Ása Sigríður Þórisdóttir 6. nóv. 2020

Könnun á upplifun á tímum Covid-19 - Taktu þátt!

Með þessari könnun Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins erum við að safna upplýsingum til að geta sem best stutt við þá sem hafa greinst með krabbamein, eru í krabbameinsmeðferð eða eru aðstandendur.

Við göngum í gegnum tíma sem hafa kallað á miklar breytingar í samfélaginu, varðandi félagsleg samskipti, nánd og röskun á hvers konar starfsemi og þjónustu.

Í aðstæðum sem þessum er eðlilegt að upplifunin sé misjöfn því öll erum við einstaklingar með ólíkan bakgrunn og í mismunandi aðstæðum. Við viljum vera til staðar fyrir þig og værum því afar þakklát ef þú vildir deila með okkur þinni upplifun og líðan. Þannig að við getum sem best fundið leiðir til að bregðast við og mæta þínum þörfum á þessum sérstöku tímum.

Ef þú hefur tekst á við krabbamein eða krabbameinsmeðferð, ert aðstandandi eða hefur misst ástvin úr krabbameini á tímum COVID-19 værum við þakklát ef þú vildir deila með okkur þinni upplifun og líðan. Þannig getum við best fundið leiðir til að bregðast við og mæta þörfum fólks á þessum sérstöku tímum.

Einnig er hægt að heyra í okkur í síma 800 4040 eða senda okkur póst á radgjof@krabb.is.
Farið er með allar upplýsingar sem trúnaðarmál.


Fleiri nýjar fréttir

24. nóv. 2021 : Fræðslu­mynd í tilefni stór­afmælis

Í tilefni af 40 ára afmæli Stómasamtaka Íslands er nú komin út vönduð fræðslumynd. Samtökin eru hagsmunasamtök stómaþega á Íslandi sem leggja áherslu á aukin lífsgæði stómaþega með fræðslu, stuðningi og hvatningu.

Lesa meira
Birna Þórisdóttir

19. nóv. 2021 : Krabbameinsfélagið tekur þátt í verkefni um nýsköpun í heilsueflingu

Í dag kynnir Birna Þórisdóttir sérfræðingur og nýdoktor við Háskóla Íslands og fyrrum sérfræðingur hjá Krabbameinsfélaginu niðurstöður verkefnisins Er það bara ég eða stekkur súkkulaðið sjálft ofan í innkaupakerruna?

Lesa meira

18. nóv. 2021 : Jóla­happ­drætti Krabba­meins­félags­ins: Stuðningur við marg­þætta starf­semi

Nú hafa verið sendir út miðar í jólahappdrætti Krabba­meins­félagsins. Allt frá árinu 1955 hefur Krabba­meins­félagið staðið fyrir happdrætti sem hefur verið ein veigamesta tekjulind félagsins og stuðlað mjög að uppbyggingu þess og þróun. 

Lesa meira

18. nóv. 2021 : Ný rafræn samskiptagátt fyrir sjúklinga með krabbamein

Heilsumeðvera er ný rafræn samskiptagátt sem fer í loftið í nóvember. Þar geta krabbameinssjúklingar nálgast upplýsingar um meðferð, sent inn fyrirspurnir og fengið fræðsluefni sniðið að sínum sjúkdómi og meðferð. Heilbrigðisstarfsmaður vaktar þær fyrirspurnir sem berast, til að tryggja greið svör.

Lesa meira

13. nóv. 2021 : Sendu pabba mikilvæg skilboð á Feðradaginn

Í tilefni af Feðradeginum, sunnudaginn 14. nóvember, hvetur Krabbameinsfélagið alla til að senda pabba mikilvæg skilaboð - því við viljum hafa pabbana sem lengst á meðal okkar, við sem besta heilsu.

Lesa meira

Var efnið hjálplegt?