Ása Sigríður Þórisdóttir 6. nóv. 2020

Könnun á upplifun á tímum Covid-19 - Taktu þátt!

Með þessari könnun Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins erum við að safna upplýsingum til að geta sem best stutt við þá sem hafa greinst með krabbamein, eru í krabbameinsmeðferð eða eru aðstandendur.

Við göngum í gegnum tíma sem hafa kallað á miklar breytingar í samfélaginu, varðandi félagsleg samskipti, nánd og röskun á hvers konar starfsemi og þjónustu.

Í aðstæðum sem þessum er eðlilegt að upplifunin sé misjöfn því öll erum við einstaklingar með ólíkan bakgrunn og í mismunandi aðstæðum. Við viljum vera til staðar fyrir þig og værum því afar þakklát ef þú vildir deila með okkur þinni upplifun og líðan. Þannig að við getum sem best fundið leiðir til að bregðast við og mæta þínum þörfum á þessum sérstöku tímum.

Ef þú hefur tekst á við krabbamein eða krabbameinsmeðferð, ert aðstandandi eða hefur misst ástvin úr krabbameini á tímum COVID-19 værum við þakklát ef þú vildir deila með okkur þinni upplifun og líðan. Þannig getum við best fundið leiðir til að bregðast við og mæta þörfum fólks á þessum sérstöku tímum.

Einnig er hægt að heyra í okkur í síma 800 4040 eða senda okkur póst á radgjof@krabb.is.
Farið er með allar upplýsingar sem trúnaðarmál.


Fleiri nýjar fréttir

4. des. 2023 : Ný rannsókn styður við einstaklingssniðna meðferð

Ný íslensk rannsókn sem birtist í dag í npj Breast Cancer og var unnin í samstarfi Krabbameinsfélagsins við meinafræðideild og krabbameinslækningadeild Landspítala, og við Háskóla Íslands. 

Lesa meira

1. des. 2023 : Minningarorð um Jón Þorgeir Hallgrímsson

Jón Þorgeir Hallgrímsson, læknir, fyrrverandi formaður Krabbameinsfélags Íslands og Krabbameinsfélags Reykjavíkur lést þann 21. nóvember sl., 92 ára að aldri. Jóns Þorgeirs er minnst hjá Krabbameinsfélaginu með mikilli virðingu og þakklæti. Aðstandendum vottar félagið innilega samúð. 

Lesa meira

28. nóv. 2023 : Taktu þátt í skemmtilegum jólaleik

Litríkt, jólalegt og hollt á borðið þitt. Krabbameinsfélagið í samstarfi við Banana og Hagkaup óska eftir jólalegum útfærslum á framsetningu á grænmeti, ávöxtum og berjum til að nýta á jólaborðið eða veislubakkann. Veglegir vinningar í boði.

Lesa meira
Ljósmynd: Thule Photos

28. nóv. 2023 : Dýrmætt að vita að maður stendur ekki einn í þessu

Flestir sem hafa upplifað það að missa einhvern náinn sér eru líklega sammála um að sorgin er erfið og þungbær. Sorg barna er sérstaklega vandmeðfarin og það getur skipt máli fyrir úrvinnslu þeirra að fá réttan stuðning frá nærsamfélaginu. Hannes missti eiginkonu sína úr krabbameini árið 2022, en þau áttu tvær dætur saman. Hann segir hér frá sorgarúrvinnslunni og helstu úrræðum sem þau feðgin hafa nýtt sér, en þar á meðal er stuðningur Krabbameinsfélagsins við börn sem missa foreldri.

Lesa meira

28. nóv. 2023 : „Mig langaði til að taka þessa byrði og bera hana sjálf“

Rakel Ósk Þórhallsdóttir, eigandi vefverslunarinnar Central Iceland, hefur undanfarin þrjú ár stutt dyggilega við Bleiku slaufuna, en í heildina telur framlag hennar 7.385.000 kr. Rakel segir hér frá drifkraftinum á bak við verkefnið, en hún hefur persónulega tengingu við málstaðinn.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?