Guðmundur Pálsson 28. ágú. 2020

Langar þig að finna nýjar leiðir til að takast á við nýjar áskoranir?

Við hjá Krabbameinsfélaginu lýsum eftir hæfileikaríkum eldhuga til að stýra og vinna að kynningarmálum félagsins í öflugu teymi sérfræðinga við fræðslu, fjáröflun og miðlun af öllu tagi.

Starfið er mjög spennandi og fjölbreytt og hverfist í kringum markmið félagsins og aðildarfélaga þess, sem eru að fækka þeim sem fá krabbamein, draga úr dauðsföllum af völdum krabbameina og bæta lífsgæði þeirra sem fá sjúkdóminn og aðstandenda þeirra.

Í starfinu eru gerðar ríkar kröfur um frumkvæði og sjálfstæði í starfi, góða samskiptafærni og vilja til að vinna í teymi.

Viðkomandi þarf að hafa reynslu af kynningarmálum, skrifum frétta, notk­un samfélagsmiðla, samskipt­um við fjölmiðla og kunna á algeng­an hugbúnað í tengslum við miðlun í víðu samhengi, þar með talið hljóð og mynd. Gott vald á íslensku máli er alger nauðsyn og góð þekking á ensku og norðurlandamáli er æskileg. Viðkomandi starfsmaður þarf að vera skipulagður, skapandi, sveigjanlegur og með mikinn faglegan metnað.

Umsóknir, ásamt náms- og starfs­feril­skrá, skal senda Höllu Þorvaldsdóttur, framkvæmdastjóra Krabbameinsfélagsins, á netfangið halla@krabb.is, í síðasta lagi 13. september nk. 

Halla veitir einnig nánari upplýsingar.


Fleiri nýjar fréttir

5. des. 2023 : Takk sjálfboðaliðar!

Í dag er alþjóðlegur dagur sjálfboðaliða og Krabbameinsfélagið vill nýta tækifærið og þakka öllum þeim fjölmörgu sjálfboðaliðum sem leggja sitt af mörkum í þágu félagsins. Í tilefni dagsins fengum við nokkra sjálfboðaliða til að segja okkur frá því hvers vegna þau velja að leggja baráttunni gegn krabbameinum lið.

Lesa meira

5. des. 2023 : Aðstoð við að velja mat sem eykur heilbrigði og vellíðan

Við þurfum hjálp! Ákall til matvælaframleiðenda og sölu- og markaðsaðila matvæla. Mörg fyrirtæki standa sig vel þegar kemur að markaðssetningu á mat og drykkjarvöru. Sum fyrirtæki sem bjóða upp á heilsueflandi mat en einnig mat- og drykkjarvörur sem geta haft neikvæð áhrif á heilsu hlífa til dæmis börnum við markaðssetningu á slíkum vörum.

Lesa meira

4. des. 2023 : Taktu þátt í skemmtilegum jólaleik

Litríkt, jólalegt og hollt á borðið þitt. Krabbameinsfélagið í samstarfi við Banana og Hagkaup óska eftir jólalegum útfærslum á framsetningu á grænmeti, ávöxtum og berjum til að nýta á jólaborðið eða veislubakkann. Veglegir vinningar í boði.

Lesa meira

4. des. 2023 : Kírópraktorstöðin styrkir Bleiku slaufuna

Kírópraktorstöðin afhenti á dögunum 500.000 krónur til Krabbameinsfélagsins. Upphæðin er afrakstur af einstaklega vel heppnuðu Konukvöldi sem þau stóðu fyrir í tilefni af Bleikum október. Krabbameinsfélagið þakkar kærlega fyrir stuðninginn, sem kemur að góðum notum.

Lesa meira

4. des. 2023 : Ný rannsókn styður við einstaklingssniðna meðferð

Ný íslensk rannsókn sem birtist í dag í npj Breast Cancer og var unnin í samstarfi Krabbameinsfélagsins við meinafræðideild og krabbameinslækningadeild Landspítala, og við Háskóla Íslands. 

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?