Björn Teitsson 24. jún. 2021

Krabbamein í blöðruhálskirtli: Kynning á nýrri rannsókn

  • Hafsteinn-mynd

Hafsteinn Örn Guðjónsson kynnti lokaverkefni sitt til B.S.-gráðu við Læknadeild Háskóla Íslands í Krabbameinsfélaginu. Hann skrifaði um greiningu og meðferð við krabbameini í blöðruhálskirtli þar sem hann bar saman gæðavísa á Íslandi og Svíþjóð. 

Rannsókna- og skráningasetur Krabbameinsfélagsins bauð til fyrirlestrar í dag en þar kynnti Hafsteinn Örn Guðjónsson, 3ja árs læknanemi, ritgerð sína „Greining, meðferð og uppvinnsla við krabbameini í blöðruhálskirtli á Íslandi 2017-2020, samanburður gæðavísa við Svíþjóð. Ritgerðina skrifar Hafsteinn til B.S. gráðu við Læknadeild Háskóla Íslands og birtist hún í maí sl.

Árlega greinast um 200 karlmenn með blöðruhálskirtilskrabbamein á Íslandi en krabbamein í blöðruhálskirtli er algengasta krabbamein meðal karla á Íslandi og hefur næst-hæstu dánartíðni á eftir lungnakrabbameini. Þessi rannsókn er að fyrirmynd frá Svíþjóð og notast við valda gæðavísa unna úr stórum gagnagrunni NPCR. Hér á landi hefur þennan grunn vantað en með skráningu gæðavísa opnast möguleiki á frekari rannsóknum á faraldsfræði blöðruhálskirtilskrabbameins en einnig tækifæri til að bera gæðavísa á Ísland saman við sambærilega gæðavísa í nágrannalöndum sínum.

Skoða ritgerð Hafsteins.

Hafsteinn-ritgerd

Verkefni Hafsteins byggist á gæðaskráningu krabbameina og fyrir þau sem hafa áhuga á að skoða nákvæmar upplýsingar um blöðruhálskirtilskrabbamein á heimasíðunni okkar má finna þér HÉR.  


Hafsteinn-hrefnaHrefna Stefánsdóttir, hjá rannsókna- og skráningarsetri Krabbameinsfélagsins útskýrir gæðaskráningargagnagrunninn.


Fleiri nýjar fréttir

21. okt. 2021 : Fjölsótt málþing skorar á heil­brigðis­yfir­völd að setja brjósta­heilsu í for­gang

Málþing um brjóstakrabbamein fór fram miðvikudaginn 20. október að viðstöddu fjölmenni. Auk þess var fylgst með dagskránni í gegnum streymisveitu Krabbameinsfélagsins á ríflega 100 stöðum um land allt.

Lesa meira

21. okt. 2021 : Tengsl milli mataræðis á unglingsárum og brjóstakrabbameins

Nýverið birtist íslensk vísindagrein í American Journal of Epidemiology um áhrif vaxtarhraða á unglingsárunum á áhættuna að greinast með krabbamein í brjóstum og í blöðruhálskirtli síðar á ævinni.

Lesa meira

15. okt. 2021 : Bleiki dagurinn er í dag

Við finnum fyrir mikilli stemmningu í samfélaginu fyrir deginum og til að mynda hafa fjölmörg fyrirtæki komið við hjá okkur og keypt slaufur, sokka, fánalengjur, blöðrur og servíettur fyrir Bleika kaffið.

Lesa meira

14. okt. 2021 : VERUM TIL - mál­þing um brjósta­krabba­mein

Bleikt málþing um brjóstakrabbamein fer fram miðvikudaginn 20. október kl. 17:00-18:15 á vegum Brjóstaheilla – Samhjálpar kvenna,Krabbameinsfélags höfuðborgarsvæðisins og Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins. 

Lesa meira
Halla Þorvaldsdóttir

14. okt. 2021 : Lífið breytir um lit

Bleikur október er runninn upp. Það er táknrænt að skipta um lit í október, í mánuðinum sem helgaður er krabbameinum hjá konum, því oftar en ekki er það líkast því að lífið skipti um lit þegar fólk greinist með krabbamein.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?