu með mánaðarlegum framlögum. Við erum á ferðinni í Hafnarfirði og Mosfellsbæ.

Lesa meira

9. feb. 2024 : Endurskoðaðar ráðleggingar embættis landlæknis um hreyfingu

Embætti landlæknis kynnti endurskoðaðar ráðleggingar um hreyfingu ásamt því að setja lífshlaupið 2024 af stað í samstarfi við Íþrótta- og ólympíusambandi Íslands.

Lesa meira

7. feb. 2024 : Styrkir til Krabbameinsrannsókna

Vísindasjóður Krabbameinsfélagsins óskar eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum. Umsóknarfrestur rennur út á miðnætti 4. mars. Markmið sjóðsins er að efla rannsóknir á orsökum krabbameina, forvörnum, meðferð og lífsgæðum sjúklinga. 45 rannsóknarverkefni af fjölbreyttum toga hafa fengið styrki úr sjóðnum frá árinu 2017.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?