Ása Sigríður Þórisdóttir 6. nóv. 2020

Könnun á upplifun á tímum Covid-19 - Taktu þátt!

Með þessari könnun Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins erum við að safna upplýsingum til að geta sem best stutt við þá sem hafa greinst með krabbamein, eru í krabbameinsmeðferð eða eru aðstandendur.

Við göngum í gegnum tíma sem hafa kallað á miklar breytingar í samfélaginu, varðandi félagsleg samskipti, nánd og röskun á hvers konar starfsemi og þjónustu.

Í aðstæðum sem þessum er eðlilegt að upplifunin sé misjöfn því öll erum við einstaklingar með ólíkan bakgrunn og í mismunandi aðstæðum. Við viljum vera til staðar fyrir þig og værum því afar þakklát ef þú vildir deila með okkur þinni upplifun og líðan. Þannig að við getum sem best fundið leiðir til að bregðast við og mæta þínum þörfum á þessum sérstöku tímum.

Ef þú hefur tekst á við krabbamein eða krabbameinsmeðferð, ert aðstandandi eða hefur misst ástvin úr krabbameini á tímum COVID-19 værum við þakklát ef þú vildir deila með okkur þinni upplifun og líðan. Þannig getum við best fundið leiðir til að bregðast við og mæta þörfum fólks á þessum sérstöku tímum.

Einnig er hægt að heyra í okkur í síma 800 4040 eða senda okkur póst á radgjof@krabb.is.
Farið er með allar upplýsingar sem trúnaðarmál.


Fleiri nýjar fréttir

Screen-Shot-2020-11-27-at-16.31.36

27. nóv. 2020 : Nýtt hlaðvarp: Sjúkraþjálfari hitti fólk sem hefur læknast af krabbameinum

Haukur Guðmundsson, sjúkraþjálfari hjá Ljósinu, segir frá því að hann hitti fólk sem hefur læknast af krabbameinum, sem hafði þótt óhugsandi fyrir 10 árum síðan. Haukur hitti Björk Svarfdal í nýju hlaðvarpi Frá toppi til táar. 

Lesa meira
Ljosabekkir-2020-frett-e1606400402244

27. nóv. 2020 : Færri nota ljósabekki en áður

Árleg könnun um notkun ljósabekkja á Íslandi sýnir að færri nota ljósabekki í ár en árið 2019. Hlutfall notenda ljósabekkja er hæst í aldursflokknum 18-24 ára, eða um 21%. Notkun ljósabekkja fylgir aukin áhætta á húðkrabbameini.

Lesa meira

25. nóv. 2020 : Betri lífshorfur fólks með krabbamein á Norðurlöndum

Ný samanburðarrannsókn sem byggir á gögnum norrænna Krabbameinsskráa sýnir að lífshorfur fólks sem greinist með krabbamein á Norðurlöndunum hafa aukist á síðustu 25 árum. Almennt eru lífshorfur fólks með krabbamein á Norðurlöndum með þeim hæstu í heimi.

Lesa meira

24. nóv. 2020 : Breytt fyrirkomulag krabbameins­skimana frá 1. janúar

Áhersla verður lögð á að yfirfærsla verkefnisins frá Leitarstöð Krabbameinsfélagsins til sjúkrahúsanna og heilsugæslunnar valdi sem minnstri röskun á þjónustu. Tímapantanir í skimun samkvæmt breyttu fyrirkomulagi hefjast í byrjun janúar.

Lesa meira

24. nóv. 2020 : Stuðningur við marg­þætta starfsemi

Dregið 24. desember í jólahappdrætti Krabbameinsfélagsins

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?