Björn Teitsson 24. jún. 2021

Krabbamein í blöðruhálskirtli: Kynning á nýrri rannsókn

  • Hafsteinn-mynd

Hafsteinn Örn Guðjónsson kynnti lokaverkefni sitt til B.S.-gráðu við Læknadeild Háskóla Íslands í Krabbameinsfélaginu. Hann skrifaði um greiningu og meðferð við krabbameini í blöðruhálskirtli þar sem hann bar saman gæðavísa á Íslandi og Svíþjóð. 

Rannsókna- og skráningasetur Krabbameinsfélagsins bauð til fyrirlestrar í dag en þar kynnti Hafsteinn Örn Guðjónsson, 3ja árs læknanemi, ritgerð sína „Greining, meðferð og uppvinnsla við krabbameini í blöðruhálskirtli á Íslandi 2017-2020, samanburður gæðavísa við Svíþjóð. Ritgerðina skrifar Hafsteinn til B.S. gráðu við Læknadeild Háskóla Íslands og birtist hún í maí sl.

Árlega greinast um 200 karlmenn með blöðruhálskirtilskrabbamein á Íslandi en krabbamein í blöðruhálskirtli er algengasta krabbamein meðal karla á Íslandi og hefur næst-hæstu dánartíðni á eftir lungnakrabbameini. Þessi rannsókn er að fyrirmynd frá Svíþjóð og notast við valda gæðavísa unna úr stórum gagnagrunni NPCR. Hér á landi hefur þennan grunn vantað en með skráningu gæðavísa opnast möguleiki á frekari rannsóknum á faraldsfræði blöðruhálskirtilskrabbameins en einnig tækifæri til að bera gæðavísa á Ísland saman við sambærilega gæðavísa í nágrannalöndum sínum.

Skoða ritgerð Hafsteins.

Hafsteinn-ritgerd

Verkefni Hafsteins byggist á gæðaskráningu krabbameina og fyrir þau sem hafa áhuga á að skoða nákvæmar upplýsingar um blöðruhálskirtilskrabbamein á heimasíðunni okkar má finna þér HÉR.  


Hafsteinn-hrefnaHrefna Stefánsdóttir, hjá rannsókna- og skráningarsetri Krabbameinsfélagsins útskýrir gæðaskráningargagnagrunninn.


Fleiri nýjar fréttir

24. apr. 2024 : Fundarboð: Aðal­fundur Krabba­meins­félagsins

Hér með er boðað til aðalfundar Krabbameinsfélagsins sem fer fram laugardaginn 25. maí kl. 13 í húsnæði félagsins að Skógarhlíð 8, Reykjavík.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Krabba­meins­skráning á Íslandi í 70 ár - Afmælis­málþing

Í tilefni af 70 ára afmæli krabbameinsskráningar á Íslandi býður Krabbameinsfélagið til afmælismálþings.

Lesa meira

16. apr. 2024 : Með þínum stuðningi getum við gert svo ótal margt!

Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim fjölmörgu sem lögðu félaginu lið í Mottumars, árverkni- og fjáröflunarátaki félagsins, í ár. Við erum hrærð yfir þeirri velvild, samkennd og hlýju sem við fundum svo vel fyrir. Öll starfsemi félagsins er rekin fyrir sjálfsaflafé og því er stuðningur almennings og fyrirtækja forsenda fyrir starfinu.

Lesa meira

12. apr. 2024 : Saga Ómars Einarssonar

Ómar fékk krabbamein í háls, árið 2008, á sama tíma og Geir H. Haarde blessaði Ísland. Hann var geislaður í upphafi og síðar skorinn. Í framhaldinu var honum bent á að hitta Ragnar Davíðsson, formann félagsins Ný rödd, sem er eitt af aðildarfélögum Krabbameinsfélagsins. Ragnar hafi hjálpað sér og öðrum mikið.

Lesa meira

8. apr. 2024 : Frábær þátttaka í Skegg­keppni Mottu­mars 2024

Þátttakendur í Skeggkeppni Krabbameinsfélagsins þetta árið voru 360 talsins og alls söfnuðust rétt rúmlega 7,3 milljónir króna. Krabbameinsfélagið þakkar öllum þeim sem tóku þátt og öllum sem styrktu.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?