Sigriður Sólan Guðlaugsdóttir 12. mar. 2018

Örráðstefna 15. mars: Krabbamein í blöðru­háls­kirtli er ekki einfalt mál

Örráðstefna Mottumars 2018 verður fimmtudaginn 15. mars kl. 16:30-18:00

Fjallað verður um krabbamein í blöðruhálskirtli frá ýmsum hliðum á ráðstefnunni Krabbamein í blöðruhálskirtli er ekki einfalt mál. Ráðstefnan fer fram í húsnæði Krabbameinsfélagsins að Skógarhlíð 8 í Reykjavík. Fundarstjóri er Randver Þorláksson.

Ráðstefnan verður send út á netinu í rauntíma og áhugasamir geta fylgst með með því að smella á krækjuna hér að neðan:

Erindi flytja:

  • Jón Örn Friðriksson, þvagfæraskurðlæknir - Skimað til framtíðar
  • Ásgeir Helgason, dósent í sálfræði – Kynlíf og Tilfinningaleg einangrun karla með krabbamein
  • Sigríður Zoega og Katrín Blöndal, hjúkrunarfræðingar - Hormónahvarfsmeðferð karlmanna vegna blöðruhálskirtilskrabbameins - þarfir maka
  • Sigurður Skúlason, leikari – reynslusaga
  • Guðmundur Pálsson, vefstjóri – Karlaklefinn – ný vefgátt fyrir karlmenn og krabbamein

Ráðstefnan er öllum opin meðan húsrúm leyfir og aðgangur er ókeypis.

Orradstefna-dagskra-1200


Fleiri nýjar fréttir

5. des. 2023 : Takk sjálfboðaliðar!

Í dag er alþjóðlegur dagur sjálfboðaliða og Krabbameinsfélagið vill nýta tækifærið og þakka öllum þeim fjölmörgu sjálfboðaliðum sem leggja sitt af mörkum í þágu félagsins. Í tilefni dagsins fengum við nokkra sjálfboðaliða til að segja okkur frá því hvers vegna þau velja að leggja baráttunni gegn krabbameinum lið.

Lesa meira

5. des. 2023 : Aðstoð við að velja mat sem eykur heilbrigði og vellíðan

Við þurfum hjálp! Ákall til matvælaframleiðenda og sölu- og markaðsaðila matvæla. Mörg fyrirtæki standa sig vel þegar kemur að markaðssetningu á mat og drykkjarvöru. Sum fyrirtæki sem bjóða upp á heilsueflandi mat en einnig mat- og drykkjarvörur sem geta haft neikvæð áhrif á heilsu hlífa til dæmis börnum við markaðssetningu á slíkum vörum.

Lesa meira

4. des. 2023 : Kírópraktorstöðin styrkir Bleiku slaufuna

Kírópraktorstöðin afhenti á dögunum 500.000 krónur til Krabbameinsfélagsins. Upphæðin er afrakstur af einstaklega vel heppnuðu Konukvöldi sem þau stóðu fyrir í tilefni af Bleikum október. Krabbameinsfélagið þakkar kærlega fyrir stuðninginn, sem kemur að góðum notum.

Lesa meira

4. des. 2023 : Ný rannsókn styður við einstaklingssniðna meðferð

Ný íslensk rannsókn sem birtist í dag í npj Breast Cancer og var unnin í samstarfi Krabbameinsfélagsins við meinafræðideild og krabbameinslækningadeild Landspítala, og við Háskóla Íslands. 

Lesa meira

2. des. 2023 : Taktu þátt í skemmtilegum jólaleik

Litríkt, jólalegt og hollt á borðið þitt. Krabbameinsfélagið í samstarfi við Banana og Hagkaup óska eftir jólalegum útfærslum á framsetningu á grænmeti, ávöxtum og berjum til að nýta á jólaborðið eða veislubakkann. Veglegir vinningar í boði.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?