Ása Sigríður Þórisdóttir 6. nóv. 2020

Könnun á upplifun á tímum Covid-19 - Taktu þátt!

Með þessari könnun Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins erum við að safna upplýsingum til að geta sem best stutt við þá sem hafa greinst með krabbamein, eru í krabbameinsmeðferð eða eru aðstandendur.

Við göngum í gegnum tíma sem hafa kallað á miklar breytingar í samfélaginu, varðandi félagsleg samskipti, nánd og röskun á hvers konar starfsemi og þjónustu.

Í aðstæðum sem þessum er eðlilegt að upplifunin sé misjöfn því öll erum við einstaklingar með ólíkan bakgrunn og í mismunandi aðstæðum. Við viljum vera til staðar fyrir þig og værum því afar þakklát ef þú vildir deila með okkur þinni upplifun og líðan. Þannig að við getum sem best fundið leiðir til að bregðast við og mæta þínum þörfum á þessum sérstöku tímum.

Ef þú hefur tekst á við krabbamein eða krabbameinsmeðferð, ert aðstandandi eða hefur misst ástvin úr krabbameini á tímum COVID-19 værum við þakklát ef þú vildir deila með okkur þinni upplifun og líðan. Þannig getum við best fundið leiðir til að bregðast við og mæta þörfum fólks á þessum sérstöku tímum.

Einnig er hægt að heyra í okkur í síma 800 4040 eða senda okkur póst á radgjof@krabb.is.
Farið er með allar upplýsingar sem trúnaðarmál.


Fleiri nýjar fréttir

30. maí 2023 : Bylting - hálfur milljarður til krabbameinsrannsókna

Vísindasjóður Krabbameinsfélagsins hefur frá stofnun sjóðsins árið 2015 styrkt 41 krabbameinsrannsókn um samanlagt 384 miljónir króna. Næsta úthlutun úr sjóðnum verður í júní næstkomandi.

Lesa meira

30. maí 2023 : Krabbameinsskimanir – mikið fyrir lítið

Áratugir eru síðan skimanir fyrir legháls- og brjóstakrabbameini voru teknar upp á Íslandi. Þær hafa fyrir löngu sannað gildi sitt þó þær veiti aldrei fullkomna vörn. Konur hér á landi hafa með afgerandi hætti sýnt að þær kunna að meta aðgengi að þeim.

Lesa meira

30. maí 2023 : Á Ís­landi greinast um 1800 manns á hverju ári með krabba­mein

Þeir gætu verið færri. Þó að ekki sé hægt að koma í veg fyrir öll krabbamein sýna rannsóknir að áhættuþættir margra krabbameina tengjast lífsstíl. Með bættri lýðheilsu þjóðar er hægt að fækka verulega ákveðnum krabbameinum.

Lesa meira

28. maí 2023 : Lokað 30. maí í ráðgjafarþjónustu vegna vinnufundar ráðgjafarteymis

Lokaða verður hjá ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins þriðjudaginn 30. maí vegna vinnufundar ráðgjafarteymis. Hægt er að senda fyrirspurnir og erindi á radgjof@krabb.is og er þeim svarað eins fljótt og hægt er.

Lesa meira

25. maí 2023 : Bjóðum Brakkasamtökin velkomin í hópinn

Á aðalfundi Krabbameinsfélagsins var staðfest ákvörðun stjórnar um aðild Brakkasamtakanna að Krabbameinsfélagi Íslands. Krabbameinsfélagið fagnar ákvörðun aðalfundarins og býður Brakkasamtökin velkomin í hópinn.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?